Morgunblaðið - 01.09.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RÁÐAMENN Máls og menningar –
Heimskringlu og JPV útgáfu hafa
undirritað viljayfirlýsingu um að
vinna að því að bókadeild Eddu út-
gáfu, sem MM-H hefur ákveðið að
kaupa, og JPV útgáfa verði samein-
uð í einu útgáfufyrirtæki. Ákveðið
hefur verið að nýja félagið hljóti
nafnið Forlagið, að því er segir í
fréttatilkynningu. Jóhann Páll
Valdimarsson verður útgefandi fé-
lagsins, Egill Örn Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri og Halldór Guð-
mundsson stjórnarformaður.
Stefnt er að því að gefa áfram út
bækur undir merkjum JPV útgáfu,
Máls og menningar, Heimskringlu,
Iðunnar og Vöku-Helgafells, og að
lykilstarfsfólki félaganna bjóðist
áfram hliðstæð störf hjá hinu nýja
félagi. Árni Einarsson mun láta af
störfum sem forstjóri Eddu en taka
sæti í stjórn hins sameinaða félags.
Í fréttatilkynningunni kemur
fram að staðið verður við skuldbind-
ingar forlaganna vegna útgáfuáætl-
unar haustsins og stefnt að glæsi-
legri jólabókaútgáfu.
Eignarhlutföll verða jöfn
Viljayfirlýsingin er undirrituð
með fyrirvara um að kaup MM-H á
bókahluta Eddu gangi eftir og að
hluthafafundur fyrrnefnda fyrirtæk-
isins samþykki það.
Í yfirlýsingu félaganna segir að
markmiðið sé að mynda öflugt fyr-
irtæki á sviði bókaútgáfu og að aðilar
séu sammála um að eignarhlutföll
hluthafahópa verði jöfn í hinu nýja
félagi.
„Undanfarin ár hafa um margt
verið erfið í íslenskri bókaútgáfu,
sum fyrirtæki hafa tapað stórum
fjárhæðum og erfitt hefur reynst að
reka öfluga starfsemi á þessum vett-
vangi,“ segir í yfirlýsingunni. „Með
samkomulaginu hyggjast félögin
stefna að aukinni hagræðingu og
betri nýtingu bæði bókalagers og út-
gáfuréttinda, neytendum og höfund-
um til hagsbóta.
Slík hagræðing gæti fengist þegar
öflugt markaðsstarf JPV útgáfu,
sem byggst hefur á vaxandi og metn-
aðarfullri útgáfu, og sterkur bóka-
listi MM-H yrðu tengd saman og um
leið styrktur grundvöllur á sviði er-
lendrar réttindasölu. Hið nýja fyr-
irtæki mun því búa yfir miklum
styrk á lykilsviðum bókaútgáfunnar,
auk þess að sameina innan sinna vé-
banda útgáfuréttinn á mörgum
helstu verkum íslenskra bókmennta,
skáldverka sem fræðirita.“
Hyggjast stofna
öflugt bókaforlag
Þrjú stór forlög
eiga að renna
saman í eitt
Árni
Einarsson
Jóhann Páll
Valdimarsson
BETUR fór en á horfðist þegar lítil
stúlka stökk upp á færiband við
innritunarborð í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar um fimmleytið á fimmtu-
dagsmorgun. Stúlkan fór í gegnum
farangurslúgu sem leiðir inn í
flokkunarsal og varð m.a. fyrir
röntgengeislum gegnumlýsing-
artækis.
„Fólki varð auðvitað mjög brugð-
ið, og það var mikil mildi að það
varð ekki stórslys þarna,“ sagði
Arngrímur Guðmundsson, deild-
arstjóra öryggissviðs flugstöðv-
arinnar, í samtali við Fréttavef
Morgunblaðsins. Aðspurður segir
hann ljóst að það sé ekki hollt fyrir
fólk að verða fyrir röntgengeislun
en að hún hafi verið það lítil að hún
hafi ekki reynst stúlkunni skaðleg.
Enginn var að vinna við innrit-
unarborðið þar sem stúlkan var á
ferðinni að sögn Arngríms. Færi-
bandið, sem er við hliðina á borð-
inu, var ekki á hreyfingu, en færi-
bandið fyrir aftan borðið var
hinsvegar í gangi. „Menn verða eig-
inlega ekki varir við stúlkuna fyrr
en hún er kominn inn í salinn. Þetta
gerðist allt mjög hratt.“ Aðeins liðu
nokkrar sekúndur frá því stúlkan
klifraði upp á bandið og þar til hún
fór í gegnum lúguna.
Mörg færibönd eru inni í flokk-
unarsalnum og var helsta hættan sú
að stúlkan myndi festa höndina á
milli færibanda. Það gerðist þó sem
betur fer ekki og komu flugvall-
arstarfsmenn stúlkunni til hjálpar
eftir að færiböndin voru stöðvuð.
Starfsmenn frá Vinnueftirlitinu
mættu í kjölfarið á vettvang til þess
að athuga að allur búnaður væri í
lagi.
Mildi að ekki varð
stórslys í Leifsstöð
Innritun Stúkan komst bakvið inn-
ritunarborð og upp á færibandið.
Fór upp á færiband við innritunarborð
Í JÚLÍ stöðvaði lögreglan alls 81
ökumann sem mælingar hennar
sýndu að væru undir áhrifum
ávana- og fíkniefna. Ekkert lát er
því á fjölgun þessara brota en hafa
verður í huga að á þessu ári tók
lögregla í notkun nýjan búnað sem
gerir það að verkum að mun auð-
veldara og ódýrara er að kanna
hvort ökumenn hafi neytt fíkni-
efna.
Samkvæmt yfirliti frá ríkislög-
reglustjóra voru 16 slík brot skráð
í janúar, fjöldinn rauk síðan upp í
55 í apríl, í júní var 61 ökumaður
tekinn undir áhrifum fíkniefna og
20 fleiri í júlí, eins og fyrr segir.
Refsing fyrir að aka bifreið und-
ir áhrifum fíkniefna er að lágmarki
þriggja mánaða ökuleyfissvipting
en harðasta refsingin er tveggja
ára svipting leyfis. Refsingarnar
þyngjast ef um ítrekuð brot er að
ræða.
81 ók und-
ir áhrifum
fíkniefna
Þessum brotum
fjölgar stöðugt
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
FANGAR á Litla-Hrauni eru
ósáttir við ástand brunavarna í
fangelsinu og telja að öryggi sitt sé
ekki tryggt komi upp eldsvoði.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
þann 29. ágúst að fangelsisyfirvöld
teldu brunavarnir í góðum farvegi.
„Það er allt annað en það sem blas-
ir við okkur sem búum hér árum
saman,“ segir Magnús Einarsson
talsmaður Afstöðu, félags fanga.
„Við höfum barist fyrir þessu í
nokkur ár og þó sérstaklega núna
upp á síðkastið, en okkur er sagt
að verið sé að athuga málið og
heyrum svo ekki meir. Við erum
bara að benda á atriði sem geta
skipt sköpum við björgun manns-
lífa og viljum að þessu sé kippt í
liðinn.“
Að sögn Magnúsar er ástandið
sérstaklega slæmt í húsi 3, þar sem
eru 22 klefar og allir læstir með
slagbrandi og hengilás að utan á
kvöldin. „Við erum læstir inni í
klefa í 14 klukkustundir á sólar-
hring. Ef það kviknaði í að degi til
værum við nokkuð vel settir því þá
eru fleiri fangaverðir á vakt til að
opna fyrir okkur, en ef það gerðist
að nóttu efast ég um að mannskap-
urinn réði við það á nægilega stutt-
um tíma.“ Eins gagnrýna fangar að
neyðarop á húsi þrjú séu læst að
utan með hengilás og flokkist því
tæpast sem fullnægjandi flóttaleið-
ir skv. byggingareglugerð. Magnús
segir einnig, að þótt klefar í húsi 4
eigi að kallast brunahólf uppfylli
þeir ekki skilyrði til þess lengur,
því sóplistar sem eiga að hindra
reyk í að komast í gegn séu nú allir
ónýtir. Ekki hefur verið hægt að
skipta um þá, þar sem hurðir eru
soðnar fastar við lamirnar.
„Það er eins og ekki sé hægt að
byrgja brunninn fyrr en barnið er
dottið í hann. Það á ekki eitthvað
að þurfa að koma upp til að menn
fari að hugsa sig um,“ segir Magn-
ús.
Fangar á Litla-Hrauni
ekki öruggir í eldsvoða
Spurningar um eldvarnir vakna eftir brunann á Stuðlum
PRENTSMIÐJA Morgunblaðsins
hefur verið gerð að sjálfstæðu fé-
lagi í fullri eigu Árvakurs hf. og
heitir nýja félagið Landsprent ehf.
Starfsmenn Landsprents eru um
fjörutíu og framkvæmdastjóri verð-
ur Guðbrandur Magnússon, sem áð-
ur var framleiðslustjóri Árvakurs.
Hjá Landsprenti eru prentuð
flestöll dagblöð landsins, Morg-
unblaðið, Blaðið, DV og Við-
skiptablaðið. Auk þess eru prentuð
þar fjöldamörg önnur blöð og má
þar nefna Bændablaðið, nánast öll
bæjar- og hverfisblöð á höfuðborg-
arsvæðinu og ýmis auglýsinga- og
kynningarblöð.
Blaðaprentvél Landsprents er sú
afkastamesta og fullkomnasta á
landinu. Þar er hægt að prenta
jafnt stór sem lítil blöð í fullum lit-
gæðum og stóru upplagi á miklum
hraða, ásamt ýmiss konar full-
vinnslu. Landsprent er í Hádeg-
ismóum við Rauðavatn. Þar er einn-
ig blaðadreifing Árvakurs og
áskriftarþjónusta.
Í fréttatilkynningu segir að starf-
semi Landsprents byggist á
öruggri þjónustu, vandaðri prentun
og ábyrgri umhverfisstefnu, sem er
vottuð skv. alþjóðlegum staðli.
Landsprent með flest dagblöðin
Morgunblaðið/Frikki
Örugg þjónusta Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents ehf., í prentsmiðjunni í Hádegismóum.
Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni:
Garðar Cortes
Ásrúnu Davíðsdóttur
Ingibjörgu Ólafsdóttur
Kórinn æfir á mánudags- og miðvikudagskvöldum
og stjórnandi er Garðar Cortes
Áhugasamir hafi samband við
í síma 892 2497,
í síma 699 3497 og
í síma 660 5132
Missa Solemnis (Beethoven) með
Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Askenazy
Frumflutningur á óperu og nýjum kórverkum
Tónleikaferð til Bandaríkjanna - sungið í Carnegie Hall
Jólatónleikar
Óperukórinn í Reykjavík getur
bætt við söngfólki
Góðir hálsar!