Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Tommi. Það er erfiðara en orð fá lýst að kveðja þig í hinsta sinn, en minn- ingarnar sem streyma um hugann eru fullar af gleði og hlýju. Þannig geymum við þig í hjörtum okkar þó að veikindi hafi snögglega tekið yfirhöndina í sálu þinni undir lok- in. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Tækniskólanum. Við sátum hlið við hlið og ég fann að sessunautur minn var að fara að hnerra, en missti hnerrann um leið og ég leit á hann. Aftur byrjaði hann, ég leit við og fékk hnerrann beint framan í mig. Þannig var upphafið af órjúfanlegri vináttu og vorum við á margan hátt eins og bræður, skild- Tómas Björnsson ✝ Tómas Björnsson fæddist 4.ágúst 1969. Hann andaðist 29. júlí síðastliðinn. Tómas var jarðsunginn í kyrr- þey. um hvor annan og hugsuðum oft eins. Í Tækniskólanum brölluðum við margt skemmtilegt saman og mottóið okkar í gríni var að allt yf- ir 5 í einkunn væri óþarfa vinna, en lukum þó náminu að sjálfsögðu með glans. Í seinni tíð áttum við okkur sér- stakan útsýnisstað þar sem oft var stoppað og rætt um heima og geima. Við áttum mörg sameigin- leg áhugamál sem við náðum oft að sinna og voru fótbolti, golf og veiði þar hátt skrifuð. Í veiðinni smullum við saman, tíndum ormana, æfðum köstin og horfðum á veiðispólurnar fram og til baka til að miða út bestu staðina og læra trixin í köstunum. Sex manna veiðifélagið „VIГ naut fé- lagsskapar þíns síðastliðin fjögur ár og minningar um frábærar veiðiferðir munu ylja okkur um ókomna tíð. Verst að þú skyldir ekki ná 10 pundaranum sem þú stefndir á þetta sumarið. Undanfarna mánuði urðu sam- verustundir okkar enn fleiri og nánari þar sem þú varst með ann- an fótinn inni á heimili okkar. Fyr- ir okkur fjölskylduna var það góð- ur tími, þú varst þægilegur í umgengni, hafðir góða nærveru og varðst einn af okkur. Þú varst frábær pabbi og afar stoltur af stráknum þínum eins og myndirnar sem þú tókst í sumar bera vitni um. Stelpurnar okkar löðuðust líka að þér og með börn- um okkar tókst góð vinátta gegn- um árin sem þau ná vonandi að njóta áfram. Elsku Tommi, þú munt eiga stað í hjarta mínu að eilífu. Þú varst frábær félagi, góður, sanngjarn og umburðarlyndur. Mikill vinur og þín er sárt saknað af „fjölskyld- unni þinni“ í Hlíðunum. Við vottum Sigríði, Heiðdísi, Daníel og öðrum sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð. Þínir vinir alltaf, Árni og Arndís. Í meira en fjörutíu ár var ég svo lánsöm að þekkja Guð- mund og Ásu, tengdaforeldra mína. Fyrstu árin kynntist ég þeim á heimsóknum þeirra til Amsterdam og fann um leið hversu skemmtileg og sérstök þau voru. En þegar ég flutti til Íslands með eiginmanni mínum 1966 til að búa þar í þrjú ár ásamt elsta syni okkar bjuggum við á litlu heimili þeirra í Stigahlíð 10. Þó að þar væri þröngt fyrir svona margt fólk var hlýjan og gestrisnin svo mikil að íbúðin virkaði miklu rúmbetri en tvö herbergi og stofa gáfu tilefni til. Ástæðan var já- kvæðnin og fordómaleysið sem ein- kenndi þetta heimili. Eitt af því fyrsta sem ég man eftir við komu mína til Íslands var að ég sat inni í stofunni og Guðmundur sagði mér að loka augunum og opna munninn, stakk síðan bita af ein- hverju sem ég þekkti ekki upp í munninn á mér og ég verð að við- urkenna að mér brá við þetta óvenjulega bragð. Þetta var auðvit- að hákarl og fljótlega varð hákarl fyrir mig hið mesta sælgæti og á þremur meðgöngutímum sem ég átti eftir að hafa var uppáhalds- bragðið mitt hákarl sem var jafnvel sendur milli landa handa mér, ófrísku tengdadótturinni, eftir að við fluttum frá Íslandi. Á heimili Guðmundar og Ásu var rammís- lenskur matur mikilvægur og kokk- aður af algjörri snilld. Spesíalitet Guðmundar var að steikja fisk og þá sérstaklega silung. Ég efast um að til sé kokkur sem gæti gert það bet- ur. Guðmundur kenndi mér, og seinna börnunum, að veiða. Við fór- um í ótal veiðitúra í silungsveiði í Þingvallavatni. Jafnákafur veiði- maður og hann var rauk hann alltaf frá sinni stöng þegar eitthvert okk- ar var í vandræðum með græjurnar. Krakkarnir elskuðu líka að veiða með afa enda var hann svo barngóð- ur og þolinmóður og alltaf í góðu skapi. Síðustu 15 árin bjuggu tengdafor- eldara mínir á Hringbrautinni í lítilli íbúð með garði. Guðmundur var mikið í garðinum og ræktaði alls konar blóm af mikilli ánægju og hændi að sér fugla sem hann fylgd- Guðmundur Snæbjörn Árnason ✝ GuðmundurSnæbjörn Árna- son fæddist á Stóra- Hrauni í Kolbeins- staðahreppi á Snæ- fellsnesi 24. septem- ber 1910. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 14. júlí síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. ist með af miklum áhuga, enda mikill dýravinur allt niður í húsflugur. Vinátta okkar Guð- mundar hélst alla tíð frá okkar fyrstu kynn- um og vart er hægt að hugsa sér betri afa fyrir börnin mín en hann var. Alltaf hlust- aði hann á þau, alltaf jákvæður í þeirra garð og alltaf eitthvað ævintýralegt í kring- um hann. Nú er Guðmundur Árnason farin frá okkur til Ásu sinnar eftir meira en 70 ára hjónaband og gæfusamt líf. Ég lít á það sem forréttindi að hafa kynnst honum, þessum heims- meistara gestrisninnar, húmorsins og hlýjunnar. Hann var sannkallað- ur lífskúnstner, sá mesti sem ég hef kynnst. Ineke Gudmundsson Wheda. Fyrir mörgum árum þegar ég hitti Guðmund, sem er afi konunnar minnar, í fyrsta skipti vildi hann ólmur vita hverra manna ég væri og ég sagði honum að foreldrar mínir væru Hollendingar. En hann vildi vita meira og ég sagði honum að fað- ir minn sálugi hefði verið gyðingur og þá ljómaði hann allur og fór að hæla gyðingum fyrir meðal annars listræna og vísindalega hæfileika þeirra. Hann hældi mér líka á hvert reipi þó að ég skýrði út fyrir honum að móðir mín væri bara hollensk sem þýddi að ég væri kannski ekki alvöru gyðingur. Hann tók ekkert mark á þessu og sagðist sjálfur vera gyðingur og að ættmóðir hans væri Úrsúla enska sem var skosk prins- essa. Eftir þetta var ég, án þess að ég fengi ráðið, tengdur honum í gegnum einhverskonar ættbálk. Nú er Guðmundur horfinn, þessi skemmtilegi vinur minn og eini ís- lenski gyðingurinn sem ég hef kynnst. Ég mun sakna hans. Myron Prins. Elsku afi. Þegar ég hugsa til þín færist bros yfir andlit mitt og ótal myndir koma upp í huga mér; fullar af húmor, sögum og væntumþykju. Ég horfði á þig taka í nefið og rétta mér svo dósirnar spyrjandi af góðlátlegri stríðni: viltu ekki fá þér líka? Mér fannst þetta spennandi, tók í nefið og hnerraði ósköpin öll og svo hlóg- um við bæði. Seinna áttirðu eftir að leika sama leikinn við börnin mín Ruben og Zoru við góðar undirtekt- ir. Þegar við fórum út að labba eða að kaupa í matinn talaðirðu við hverja einustu manneskju sem á vegi okkar varð. Þú sagðir nærri undantekningalaust að viðmæland- inn væri skyldur okkur og mér fannst fjölskyldan ótrúlega fjöl- menn. Ég hélt alltaf að þetta væri grín hjá þér en það er langt síðan ég komst að því að þú varst bókstaflega fær um að rekja allar ættir saman langt aftur í aldir. Svo þetta var hár- rétt hjá þér og greinilega er fjöl- skylda mín á Íslandi töluverður hluti af íslensku þjóðinni. Einu sinni kynntir þú mig fyrir ókunnugu „skyldmenni“ sem við mættum niðri í bæ og sagðir: þetta er sonardóttir mín og pabbi hennar er borgarstjóri í Amsterdam. Ég var orðlaus og spurði þig um leið og manneskjan var farin hvers vegna þú sagði þetta. Þá brostirðu og sagði svo full- ur af sannfæringu: Pabbi þinn gæti auðveldlega verið borgarstjóri Amsterdam. Einu sinni þegar ég kom í heim- sókn til ykkar ömmu á Íslandi sagð- irðu mér að þú værir búinn að eign- ast nýtt húsdýr. Þetta var húsflugan sem þú hafðir tamið og hænt að þér. Ég hélt fyrst að þú værir að grínast en þegar þú kallaðir á fluguna með blístri og með smáhrúgu af strá- sykri á skallanum kom flugan eins og skot og settist á skallann og það- an á vísifingurinn. Þú sýndir mér líka hvar hún svaf; í fjalli í olíumál- verki sem hékk fyrir ofan sófann í stofunni. Hann er ótrúlegur, hann afi minn, hugsaði ég. Það var gaman að spila vist og manna við ykkur ömmu. Þegar þú varst búinn að taka upp spilin þín hristirðu oftast höfuðið og sagðir „hvílíkir hundar, hver gaf þessi hræðilegu spil“ og svo vannstu auð- vitað, því þú fékkst alltaf bestu spil- in. Marga einþáttungana fluttirðu fyrir okkur inni í stofu hjá ykkur ömmu; komst kannski allt í einu inn með kvenmannshárkollu og kannski sólgleraugu og lékst einhverja manneskju sem við þekktum – og svo veltumst við um af hlátri. Ég man líka eftir Yasser Arafat-núm- erinu þínu: Amma talaði oft um það hvað henni fannst Arafat vera flott týpa, sem sagt sætur og sexí, og þetta varð til þess að þú komst úr eldhúsinu inn í stofu með köflótt viskastykki á höfðinu og teygðir með báðum höndum út neðrivörina og lést hana titra og sagðir við ömmu „kysstu mig elskan mín“. Þú sagðir mér margar sögur; mystískar, glaðlegar og melánkól- ískar sögur. Ef ég sofnaði frammi í stofu vaknaði ég oft við að þú varst að breiða teppi yfir mig svo mér yrði ekki kalt. Þú varst svo umhyggju- samur og ástríkur líka við börnin mín sem þú áttir gjarnan langar samræður við eins og um fullorðið fólk væri að ræða. Ég er lífinu þakklát fyrir að hafa kynnst ykkur ömmu og fengið að upplifa þennan óvenjulega og ynd- islega heim sem varð til í kringum ykkur. Elsku afi og amma, ég mun sakna ykkar og minnast ykkar með mikilli ást og þakklæti. Katrín. Kæra Sigríður. Þó seint sé, þá lang- ar okkur Nökkva Stein að þakka fyrir okkur. Það var ómet- anlegt að hafa þig í býtibúrinu þegar við vorum innlögð á barnaskurðdeild- ina, hann eftir allar sínar aðgerðir og nokkrar rannsóknir og ég mamma hans með. Heima hjá okkur varst þú aldrei kölluð annað en „matarkonan mín“. Alltaf tilbúin að glettast aðeins við lítinn dreng og koma mömmu hans í gott skap. Alltaf tilbúin að koma með eitthvað gott í gogginn um leið og snáðinn mátti borða. Viðmót þitt hafði læknandi áhrif á hrædda og Sigríður Guðlaugsdóttir ✝ Sigríður Guð-laugsdóttir fæddist á Guðna- stöðum í Austur- Landeyjum 23. jan- úar 1931. Hún and- aðist á líknardeild Landakotsspítala 4. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 13. júlí. kvíðna mömmu og lít- inn strák. Síðar kom ég á 3. hæðina okkar á gamla Barnaspítalanum í öðru hlutverki og þá var nú gott að eiga þig að. Aðeins að skreppa í býtibúrið og fá kaffi og smá uppörvandi spjall. Að sjá býtibúrið með öðrum augum en fram- an af gangi þegar smápjakkur í rúmi rýndi þangað inn og at- hugaði hvað allt fólkið væri að gera þar. Þegar ég svo ákvað að flytja hingað til Danmerkur, þá var ennþá sami uppörvandi tónninn frá þér, þó ég því miður segði þér ekki frá því hvað ég ætlaði að gera hérna. Ég gleymi því aldrei að þú sagðir þegar við kvödd- umst, að þú vonaðir að ég kæmi aftur – það geri ég bara í enn öðru hlut- verki, en þá verður engin Sigríður þar. Hvíl í friði Drífa og Nökkvi Steinn. Frétti af konu sem sá um mötuneytið í Langholtsskóla með miklum myndarbrag. Frétti líka að hún hefði verið ósátt við hve seint ég lét sjá mig eftir að ég var ráðinn. En þegar ég kom var hún með allt sitt á hreinu. Ég spurði hve mikinn grjónagraut ég þyrfti fyrir 500 börn og þá var svarið: Hvert barn borðar svona mikið „og reiknaðu nú“ og glotti. Og allt var þetta rétt hjá henni. Hún þekkti öll börnin í skólanum með nafni og þegar hún skammtaði sagði hún „þú ert nú svo duglegur við fisk eða svo dugleg við kjöt“. Hún var þægileg og góð í viðmóti, mín hægri hönd í mötuneytinu og við töl- Sigrún Bárðardóttir ✝ Sigrún Bárðar-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. júní árið 1949. Hún lést sunnudaginn 12. ágúst sl. Útför Sigrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju 21. ágúst sl. uðum margt. Hún var hafsjór af fróðleik, víð- lesin og búin að ferðast um landið. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kaupa af þeim hjónum trukk og tjaldvagn í einum pakka. Það var gott að eiga við þau viðskipti, ég þurfti ekki að borga fyrr en það hentaði mér. Ég fór svo að sækja gripina eftir undirskrift og var leystur út með blóm- vendi og vínflösku. Þau hjónin keyptu sér svo húsbíl og ég hitti þau á honum við ísbúðina fyrir skömmu. Þau voru hvorki að koma né fara bara að viðra og fá sér ís. Hvöttu mig til að fara í Hrífunes, það væri fátt fegurra en Skaftártungur að skoða og ekki spillti að stutt væri til Víkur, þar væri „náttúrufegurð“ og gott fólk. Við fórum til Víkur og það var hverju orði sannara með fegurð og fólk. Ég kveð góða vinkonu og sendi fólki hennar samúðarkveðjur. Gaukur. Ég sat á kaffihúsi og fletti dagblöðum undangenginna daga þegar við mér blasti mynd af Sigurði Jónssyni. Á myndinni er hann eldri en ég mundi hann, en með sama yfirbragði fágunar sem ég mundi svo vel. Mér varð við og fram streymdu minningar um tímabil í lífi mínu sem hefur markað mig æ síðan. Ég kynntist Sigurði árið 1973 vegna fyrirhugaðrar Frakklands- dvalar sem til stóð að yrði til nokk- urra ára. Mér er minnisstætt hve samræðurnar við Sigurð voru skemmtilegar og hann örlátur á visku sína og kímni. Komin til Frakklands naut ég gestrisni þeirra hjóna Sigurðar og Gisele, bæði á heimili þeirra í Par- Sigurður Jónsson ✝ Sigurður Jóns-son þörunga- fræðingur fæddist í Reykjavík 1926. Hann lést í Suður- Frakklandi 14. júní síðastliðinn. Útför Sigurðar var gerð í Suður- Frakklandi. ís og á sveitasetri þeirra í Suður- Frakklandi. Ég dáðist að Gisele og fannst mikið til hennar koma. Hún var hámenntuð og starfandi í vísindum og einnig afar fær og skapandi í hand- menntun. Ég man hve ég dáðist að handprjónuðum kjól sem hún klæddist og hafði sjálf prjónað, og að veggteppi sem hún hafði saumað út eftir gömlu ís- lensku mynstri af Þjóðminjasafni íslands. Sigurður og Gisele sýndu mér og þriggja ára syni mínum mikla vin- semd og gestrisni þessa átta erfiðu mánuði sem dvöl mín í Frakklandi varaði. Núna er langt um liðið. Andlát Sigurðar minnir mig á hvað ég hef að þakka og hve gjöfult það var mér að kynnast þeim góðu hjónum á því tímabili lífs míns sem ég var hve berskjölduðust. Fjölskyldu Sigurðar votta ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Anna M. Ákadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.