Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 2

Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að ekki verði gef- in út ný leyfi til hvalveiða í atvinnu- skyni fyrr en markaðir fyrir hvalkjöt opnist. Hann segir að hægar hafi gengið að koma kjötinu á markað í Japan en menn hafi séð fyrir. Núverandi fiskveiðiári lýkur um mánaðamótin og segir ráðherra að ekki verði gefin út ný leyfi að svo stöddu „Ég hef ekki talið að það væri sérstakt tilefni til að taka þessi mál til skoðunar vegna þeirrar óvissu sem ennþá er uppi varðandi sölu á af- urðunum. Ég tel að það þjóni engum raunverulegum tilgangi að huga að útgáfu á frekari kvóta á meðan sala hefur ekki gengið fyrir sig,“ segir Einar. Reynslan af veiðunum góð Hann segir ekki víst hvenær eða hvort svo verður. „Það er auðvitað mín stefna að það verði þannig. Reynslan af hvalveiðum okkar í fyrra var góð. Veiðarnar gengu vel og allur ótti manna um að þær hefðu neikvæð áhrif var ástæðulaus. Ég hafði sjálfur áhyggjur af að þær gætu haft áhrif til skamms tíma en sem betur fer hafði ég á röngu að standa. Það voru hvorki slæm áhrif af veiðunum til lengri né skemmri tíma.“ Einar segir að forsenda veiða sé að markaður sé fyrir vöruna. „Við vit- um að það er áhugi á japanska mark- aðnum fyrir hvalkjötinu.“ Áður en ný vara sé flutt á markaðinn þurfi hins vegar að ganga frá ýmsum gæðamál- um og það hafi gengið hægar en menn hafi átt von á. „Ég trúi ekki öðru en að markaðurinn muni opn- ast. Það er ekkert í alþjóðalögum sem bannar slík viðskipti.“ Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að þeir útgerðarmenn sem stundi hvalveiðar fái tækifæri til að láta reyna á markaðinn segir Einar að slík tækifæri séu fyllilega til staðar. „Ég hef ekki orðið var við að um það sé deilt. Þeir eiga vöruna tiltæka og geta látið á þetta reyna með sýna- töku og öðru, þannig að þetta hamlar ekki á nokkurn hátt tilraunum manna til að koma þessu í verð í Jap- an.“ Einar segir það líka jákvætt og áhugavert að innlendi markaðurinn hafi tekið vel við hrefnukjöti og sala hafi gengið vel. Segir sönnunarbyrðina lagða á hvalveiðimenn Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, segist fagna ákvörðun ráðherra. „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá sjávarútvegsráðherra. Það er alveg ljóst að með þessu legg- ur hann sönnunarbyrðina á hval- fangarana. Þeir verða að sýna fram á að það sé markaður fyrir vöruna í Japan.“ Árni segir að þetta sé breyt- ing frá því í fyrra þegar leyfin til at- vinnuveiðanna voru gefin út. „Þá keypti ráðherrann köttinn í sekkn- um. Hann trúði því að þeir gætu flutt kjötið út en annað hefur komið á dag- inn. Nú hefur hann vaðið fyrir neðan sig og segir að þeir verði að sýna markaðinn áður en leyfi verða veitt.“ Árni telur að á næstu misserum muni koma berlega í ljós að enginn markaður sé fyrir vörurnar. „Og þá er spilið búið. Ég tel að það sé lag fyrir íslensk stjórnvöld að nýta sér þessa ákvörðun og byggja betur undir hvalaskoðun.“ Sjávarútvegsráðherra mun ekki gefa út ný leyfi til hvalveiða í atvinnuskyni Ekki forsendur fyrir frekari veiðum á hvölum meðan Japansmarkaður er lokaður Morgunblaðið/RAX Dregin á land Alls voru gefin út leyfi sl. haust fyrir veiðum á níu lang- reyðum og 30 hrefnum í atvinnuskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Í HNOTSKURN »Síðastliðið haust gaf sjáv-arútvegsráðherra út leyfi til atvinnuveiða á hvölum. »7 langreyðar veiddust þáum haustið og 7 hrefnur af atvinnuveiðakvótanum. »Skiptar skoðanir eru ummálið innan ríkisstjórn- arinnar. Umhverfisráðherra hefur lýst sig andsnúinn veið- unum. »Sjávarútvegsráðherra seg-ir hvalveiðimenn geta haf- ið útflutning þótt ný leyfi séu ekki gefin út. Opnist mark- aðurinn þá vilji hann gefa út fleiri veiðileyfi. inni og húsnæðið sé orðið of lítið fyrir vaxandi fjölda nemenda. Með nýju byggingunni fer öll starfsemi og kennsla fram á einum stað. Svafa segir það mjög góða til- finningu að sjá verkið hafið en mjög lengi var unnið að því þar sem hönnunin var afar vandasöm. „Við vildum tryggja að umhverfið og húsið spiluðu vel saman. Þetta er lágreist bygging sem kúrir í hlíð- inni og það verður gaman að sjá þetta verða að veruleika.“ Svafa segir skólann verða opinn borg- arbúum og að mikið tillit hafi verið tekið til þarfa borgarbúa sem vilji njóta náttúrunnar í Öskjuhlíðinni. Í húsnæðinu verði m.a. kaffihús, bókabúð, bókasafn og gallerí. Listin hönnuð inn í húsið HR hefur gert samning við sjö ís- lenska myndlistarmenn um að þeir leggi fram tillögur að listrænum FYRSTA skóflustungan að nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík við rætur Öskjuhlíðar var tekin í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tók skóflustunguna við hátíðlega athöfn en húsnæðið verð- ur um 35 þúsund fermetrar að stærð – ein stærsta bygging Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að hluti aðstöðunnar verði tilbúinn undir kennslu í upphafi skólaárs 2009 en stefnt er að því að öll starf- semi háskólans verði komin í hús- næðið haustið 2010. „Það er verið að byggja háskóla sem verður einn best útbúni háskóli í Evrópu,“ segir Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, „og það gefur okkur gríðarleg tækifæri til sóknar, bæði utanlands og innan- lands.“ Þá segir hún bygginguna hafa afar praktískt gildi fyrir skól- ann þar sem kennsla fari nú fram á fjórum mismunandi stöðum í borg- þáttum í nýbyggingunni en hún er enn á hönnunarstigi. Þessi samn- ingur er sagður marka ákveðin tímamót í samvinnu arkitekta og myndlistarmanna en listamennirnir munu fá meira svigrúm og frjáls- ræði um hlutverk listrænna þátta í byggingunni en venja hefur verið. „Það er svo gaman að fá listamenn- ina snemma í ferlinu því yfirleitt er listin sett inn í húsið eftir á en með þessu móti tekst okkur í rauninni að hanna listina inn í húsið,“ segir Svafa en að hennar mati er aðkoma listamannanna mjög í anda HR þar sem starfsmenn skólans leggi mikið upp úr frjálsri og skapandi hugsun. Hún segir þar ríkja ákveðinn anda og vel takist að fanga hann með því að ögra skynfærunum en ekki ein- ungis einblína á fræðigreinarnar. Í haust mun dómnefnd velja þá listamenn sem eiga þess kost að þróa hugmyndir sínar áfram. Verður ein af stærstu bygg- ingum Reykjavíkurborgar Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri háskólabyggingu Morgunblaðið/Golli Kyndillinn afhentur Sveinn Kristjánsson, formaður stúdentafélags HR, afhendir Svöfu Grönfeldt rektor kyndil sem hópur nemenda hljóp með umhverfis tilvonandi byggingarsvæði til að helga sér það að fornum sið. ust fíkniefni í fórum þess. Í framhaldinu var leitað þar sem parið gisti og þar fundust fíkniefni sem talin eru vera kókaín, samtals um 1,9 kg. Karl Steinar Vals- son, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögregl- unnar á höfuðborgar- svæðinu, sagði að í svona málum ætti sér stað samvinna milli lög- regluyfirvalda í löndunum tveimur. Parið ætti hins vegar von á ákæru í Danmörku og yrði dæmt fyrir dönskum dómstólum. Fíkniefnin voru á leið til Íslands Tekin með tvö kg af kókaíni í Danmörku LÖGREGLAN á Ís- landi hefur ástæðu til að ætla að par sem er í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn hafi ætlað að flytja tæp- lega tvö kíló af kók- aíni til Íslands. Um er að ræða 36 ára karl- mann og stúlku sem er undir tvítugu. Karlmaðurinn hefur áður fengið dóm fyrir fíkniefnamisferli hér á landi. Danskir lögreglumenn höfðu af- skipti af parinu í miðborg Kaup- mannahafnar 11. ágúst sl. og fund- ROLF Johansen, stór- kaupmaður, lést í Reykjavík fimmtudag- inn 23. ágúst, 74 ára að aldri. Rolf var frum- kvöðull á sviði innflutn- ings til landsins upp úr miðri síðustu öld og rak um hálfrar aldar skeið fyrirtæki sem bar nafn hans. Rolf fæddist á Reyð- arfirði 10. mars 1933, frumburður hjónanna Thulins Johansen full- trúa og Svövu Þorgerð- ar Þórhallsdóttur Jo- hansen. Rolf ólst upp á Reyðarfirði og stundaði síðan nám í Verslunarskól- anum og í Samvinnuskólanum á Bif- röst. Hann hóf ungur að þreifa fyrir sér í sölumennsku og innflutningi. Fyrirtæki sitt, Rolf Johansen & Company, stofnaði hann fyrir liðlega 50 árum. Fyrirtækið er enn í fullum rekstri þótt það hafi tekið breyting- um í takt við breytta viðskiptahætti. Rolf var frumkvöðull í innflutningi vara frá Austurlöndum fjær, en fyrirtækið flutti inn japanska hjólbarða um alllangt skeið. Fyrir- tæki hans flutti inn margar vörutegundir og var m.a. um árabil umfangsmikið í inn- flutningi á áfengi og tóbaki. Rolf reyndi einnig fyrir sér í út- flutningi og var líklega sá fyrsti sem reyndi að flytja út íslenskt vatn. Þá var Rolf ræðismaður Mexíkó á Íslandi um nokkurra ára skeið. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Ásgeirsdóttir Johansen og eignuðust þau sex börn, Agnesi, Thulin, Svövu, Berglindi, Ásgeir og Kristínu, sem öll lifa föður sinn. Barnabörnin eru orðin fimmtán tals- ins. Andlát Rolf Johansen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.