Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
TONY Blair, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, hittir útgef-
endur í október þar sem hann mun
semja um margra
milljóna punda
samning um út-
gáfu á endur-
minningum sín-
um, að því er
Guardian greinir
frá.
Heimildar-
maður segir að
bókin verði lík-
lega skrifuð í
London þar sem Blair muni eiga
spjall við skrásetjarann einslega, en
viðstaddur verður líka Robert Barn-
ett, amerískur lögfræðingur Blair.
Random House og Harper Coll-
ins, sem eru í eigu Rupert Murdoch-
fjölmiðlasamsteypunnar, eru sögð
vera hæstbjóðendur í bókina sem
gæti fært Blair um fimm milljónir
punda.
Nokkrar áhyggjur eru af því að
minningar Blair gætu skaðað eftir-
mann hans í forsætisráðherra-
stólnum, Gordon Brown, en þeir
tveir hafa átt í nánu samstarfi í
gegnum tíðina.
Ævisaga
Blair
Vel borgað fyrir
minningarnar
Tony Blair
LEIKKONAN Claire Danes mun
leika í fyrsta skipti á Broadway í
október þegar hún tekur að sér hlut-
verk Elizu Doo-
little í Pygmalion
eftir George
Bernard Shaw,
en margir kann-
ast eflaust betur
við það leikrit
sem söngleikinn
My Fair Lady.
Eliza er blóma-
sölustúlka sem
talar með sterk-
um cockney-hreim en talmeinafræð-
ingurinn Henry Higgins er sann-
færður um að hann geti kennt henni
að tala eins og dömu og þar með gert
hana gjaldgenga hærra í þjóðfélags-
stiganum en hún á að venjast.
„Þetta er bæði spennandi og ógn-
vekjandi,“ segir Danes sem er þó
ekki alls ókunnug lykilrullum leik-
bókmenntanna því hún átti ein-
hverja eftirminnilegustu Júlíu hvíta
tjaldsins í mynd Baz Luhrmans,
Romeo + Juliet, auk þess að hafa
leikið Mariu í Stage Beauty, stúlku
sem þráði að leika þegar konum var
ekki leyft að stíga á svið og hlutverk
þeirra voru leikin af körlum. The
Guardian greindi frá þessu.
Danes á
Broadway
Claire Danes
NÚ ER síðasta sýningarhelgi
Blind Pavilion eftir Ólaf Elías-
son. Verkið var sett upp á
Sjónarhóli í Viðey í tengslum
við Listahátíð 2005 en það var
framlag Danmerkur á Feneyj-
artvíæringnum árið 2003. Upp-
haflega átti verkið aðeins að
standa í Viðey í nokkra mánuði
en gestir Viðeyjar hafa nú
fengið að njóta þess í rúm tvö
ár. Niðurtaka á verkinu hefst
strax eftir helgi og í kjölfarið verður það flutt til
nýrra heimkynna.
Í dag verður einnig haldin Viðeyjarhátíð vegna
100 ára afmælis þorpsins í Viðey.
Myndlist
Blind Pavilion
tekið niður
Blind pavilion eftir
Ólaf Elíasson.
Á MORGUN kl. 15 verður opn-
uð málverkasýning í Listasal
Saltfiskseturs Íslands, Grinda-
vík þar sem sýnd verða verk
eftir Helgu Jensdóttur. Helga
er flugumferðarstjóri að mennt
en vinnur nú alfarið við mynd-
list. Hún hefur stundað nám
við Myndlistarskóla Kópavogs
og einnig sótt Masterclass
námskeið hjá Bjarna Sigur-
björnssyni. Helga vinnur á
valsaðar álplötur og styðst hún ekki síst við kort
úr fluggeiranum og frá íslenska flugstjórnasvæð-
inu. Sýningin mun standa til 10. september.
Saltfisksetrið er opið alla daga kl. 11 - 18.
Myndlist
Styðst við kort
úr fluggeiranum
Verk eftir Helgu
Jensdóttur.
HÖNNUNARSÝNINGUNNI
Magma /Kvika lýkur á morg-
un. Ríflega tuttugu þúsund
gestir hafa komið á Kjarvals-
staði frá því að sýningin var
opnuð um miðjan maí og skoð-
að íslenska hönnun eftir rúm-
lega áttatíu hönnuði. Hönn-
unarsýningar af þessari
stærðargráðu eru fáheyrðar á
Íslandi en á sýningunni var
lögð áhersla á að varpa ljósi á
samtímahönnun auk þess að skapa vettvang fyrir
opna umræðu um stöðu íslenskrar hönnunar.
Leiðsögn verður um sýninguna í dag kl.15.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-17.
Hönnun
Magma/Kvika
lýkur á morgun
Ullarstóll eftir
Hildi Helgu Zoega.
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
MIKLAR hræringar hafa verið inn-
an útgáfurisans Eddu útgáfu sem
mun nú liðast í sundur í tvær mis-
stórar blokkir. Einkahlutafélagið
Mál og menning-Heimskringla bók-
menntafélag mun kaupa allar útgáf-
urnar nema Almenna bókafélagið,
lager þeirra, útgáfurétt og þau verk
sem eru í vinnslu en Ólafsfell ehf.,
félag í eigu Björgólfs Guðmunds-
sonar, mun halda eftir bókaklúbb-
unum og merki Almenna bóka-
félagsins. Þá hafa örlögin nú hagað
því svo að Tímarit Máls og menning-
ar er aftur komið undir hatt útgáf-
unnar sem það er kennt við.
Árni Einarsson, sem tók við sem
stjórnarformaður Máls og menning-
ar af Þresti Ólafssyni á fimmtudag,
segir að þau muni áfram halda vöru-
merkjum allra forlaganna (Máls og
menningar, Vöku-Helgafells, Iðunn-
ar og Forlagsins) sem og Heims-
kringlu sem er gamalt forlag sem
endaði hjá Máli og menningu og hef-
ur undanfarið gefið út fræðibækur.
Þá hefur nokkuð verið rætt um
húsnæði Bókabúðar Máls og menn-
ingar á Laugavegi, en Eymundsson
leigir húsnæðið af Máli og menningu
og hefur þar samning sem gildir
næstu árin. Mál og menning vill
selja húseignina – en áður hefur
fyrirtækið selt skrifstofuhúsnæði
sem það átti á efri hæðum hússins.
Hjá Eymundsson fengust þau svör
að ekkert hefði verið rætt um að
kaupa eignina.
Bókaklúbbar óháðir forlögum
Bókaklúbbarnir eru því það sem í
raun er eftir af Eddu og telja bæði
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Björgólfs, og Árni Einarsson hjá
Máli og menningu að það sé mikið
gæfuspor. Víðast hvar séu þeir óháð-
ir bókaútgáfunum og þannig verði
það loks hérna líka. „Okkur finnst í
rauninni ágætt að bókaklúbbarnir
verði reknir sjálfstætt með við-
skiptavininn í huga og við þurfum að
keppa við önnur bókaforlög um að
koma okkar bókum inn á þennan
söluvettvang. Við teljum að góður
agi muni fylgja því. Í fyrsta skipti er
verið er að gera tilraun til þess að
bókakaupandinn verði í öndvegi
bókaklúbbsins og forlögin keppist
við að koma sínu að, í stað þess að
forlögin ákveði hvað verði boðið
uppá. En nú er einhver að taka að
sér að reka þetta með hagsmuni við-
skiptavinarins í huga,“ segir Árni.
Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar
er hins vegar ekki ætlunin að gefa
neitt út undir merkjum Almenna
bókafélagsins þótt það sé ennþá á
þeirra snærum, það sé í raun komið
niður í skúffu. Í viðtali við Morgun-
vakt Rásar 1 í gær sagði Þröstur
Ólafsson að ástæðurnar þess að AB
fylgdi ekki með í kaupunum væru
fyrst og fremst tilfinningalegar. Á
tímum kalda stríðsins stóðu Mál og
menning og AB fyrir tvær ólíkar
hreyfingar í íslensku þjóðlífi og því
telur Þröstur að ekki hefði verið
óskastaða að setja Almenna bóka-
félagið undir Mál og menningu.
Að reka bókaútgáfu
eða fasteignafélag
Markmið Máls og menningar seg-
ir Árni „að reka dugmikla bókaút-
gáfu með ásættanlegri rekstrar-
niðurstöðu.“
Um hræringarnar segir Ásgeir
Friðgeirsson einfaldlega að tilboð
hafi borist og því hafi verið tekið en
bætir svo við: „Mál og menning var
sjálfseignarstofnun sem hafði þann
eina tilgang að gefa út bækur. Þeir
voru búnir að sitja þarna á fundum í
ein 3–4 ár þegar þeir áttuðu sig á að
þeir voru ekkert að gefa út bækur
heldur bara að reka fasteignafélag.“
Breytt útgáfulandslag
Gamla Edda skiptist upp í tvær útgáfublokkir Almenna bókafélagið ekki selt
Morgunblaðið/Ómar
Til sölu Húsnæði Bókabúðar Máls og menningar verður líklegast selt en
Penninn-Eymundsson er með leigusamning þar næstu árin.
'
(& )& ( %
#
*#(&
!"
# $ !
%$
)/
JK/7# . JA
C%(*
&'$( % $
+
&
&,
) *+, !
%
6 *C*
/
(%(
-%.! *+*-!$ %
$L
-=
(5
9- *
(/(M$A
6 *C*
/
*$
/+ -**$ 011"5- /
#N
+O #7&** -# *&/ -
-4
PI . /#*
((
7(#+*6$
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„HEFURÐU tíma til að hlusta á
langa sögu?“ spyr Silja Aðal-
steinsdóttir mig þegar ég spyr
hvernig eigendamál Tímarits Máls
og menningar hafi þróast. „Þegar
Edda losaði sig við TMM þá fór
það til gamla eignarhaldsfélagsins,
Máls og menningar-Heimskringlu,
sem átti þá orðið hverfandi hlut í
Eddu-útgáfu. Þá var ég beðin að
prófa hvort hægt væri að hleypa
lífi aftur í tímaritið og ég tók það
að mér. Þetta var tilraun í eitt ár
og ég fékk styrk frá þeim til þess
að senda gömlum áskrifendum
bréf. Ég sendi út um 2.000 bréf
með fyrirspurnum til fólks hvort
það vildi gerast áskrifendur og
fékk það góða svörun að ég dreif í
útgáfunni.“ Og gengið hefur verið
gott. „Það var tilkynnt á fundinum
í gær að það hefði verið 700 þús-
und króna gróði af TMM í fyrra,“
segir Silja en bætir við: „En ég
hef náttúrulega gefið þetta út
heima hjá mér. Þetta er einyrkja-
búskapur en ég hef þó alltaf getað
borgað ritlaun. En nú yrði orðið
frekar asnalegt að gefa blaðið
áfram út í barnaherbergi við
Hrísateig ef minn bakhjarl verður
orðinn aðaleigandi Máls og menn-
ingar. Það má því segja að við
séum komin í hring sem mér
finnst fjarska gleðilegt. Ég var
orðin svolítið smeyk um það að
tímaritið myndi deyja um leið og
ég hætti, hvenær sem það gerist.“
Silja hefur beðið um að framtíð
ritsins verði tekin til umræðu um
áramót þar sem haustritin tvö eru
það langt á veg komin að þeim
verður lítið breytt úr þessu. „En
þá þætti mér eðlilegt að útgáfan
taki við fjármálunum, en það hef-
ur verið mér lang-tímafrekast og
leiðinlegast.“
Hún segir útgáfutíðnina henta
blaðinu vel. „En hitt er annað mál
að eitt af því sem ég hef þurft að
passa mjög vel er að hafa heftin í
þeirri lengd að ég þurfi ekki að
borga hærri póstburðargjöld. Ég
hef passað að hafa þau undir 250
grömmum – um leið og þau fara
upp í 260 grömm rjúka póstburð-
argjöldin upp. En ég vona að þeg-
ar þetta er komið undir öflugra
forlag þá verði ekki svona leið-
indatakmarkanir á ritstjóra. Þá
fyndist mér eðlilegt að leggja svo-
lítið meira í myndir – að ég tali
ekki um lit, nú er bara litur í kápu
og búið.“ En hún vill ekki bylta
blaðinu. „Ég held að það sé full-
reynt að umbylta þessu riti, það
er ávísun á hrun í fjölda áskrif-
enda.“
TMM kemur heim
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Glöð Silja Aðalsteinsdóttir gleðst yfir því að Tímarit Máls og menningar sé
komið aftur til Máls og menningar eftir nokkurra ára útlegð.
♦♦♦