Morgunblaðið - 01.09.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 01.09.2007, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Það er ekki á hverjum degi sem fimm gamlir Willys-jeppar standa saman fínpússaðir og tilbúnir í jeppaferð. Þetta gerðist nýlega þegar nokkrir áhugamenn um þessa gerð bíla komu saman við hús Sverris Andréssonar fyrrum bílasala á Sel- fossi áður en þeir lögðu upp í ferð um Rangárvelli. Þetta voru Gunnar Bjarnason á R-3010, Erlingur Ólafsson á L-403, Hilmar Kristjánsson á D-252 og svo Sverrir Andrésson sem á tvo Willys- jeppa, X-16 og X-652. Í ferðinni var ekið upp Holt og Landsveit, austur fyrir Rangá við Galtalæk og svo niður með Rangá um Rangárvelli. Ferðinni lauk við bústað Jóns Karls Snorra- sonar flugmanns sem ekur R-2066. Á myndinni sjást ferðafélagarnir með fínpússaða fjórhjóladrifna far- skjóta sína. Fimm gamlir Willys- jeppar saman í jeppaferð Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Það er löngu kominn tími á vel búið fjölnota íþróttahús í Árborg og fer þörfin vaxandi með fjölgun íbúa. Staðsetning við Engjaveg er heppilegust að mati íþróttahreyfing- arinnar og við viljum setja málið formlega á dagskrá með þessari til- lögu og munum fylgja málinu áfram þar til húsið rís,“ sagði Eyþór Arn- alds, bæjarfulltrúi og oddviti sjálf- stæðismanna í minnihluta bæjar- stjórnar Árborgar, en minnihlutinn lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórn- ar sl. miðvikudag um byggingu 13.000 fermetra fjölnota íþróttahúss við Engjaveg á Selfossi sem verði tekið í notkun fyrir árslok 2008. Vilja sjálfstæðismenn að farið verði þegar í stað í að finna samstarfsaðila sem áhuga hafa á að byggja húsið í einkaframkvæmd. Framkvæmda- stjóra framkvæmda- og veitusviðs verði falið að hefja undirbúning verksins og skila framkvæmda- og veitustjórn og bæjarráði fyrstu áfangaskýrslu um verkið eigi síðar en 15. október 2007. Stór verkefni framundan Tillagan var felld á bæjarstjórnar- fundinum með fimm atkvæðum full- trúa meirihluta bæjarstjórnar, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa minnihlut- ans. Í umræðum á fundinum kom fram að vinnuhópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja muni skila áliti á næstu vikum og að hópurinn hefði rætt um byggingu fjölnota íþrótta- húss á Selfossi. Ragnheiður Hergeirsdóttir var spurð um áform meirihluta bæjar- stjórnar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og byggingu fjöl- notahúss. „Við munum ráðast í þrjú stór verkefni í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja hér á næstu árum og ákvörðun um leiðir og fyrirkomulag verður tekin á næstunni út frá áliti vinnuhóps sem fjallað hefur um málin og bæjarstjórn allri er kunnugt um. Um er að ræða endurnýjun íþrótta- leikvangs fyrir knattspyrnu og frjáls- ar íþróttir, stórfelldar endurbætur við Sundhöll Selfoss og/eða nýtt sund- laugarsvæði og svo fjölnota íþrótta- hús. Allt bendir til þess að leikvangur- inn og sundlaugin komi til fram- kvæmda á næsta ári. Við viljum að íþróttaleikvangurinn verði tilbúinn til notkunar á næsta ári, ekki síst vegna frábærs árangurs knattspyrnuliðsins okkar sem nú á mikla möguleika á að komast í fyrstu deild. Þá bíða íbúar eftir bættri sundlaugaraðstöðu á Sel- fossi og því mikilvægt að ráðast í þær framkvæmdir. Ákvörðun um bygg- ingu fjölnota íþróttahúss verður tekin á næstu vikum í samráði við íþrótta- félögin á svæðinu, íþróttakademíurn- ar og aðra þá aðila sem málið varðar. Hvernig staðið verður að uppbygg- ingu og rekstri ræðst m.a. af kostnaði við rekstur hússins og stofnkostnaði. Rætt hefur verið við flesta þá sem koma til með að nýta sér aðstöðu fjöl- nota húss og á grundvelli óska þeirra verður ákvörðun tekin. Við munum halda landsmót UMFÍ árið 2012 og fyrir þann tíma þarf að ráðast í ýmis önnur verkefni stór og smá. Við erum að ganga frá sam- komulagi vegna byggingar reiðhallar hér á Selfossi, áform eru um áfram- haldandi uppbyggingu á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi, huga þarf að íþróttagreinum sem krefjast annars konar aðstöðu en áður er getið og svo eru göngustígar, reiðstígar og hjól- reiðastígar einn hluti af heildarmynd- inni. Þá má geta þess að í byrjun næsta árs verður tekið í notkun íþróttahús við Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem sérstök aðstaða er fyrir fimleika. Verkefnin eru mörg og því verður að forgangsraða að vel at- huguðu máli og að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila í sveitarfélaginu. Við ætlum okkur stóra hluti á allra næstu árum og munum vanda til verka,“ sagði Ragnheiður Hergeirs- dóttir, bæjarstjóri Árborgar. Nýr íþróttaleikvangur og sundlaug á næsta ári Morgunblaðið/Sigurður Jónsson annað tveggja á landinu sem veita mun öðrum spítölum sérhæfða þjón- ustu. Halldór segir breytinguna í sjálfu sér ágæta: „Þetta er þjálla, en auðvit- að er á vissan hátt eftirsjá að gamla nafninu. Það er hins vegar engin ástæða til þess að horfa of mikið til þess. Á haustdögum fjöllum við betur um okkar lógó. Við munum nota FSA merkið áfram, og þar til önnur ákvörðun hefur verið tekin. Við erum engu að síður opin fyrir öllum góðum hugmyndum að nýrri skammstöfun fyrir spítalann, sem jafnvel mætti byggja á gamla lógóinu. Hins vegar erum við einnig opin fyrir nýju lógói.“ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri mun í engu breyta starf- semi sinni þrátt fyrir að nafn þess verði hér eftir Sjúkrahúsið á Akur- eyri. Ný lög taka gildi í dag, þar sem sjúkrahúsið fær þetta nýja nafn, en þar er sjúkrahúsið jafnframt skil- greint sem kennslusjúkrahús. „Það er það sem við höfum verið að gera,“ segir Halldór Jónsson forstjóri SA, „við erum og verðum háskóla- sjúkrahús fyrir HA og veitum þjálfun og menntun fyrir nema. Það er ein- faldlega verið að skilgreina og skýra og setja nokkrar línur um þetta í lögin og því ekki verið að rýra okkar hlut- verk nema síður sé. Það er m.a.s. skýrt kveðið á um að sjúkrahúsið er Verður FSA að SA eða jafnvel einhverju öðru? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FSA Sjúkrahúsið á Akureyri eins og það heitir frá og með deginum í dag. Í DAG kl. 15 mun Guðbjörg Ring- sted opna málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery. Á sýningunni sýnir Guðbjörg málverk í fyrsta skipti, en hún mun einnig sýna teikningar í Populus Tremula kl. 14. Guðbjörg útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1982. Um verkin segir hún: „Þau fjalla um handverkið – hugmyndirnar, hönnunina, vinnuna og einlægnina á bak við hvert verk. Þau eru full af blómum, laufum og greinum sem eru þau náttúruform sem eru hvað mest notuð í ýmiskonar handverk svo sem útskurð, útsaum, silf- ursmíði og textílgerð. Ég vildi sjá þessi form, þessi munstur í málverkum.“ Sýningin stendur til 16. sept- ember. Tvær aðrar opnanir verða á Akureyri í dag og önnur þeirra í Gilinu. Stefán Jónsson sýnir á Café Karólínu kl. 14 og Sunna Sigfríð- ardóttir opnar í DaLí gallerý kl. 17. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Þrjár opn- anir í Gilinu ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Boginn við Þórssvæðið stendur nú autt og mun gera það næstu vikur á meðan útveggir hússins verða einangraðir. Engin starfsemi mun fara fram í húsinu meðan á framkvæmdum stendur að beiðni Eldvarnaeftirlits ríkisins, en áætlað er að þeim ljúki í október. Eigandi hússins, Akureyrarbær, varð við þessari beiðni eftirlitsins í gær- morgun. Boganum lokað fram í október Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hveragerði | Eigendur fegurstu garða í Hveragerðisbæ voru verð- launaðir við athöfn sem fram fór í inngangshúsi hverasvæðisins. Veittar voru viðurkenningar fyr- ir fallega og vel hirta garða. Kjarr- heiði 10, eigendur eru Þórdís Magnúsdóttir og Eyvindur Bjarna- son. Borgarheiði 21, eigendur eru Jóna Guðjónsdóttir og Ásgeir Ás- geirsson. Heiðarbrún 7, eigendur eru Guðný Snorradóttir og Guð- mundur Kolbeinn Vikar. Fyrirtækjaverðlaunin komu í hlut Önnu Maríu Eyjólfsdóttur og Ólafs Reynissonar fyrir miklar end- urbætur og gott umhverfi veitinga- staðarins Kjöt og Kúnst. Veittar viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða BENEDIKT S. Lafleur sjósund- kappi mun spreyta sig á Drang- eyjarsundi á mánudag kl. 14. Að- alfylgdarmaður hans verður Jón frá Fagranesi, Drangeyjarjarl, en hann hefur mikla reynslu af fylgd Drangeyjarfara og sjósundkappa. Aðeins nokkrir sjósundskappar hafa synt þetta sund, t.a.m. synti Grettir Ásmundarson lengri leið- ina frá eyjunni og munar þar tæplega 1 km á leiðum. Síðast synti Kristinn Magnússon, sjó- sundkappinn mikli, þetta sund, en hann er eini sjósundmaðurinn sem hefur synt sundið tvisvar sinnum. Drangeyjarsundið er eina sjó- sundið á Íslandi sem viðurkenn- ing hefur verið veitt fyrir með farandbikar en nöfn Drangeyjarf- ara eru skráð á hann hverju sinni. Lafleur reynir við Drangey Ískaldur Benedikt S. Lafleur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.