Morgunblaðið - 01.09.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 29
Samfylkingin slóst í för
með lögreglunni síðastliðna
helgi og stóð vaktina fram
undir morgun, aðfaranætur
laugardags og sunnudags.
Vettvangsferðin var liður í
því að borgarstjórnarflokk-
urinn hefur ákveðið að láta
löggæslumál, örugga borg og
örugg hverfi til sín taka. Auk
þess að fá innsýn í viðfangs-
efni lögreglunnar og kynnast
skemmtanalífi og vandamálum mið-
borgarinnar að næturlagi af eigin raun
var ómetanlegt að heyra sjónarmið al-
mennra lögreglumanna, ekki síður en
yfirmanna þeirra, að ógleymdum skoð-
unum skemmtanaglaðra borgarbúa frá
fyrstu hendi.
Viðfangsefnin í
miðborginni eru gjörbreytt
Þegar „miðborgarvandann“ bar á
góma fyrir áratug var átt við hóp-
asöfnun ólögráða unglinga sem söfn-
uðust þúsundum saman í miðborginni
til að drekka og skemmta sér. Ungling-
arnir blönduðust gestum veitingastaða
sem streymdu út á göturnar þegar öll-
um stöðum var lokað á sama tíma,
klukkan þrjú. Og við tók margra tíma
bið eftir leigubílum. Unglingadrykkja,
ofbeldi, sóðaskapur og umfangsmikil
eignaspjöll fylltu síður dagblaðanna ár-
um og áratugum saman þar til sam-
félagið sagði nei. Með sameiginlegu
átaki borgaryfirvalda, lögreglu og for-
eldra var tekið á þessu. Unglingar
hurfu úr skemmtanalífinu því fjöl-
skyldur voru látnar sækja börnin sín.
Eftirlitsmyndavélar voru settar upp og
álagi á leigubíla var dreift með því að
gefa opnunartíma veitingahúsa frjáls-
an. Síðast nefnda ákvörðunin var end-
urskoðuð nokkrum árum síðar til að
auðvelda þrif og draga úr árekstrum
skemmtanahalds og morgunumferð-
arinnar og hámarksopnunartími í mið-
borginni var styttur til klukkan 5.30.
Ónæði og óþrifnaður og
óundirbúið reykingabann
Reynslan af ofangreindum aðgerðum
og samfélagslega átakinu sem fylgdi,
var í meginatriðum góð. Unglinga-
vandamálið hvarf úr miðborginni,
rannsóknir sýna að áfengisneysla og
eiturlyfjafikt í efstu árgöngum reyk-
vískra grunnskóla hefur dregist saman
um 50% frá árinu 1998 og er nú með því
lægsta í Evrópu. Alvarlegum ofbeld-
isglæpum hefur fækkað og áhugi á bú-
setu, fjárfestingum, rekstri og verslun í
miðborginni hefur margfaldast. Í sum-
ar hefur þó sigið á ógæfuhliðina í ýms-
um efnum. Bruninn í Austurstræti hef-
ur fært miðpunkt skemmtanalífsins frá
Lækjartorgi á gatnamót Bankastrætis
og Ingólfsstrætis sem er mun nær
íbúabyggðinni. Aðlögun veitinga-
starfseminnar að reykingabanninu sem
tók í gildi í sumar var engin. Það ásamt
góðu veðri hefur dregið skemmtanalífið
í auknum mæli út á göturnar með
auknu ónæði og óþrifnaði. Þetta eru
mikilvæg úrlausnarefni sem þarf að
taka föstum tökum, þar þurfa borg-
aryfirvöld og veitingamenn að axla sína
ábyrgð, einsog Samfylkingin hefur gert
tillögur um. Fleira þarf þó til.
Sýnileg löggæsla er lykilatriði
Um síðustu helgi var gerð tilraun
með að hafa sýnilega gönguhópa lög-
reglumanna á horni Bankastrætis og
Ingólfsstrætis. Það blasti við að sýnileg
löggæsla hefur gríðarlega góð áhrif á
brag skemmtanalífsins, gripið var inn í
pústra áður en þeir urðu að áflogum og
gengið eftir því að flöskur væru ekki
brotnar, migið utan í hús og umgengn-
in almennileg. Öll þessi atriði eru
óþarfir fylgifiskar skemmtanalífsins.
Við getum talað okkur hás um ómenn-
ingu en eigum að horfast í augu við að
meðan við erum að breyta hugarfari og
breytni þarf eftirlit og aðhald. Það fæst
með sýnilegri löggæslu og öðru vísi
ekki. Þannig er staðið að málum í öllum
borgum heimsins þar sem skemmt-
analíf er ekki bannað á annað borð. Og
þannig þarf það að vera í Reykjavík.
Reynslan frá síðustu helgi sýndi hins
vegar ekki aðeins fram á kosti sýni-
legrar löggæslu. Augljóst var að
mannafli lögreglunnar var alltof lítill.
Alltof lítill.
Ósýnleiki dómsmálaráðherra
Samfylkingin hefur ítrekað minnt á
það á undanförnum árum að tímabært
væri að endurskoða og auka viðveru
sýnilegrar löggæslu í miðborginni. Þótt
úr henni hafi verið dregið kringum
aldamótin með þeim rökum að ástandið
hafi batnað frá því sem áður var hafa
fjölmargir lýst efasemdum um að það
eigi ennþá við. Þegar árið 2001 óskaði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi
borgarstjóri eftir því í bréfi til dóms-
málaráðherra að þörf fyrir löggæslu í
miðborginni og hverfum borgarinnar
yrði endurmetin. Þessi ósk hefur verið
margítrekuð á formlegum fundum, í
ræðu og riti æ síðan. Ennþá hefur
dómsmálaráðuneytið ekki orðið við
þessu. Í stað áherslu á öryggi og þjón-
ustu við venjulega borgara hefur allt
kapp verið lagt á eflingu sérsveitar,
greiningadeildar og embættis ríkislög-
reglustjóra. Nú er nánast einsog við-
fangsefnin í miðborginni og starfs-
aðstæður lögreglunnar komi
dómsmálaráðherra ekki við. Fjarvera
hans úr umræðu um miðborgina og
aukna og sýnilega löggæslu er með
ólíkindum. Tölurnar tala hins vegar
sínu máli. Af máli reyndra lögreglu-
manna má heyra að fyrir 20 árum hafi
yfir 20 lögreglumenn verið á gangi í
fjórum til sex hópum á hverju helg-
arkvöldi í miðborginni. Undanfarin ár
hafa engir gönguhópar verið sýnilegir
nema á stórviðburðum einsog Menn-
ingarnótt. Þessu þarf að breyta.
Kjör lögreglumanna eru tíma-
sprengja
Eitt af því sem stóð upp úr í vett-
vangsferð okkar um síðustu helgi var
merkileg innsýn í faglegt og vel skipu-
lagt starf þeirra lögreglumanna sem
stóðu næturvaktina þrátt fyrir ótrúlega
manneklu og oft erfið skilyrði. Vakt-
irnar eru þó að umtalsverðum hluta
bornar uppi af lögreglunemum í starfs-
þjálfun. Þeir standa sig ótrúlega vel
miðað við takmarkaða reynslu. Þessi
hópur sest hins vegar aftur á skóla-
bekk um áramót. Hvað þá? Það hefur
ekki borið hátt en á þessu ári hefur
varla liðið sú vika að reyndir lög-
reglumenn hafi ekki horfið til annarra
starfa. Þótt lögreglan geti ekki farið í
verkfall þá geta lögreglumenn hætt.
Og það gera þeir. Helsta ástæða þess
eru kjör lögreglumanna. Þau er tíma-
sprengja. Það verður að viðurkenna.
Grunnlaun lögreglumanns fyrstu fimm
ár hans í starfi eru 176.783 kr. Öruggi á
götum úti og árangursrík löggæsla
verða fljótt orðin tóm ef ekki verður á
þessu tekið. Sýnileg löggæsla hangir
því ekki aðeins á vilja okkar til að
skipuleggja og auka viðveru lögregl-
unnar heldur ekki síður því að yfirvöld
vakni áður en í algjört óefni er komið.
Þar mun Samfylkingin ekki láta sitt
eftir liggja.
Örugg borg –
sýnileg löggæsla
Dagur B. Eggertsson og
Oddný Sturludóttir
Dagur B. Eggertsson
»Reynslan frá síðustuhelgi sýndi ekki aðeins
fram á kosti sýnilegrar
löggæslu. Augljóst var að
mannafli lögreglunnar var
alltof lítill.
Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í
Reykjavík og Oddný talsmaður Samfylk-
ingarinnar í málefnum miðborgarinnar.
Oddný Sturludóttir
Auk þess segir Guðni að breytingar á stjórn-
arráðinu í vor og fyrirhugaðar breytingar hafi meiri
kostnað í för með sér en óbreytt ástand. Vel geti verið
að Alþingi búi enn við það frelsi að þingmenn stjórn-
arflokkanna ásamt stjórnarandstöðunni stöðvi þessar
ráðgerðir Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur.
Guðni segist ekki hafa áhyggjur af því hvort stjórn-
arandstaðan nái saman á Alþingi í vetur. „Ég held að
stjórnarandstaðan eigi að geta tekið saman í
ákveðnum málum og ég hef miklu meiri áhyggjur af
því hvað þingmeirihluti stjórnarflokkanna er gríð-
arlega mikill og hve hætt er við að hann misnoti valdið
sem því fylgir. Mér fannst örla á því strax á sum-
arþinginu að stjórnarflokkarnir myndu sýna minni-
hlutanum mikið virðingarleysi, sem er mjög slæmt í
lýðræðisríki.“
Uppbygging
Framsóknarflokkurinn tapaði miklu fylgi í kosning-
unum í vor og Guðni segir að stóra verkefnið sé að
byggja flokkinn upp á ný, því hann hafi þá trú að hér
verði þrír sterkir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn til
hægri, Samfylkingin til vinstri og Framsóknarflokk-
urinn á miðjunni með félagshyggju og samhjálp að
leiðarljósi. „Þannig vil ég byggja Framsóknarflokkinn
upp,“ segir hann. „Við þurfum að takast á við okkar
veikleika um leið og við horfum til styrkleika okkar til
að efla fylgi okkar á ný. Framsóknarflokkurinn hefur í
hinu langa samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og því
miður innbyrðis átökum á síðustu árum tapað töluvert
miklu af félagslega sinnuðu fólki sem átti erfitt með að
sætta sig við langt samstarf til hægri og ýmis verkefni
síðustu stjórnar í einkavæðingu og fleiru. Áherslur
flokksins breyttust á þessum tíma eins og úrslit kosn-
inganna báru með sér. Því er það okkar verkefni að
endurmeta og yfirfara stefnu flokksins á öllum svið-
um.“
Guðni segir mikilvægt fyrir flokkinn og þjóðina að
þróa íbúalýðræði á sviði sveitarstjórna þar sem hinn
almenni borgari taki með kjörnum fulltrúum ákvarð-
anir með skýrum hætti um framtíð sinna byggðalaga.
Heiftúðleg átök um skipulagsmál og verndun bygg-
inga, eins og hafi orðið í Kópavogi, Reykjavík, Árborg
og víðar, sýni að hér þurfi skýrari leikreglur.
Eins þurfi að fara yfir skattamálin og miklu skipti
að þjóðin sætti sig við þær miklu breytingar sem hafi
orðið í útrásinni. „Það er mikilvægt að marka þá
stefnu að allir þegnar þessa lands búi við sem best lífs-
kjör,“ segir Guðni. „Við þurfum með markvissum
hætti að bæta lífskjör aldraðra og þeirra sem lægri
laun hafa á vinnumarkaðnum með því að huga að því
að létta skattabyrðum af þessu fólki, ekki síst til að
það sætti sig betur við þróun samfélagsins og skapi
meiri einingu í landinu.“
Eftir að Guðni tók við formennskunni sagði hann að
Framsóknarflokkurinn ætti að stefna að því að verða
flokkur með að minnsta kosti 25% fylgi. Hann áréttar
þessa skoðun sína nú og segir að horfa þurfi til end-
urbóta á markmiðum og stefnu flokksins og komið
verði á fót vinnuhópum, sem einbeiti sér að verkefnum
tiltekinna ráðuneyta. Kallað verði á framsóknarfólk í
samfélaginu til að vinna í þessum hópum. „Aðalatriðið
er að aðhald, stefnumörkun og sýn Framsókn-
arflokksins á ákvarðanir samtímans komi skýrt fram.“
Hafrannsóknastofnun, fá verkfræðilega úttekt á rall-
inu og úttekt á líffræðilega ástandinu í sjónum.
Niðurskurðurinn bitni stórlega á byggðarlögum allt
í kringum landið og leggi jafnvel byggðarlög í rúst.
Flótti verði úr röðum sjómanna og því verði ekki auð-
velt eftir nokkur ár að fá reynda sjómenn þegar á
þeim þurfi að halda. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórn-
arinnar þurfi að fara að líta dagsins ljós. Það sé ekki
nóg að kalla alla eðlilega framþróun mótvæg-
isaðgerðir eins og gert hafi verið fram að þessu. Sök-
um aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar hafi sveit-
arstjórnarmenn því neyðst til að gera tillögur um hvað
geti gagnast þeirra byggð við þessar aðstæður en ekk-
ert heyrist frá ríkisstjórninni nema hvað flýta eigi ein-
hverjum vegaframkvæmdum á næstu 5 árum. Það
hafi ekkert að segja í þessum efnum. „Minn ágæti vin-
ur Össur Skarphéðinsson byggðamálaráðherra kemst
ekki upp með að tala digurbarkalega og sýna ekki á
spilin hvað framundan er gagnvart þessum byggðum
sem eiga um sárt að binda út af þessum ákvörðunum
um kvótann.“
Slæmar breytingar á stjórnarráðinu
Að sögn Guðna eru á kreiki sögusagnir um tilfærslur á
verkefnum innan stjórnarráðsins. „Ég gagnrýni for-
sætisráðherra harðlega fyrir það hvernig hann hefur
látið Ingibjörgu Sólrúnu ráða gríðarlega miklum
breytingum sem liggja í loftinu á stjórnarráðinu og
enn hafa ekki verið kynntar. Ég held að þær geti haft
mjög alvarleg áhrif ef af þeim verður.“
Guðni segir að þegar landbúnaðarháskólarnir, land-
græðslan og skógræktin verði farin til annarra ráðu-
neyta verði nánast allir vísindamenn landbúnaðarins
farnir frá landbúnaðarráðuneytinu. Þess vegna leggi
hann til að landbúnaðarháskólarnir verði sjálfseign-
arstofnanir með stjórnarmönnum sem tengist íslensk-
um landbúnaði og atvinnulífi, því það gangi ekki upp
að menntamálaráðherra verði æðstur á tilraunastöðv-
um landbúnaðarins. Hreinir ríkisháskólar munu eiga
erfitt í samkeppni framtíðarinnar, sérstaklega ef þeir
verði litlir sérhæfðir skólar. Þá leggur Guðni áherslu á
að hugað verði að háskólakeðju um allt land.
„Talað er um að Íbúðalánasjóður, sem er fé-
lagslegur sjóður um húsbyggingar ungs fólks, eigi að
fara undir fjármálaráðuneytið, sem væri ein fáránleg-
asta ákvörðunin í viðbót og þýddi fyrst og fremst að
hann yrði lagður niður og seldur eins og öll slík rík-
isfyrirtæki sem fjármálaráðuneytið nær höndum um,“
segir Guðni. Hann telur mikilvægt að verja Íbúðalána-
sjóðinn, sem sé félagslegt tæki fólksins og eigi að vera
undir félagsmálaráðuneytinu alveg eins og sveit-
arfélögin. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að for-
sætisráðherra skýri frá því hvað fram fór í þessum
undarlegu samtölum hans og ákvörðunum með Ingi-
björgu Sólrúnu á Þingvöllum. Við eigum pólitískan
rétt á því, hvort sem við erum í stjórn eða stjórn-
arandstöðu, og ég finn það að þingmenn stjórn-
arflokkanna hafa ekki hugmynd um þetta ráðabrall.
Það er náttúrlega mjög alvarlegur hlutur ef menn
sniðganga lýðræðið og Alþingi með þessum hætti. Svo
var það auðvitað grín og taktlaust að stinga tveimur
ráðherrum inn í minnsta ráðuneytið, iðnaðar- og við-
skipta, og gegn öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn
vildi á fyrri stigum. En ráðherrar Samfylkingarinnar
þurftu auðvitað stóla.“
enn
ands
orku
lltaf
í
ð-
óð-
n
í
það
kja
i sem
gn-
t-
ðni
-
ing
m
st
tek-
ngi
yrir
ra
Varð-
r-
end-
og
gi í
n-
tu
a op-
æp-
ilu
ngis
eins
ara
randi
áð-
hafi
ni,
g
am-
Ég
a í
áðs-
era
r að
ið og
öl við
um-
ð ein-
a á
ntur til fulls
knarflokksins gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og
ann óttast átök á vinnumarkaði vegna mikillar þenslu
Morgunblaðið/G.Rúnar
ti orðið þjóðinni mjög hættuleg en ríkisstjórnin fari sér hægt og láti fljóta meðan ekki sökkvi.