Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 31
fyrir öllum gluggum og draga þau
á engan hátt úr ljósflæðinu. Þau
birgja heldur ekki útsýnið í garð-
inn og út á götuna, en umhverfið
er einmitt það sem húsráðendur
kunna hvað best að meta. Þar iðar
allt af lífi á sumrin og nágrannar
banka upp á og líta inn.
Svarthvítar
ljósmyndir
Stíll heimilisins er léttur og lif-
andi en svolítið óvenjulegt að á
veggjum eru margar svarthvítar
ljósmyndir, m.a. eftir Sissu. „Sissa
ljósmyndari hefur oft myndað fjöl-
skylduna í gegnum tíðina og hún á
heiðurinn af mörgum þessara
mynda. Auk þess eru þarna mynd-
ir eftir Ragnheiði Jónsdóttur,
Hring, Georg Guðna og Ingi-
björgu Magnadóttur. Upp að vegg
í ganginum hallast svarthvít mynd
í glerramma, óvenjuleg og frjáls-
leg uppstilling. Þá mynd tók eldri
bróðir heimasætunnar af systur
sinni.
Baðherbergið er kapítuli út af
fyrir sig þótt það sé ekki nema
rúmir tveir fermetrar. Í byrjun
var dönsk listakona, Anne Tine
Foberg, fengin til að mála freskur
á veggina fyrir ofan flísarnar auk
þess sem hún skreytti baðkerið að
utan. Þar kom að íbúunum fund-
ust freskurnar orðnar svolítið
dökkar og íþyngjandi. Þær hurfu
undir málningu en skreyting bað-
kersins fékk að halda sér. Áður
hafði verið búið að hanna kostn-
aðarsamar breytingar á baðher-
berginu en endirinn varð sá að ný
málning og lagfæringar upp á 10-
20 þúsund krónur nægðu til að
baðherbergið varð eins og nýtt.
Sómi götunnar
Með tíð og tíma er hugmyndin
að breyta neðri hæðinni og flytja
þá m.a. svefnherbergi þangað nið-
ur og opna síðan út í garðinn sem
er hrein paradís á sumrin, með
pöllum, grasflöt og fallegum birki-
og reynitrjám. Þá verður einnig
ráðist í að steina húsið að utan.
Líklega er þetta eina húsið í göt-
unni sem enn heldur sínu upp-
runalega útliti; þaki, þakkanti, og
öllu tilheyrandi, meira að segja
gömlu útihurðinni. Það er því og
verður sómi götunnar um ókomna
tíð.
Úti í glugga Flestir hengja myndir á veggi en hér
eru þær gluggastáss. Myndina tók Sissa ljósmyndari.
Bjart Baðherbergið er ekki stórt en
nýlega var málað yfir dönsku fre-
skurnar á veggjunum en baðkarið
ber enn merki listakonunnar.
Kristall Þrátt fyrir
einfaldleikann fer
kristalskrónan vel yfir
borðstofuborðinu.
Öðru vísi eldhúsborð Eldhúsið er með flotuðum borðum og tveir veggir
eru múraðir og síðan eru þeir lakkaðir með glæru lakki.
Á kommóðunni
Skemmtileg upp-
stillinn er komm-
óðunni í svefn-
herbeginu. Þar
standa m.a.
skrýtnir skór.
Eins og myndverk Húsfreyjan segist ekki hafa tímt að láta
taka niður loftlúguna þótt hún sé farin að þreytast.
Hagvöxtur, verðbólga og hagstjórn:
Ráðstefna til heiðurs Edmund Phelps
nóbelsverðlaunahafa í hagfræði.
Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins,
kl. 14:00-17:00, föstudaginn 31. ágúst.
Prófessor Edmund Phelps hefur á undanförnum árum átt í
margvíslegu samstarfi við kennara Háskóla Íslands. Hann
var gerður að heiðursdoktor við skólann árið 2004. Í tilefni
þess að árið 2006 hlaut hann nóbelsverðlaunin í hagfræði
býður viðskipta- og hagfræðideildin til þessarar ráðstefnu
honum til heiðurs.
14:00-14:15 Setning. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson.
14:15-14:30 Gylfi Zoega, Háskóli Íslands. Stutt yfirlit yfir
framlag Edmund Phelps til hagfræði.
14:30-15:00 Philippe Aghion, Harvard University
„Education and Growth after Nelson and
Phelps“.
15:00-15:30 Luis Cunha, Universidade Nova de Lisboa,
„Real Appreciation and the Current Account:
A New Rationale for Euro Countries“.
15:30-16:00 Amar Bhide, Columbia Business School,
„Why They Stay at Home: The Globalisation
of Venture Capital Businesses“.
16:00-16:30 Edmund Phelps, Columbia University.
16:30-17:00 Spurningar og umræða.
17:00 Léttar veitingar í Þjóðminjasafni.
Fundarstjóri er Már Guðmundsson hjá
Alþjóðagreiðslubankanum í Basel.
Aðgangur er ókeypis. Fundurinn verður haldinn á ensku.
Ráðstefna þessi er fjármögnuð með styrk frá Landsbanka
Íslands.