Morgunblaðið - 13.08.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 13.08.2007, Síða 28
Atvinnuauglýsingar 569 1100 Tollstjórinn í Reykjavík óskar eftir að ráða í stöðu fulltrúa í lögfræðideild á innheimtusviði. Hjá tollstjóranum starfar hópur hæfileikaríks starfsfólks sem hefur það að markmiði að veita góða og skilvirka þjónustu og standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs. Lögð er áhersla á símenntun starfsmanna, heilsueflingu og góðan aðbúnað. Stúdentspróf eða samsvarandi menntun. Staðgóð almenn tölvukunnátta. Gott vald á íslensku, bæði í ræðu og riti. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi til að bera lipurð í mannlegum samskiptum, séu kurteisir og búi yfir þjónustulund. Krafist er traustra vinnubragða og stundvísi. Hreint sakavottorð. Almenn afgreiðsla og þjónusta. Upplýsingagjöf til viðskiptavina. Móttaka viðskiptavina. Símsvörun í þjónustuveri. Undirbúningur vegna fjárnáma. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. FULLTRÚI Í LÖGFRÆÐIDEILD Starfssvið:Menntunar- og hæfniskröfur: Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem hæfa jafnt körlum sem konum. Áhersla er lögð á metnað og sjálfstæði starfsmanns og vilja til að sanna sig í starfi. Möguleikar á starfsþróun eru miklir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðfinna H. Þórsdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar, í síma 560-0442 og Harpa Hallsdóttir, sérfræðingur á starfsmannasviði, í síma 560-0352. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst nk. Umsóknir merktar „fulltrúi í lögfræðideild“ ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi vill taka fram skal skila til starfsmannasviðs embættisins Skúlagötu 17, 101 Reykjavík eða í gegnum tölvupóst: starf@tollur.is Raðauglýsingar 569 1100 Tilboð/Útboð Auglýsing um skipulag - Þingeyjarsveit Tillaga að deilskipulagi vegna Stekkjarbyggðar, frístundabyggðar í Lundi, Fnjóskadal, Þingeyjarsveit. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti 12. apríl að auglýsa tillögu að deili- skipulagi frístundabyggðar í landi Lunds, skv. 25. grein laga nr. 73/1997 m.s.br. Um er að ræða stækkun á áður skipulögðu svæði fyrir frístundabyggð. Hið nýja skipulagssvæði er um 16,4 ha að stærð og liggur norðan núverandi frístundabyggðar og skammt sunnan túna og mannvirkja í Lundi og austan Lundsskógar- vegar sem liggur í gegn um Lundsskóg. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyrir 26 frístundahús, svæði fyrir 8 til 10 smáhýsi og reit fyrir golfskála en áætlað er að byggja upp golfvöll á jörðinni. Deiliskipulagið verður til sýnis á skrifstofu Þingyejarsveitar, Kjarna, 650 Laugum frá 14. ágúst 2007-11. sept. 2007. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Þá eru upplýsingar og aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar, www.thingeyjarsveit.is. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, eigi síðar en 25. sept. 2007. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillögun teljast samþykkir henni. 10. ágúst 2007. Sveitarstjórinn í Þingeyjarsveit, Sigbjörn Gunnarsson. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur Í samræmi við 18. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Stækkun brunnsvæðis vatnsverndar í Vatnsendakrikum, Heiðmörk Gerð er tillaga að stækkun á núverandi brunn- svæði í Vatnsendakrikum til vesturs, á mörkum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Núverandi grannsvæði vatnsverndar minnkar samsvarandi. Breytingin nær til sveitarfélagsuppdráttar aðal- skipulagsins þar sem gerð er grein fyrir vatns- verndarsvæðum í Vatnsendakrikum í Heiðmörk. Núverandi brunnsvæði stækkar til vesturs sem nemur um 12 ha. á kostnað núverandi grann- svæðis. Tillagan er í samræmi við samsvarandi breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og svæðisskipulag vatnsverndar á höf- uðborgarsvæðinu. Nánar um tillögu vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 13. ágúst 2007 til og með 24. september 2007. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 24. september 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn- sendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 13. ágúst 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið SVEITARSTJÓRN Hvalfjarðar- sveitar hefur samþykkti nýtt byggðamerki. Sveitarstjórn klofn- aði í málinu, fjórir fulltrúar voru fylgjandi samþykkt en þrír á móti. Sagt var frá þessu á fréttavefn- um skessuhorn.is. Listum með 161 undirskrift kosn- ingabærra íbúa var skilað inn fyrir fundinn í dag en þar var sveitarstjórn beðin að fresta staðfestingu merkisins um allt að eitt ár. Á meðan yrði af- staða íbúa könnuð sem og vafa- atriði varðandi lög og reglur. Minnihlutafulltrúar bókuðu um að undarlegt væri að ekki væri tekið tillit til óska íbúanna þegar jafn- margir og raun ber vitni skrifuðu undir listann. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands bjuggu um síð- ustu áramót 441 18 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit þannig að þeir 161 sem skrifuðu undir ósk um frestun eru um 37% kosningabærra íbúa sveitarfélagsins. Í síðustu sveitar- stjórnarkosningum greiddu 366 at- kvæði í sveitarfélaginu. Nýtt byggða- merki samþykkt 28 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Djúpivogur | Fyrrverandi biskup, séra Sigurbjörn Einarsson, er ennþá í fullu fjöri og má með sanni segja að hann beri aldurinn einstaklega vel. Á dögunum fór hann m.a. í siglingu til Papeyjar með ferjunni Gísla í Papey, en báturinn er í reglulegum áætlunarferðum milli lands og eyja á sumrin. Að siglingu lokinni steig Sigurbjörn léttur á fæti á fasta landið og aðspurður sagði hann að förin hefði öll verið hin ánægjulegasta. Mest hefði komið honum á óvart hve landmikil Papey væri. Már Karlsson sem umsjón hefur með Papeyjarferðum tók á móti Sigurbirni á bryggjunni. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Ferðir Már Karlsson, umsjónarmaður Papeyjarferða, og séra Sigurbjörn Einarsson. Léttur á fæti FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.