Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STEFÁN Guðmunds-
son skipstjóri lést á
Landspítalanum 19.
ágúst sl. á 89. aldursári.
Stefán fæddist í Hrólfs-
skála á Seltjarnarnesi 3.
október 1918. Foreldrar
hans voru Elísabet
Stefánsdóttir húsfreyja,
f. 1891, frá Arkalæk, d.
1975, og Guðmundur
Pétursson, f. 1881, út-
vegsbóndi í Hrólfsskála,
d.1958.
Stefán hóf ungur að
vinna við ýmis bústörf á
Seltjarnarnesi. Eftir
skyldunám í Mýrarhússkóla fór hann
til náms við Héraðsskólann á Laug-
arvatni. Meðfram námi starfaði hann
hjá Eimskipafélagi Íslands á Gull-
fossi 1 undir stjórn Sigurðar Péturs-
sonar. Eftir farmannapróf frá Stýri-
mannaskólanum árið 1943 varð
Stefán stýrimaður og síðan skip-
stjóri. Hann var skipstjóri á ýmsum
skipum Eimskips, m.a. Tungufossi,
Dettifossi, Mánafossi, Brúarfossi og
Goðafossi, þar til hann lét af störfum
fyrir aldursakir 26. október 1983, þá
skipstjóri á Dettifossi. Hafði hann
verið samfleytt til sjós í 49 ár, eða frá
15 ára aldri og vann allan þann tíma
hjá Eimskipafélagi Ís-
lands.
Stefán var einn af
þeim sem komu heim
með Esjunni frá Pet-
samo í Finnlandi þegar
Gullfoss gamli var
kyrrsettur í Kaup-
mannahöfn á stríðsár-
unum.
Árið 1984 hóf Stefán
störf við Sundlaug Sel-
tjarnarness og starfaði
hann þar uns hann varð
rúmlega sjötugur.
Stefán var mikill
áhugamaður um garð-
rækt. Á Seltjarnarnesi þótti ekki
vænlegt að rækta gróður en hann
sýndi að það var vel hægt og ræktaði
hinn fallegasta garð við hús sitt Skála
ásamt konu sinni og fengu þau oftar
en einu sinni verðlaun fyrir hann.
Stefán var heiðraður fyrir ævistarf
sitt á sjómannadaginn árið 1998.
Með Stefáni Guðmundssyni er
genginn elsti Seltirningurinn, sem
fæddur var þar og uppalinn og bjó
þar alla tíð.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns er
Guðrún Kristjánsdóttir. Þau eignuð-
ust 4 börn. Fyrir átti Guðrún eina
dóttur.
Andlát
Stefán Guðmundsson
BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja fer
fram á að framkvæmdum við ferju-
höfn í Bakkafjöru verði flýtt og að
hún verði tilbúin árið 2009 en ekki
2010 eins og gert er ráð fyrir í sam-
gönguáætlun. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem bæjarráðið
boðaði til í gær um borð í togaranum
Vestmannaey, en þar voru kynntar
víðtækar hugmyndir ráðsins um
mótvægisaðgerðir sem Eyjamenn
horfa til vegna niðurskurðar í afla-
heimildum. Fram kom á fundinum
að Eyjamenn vilja líka sjá aukna
áherslu á rannsókna- og skólastarf
og að opinberum störfum verði fjölg-
að. Ekki síst störf sem tengjast sjáv-
arútvegi á einhvern hátt. Einnig er
bent á nauðsyn þess að hlaupa undir
bagga með útgerðum sem horfa á
umtalsverða tekjulækkun. Líka að
þegar aflaheimildir verða auknar
komi þær í hlut þeirra sem nú mega
þola skerðingu. Byggðarkvóti, línu-
ívilnun og auðlindagjald á sjávarút-
veg hefur lengi verið eitur í beinum
Eyjamanna.
Sveitarfélögin hafi frumkvæði
„Með þessu hefur Vestmanna-
eyjabær riðið á vaðið og orðið fyrst
sveitarfélaga til að leggja fram að
eigin frumkvæði tillögur af þessu
tagi,“ sagði Elliði Vignisson bæjar-
stjóri. „Það er trú okkar hjá Vest-
mannaeyjabæ að þessar mótvægis-
aðgerðir lukkist einungis ef þær eru
unnar að frumkvæði sveitarfélag-
anna sjálfra með stuðningi ríkisins
þegar slíkt á við. Í viðbót við þessar
tillögur verður gripið til mótvægis-
aðgerða í samvinnu atvinnulífsins,
Vestmannaeyjabæjar og íbúa en við
lítum á þessar þrengingar sem verk-
efni en ekki vandamál.“ Til að setja
niðurskurðinn í samhengi þá skerð-
ast aflaheimildir í þorski um þriðj-
ung sem þýðir að hlutur Vestmanna-
eyja fer úr tæpum 12 þúsund
tonnum í um 8 þúsund tonn. Auk
þess er skorið niður í ýsu og ufsa sem
dekkir myndina enn frekar. „Þetta
þýðir að 3,6 milljarðar hverfa úr
veltu í sveitarfélaginu sem gerir um
11 milljarða á þremur árum. Það
samsvarar rekstri Vestmannaeyja-
bæjar í um sex ár,“ sagði Elliði. Þeg-
ar horft er til framtíðar sagði Elliði
úrslitaatriði að þegar kvótinn yrði
aukinn á ný yrði honum úthlutað til
þeirra sem nú verða fyrir skerðing-
unni. „Ríkisstjórnin verður að
tryggja þetta því þá er meiri von til
þess að útgerðarmenn þrauki og líti
á þetta sem millibilsástand.“ Elliði
sagði næsta skref að senda tillögurn-
ar til Árna Mathiesen fjármálaráð-
herra og Össurar Skarphéðinssonar
iðnaðarráðherra.
Í tillögunum er m.a. lögð áhersla á
að eigi síðar en í september nk. verði
auglýst eftir tveimur starfsmönnum
á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Ís-
lands í Vestmannaeyjum.
Flýti framkvæmdum
Bæjarráð Vestmannaeyja vill að ferjuhöfn í Bakkafjöru
verði tilbúin árið 2009 Áhersla á skólastarf verði aukin
Morgunblaðið/Sigurgeir
Aðgerðir Páll Marvin Jónsson, Páley Borgþórsdóttir, Elliði Vignisson og
Páll Scheving mynda bæjarráð Vestmannaeyja.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
„ÞAÐ er alveg hryllileg umgengni.
Fólk er, ef ég má orða það á góðri ís-
lensku, mígandi og skítandi í garða.
Ég fann hérna fyrir utan eldhús-
gluggann hjá mér, þegar ég kom
heim úr Þórsmörk í sumar, karl-
mannsnærbuxur fullar af kúk. Svo
eru náttúrlega glerbrot, sígarettu-
stubbar og plastglös,“ segir Erna
Valdís Valdimarsdóttir, íbúi í Þing-
holtunum. Hún segir umgengni um
miðborgina hafa hríðversnað í ár.
Flestir íbúar miðborgarinnar hafa
fram til þessa tekið því með stillingu
þó að einhver óþægindi hljótist af
skemmtunum um helgar og litið á
þau sem óhjákvæmilegan fylgifisk
þess að búa í hringiðu mannlífsins í
miðbænum. Nú í sumar tala margir
hinsvegar um að sóðaskapur, hávaði
og skrílslæti í miðbænum hafi keyrt
um þverbak og eru ýmsar ástæður
þess nefndar, svo sem nýlegt reyk-
ingabann og langur opnunartími
skemmtistaða.
Erna stóð nýlega fyrir undir-
skriftasöfnun og lagði fram formlegt
erindi fyrir borgarráð vegna hávaða
og ónæði sem hlýst af bar í nágrenn-
inu. „Breytingin var mjög afgerandi
hérna í ársbyrjun þegar bar í götunni
breytti rekstrarforminu hjá sér og
fór að hafa opið til klukkan sex á
morgnana og tók upp á því að spila
gríðarlega háværa tónlist með alla
glugga opna. Það breyttist allt. Þetta
var bara rólegur bar áður, maður
vissi ekki af honum.“
Úrræði íbúa óljós
Erna segir það ekki liggja ljóst fyr-
ir hvert íbúar geti snúið sér í svona
málum. „Ég byrjaði á því að skrifa
borginni, fyrst í gegnum heimasíðuna
þeirra, en fékk engin viðbrögð. Síðan
skrifaði ég öllum borgarfulltrúum,
nema borgarstjóra, bréf og kvartaði.
Það var tíunda apríl síðastliðinn og
það voru tveir sem svöruðu mér per-
sónulega og einn sem sendi erindið
áfram. Allir sem ég talaði við þá
sögðu að það eina sem við gætum
gert væri að hringja nógu oft í lög-
regluna og láta bóka kvörtun. Þegar
það væru komnar nógu margar
kvartanir, þá yrði eitthvað gert í mál-
inu.“
Erna segir að hún og fleiri ná-
grannar hennar hafi síðan hringt
samviskusamlega í lögregluna þegar
reglur voru brotnar á barnum í göt-
unni, en ekkert hafi enn verið gert.
„Það er eins og enginn sjái raunveru-
lega um að embættin tengist. Það er
ekkert samband þarna á milli.“ Hún
segist hrædd um að valtað verði yfir
íbúana því veitingahúsaeigendur séu
sterkari sem hópur. „Ég er bara ein
kona í Þingholtunum. Við borgararn-
ir erum lítils metin oft þegar upp er
staðið,“ segir Erna.
Björn Ingi Hrafnsson formaður
borgarráðs segir að á fundi ráðsins
síðastliðinn fimmtudag hafi ekki ver-
ið lagst gegn áframhaldandi rekstr-
arleyfi skemmtistaðarins en bent hafi
verið á ítrekaðar kvartanir íbúa og
lögreglu falið að kanna hvort þær gefi
tilefni til þess að takmarka opnunar-
tímann.
Allar tilkynningar skráðar
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu gefur út rekstrarleyfi til
veitinga- og skemmtistaða, en leggur
til grundvallar umsagnir nokkurra
aðila, þar á meðal borgarráðs.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
segir allar tilkynningar skráðar hjá
lögreglu. „Ef fólk verður fyrir ónæði
þá er ekkert annað að gera en að
hringja í lögreglu og tilkynna það og
lögreglan reynir að bregðast við því
með viðeigandi hætti. Ef ónæðið er
eðlilegur fylgifiskur þeirrar atvinnu-
starfsemi sem leyfi er fyrir á þessum
ákveðna stað, þá er ekki mikið við því
að gera. Ef ónæðið stafar af því að
menn eru að spila músík of hátt eða
hafa opið þannig að hún heyrist út, þá
eru það hlutir sem hægt er að laga.“
Hann segir að allar kvartanir og
athugasemdir séu skoðaðar þegar
rekstrarleyfi eru endurnýjuð, og ef
ástæði þykir til eru gildandi leyfi aft-
urkölluð. Opnunartími sé aftur á móti
á ábyrgð borgaryfirvalda.
„Borgaryfirvöld hafa kveðið á um
það í lögreglusamþykkt að þau geti
takmarkað opnunartíma staða ef það
stafar frá þeim mikið ónæði, þannig
að allar tímatakmarkanir og tak-
markanir á starfsemi á tilteknum
stöðum eru undir borgaryfirvöldum
komnar. Það eru borgaryfirvöld sem
hafa þarna úrslitaáhrif,“ segir Stefán.
„Alveg hryllileg umgengni“
Morgunblaðið/Fríða
Miðbærinn Margir íbúar miðborgarinnar segja ónæðið af skemmtanalífinu komið yfir öll eðlileg mörk.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ALMENN notkun á forgangsorku í
íslenska raforkukerfinu mun aukast
um 17% fram til ársins 2015 og um
57% alls til 2030 ef ný raforkuspá
Orkuspárnefndar gengur eftir. Þetta
er talsvert meiri aukning en gert var
ráð fyrir í eldri spá frá 2005 en Orku-
stofnun hefur nú gefið út endurreikn-
aða raforkuspá sem byggð er á nýj-
um gögnum og breyttum forsendum.
„Árleg aukning notkunar er 1,9%.
Áætluð forgangsorka hefur aukist
um 355 GWh fram til ársins 2030 við
þennan endurreikning frá spánni
2005 og er aukningin mest á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir í samantekt
Orkustofnunar.
Meðal þess sem áhrif hefur á
aukna orkunotkun er að reiknað er
með meiri hagvexti en gert var í
spánni 2005, meiri fólksfjölda í land-
inu í samræmi við þróun síðustu
tveggja ára, auk þess sem nú er gert
ráð fyrir að nýjar íbúðir verði stærri
en áður var lagt til grundvallar orku-
spánni.
Á seinasta ári var raforkuvinnsla
rafveitna samtals 9.925 GWh og var
hún 22 GWh minni en spáin frá 2005
gerði ráð fyrir en engu að síður var
heildarálag á kerfið nánast eins og
áætlað var. Notkun í stóriðju er 58
GWh meiri en spáð var.
Fram kemur í nýju raforkuspánni
að raforkunotkun á heimilum hefur
aukist verulega á síðasta áratug. Í
fyrra var mikil aukning í almennri
heimilisnotkun miðað við fjölda heim-
ila.
Þá kemur í ljós að raforkunotkun
sumarbústaða jókst um 8% á seinasta
ári en aukningin á árinu á undan var
14%. Á sama tíma fjölgaði sumarbú-
stöðum um 4%.
„Ein ástæða aukinnar notkunar
rafmagns í sumarbústöðum gæti ver-
ið fjölgun heitra potta sem eru raf-
kyntir. Líkleg notkun slíkra potta er
um 2,5 MWh á ári, “ segir í raforku-
spánni.
Raforku-
notkun auk-
ist mikið