Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 60

Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 60
60 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UNNENDUR tísku ættu að taka gleði sína í dag því það er boðið upp á tvær tískusýningar í höf- uðborginni og þær eru ekki á sama tíma. Kl. 16 hefst útitískusýning á Skólavörðustígnum þar sem allt það nýjasta í fatnaði, hári og förð- un verður sýnt. Á sýningunni má sjá klæðnað frá versluninni ER sem selur föt frá sumum af þekktustu fatahönn- uðum Evrópu, t.d. Rundholz og Annette Görtz. Ásamt því sem Tóta design sýnir nýja íslenska fatalínu. 101 Hárhönnun sér svo um að kynna landsmönnum það nýjasta í hári og förðun. Sýningin er öllum fótgangandi opin en neðri hluti Skólavörðu- stígsins verður lokaður á milli kl. 14 og 17 fyrir bílaumferð meðan á tískusýningunni stendur því fyr- irsæturnar mun ganga eftir endi- langri götunni, hvernig er annars spáin? Mundi í Verinu Um kvöldið, nánar tiltekið kl. 20, geta tískuunnendur svo skellt sér í Verið í Loftkastalanum þar sem íslenska fatalínan Mundi verður sýnd en hönnuður hennar er Guðmundur Hallgrímsson. Mundi er framúrstefnulegur og húmorískur prjónafatnaður sem nýtur sín best í algjöru þyngd- arleysi enda er slagorð fatnaðar- ins Mundi … too cool for gravity. Innblásturinn kemur frá „space age“ tímabilinu eins og glöggt má sjá í geimfaramynstrum og súr- realískum sniðum og formum. Mundi fæst í KronKron búðinni á Laugavegi og hefur þegar notið nokkurra vinsælda hjá yngri kyn- slóðinni enda er um að ræða ein- staklega skjólgóðar flíkur sem henta vel á hinu ísakalda landi. Auk tískusýningarinnar koma fram plötusnúðarnir Johnny Sex- ual, DJ Skeletor, DJ Boacian og DJ Heroe’s Trial og ætla þeir að halda uppi stemningunni. Góður dagur fyrir tískuunnendur Skuggalegur töffari Sýningin á hönnun Munda hefst kl. 20. Undir beru lofti Frá Iceland Fashion Week sem haldin var í fyrra á Vega- mótastíg. Sýningin á Skólavörðustíg ætti ekki að vera af lakari taginu. Morgunblaðið/Árni Torfason KVIKMYND gerð eftir Dallas sjónvarpsþátt- unum víðfrægu gæti orðið að gamanmynd eftir að leikstjórinn Gurinder Chadha hætti við að leikstýra myndinni. BBC segir frá því að Betty Thomas muni nú taka við leik- stjórastólnum. Hún er sá þriðji sem gerir það en Robert Luketic átti að leikstýra myndinni í upphafi. Byrjað verður að kvikmynda í janúar. John Travolta mun fara með hlutverk JR Ewing og Luke Wilson verður Bobby Ewing, framleið- endur eiga í viðræðum við Meg Ryan um að leika Sue Ellen, sem Jennifer Lopez átti að leika í upp- hafi. Shirley MacLaine leikur Miss Ellie. Pam Brady, sem skrifaði hand- ritið að gamanmyndinni Hot Rod, var falið að skrifa handritið að Dallas-myndinni og því eru uppi raddir um að hún muni frekar kitla hláturtaugarnar en grátkirtlana. Fyndinn J.R.? John Travolta NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE MATT DAMON ER JASON BOURNE / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS ASTRÓPÍA kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 2 - 3 - 5:30 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 10:20 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / KRINGLUNNI ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 - 10:10 LEYFÐ LÚXUS VIP RATATOUILLE m/ensku tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:40 B.i.10.ára THE TRANSFORMERS kl. 2 - 5 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 8 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 12:30 - 3 - 8 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1 - 3 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:30 B.i.7.ára SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI eeee - JIS, FILM.IS eeee - JIS, FILM.IS AÐ MÍNU MATI ÆTTU ALLIR AÐ DRÍFA SIG MEÐ FJÖLSKYLDUNA - A.S, MBL MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL LANDSLIÐ GRÍNISTA Í STÆRSTU ÍSLENSKU BÍÓMYND ÁRINS. VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI - H.A, FM 957 EIN SÚ SKEMMTILE- GASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.