Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MJÓR ER MIKILS VÍSIR Sagan hefur sýnt okkur að meðýmsum ráðum hafa ráðamennheims reynt að ráðast gegn fá- tækt og með misjöfnum árangri – því miður, oftast litlum sem engum. Fá- tækt er böl sem þjakar alltof stóran hluta jarðarbúa. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag, í viðtali við Karl Þor- steins fjárfesti, var m.a. fjallað um svonefnda örlánastarfsemi og á nýjan leik í forsíðufréttaskýringu í Morg- unblaðinu í gær. Hagfræðingurinn Mohammed Yunus frá Bangladesh er algjör brautryðjandi á þessu sviði, enda fengu hann og banki hans Grameen- banki friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir þátt sinn í baráttunni gegn fá- tækt í Bangladesh. Með ýmsum hætti hefur örlána- starfsemi eins og sú sem Yunus hóf í heimalandi sínu fyrir um þremur ára- tugum breiðst út um öll þróunarlönd heims þar sem lánastarfsemin geng- ur út á að hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft. Í mörgum landanna er það svo að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem njóta örlán- anna. Þannig er það t.d. með banka Yunus, Grameen-banka að 97% lán- takenda eru konur. Í síðasta hefti tímaritsins The Eco- nomist er fjallað um aukinn hagvöxt í löndum Suður-Ameríku og hvernig stjórnvöld í mismunandi löndum hafa sagt fátækt stríð á hendur og í mörg- um tilfellum náð alveg þokkalegum árangri, t.d. í Mexíkó, Brasilíu og Chile. Raunar virðist sjálfshjálparpró- gramm stjórnvalda í Chile, Chile Sol- idario, sem stjórnvöld hrintu í fram- kvæmd árið 2002 til baráttu gegn fátækt, vera uppbyggt á nokkurn veginn sama hátt og örlánastarfsem- in og árangurinn af starfi pró- grammsins undraverður, aðeins fimm árum eftir að það hófst. Þannig hefur tekist að fjölga at- vinnutækifærum mikið í Chile, t.d. með því að láta konum í té sauma- vélar og þær hafa eftir það framfleytt sér og fjölskyldum sínum; þær hafa með velgengni sinni, náð að færa út kvíarnar og kaupa fleiri saumavélar sjálfar og reka eigin fyrirtæki. Meðal annars til þessa prógramms má rekja ástæður þess, að þeim sem lifa við eða undir fátæktarmörkum í Chile hefur fækkað mun örar en í öðr- um löndum Suður-Ameríku. Þeir sem lifðu undir fátæktarmörkum í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar töldust vera tæp 40% þjóðarinnar, en í dag, samkvæmt The Economist, er hlut- fall fátækra í landinu um 13%, á með- an meðaltal fátækra í öðrum löndum Suður-Ameríku er nálægt 40%, en var nálægt 50% um 1990. Stöðugur, en hófstilltur hagvöxtur, tilurð nýrra atvinnutækifæra, ásamt æ minni verðbólgu, hafa svo auðvitað haft sín áhrif til þess að þessar þjóð- félagsumbætur í Chile hafa orðið að veruleika, öllum til hagsbóta, en auð- vitað fyrst og fremst þeim sem bjuggu við lökustu kjörin og þurftu mest á umbótunum að halda. Sennilega gæti margt í starfi Chile Solidario og örlánabanka eins og Grameen orðið stjórnvöldum þróun- arlanda og þeim sem stýra þróunar- aðstoð góður vegvísir að árangurs- ríkara starfi, til hagsbóta fyrir þá fátækustu í heiminum. SKYNSAMLEG ÁKVÖRÐUN Það er skynsamleg ákvörðun hjáEinari K. Guðfinnssyni sjávarút- vegsráðherra að gefa ekki út fleiri leyfi til hvalveiða. Forsenda sem ráð- herrann gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að hvalkjötið frá því í fyrra hafi ekki selzt og að ekki sé grundvöllur fyrir hvalveiðum ef enginn markaður sé fyrir afurðirnar. Þetta er auðvitað rétt. Aðalatriðið er að hvalveiðum verð- ur ekki haldið áfram. Þar með er komið í veg fyrir að við Íslendingar verðum fyrir búsifjum úti í heimi af þeim sökum. Hin stóru orð Kristjáns Loftssonar um að hann gæti selt hvalkjötið hafa ekki staðizt. Væntanlega voru hval- veiðar hans á síðasta ári eins konar dauðateygjur hvalveiðanna. Þótt sjávarútvegsráðherra taki ákvörðun sína á þeirri forsendu að enginn markaður sé fyrir hvalkjöt er ljóst að þeir eru margir um víða ver- öld sem telja að ekki eigi að drepa hvali, hvort sem markaður er fyrir hvalkjöt eða ekki. Hér á Íslandi eru skiptar skoðanir um það. Sú tilfinning er djúp í sálar- lífi þjóðar sem í aldir hefur lifað á fiski og fiskveiðum að sjálfsagt sé að drepa hvali. En þeim fjölgar líka stöðugt sem eru annarrar skoðunar og telja meiri tekjur að hafa með því að sýna ferðamönnum hvali en að drepa þá. Hvalir eru stórkostlegar skepnur og samfélag þeirra er ekki síður áhugavert rannsóknarefni en samfélag fjallagórillunnar sem komst í heimsfréttir um daginn vegna þess að hún er að verða útdauð af völdum mannskepnunnar. Nú geta hvalaskoðunarfyrirtækin rekið starfsemi sína í friði. Nú geta útflytjendur á fiskafurðum okkar starfað án truflana vegna andstöðu við hvalveiðar okkar. Nú geta þeir sem vinna að útflutningi á íslenzkum landbúnaðarafurðum selt þær vörur án þess að kljást við vandamál vegna hvalveiða okkar. Og nú þurfa ís- lenzku útrásarfyrirtækin – eins og Baugur sem mótmælti hvalveiðunum í fyrra – ekki að hafa áhyggjur af því að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á viðskiptaumsvif þeirra. Þeir sem annast þjónustu við ferðamenn þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur. Það þarf stundum sterk bein til þess að breyta um stefnu en það hef- ur Einar K. Guðfinnsson nú gert og að því er vegsauki fyrir hann. Vonandi verða ekki frekari umræð- ur um hvalveiðar við Ísland. Við eig- um þvert á móti að snúa blaðinu við og gerast mesta umhverfisverndar- þjóð í heimi. Og markaðssetja afurðir okkar sem slíkar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemhingað til lands sem venjulegurborgari en ekki til að tefla,“ segirGarrí Kasparov, stjórnmálamaður og fyrrverandi heimsmeistari í skák, sem er staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni, Daríu Kasparovu. „Þetta er því miður bara stutt ferð, við förum á mánudag en mig hef- ur alltaf langað til að sjá meira af landinu með konunni minni. Einu sinni man ég að ég skoðaði Bláa lónið í einni ferðinni minni hingað en náði ekki að prófa að fara í vatnið! Nú vonumst við til að sjá meira.“ Kasparov er minntur á að skákstíl hans var eitt sinn líkt við stíl ballettdansarans Mikhaíls Baryshníkovs, hann hafi verið jafn óbugandi rómantískur. „Þeir sem ekki geta neitt á dansgólfinu finna sér annan vett- vang!“ svarar Kasparov. Aðspurður um efnilega skákmenn sem geti lyft skákinni upp í sömu hæðir nefnir hann Norðmanninn Carlsen og einnig Karjakín, þeir hafi mikinn baráttuvilja. En Kasparov er hættur að tefla op- inberlega, hann er orðinn stjórnmálamaður og oft í heimsfréttum vegna þeirra afskipta sinna. Hann er spurður um ástandið í Rúss- landi og vandar ekki Vladímír Pútín forseta kveðjurnar, segir að vilji menn kynna sér eitthvað sambærilegt sé hentugast að kynna sér frægar kvikmyndir Mario Puzo um „Guðföðurinn“, mafíuforingja í Bandaríkj- unum. Kasparov hefur m.a. kallað rúss- neska forsetann „Don Pútín“ í blaðagrein í Bandaríkjunum. „Pútín er nú að teyma Rússland aftur til KGB-áranna en eina hugmyndafræðin er peningar og völd,“ segir hann. „Annaðhvort verða breytingar í Rúss- landi eða samfélagið hrynur. Kerfið virkar ekki. Þrátt fyrir olíugróðann er stöðugt kreppuástand vegna þess að utan Moskvu og Pétursborgar lagast málin ekki neitt. Þegar kafað er undir þessa yfirborðshag- sæld og stöðugleika ríkir örvænting og 85% þjóðarinnar sjá engar breytingar til bóta. Hátt olíuverð gerir þeim að vísu kleift að tryggja sæmilegan frið í mestöllu landinu sem stendur. En um leið og olíugróðinn er búinn fer ríkið á hausinn nema komið verði á umbótum. Þetta er ekki björt framtíð. Afnám ritskoðunar yrði Pútín að falli Ég hef sagt að ef ekki yrði beitt neinni rit- skoðun í sjónvarpinu í tvær vikur myndi það duga til að ríkisstjórnin félli. Þetta fullyrði ég og hunsa þá það sem fólk segir við frétta- menn með bækistöðvar í Moskvu. Fólk hef- ur grun um að eitthvað mikið sé að, það veit ég því að ég hef ferðast mikið um landið og rætt við almenna borgara. Þrátt fyrir allan olíugróðann er efnahagsástandið slæmt, vegirnir eru ekki lagfærðir, innviðirnir eru að grotna niður. Fólk hefur grun um að ástæðan sé að skriffinnar í stjórnunar- stöðum hafi allt of mikil völd. En þegar dælt er út endalausum áróðri í anda Goebbels er ekki alltaf auðvelt fyrir venjulegt fólk utan helstu byggðakjarna að verjast honum. Við erum aðeins með eina útvarpsstöð, Ekkó, sem ekki er opinber áróðursstöð og hún er reyndar líka, amk. tæknilega séð, í eigu orkurisans Gazprom. Hún hóf útsend- ingar 1991 og ég var reyndar stjórn- arformaður hennar fyrstu fimm árin, þessi stöð hefur talsverða útbreiðslu. Þar eru kynnt margvísleg viðhorf. Þarna tjá sig stuðningsmenn stjórnar Pútíns, einnig þjóð- ernissinna, kommúnista, frjálslyndra, allra helstu sjónarmiða. Þarna eru fluttir inn- hringingarþættir þar sem fólk tjáir sig og 80–90% þeirra sem nefna Pútín eru andvígir honum. Þetta er vegna þess að hlustendur Ekkó geta borið saman málflutning stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Ég er þess vegna sannfærður um að ef umræður yrðu frjálsar og opinskáar í stærstu fjölmiðlunum myndu verða breytingar. En stjórnin mun að sjálf- sögðu ekki leyfa það. Spurningin er hve lengi henni tekst að halda lokinu á katlinum, hvenær þetta springur hjá ráðamönnum. Kannski tekst þeim að komast klakklaust í gegnum 2008 en ekki mikið lengur. Nú er svo komið að meira að segja fólk sem var hliðhollt Pútín er búið að átta sig á því að þetta er mafía, lið skúrka sem stjórnar land- inu eins og þetta sé þeirra eigið fyrirtæki. Allt kerfið snýst um að tryggja fjárhagslega hagsmuni valdhafanna.“ Þrátt fyrir þetta viðurkennir Kasparov að sumt sé skárra í Rússlandi Pútíns en Sov- étríkjunum, enn séu t.d. lýðréttindi meiri en í tíð kommúnista og sé þar byggt á arfi Jeltsíns. En verið sé að grafa undan þeim réttindum og búið sé að eitra hug margra Rússa gagnvart lýðræði vegna efnahags- hrunsins í tíð Jeltsíns og afnáms lýðræð- isstofnana í tíð Pútíns. Mörgum finnist ekki ástæða til að berjast fyrir nútímalegu stjórnarfari, tilraunir í þá veru hafi ekki fært þeim neitt. – Hvað finnst rússneskum almenningi um mál auðkýfingsins Míkhaíls Khodorkovskís sem nú er í fangelsi í Síberíu? „Ég held að viðhorfið sé svolítið að breyt- ast. Sjáðu til, það er alltaf ákveðin samúð í Rússlandi með fólki sem hafnar í fangelsi! Fyrir fjórum árum fögnuðu margir. „Pútín er að gera atlögu að ólígörkunum,“ sögðu þeir. Nú vita menn að þetta snerist ekki um ólígarka heldur atlögu gegn manni sem var á móti Pútín. Fólk sér í hendi sér að þarna fengu menn Pútíns tækifæri til að leggja undir sig öflugasta einkarekna orkufyrirfyr- irtækið, Yukos [sem Khodorkovskí stýrði]. Þar eru enn ólígarkar við stjórnvölin, þeir fóru ekki neitt.“ – Margir á Vesturlöndum reyna enn að verja Pútín. Er þetta eins konar frið- kaupastefna? „Þeir græða nú margir peninga á þessu. Að sumu leyti minnir þetta á friðkaupa- stefnuna sem lýðræðisþjóðirnar reyndu [gagnvart Hitler] á fjórða áratugnum. En þeir sem reyndu að friða Hitler gerðu sér þó amk. einhverjar hugmyndir um að þeir væru að koma í veg fyrir stríð. Nú er engin hætta á s sama og S aðarleg b eru geysi hverfa í v Pening mörg ves lega í Rús Vestræn rússneska koma pen sjáum þen og oft ábe Sviss, í E ljóst er að að ræða m fjárfestir neskir ba vestrænu mikill bís um mann Svara þa Þegar Pú vestur á b ir peninga væru ster að nóg væ ast, fjölþj áhrif og e tjóni. Ég ósátt við a selji Írön svara me Hann v til óvinsam sömu myn veg nóg u ráðamann og valda þ þetta er p að líka va Annaðhvort ver Rússlandi eða s Garrí Kasparov er í stuttu leyfi á Íslandi og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur ekki hingað til að tefla. Hann segist í viðtali við Kristján Jónsson vita ofur vel að sér sé hætta búin í Rússlandi af hálfu stjórn- arsinna. En hann vilji berj- ast fyrir lýðræði og mann- réttindum í föðurlandi sínu. Hörð gagnrýni Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeist búið að átta sig á því að þetta er mafía, lið skúrka sem st Í HNO »Gaarm gyðing sjö ára meista Anatól 22 ára tefla op var þá skákm ur feng arov en styrk s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.