Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 58

Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 58
58 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUKASÝN IN G AUKASÝN IN G AUKASÝN IN G AUKASÝN IN G AUKASÝN IN G AUKASÝN IN G AUKASÝN IN G íslenskur te xti SÍÐU STU SÝN IN G A R SÍ ÐU ST U SÝ N IN G A R íslenskur te xti eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL 51.000 G ESTIR Sýnd með íslensku og ensku tali - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir The Bourne Ultimatum kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára The Bourne Ultimatum kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Rush Hour 3 kl. 1:30 - 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Skoppa og Skrítla kl. 2 - 3 ATH! 500 kr. miðinn 45 min. The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 Die Hard 4.0 SÍÐUSTU SÝNNGAR kl. 8 B.i. 14 ára Death Proof SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 10:45 B.i. 16 ára The Bourne Ultimatum kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára Rush Hour 3 kl. 4 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Simpsons m/ísl. tali kl. 6 KRAFTSÝNING KL. 10 Á BOURNE ULTIMATUM Akureyrarvaka - Stolt Sigli Fleygið - kl. 4 og 5 FRÍTT – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS SICKO eeee S.V. - MBL eeee - T.S.K., Blaðið CHRIS TUCKER JACKIE CHAN Jackie Chan og Chris Tucker fara á kostum í fyndnustu spennumynd ársins! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS Sýningar kl. 3 Curse Of The Golden Flower** / Hallam Foe** / Fast Food Nation** / The Bridge** Sýningar kl. 5:30 Sicko / Fuck / Goodbye Bafana / Deliver Us From Evil** Sýningar kl. 8 Away From Her / Shortbus / Going To Pieces / Zoo** Sýningar kl. 10.30 Sicko / Cocaine Cowboys / Die Falscher / No Body Is Perfect** Sími 551 9000 GRÆNA LJÓSSINS BÍÓ- DAGAR REGNBOGINN 15.-29. ÁGÚST AWAY FROM HER SHORTBUS NO BODY IS PERFECT DIE FÄLSCHER US FROM EV IL DELIVER BRIDGE THE FUCK GOING TO PIECES COCAINE COWBOYS CURSE OF TH E GOLDEN FLO WER ZOO GOODBYE BAFANA HALLAM FOE FAST FOOD NATIONATH! 500 kr. miðinn. Aðeins 45 min. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HINIR síungu og -grænu Stuðmenn hafa haldið sér í sviðsljósinu í á fjórða áratug, verið vinsælir og vinsælt um- ræðuefni. Líklega hefur þó aldrei verið eins fabúlerað um hljómsveit- ina og nú, í kjölfar þess að hún brá á leik í lok afmælistónleika Kaupþings á Laugardalsvell fyrir skemmstu – segja má að Stuðmenn hafi stolið senunni af afmælisbarninu. Vörumerki upp á hundruð milljóna Í Blaðinu sl. þriðjudag lét Egill Ólafsson, Stuðmaður með meiru, síð- an þau orð falla að Jakob Frímann Magnússon félagi hans í sveitinni ætti Stuðmannanafnið. „og hann ræður þessu eiginlega nú orðið,“ sagði Egill. Jakob Frímann segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að Egill skuli hafa gefið honum hljóm- sveitina si-sona. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að launa honum það svo fullbætt sé, þetta er vöru- merki upp á hundruð milljóna,“ segir hann og skellir uppúr. Heldur svo áfram af meiri alvöru: „Mér hefur nú aldrei dottið í hug að hugsa um Stuð- menn sem mína hljómsveit eða mitt nafn. Ég hef kannski stundum verið nokkuð frekur til fjörsins innan hljómsveitarinnar, en það er allt bor- ið undir atkvæði og iðulega reynt að finna lausn sem allir eru sáttir við.“ Passlega búralegt Jakob Frímann segir að það sé í sjálfu sér merkilegt að nafnið hafi dugað svo lengi og sé orðið svo mikils virði því upphaflega átti það ekki að duga lengur en á fimm laga skemmti- atriði á einni árshátíð. „Við Valgeir Guðjónsson sátum fyrir utan æsku- heimili mitt í klukkutíma í leit að nafninu. Það eina sem var ákveðið var að það átti að enda á „menn“ og svo mátuðum við ótal orð við það. Á þeim tíma var orðið „stuð“ ekki notað eins og í dag og heyrðist ekki oft. Það gat náttúrlega þýtt rafstuð, hneyksli, kannabisefni eða stoð, samkvæmt orðabókinni. Okkur fannst það pass- lega búralegt þegar búið var að skeyta því framan við „menn“ og þar við sat.“ Segja má að önnur merking orðs- ins eigi einmitt vel við lokaatriði af- mælistónleikanna miklu, eða í það minnsta hneyksluðust býsna margir á Stuðmönnum þetta kvöldið. Sum- part er þetta vegna breyttra tíma, í stað tveggja eða þriggja gagnrýn- enda og stöku lesendabréfa skipta gagnrýnendur nú hundruðum á blogginu. Ekkert raf-stuð á Gróttu-dansleik Jakob Frímann segir að við- brögðin hafi komið á óvart, „enda held ég að aldrei hafi jafn margir lýst skoðun sinni á jafn stuttu tónlistar- atriði á jafn fjölmennum tónleikum jafn margra flytjenda og þarna voru saman komnir. Við vissum að við myndum stuða fólk, en vildum líka koma því óvart og sýna um leið Stuð- menn í nýju ljósi enda vorum við söngkonu- og gítarleikaralausir þetta kvöld. Það má svo geta þess til gam- ans að það er talsvert um að fram- haldsskólar hringi og biðji um að fá raf-Stuðmenn í heimsókn. Kannski við tökum okkur tíma einhvern tím- ann í framtíðinni til að setja saman þannig prógramm,“ segir hann og kímir og bætir svo við: „Sem þá yrði bannað öllum eldri en átján ára.“ Í kvöld er árlegur stórdansleikur Gróttu í íþróttahúsinu við Suður- strönd á Seltjarnarnesi og Jakob Frí- mann segir að þar verði á ferð hinir hefðbundnu Stuðmenn, ekkert raf- stuð. „Kjarni Stuðmanna er samur, en við fáum síðan til liðs við okkur ýmsa menn eftir því sem færi gefst. Auk Egils, Birgittu, Eyþórs, Ásgeirs og mín og Guðmundar Péturssonar verður rytmakóngurinn Valgeir Guð- jónsson þannig með okkur og sömu- leiðis vestur-íslenski blásarinn og slagverksmaðurinn Sam Einar Frank, en okkur þykir einmitt gott að draga fram slíkar skrautfjaðrir þegar mikið liggur við.“ Framhaldsskólar biðja um raf-Stuðmenn Morgunblaðið/Eggert Stuðmenn Jakob Frímann Magnússon segist ekki vera einráður í sveitinni þó hann viðurkenni að vera frekur til fjörsins innan hljómsveitarinnar. Aldrei hafa jafn margir lýst skoðun sinni á jafn stuttu tónlistaratriði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.