Morgunblaðið - 01.09.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 35
✝ Helga SteinunnErlendsdóttir
fæddist á Breið í
Tungusveit 13. júní
1916. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks laug-
ardaginn 18. ágúst
sl.
Helga var dóttir
hjónanna Moniku
Magnúsdóttur frá
Gilhaga, f.
7.3.1894, d. 23.9.
1987, og Erlendar
Helgasonar frá
Árnastöðum, f. 8.5.1884, d. 2.2.
1964.
Eiginmaður Helgu var Sveinn
Þorbergur Guðmundson frá
Bjarnastaðahlíð, f. 26.12. 1905,
d. 29.5.1950. Börn Helgu og
Sveins eru: 1) Ingibjörg, f. 8.1.
1936. Maki Árni
Gíslason. Þau eiga
fjögur börn og sjö
barnabörn. 2) Helgi,
f. 18.7. 1940. 3) Mo-
nika Erla, f. 13.11.
1942. Maki Felix
Antonsson. Þau eiga
fjögur börn, tíu
barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 4)
Guðmundur, f. 25.7.
1946.
Helga og Sveinn
bjuggu í Bjarna-
staðahlíð og Árnesi.
Árið 1950 keypti Helga nýbýlið
Laugarholt og bjó þar síðan. Auk
búskapar var hún með barna-
heimili á sumrin í mörg ár.
Útför Helgu fer fram frá Reykj-
arkirkju í dag, laugardaginn 1.
september, kl. 13.
Elsku amma.
Ég þakka þau ár sem ég átti þá
auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ingibjörg Jóna.
Svo djúp er þögnin við þína sæng
að þar heyrast englarnir tala
og einn þeirra blakar bleikum væng
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Höf. Davíð Stefánsson.)
Elsku langamma, megi guð og
englarnir geyma þig. Hvíldu í friði,
þín langömmubörn.
Það er ótrúlega skrítin tilhugsun
að vita til þess að langamma skuli
vera farin. Hún var svona amma sem
alltaf var hægt á að fá faðmlag hjá.
Þó svo að hún væri með stórt og mik-
ið skap þá var hún einnig með stórt
og hlýtt hjarta og þeir sem sýndu
henni ástúð og hlýju fengu það á
móti.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
eignaðist litlu stelpuna mína, fyrsta
langalangömmubarnið hennar, þá lá
ég inni á sömu deild og langamma.
Hún kom í stólnum sínum og rétt
kíkti inn fyrir hurðina og þegar hún
sá að ég var vakandi og ekki gestir
hjá mér spurði hún hvort hún mætti
koma inn. Hún kom og tók stelpuna í
fangið og stoltið og gleðin skein úr
augunum á henni. Ég hafði ekki séð
hana svona ánægða í langan tíma.
Svo leit hún á mig og sagði mér að
stelpan mín væri gullfalleg. Þetta er
eitthvað sem ég á eftir að muna alla
mína ævi.
Langömmu er alltaf hægt að minn-
ast sem mjög gestrisinnar konu. Ef
maður kom í heimsókn til hennar þá
hitti alltaf þannig á að amma sat í
stólnum sínum í horninu í eldhúsinu
og um leið og gestirnir voru sestir þá
rauk hún af stað til að taka fram eitt-
hvað með kaffinu. Það var sko ekki
komið að tómum kofunum á þeim bæ.
Það var nú meira að segja þannig að
þó að fólk ætlaði ekkert að stoppa hjá
henni komst það ekki hjá því vegna
þess að amma var búin að hella í boll-
ana og ná í kökuna úr frysti áður en
fólk gat borið upp erindi sitt. Enda
hafa allir mjólkurbílstjórar og sölu-
menn notið góðs af því og fengið
kaffisopa hjá ömmu.
Eftir að langamma fór alveg inn á
sjúkrahús þá fórum við mæðgur
stundum í heimsókn til hennar og
alltaf varð hún jafn ánægð að sjá litlu
skottuna. Hún fylgdist með henni
stækka og þroskast. Alltaf þekkti
amma hana. Og ávallt átti hún til eitt-
hvað góðgæti í skápnum og Rannveig
lét ekki segja sér það tvisvar að fá að
fara inn í skáp og fá sér nammi.
Meira að segja þegar amma var orðin
mjög lasin og hafði lítinn mátt þá
kíktum við til hennar og hún benti
Rannveig Lilju á skápinn og sagði
henni að ná sér í. Enda er Rannveig
alveg með það að hreinu að á sjúkra-
húsinu býr langalangamma og ef við
keyrum framhjá spyr hún hvort við
séum að fara til hennar.
Allir eiga eftir að muna eftir lang-
ömmu sem skapmikillar konu. Hún
var með bein í nefinu og vissi hvað
hún vildi. Oft gat það leitt út í ein-
hverja skapvonsku eða fýlu en svona
var hún bara. Yndisleg manneskja
sem vildi allt fyrir okkur barna-
barnabörnin sín gera.
Elsku langamma, megi Guð geyma
þig um ókomna tíð og þegar
okkar tími kemur þá veit ég að þú
átt eftir að taka á móti okkur á himn-
um og faðma okkur að þér eins og þú
gerðir á meðan þú lifðir.
Ég elska þig og mun alltaf gera.
Hvíldu í friði.
Ragnheiður, Ólafur og
Rannveig Lilja.
Nú í dag kveðjum við þig, Helga
mín. Síðan ég kom fyrst til þín árið
1963 þá að verða sex ára gamall hefur
þú ávallt átt þinn sess í hjarta mínu.
Á þeim tíma og nokkur sumur þar á
eftir tókst þú að þér börn til sum-
ardvalar. Strax í upphafi kunni ég
það vel við mig að ég beið þess á vorin
að komast norður strax eftir skóla og
vera sem lengst fram á haustið. Ég
náði góðu sambandi við Múdda og
var hann með mig í eftirdragi frá því
að við fórum á fætur og þangað til að
maður fór að sofa. Já minningarnar
streyma um huga minn þegar komið
er að kveðjustundinni.
Maður minnist einstakra atburða
eins og fimmtíu ára afmælis þíns. Það
var haldið af miklum rausnarskap og
skapaðist mikil stemming og gleði.
Nú þegar þessar línur eru settar á
blað er ekki langt síðan ég sjálfur
hélt upp á þessi tímamót en finnst þó
ekki ýkja langt síðan ég var í þinni
veislu. Já, maður man þegar maður
átti að teyma Mósu í haga á morgn-
ana en fór auðvitað ríðandi og þá kall-
aðir þú „Þú mátt ekki ríða henni á
morgnana“ svo undir tók í dalnum.
Maður minnst ömmu barna þinna
Sillu og Steina og strákanna frá Ey-
vindarholti en með þeim var margt
brallað.
Já, Helga mín, svona gæti ég lengi
haldið áfram. Í þau skipti sem ég fór
norður þá var það venja mín að koma
við hjá þér. Ég minnist þess þegar ég
kom í fyrsta skipti með konu mína og
dóttur til þín í Laugarholt. Það var
strax eins og þú hefðir þekkt þær
lengi og vel var tekið á móti þeim.
Síðar hef ég komið með strákana
mína og á móttökunum finnur maður
að í Laugarholti er maður alltaf vel-
komin.
Nú þegar ég kveð þig, Helga mín,
vil ég senda innilegar samúðarkveðj-
ur til Eddu, Helga, Múdda og Dyssí-
ar og allra annarra ættingja.
Einar Helgi Aðalbjörnsson.
Helga Steinunn
Erlendsdóttir
✝ Karolína Thor-arensen hús-
freyja var fædd 18.
okt. 1940. Hún lést
18. ágúst sl.
Foreldrar Karol-
ínu eru Ástríður Eyj-
ólfsdóttir fædd 19. 3.
1907 að Hömrum í
Dalasýslu. Faðir
hennar var Guð-
mundur Thor-
arensen fæddur 24.
7. 1908 í Reykjavík,
d. 2. 11. 1985. Maki
hennar var Guð-
björn Jón Tómasson húsasmiður
fæddur 14. 10. 1940 í Reykjavík, d.
30. 05. 1992. Foreldrar hans Tóm-
as Guðmundson veitingamaður í
Reykjavík fæddur 9. 3. 1909 í
Ámundarkoti Rangárvallasýslu, d.
8. 1. 1990 og Ólafía Jóna Sigrún
Guðbjörnsdóttir fædd 3. 12. 1912 í
Bolungarvík, d. 19. 2. 2001.
Börn: 1) Heimir Guðbjörnsson f.
3. 3. 1959, maki Þuríður Bryndís
Guðmundsdóttir f. 3. 8. 1961.
Börn þeirra: a)
Fríða Rut Heim-
isdóttir fædd 14. 1.
1978, maki Vilhjálmur
Hreinsson f. 7. 1. 1969,
börn þeirra Heimir
Snær Vilhjálmsson f.
3. 7. 2002, Bryndís
Eva Vilhjálmsdóttir f.
19. 12. 2006. b) Ívar
Heimisson c) Elvar
Heimisson
2) Rakel Guðbjörns-
dóttir f. 15. 05. 1962.
Börn: a) Tatiana Saa-
vedra, maki Agnar
Stefánsson f. 16. 10. 1977, barn
þeirra Oliver Saavedra Agnarsson f.
7. 12. 2006. b) Ægir Björn Ólafsson.
c) Hlynur Már Ólafsson. d) Unnur Ýr
Ólafsóttir. 3) Stúlka Guðbjörnsdóttir
fædd og dáin 10. 05. 1963.
4) Elvar Guðbjörnsson f . 20. 09.
1964. Börn hans a) Einar Elvarsson
Borja f . 26. 6. 1991. b) Igor Elv-
arsson Borja f. 3. 6. 1995.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Til þín, amma.
Með hnút frá hálsi niður í maga og
tár í augum skrifa ég minningargrein
til Köllu ömmu.
Það er svo rosalega margt sem
kemur upp í hugann þegar maður
sest niður, barnæskan er þó efst í
huga því við amma og afi gerðum svo
annsi margt saman. Ótrúlegt hvað
litlir hlutir eins og þegar við fórum ég,
þú, afi og Tatiana niður í bæ að
kveikja á jólaljósunum eins og við
gerðum svo oft, nema að það var rok
og þú varst í fína pelsinum þínum með
hatt og hann fauk af þér. Upp úr því
hlupum við eins og fætur toguðu að
reyna ná hattinum og við skotturnar
skelluhlógum að þessu. Hvert ár var
talað um þegar hatturinn fauk, að
hugsa sér að svona lítið atvik eins og
þetta braut sig alveg í hjartastað.
Allar ferðirnar til útlanda standa
hreinlega upp úr og best þegar við
sátum í Arnaflugsvélinni á leið til
Amsterdam og þú sagðir við flug-
freyjuna að ég væri ljósgeislinn þinn
og ætlaði mér að verða flugfreyja og
hvort við fengum að eiga matarbakk-
an og plaststellið svo ég gæti leikið
mér í flugfreyjuleik. Það gekk eftir og
þetta stell var sko ofnotað. Í Spán-
arferðinni léstu Elvar kenna mér að
telja upp á tíu á spænsku og ég var
ekkert smámontin að geta það. Þegar
við komum til Barcelona tókst þú upp
á því að fara á hárgreiðslustofu og
klippa hárið stutt. Ótrúlegt hvað mér
fannst þú fín og flott. Hárið var þér
hjartans mál og það varð alltaf að
vera í lagi. Mörg símtöl fóru okkar á
milli hvenær ég ætti að setja í þig
permanett eða lit. Þá þurftir þú alltaf
að sofa með rúllur í hárinu nóttina áð-
ur en þú fórst einhvað fínt, það fannst
mér alltaf svo fyndið.
Ég þakka þér þann trúnað sem þú
sýndir mér í símtölum okkar og ég
veit að ef einhver getur hjálpað þér
eru það mennirnir uppi, því við höfð-
um sömu trú á þessum málum og
ræddum það fram og til baka.
Ég fékk einhvað svo mikla von þeg-
ar þú komst til okkar að skoða ný-
fæddu prinsessuna því þú hafðir
grennst og leist svo vel út. Núna
þakka ég fyrir að hafa tekið fram
myndarvélina og myndað þig með
krökkunum og mér. Amma, mér
fannst líka alveg magnað þegar ég
átti stelpuna nú um jólin og var að
tala við þig um fæðinguna, þá sagðir
þú mér frá fæðingu pabba Rakelar og
Elvars. Það fannst mér svo merkilegt
af því að það var eins og þú hefðir gert
þetta í gær. Ég hugsaði með mér.
Maður gleymir þessu kraftaverki
aldrei. Það er svo margt sem kemur
upp, amma mín, allar pælingarnar
okkar um lífið.
Ég mun varðveita þetta í hjarta
mínu alltaf.
Ég mun segja ljósgeislunum mín-
um frá löngu og framtaki þínu til
þeirra „pabbi fer í bankann“.
Ég mun tala við þig áfram því það
trúðum við á.
Ég mun rækta og halda leiði þínu
fallegu.
Ég mun geyma minningu um
ömmu í hjartastað alltaf.
Ég mun sakna þín.
Set hér bænina sem þú kendir mér
Vertu yfir og allt um kring
Með elífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Þinn ljósgeisli,
Fríða Rut Heimisdóttir.
Bæn til löngu ömmu.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á
himni, gef oss í dag vort daglegt
brauð og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum, eigi leið þú oss í
freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því
að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Vertu yfir og allt um kring
Með elífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Barnabörnin,
Heimir Snær og Bryndís Eva
Vilhjálmsbörn.
Það var okkur áfall þegar við frétt-
um af fráfalli Köllu ömmu eins og við
kölluðum hana á mínu heimili.Ég
kynntist henni í gegnum konuna
mína, Fríðu Rut.
Það var svo sérstakt að þegar hún
hringdi hingað heim ávarpaði hún
mig alltaf svo hátíðlega. Hr Vilhjálm-
ur og hafði ég nokkuð gaman af því,
þar sem flestir kalla mig Villa. Við átt-
um mörg fín símtöl, Kalla mín, og vil
ég þakka þér fyrir þau.
Ég bið Guð að geyma þig og hjálpa
og við Fríða munum segja börnum
okkar frá löngu ömmu Köllu.
Ég votta ykkur samúð mína, kæru
Heimir, Lilla, Rakel, Elvar og fjöl-
skylda.
Megi ljós og friður fylgja ykkur.
Vilhjálmur Hreinsson.
Karolína Thorarensen
Hann Richard Talkowsky selló-
leikari er fallinn frá. Þegar ég sá
hann í fyrsta skipti með kærri
vinkonu sinni henni Noru þá stóð
þessi stóri gráhærði maður hljóð-
látur með blik í brúnum augunum
þó nokkuð að baki henni, svona
eins og hann væri varla þarna, en
fylgdist samt vel með. Þegar ég
tók í hönd hans þá skynjaði ég
mýktina í persónuleikanum og
kátínuna í brúnum augum hans.
Þá upplifði ég hvað Richard var
fallegur maður bæði að innan sem
utan.
Richard var ákaflega gefandi
maður en að sama skapi lítið fyrir
að trana sér fram. Hann ferðaðist
hægt um en það var mikið að ger-
ast hjá honum huglægt. Hann var
með fíngerða orku og átti auðvelt
með að sjá fegurðina í því smáa.
Hann var með fallegt hjartalag og
það var stutt í hnyttnina hjá hon-
um. Hann kom mér fyrir sjónir
sem svolítil blanda af leikaranum
Gary Grant og stórum mjúkum
bangsa.
Hann var listamaður bæði að
atvinnu og líka þegar kom að
áhugamálum svo sem matar-,
köku- og konfektgerð. Hann var
óspar á dásamlegar matargjafir
til vina. Það var unun að tala við
hann um matargerð og þá sér-
staklega spænska. Hann dvaldi
mörg sumur í Katalóníu. Vinirnir,
menningin og matargerðin þar
endurnærði hann fyrir íslensku
veturna. Umræður og gjafir sner-
ust oftar en ekki um mat hjá okk-
ur, þá kom í ljós að hann var
ástríðukokkur í spænskri matar-
gerð. Í einu af síðustu samtölum
okkar áður en hann varð veikur
vorum við ákveðin í að panta borð
Richard Talkowsky
✝ Richard Ira Tal-kowsky fæddist
í Newark, New Jer-
sey, 17. febrúar
1953. Hann lést á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
5. ágúst síðastliðinn.
Richard var jarð-
settur í New Jersey
15. ágúst sl. en
minningarathöfn
um hann var haldin
í Dómkirkjunni 31.
ágúst sl.
á besta veitingastað
í heimi, El Bulli,
sem er í Katalóníu
þó það væri fimm
ára bið. Ég mun
standa við það og
ég veit að Richard
verður með mér þar
í anda.
Fallegasta hug-
læga myndin sem
ég á af honum er
þegar ég hitti hann
í Barcelona í Got-
neska hverfinu til
að þakka honum
fyrir að lána mér og fjölskyldu
minni íbúðina sína í Segur de
Calafell. Hann stóð undir ljós-
geisla, sólbrúnn í hvítri stutt-
ermaskyrtu og leit svo vel út og
var svo glaður að ég hugsaði með
mér að hitastigið og menning
Katalóníu drægi það besta fram í
fíngerðu listamannsorku hans.
Þegar ég sá Richard í síðasta
skipti, ekki löngu fyrir kveðju-
stundina, þá kom upp sama til-
finningin sem ég upplifði þegar
ég sá hann í fyrsta skipti; þessi
óendanlega mjúka fegurð að inn-
an sem utan. Mýkt fíngerðrar
handarinnar sem tákn fyrir lík-
amann og augun hans sem tákn
sálarinnar, en að þessu sinni þá
var blikið fjarrænt, á förum.
Hann hreyfði varirnar eins og
hann vildi segja eitthvað en tón-
arnir voru horfnir úr lífi hans en
þrátt fyrir það lá þessi óend-
anlega fegurð yfir tjáningu hans.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Richard, hann auðgaði líf
mitt með fegurð sinni.
Sama höfuðið
hárið
sömu hendurnar
sami vængjaþytur
andvari
og fjallaloftið
úr hörpu minni
horfinn
strengur
(Ágústína Jónsdóttir.)
Ljúf er þín minning.
Ég votta Joane, börnum henn-
ar og kærum vinum hans nær og
fjær innilega samúð.
Heba Helgadóttir.