Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 29
gangi. Annarsvegar sígildari litir og efni í
gráu svörtu og bleiku en líka hlýlegri og
rómantískari föt með blúndum og í jarðlit-
unum. Jóna segir einnig talsvert um
krumpu- og glansefni, en auk þess sé flauel
að koma aftur.
Klassískur fatnaður
Guðrún tískuverslun hefur starfað á
sama staðnum á Rauðarárstígnum í 54 ár
en þar eru föt flutt inn frá Þýskalandi líkt
og í hinum verslununum. Margrét Péturs-
dóttir og Ester Jóhannsdóttir reka versl-
unina og verða sömu litir ráðandi hjá þeim
í vetur, grátt, brúnt, drapplitað og blátt.
Svart og hvítt fylgir þó með eins og svo oft
áður.
Margrét segir pils verða áberandi í vet-
ur, bæði stutt og kvart og að efni verði
mynstruð og jafnvel köflótt.
Áherslan er á klassískan fatnað og er
mikið af drögtum að finna í haustsending-
unum.
„Við erum ekki með neitt rosalega mikið
af sparifatnaði eins og er – mest svona
klassískan fatnað. Við erum búin að halda
þessum merkjum sem við erum með í
fjölda ára og erum við með mjög stöðugt
framboð,“ segir Ester.
Vetrarlitir Svartur kjóll frá Betty Barclay 15.950 kr.,
grár jakki frá Gil Brett 23.500 kr, kvarterma bolur
4.350 kr. og pils 10.950 kr. Verslunin Tískuval.
Glitrandi Kápa 25.500 kr., buxur 11.900 kr., peysa
13.500 kr., jakki 17.500 kr., pils 13.500 kr., toppur 4.500
kr. og skart 4.500 kr. Allt frá Tucci. Hjá Hrafnhildi.
Glæsileg Leikkonan
Helen Mirren er alltaf
stórglæsileg en fatn-
aður hennar er mjög í
takt við komandi
haust og vetrartísku.
Sportleg Pils
9.200 kr. og
peysa 5.700 kr.,
vesti 12.200 kr,
buxur 10.200
kr., peysa 6.200
kr. Verslunin
Guðrún.
R
eu
te
rs
Morgunblaðið/Frikki
MARGIR sem komnir eru á níræðis-
aldur stunda enn kynlíf ef marka má
nýja rannsókn. Þeir sem eru komnir
yfir sextugt eru flestir enn kynferð-
islega virkir og margir þeirra halda
því áfram áratug síðar. Hluti þeirra
stundar enn kynlíf eftir áttrætt.
Berlingske tidende greinir frá um-
fangsmikilli bandarískri rannsókn
sem að hluta til var fjármögnuð af
bandarísku Heilbrigðismálastofnun-
inni. Í henni gáfu um 3.000 Banda-
ríkjamenn á aldrinum 57-85 ára ná-
kvæmar lýsingar á kynlífshegðun
sinni. Meðal þess fólks sem átti í sam-
bandi stunduðu tveir af þremur kynlíf
eftir sjötugt og meira en helmingur
þeirra hélt því áfram eftir áttrætt.
Rannsóknin sýndi að auki að fleiri
karlmenn en konur á aldrinum 57-64
ára voru kynferðislega virkir eða 84
prósent karla á móti 62 prósentum
kvenna.
Áttræðir
stunda kynlíf
Associated Press
Þroskað fólk Þótt Elli kelling berji
að dyrum er kynþörfin enn til staðar.