Morgunblaðið - 01.09.2007, Page 32

Morgunblaðið - 01.09.2007, Page 32
32 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ má skipta deilum um stjórn fiskveiða annars vegar í deilur um eignarhald á auðlindinni og hins veg- ar deilur um hvernig stýra eigi veið- um, þ.e. hve mikið eigi að veiða úr fiskistofnum og hvort það eigi frekar að beita sóknarstýringu eða kvótakerfi. Helgi Áss Grét- arsson lögfræðingur sem gegnir rannsókn- arstöðu sem kostuð er af LÍÚ hefur á umliðn- um vikum mikið látið fara fyrir sér á síðum Morgunblaðsins í um- ræðum um sjáv- arútvegsmál. Helgi Áss slær ekki á hönd- ina sem gefur og í um- ræddum greinum grautar lögfræð- ingurinn saman deilum um eignarhald á auðlindinni og tækni- legum úrlausnarefnum er varða veiðistjórnun með það að markmiði að reyna að réttlæta að fiskurinn í sjónum sé færður einstökum aðilum á silfurfati – endurgjaldslaust. Megininntak réttlætingar sér- fræðings LÍÚ fyrir gjafakvótafyr- irkomulagi eru tæknilegs eðlis, þ.e. að það hafi þurft að bregðast við stækkandi fiskiskipaflota sem átti að vera ógn við fiskistofna og í fram- haldinu gerir Helgi grein fyrir helstu rannsóknarniðurstöðum sín- um um þróun íslenska fiskiskipaflot- ans, þ.e. að tveir skuttogarar hafi verið í flotanum árið 1970, 103 skut- togarar árið 1983 og 115 árið 1990. Þetta er allt rétt svo langt sem það nær en þá er algerlega hlaupið yfir þá staðreynd að þó svo að ekki hafi verið fleiri skuttogarar í byrjun 8. áratugarins voru engu að síður fjöldamargir öflugir síðutogarar endurnýjaðir á 8. áratugnum með nýjum skuttogurum sem skýrir þessa gríðarlegu fjölgun. Í verkefni Eyþórs Björnssonar við auðlinda- deild Háskólans á Akureyri er vel gerð grein fyrir þróun fiskiskipaflot- ans. Í skýrslu hans segir að skipum hafi fjölgað lítillega á fyrstu árum 8. áratug- arins en þeim fækkað síðan fram til ársins 1987, en jafnframt er gerð grein fyrir stækk- un skipa. Það er því af og frá að sókn togskipa hafi fimmtugfaldast á Íslandsmiðum eins og ráða má af grein Helga Áss sem þar að auki sleppir að nefna að árið 1971 veiddu útlend- ingar 200 þúsund tonn af þorski við Íslands- strendur á meðan afli Íslendinga var 250 þúsund tonn. Þess ber einnig að geta að árið 1983 sátu Íslendingar nær einir að fiskimiðunum og þorsk- afli Íslendinga árið áður var 382 þús- und tonn. Það er því ekki óeðlilegt að fiskiskipaflotinn hafi vaxið með brotthvarfi útlendinga af miðunum til að ná auknum afla. Eftir 1984 þegar kvótakerfinu er komið á er ákveðið hversu margir fiskar eru teknir úr sjónum og það skiptir ekki máli upp á sóknina hvort það er gert með 10, 20 eða þúsund skipum. Líffræðilegar forsendur eiga ekki að breytast með fjölda skipa. Öllum ber saman um að þau markmið sem lagt var upp með þeg- ar kvótakerfinu var hleypt af stokk- unum hafa ekki náðst, þ.e. að það yrði 400-500 þúsund tonna jafn- stöðuþorskafli. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum er rétt að geta þess að kvóti næsta fiskveiðiárs gerir ráð 130 þúsund tonna þorsk- afla. Það er helmingi minni afli en kom í hlut Íslendinga áður en út- lendingum var ýtt út úr landhelg- inni. Fiskveiðiráðgjöfin gengur alls ekki upp en samt sem áður virðist sem Guðmundur Kristjánsson í Brimi sem hefur yfir að ráða öflugu og stórglæsilegu skipi sætti sig vel við niðurskurð sem byggður er á fá- ránlegum forsendum, t.d. að veiða ekki fisk sem er vanhaldinn. Í stað þess að stuðla að því að ráðgjöfin sem augljóslega er röng verði tekin til gagnrýninnar endurskoðunar verja samtök útgerðarmanna stórfé í einhverja „rannsóknarstöðu“ innan HÍ þar sem verkefnið virðist vera að hagræða sannleikanum til þess að festa kerfi og ráðgjöf í sessi sem hef- ur leitt til minni og minni þorsk- veiða. Ekki nóg með það heldur hef- ur verið boðaður niðurskurður á næstu árum… Það er engu líkara en að íslenskir útgerðarmenn séu dauðhræddir við að rugga bátnum þar sem það gæti raskað yfirráðum yfir kvótum sem eru víða hressilega veðsettir. Í stað þess að skoða forsendur ráðgjaf- arinnar til að stórauka veiðar velja útgerðarmenn fremur að sjávar- útvegurinn haldi áfram að fjara út og halda dauðahaldi í kvótann sem verður minni og minni. Að halda dauðahaldi í kvótann og velja það að fjara út Sigurjón Þórðarson svarar greinum Helga Áss Grét- arssonar Sigurjón Þórðarson » 130 þúsund tonnaþorskafli er helmingi minni afli en kom í hlut Íslendinga áður en út- lendingum var ýtt út úr landhelginni Höfundur er líffræðingur. EKKI benda á mig, segir lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og sendur föstum fótum á þeirri skoðun sinni að fjölgun lögreglu- manna sé ekki lausnin á ástandinu sem skapast hefur í miðborg Reykjavíkur og reyndar víðar á höfuðborgarsvæðinu. Nei, aldeilis ekki, að hafa fleiri lögreglumenn þar sem ofbeld- isbrotum fjölgar stöð- ugt og á sama tíma og fólkinu fjölgar (yfir þrjátíu þúsund nýbú- ar) er þessi skoðun lögreglustjórans nokk- uð undarleg. Ég starfaði sem lög- reglumaður um 20 ára skeið, bæði á lands- byggðinni sem og í Reykjavík. Eftir tutt- ugu ára starf er hægt að tala um nokkuð víð- tæka reynslu. Ég fullyrði það að lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu hefur ekki þá reynslu sem til þarf til að stjórna lögregluliði, ég þarf bara einfald- lega að hlusta á áherslurnar sem frá honum koma varðandi lögreglu- starfið til að gera mér grein fyrir því. Ekki að ég sé að setja út á mann- inn sem persónu, hann er úr há- skólaumhverfi og fer þaðan í dóms- málaráðuneytið og núna er hann lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins. Að mínu viti og reyndar margra annara þarf mikla reynslu af lög- reglustörfum til að stjórna heilu lögregluliði svo vel fari. Við skulum ætla það að með- stjórnendur hans séu reynslumeiri þ.e.a.s. þeir yfirmenn lögreglu sem hafa starfað um áratuga skeið sem lögreglumenn, að þeir geti stutt þennan unga mann við stjórnunina, þeir ættu að geta það. En það virðist ekki heldur duga. Af hverju ekki? Það virðist vera orðið þannig að lögreglan ráði ekki við afbrotamennina sem vaða uppi með ofbeldi alla daga vikunnar, en þó mest um helgar eins og dæmin sanna, vegna mannfæðar, er þetta ekki einhver skekkja í stjórnun ég bara spyr. Staðreyndin er þessi, það vantar betra vinnuumhverfi fyrir hinn almenna lög- reglumann, það vantar betri stjórnun þ.e.a.s það þarf að fjölga lög- reglumönnum og það þarf að greiða þeim hærri laun svo að þeir haldist í starfi, lög- reglustarfið er erfitt og áhættusamt starf, það þarf varla segja nokkrum manni. Við erum að sjá á eftir fjöldanum öllum af fólki sem starfað hefur um lengri sem og skemmri tíma í lögregluliðum landsins. Þetta fólk einfaldlega hættir í lögreglunni. Hvers vegna? Það segir mér að það sé vegna lé- legra launa og ekki síst vegna óör- yggis sem skapast hefur í starfsum- hverfi þess. Óöryggið er vegna þess að á heildina litið er reynsluleysi ríkjandi innan lögreglunnar al- mennt séð. Bæði hjá hinum almenna lög- reglumanni sem og stjórnendum, þetta eru staðreyndir! Hvað er til ráða? Viðurkennum staðreyndir og breytum þessu ástandi svo að við sem erum áheyr- endur og áhorfendur og skattborg- arar fáum fulla vissu fyrir því að við getum gengið hér um götur borgarinnar sem og víðar á byggðu bóli án þess að eiga það á hættu að á okkur verði ráðist af ofbeld- ismönnum sem ganga lausir hér á götum borgar og bæja. Að fjölga lögreglumönnum er einfaldlega staðreynd . Mér er sagt að yfir 30 lög- reglumenn hafi hætt störfum á undanförnum misserum og fleiri hugsa sér til hreyfings. Hvað segir þetta manni? Að allt sé í þessu fína lagi, það þarf ekki að bregðast við þessu skelfilega ástandi með fjölgun lögreglumanna! Heldur hvað? Við sem höfum starfað í lögreglu og höfum reynsluna vitum betur, það er bara svo einfalt. Við viljum sjá árangur sem dug- ar, að tekið sé fastar á þessum mál- um og ofbeldismenn fái ekki enda- laust frítt spil til að berja á fólki og veita því jafnvel það alvarlega áverka að fólk líði fyrir örkuml eða jafnvel gjaldi með lífi sínu eins og dæmin sanna. Þú ágæti lögreglustjóri, það er ekki nægjanlegt til árangurs að hafa myndavélarnar til að fanga þá sem brotið hafa framið heldur þarf lögreglumenn til að afstýra brotinu, það er bara þannig. Hvar er sérdeild lögreglunnar, sefur hún þyrnirósarsvefni? Beita þarf öllum ráðum til að stöðva þessa vá! Meira seinna. Ekki benda á mig Gunnar Andri Sigtryggsson skrifar um löggæslu » Það þarf að fjölgalögreglumönnum, það er bara þannig! Gunnar Andri Sigtryggsson Höfundur er fv. lögreglumaður. Slæmir hlutir gerast þegar gott fólk gerir ekki neitt. Þetta á því mið- ur við um þróun mála í Vesturbæ Kópavogs nái hugmyndir um fram- tíðaruppbyggingu Kársness fram að ganga. Þó er engum vafa undirorpið að það ríkir andstaða meðal mikils meirihluta íbúa gegn þessum tillögum eins og berlega hefur komið í ljós á nýliðnu sumri. Ríflega 200 mót- mælaborðar skreyta götur bæjarins og troðfullt er út úr dyr- um á kynningarfundi samtakanna Betri Byggð á Kársnesi (BBK) sem haldinn var í salnum nú í ágúst. Það dugar þó ekki til því skipulagslög eru meingölluð. Þau eru þess eðlis að það er fyrirfram gefið að allir íbúar séu samþykkir þeim breytingum sem kynntar eru nema ann- að komi skýrt fram. Eina leiðin fyrir Kárs- nesinga til að sýna hug sinn er því að senda inn skriflega at- hugasemd fyrir kl 15:00 mánudaginn 3. september nk. Við Vesturbæingar höfum síðustu daga fengið forsmekk- inn af aukinni bílaumferð meðan Kársnesbraut hefur verið lokað tímabundið við Nýbýlaveg. Sú um- ferð sem alla jafna hefur farið þar um hefur nú dreifst yfir á aðrar götur með slíkum umferðartöfum að frétt- næmt hefur orðið. Nú kynnu margir að halda að þetta væri á engan hátt sambærilegt við þá umferð sem fyrirséð er að komi til með að fylgja þeirri aukn- ingu á byggð sem fyrirhuguð er, en skoðum þetta aðeins nánar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ aka 8.200 bílar um Kársnesbraut þar sem umferð er mest. Við erum því að tala um að Vesturbær Kópavogs stíflist gersam- lega við umferðaraukningu uppá 8.200 bíla. Þessi aukning hefur senni- lega lagst nokkuð jafnt á helstu tengibrautir eins og Kópavogsbraut, Borgarholtsbraut, Urðarbraut og Hábraut þó erfitt sé að segja með vissu hver skiptingin er. Margir Vesturbæingar hafa ef- laust hugsað með sér að sú umferð- araukning sem fylgir fyrirhuguðum breytingum væri einkamál íbúa við Kársnesbraut og að hún snerti þá ekki, en svo er ekki. Allir íbúar hverf- isins munu finna fyrir aukinni um- ferð og stefnir í að fréttnæmar um- ferðarteppur síðustu viku verði daglegt brauð okkar allra í næstu framtíð. Samkvæmt skýrslu sem verk- fræðistofan Línuhönnun vann fyrir Kópavogsbæ í ágúst 2006 eru helstu götur hverfisins skoðaðar og er spáð eftirfarandi umferðaraukningu, nái plön bæjaryfirvalda fram að ganga: Borgarholtsbraut við gatnamót vestan Urðabrautar fer úr 3.000 bíl- um á sólarhring í 5.600 bíla. Urð- arbraut norðan Borgarholtsbrautar fer úr 3.000 bílum á sól- arhring í 4.800 bíla. Urðarbraut sunnan Borgarholtsbrautar fer úr 2.600 bílum í 3.800 bíla. Hábraut fer úr 1.600 bílum í 2.650 bíla. Ég fæ ekki betur séð en að þarna sé verið að auka umferð á svæðinu um 6.650 bíla á sólar- hring og er það farið að slaga vel í þá umferð sem setti allt á annan endann við lokun Kárs- nesbrautar. Þessar göt- ur eiga það síðan allar sameiginlegt að vera við skóla, sundlaugar eða dagheimili. Við þetta má síðan bæta að umferð um Kópavogsbraut við Sunnuhlíð fer úr 1.000 bílum í 7.200 bíla. Það er sem sagt verið að beina nánast jafn mikilli um- ferð og nú ekur um Hvalfjarðargöng á góð- um helgidegi fram hjá Hjúkrunarheimili aldr- aðra og Rútstúni, eina græna svæðinu sem eft- ir er í Vesturbæ Kópa- vogs. Ágætu Kársnesingar og reyndar allir þeir sem telja sér málið skylt. Við þurfum að sýna samtakamátt okkar í þessu máli og stöðva þessa vitleysu. Það er verið að taka hverfið okkar og eyðileggja það. Ráðandi öfl sáu enga ástæðu til að leggja það í dóm kjósenda hvort við vildum við- halda þeim bæjarbrag sem er að finna hér á Kársnesi, heldur hafa þau ákveðið að hafa að engu vilja íbúanna og truntast áfram með þetta mál. Sýnum þeim að okkur sé ekki sama um hverfið okkar. Sýnum þeim að við metum tíma okkar meira en svo að við viljum eyða hálftíma eða meira á hverjum morgni í umferð- arteppu og öðru eins að loknum vinnudegi. Sýnum þeim að okkur sé virkilega annt um bæði yngstu og elstu íbúa hverfisins. Sýnum þeim að við erum ekki sauðfé heldur sjálf- stætt fólk með alvöru skoðanir um þau mál sem okkur standa næst. Kársnesingar hafa nú þegar brotið blað með kraftmiklum, málefna- legum og langlífum mótmælum. Við stöndum frammi fyrir sögulegu tæki- færi og okkur ber skylda gagnvart komandi kynslóðum að spyrna við fótum og segja nei takk. Byrjunarorð mín, Slæmir hlutir gerast þegar gott fólk gerir ekki neitt, eiga vel við á Kársnesi haustið 2007. Ekki treysta á að BBK eða ein- beittir nágrannar þínir dugi. Það þurfa allir að taka þátt í þetta skiptið því þau plön sem uppi eru, eru óaft- urkræf og í rauninni hefur þú bara eitt tækifæri til að segja hug þinn. Sért þú í vafa eða teljir þig þurfa aðstoð við að semja mótmælabréf, settu þig þá í samband við samtökin BBK og við aðstoðum þig við gerð mótmælabréfs. Ef þú gerir ekki athugasemd við tillögurnar telst þú vera samþykkur og hver vill bera ábyrgð á þessari framtíð. Ímyndaðu þér bara lesandi góður ástandið þegar færð er þung, flughált, skyggni lítið og börn á leið í skóla og gerðu síðan upp hug þinn, því það eru engin auð eða ógild at- kvæði á Kársnesi þetta haustið. Þú finnur okkur á www.karsnes.is Slæmir hlutir ger- ast þegar gott fólk gerir ekki neitt Þórarinn H. Ævarsson skrifar um umferðarþunga í Kópavogi Þórarinn H. Ævarsson » Ímyndaðuþér bara les- andi góður ástandið þegar færð er þung, flughált, skyggni lítið og börn á leið í skóla og gerðu síðan upp hug þinn. Höfundur er íbúi á Kársnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.