Morgunblaðið - 01.09.2007, Qupperneq 43
90ára afmæli. Ragnheið-ur Elíasdóttir, nú til
heimilis á Hrafnistu í Hafnar-
firði, verður níræð mánudag-
inn 3. september nk. Af því
tilefni tekur hún á móti ætt-
ingjum og vinum í veislusal á
5. hæð Dvalarheimilisins
sunnudaginn 2. september kl.
15 til 18.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 43
aldarminning
dagbok@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Postulínsnámskeiðin hefjast 4. og
5. september nk. Myndlistarnámskeið hefst
fimmtudaginn 6. september. Útskurðarnámskeið
hefst fimmtudaginn 6. september. Skráning í Afla-
granda 40 og í síma 411-2700.
Félag eldri borgara í Kópavogi, ferðanefnd | Farið
verður í berjaferð fimmtud. 6. sept. Brottför frá
Gullsmára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Leitað verður
berja í Hvalfirði og nágr. Eigið nesti. Verði veður
óhagstætt til berjatínslu verður farið í óvissuferð
„út í bláinn“. Skráning í félagsmiðstöðvunum.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og
Hana-nú ganga kl. 10.
Kirkjustarf
Aðventkirkjan í Reykjavík | Sérstök fjölskyldu-
guðsþjónusta í Aðventkirkjunni í Reykjavík kl. 11.
Ræðumaður: Halldór Örn Engilbertsson.
Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíurannsókn fyrir
börn og fullorðna kl. 10. Einnig er boðið upp á um-
ræðuhóp á ensku.
Bústaðakirkja | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir
alla fjölskylduna með fræðslu og léttum söngvum.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, sr.
Pálmi Matthíasson prédikar og þjónar fyrir altari.
Organisti er Renata Ivan. Molasopi eftir messu.
Loftsalurinn, Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði |
Guðþjónusta og biblíurannsókn kl. 11 í Loftsalnum.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-
16.30 er fjölbreytt dagskrá, unnið er að gerð haust-
og vetrardagskrár, óskir og ábendingar óskast.
Glerskurður byrjar þriðjud. 4. sept. og myndlist
fimmtud. 6. sept. Postulínsnámskeið byrja 10. og 11.
sept.
Hæðargarður 31 | Opið öllum! M.a. skrautskrift,
magadans, skapandi skrif, tölvuleiðbeiningar, fram-
sagnarhópur, vöðvauppbygging 50 ára + (einstakt
tilboð) Mullersæfingar. Kíkið við! s. 568-3132
asdis.skuladottir@reykjavik.is
SÁÁ, félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Von,
Efstaleiti 7, laugardaginn 1. september. Vistin hefst
kl. 20, dans að vistinni lokinni. Danshljómsveitin
Klassík leikur fyrir dansi.
Gróa Jónsdóttir – Aldarminning |
Gróa Jónsdóttir fæddist 8. september
1907 að Króki í Ölfusi. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guðrún Gottskálksdóttir
og Jón Björnsson. Á öðru aldursári var
henni komið í fóstur hjá Ástríði Magn-
úsdóttur og Guðmundi Daníelssyni að
Nýjabæ í sömu sveit. Þar ólst hún upp
til fullorðinsára. Árið 1930 giftist hún
Gottskálki Gizurarsyni og bjuggu þau
að Hvoli í Ölfusi hálfan fjórða áratug,
þar til Gottskálk lést 1964. Síðustu árin
bjó Gróa í Hveragerði. Þau eignuðust
sex börn og eru fjögur á lífi.
Afkomendur þeirra eru nú orðnir 62 og
munu minnast þessara tímamóta í Ing-
ólfsskálanum/Básnum í Ölfusi afmæl-
isdaginn 8. september næstkomandi kl.
15. Þar verða seldar veitingar. Allir ætt-
ingjar og vinir hjartanlega velkomnir.
Vinsamlega tilkynnið komu ykkar í síma: 482-1726 (Ásta Gottskálksd.)
eða 659-2285 (Nína Vilhelmsd.) fyrir mánudaginn 3. september. Afkom-
endur.
Brúðkaup | Sigrún Heiða
Pétursdóttir Seastrand og
Hrannar Freyr Gíslason giftu
sig hinn 21. júlí 2007
í Sauðárkrókskirkju.
Brúðkaup | Nýlega voru gef-
in saman í Saltstraumen
Kirke, Bodø í Noregi, Rakel
Björnsdóttir og Hans Kristian
Braaten.
dagbók
Í dag er laugardagur 1. september, 244. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6.)
Börn og unglingar um allt landskunda um þessar mundir ískóla eftir sumarfrí. Meðalviðfangsefna vetrarins hjá
flestum er að ná góðu valdi á réttritun.
Vefurinn Réttritun.is getur þar komið
að góðu gagni, eins og Anton Karl
Ingason, einn höfunda vefjarins segir
frá:
„Réttritun.is er verkfæri til að auð-
velda íslenskukennslu og -nám. Vefur-
inn er öllum opinn og getur almenn-
ingur notað vefinn ókeypis,“ segir
Anton. „Við könnumst öll við hefð-
bundna stafsetningarkennslu þar sem
kennarinn les og nemendur skrifa mis-
hratt eftir, og fá síðan leiðréttingar síð-
ar þegar kennaranum hefur gefist tími
til að fara yfir verkefnin. Á Réttritun.is
fer þetta ferli fram í forriti sem leyfir
hverjum og einum að læra á hraða sem
honum hentar. Forritið, sem við köll-
um Ref Þorleifsson bónda, fer yfir
æfingarnar á augabragði og auk þess
að sýna villur sem gerðar hafa verið
bendir á reglur sem útskýra réttan rit-
hátt.“
Skólar geta gerst áskrifendur að for-
ritinu til kennslu: „Það veitir kennar-
anum meðal annars aðgang að gagna-
grunni sem sýnir tölfræði árangurs hjá
hverjum nemanda, bekk og árgangi,
sem síðan gerir kennaranum kleift að
koma með auðveldum hætti auga á at-
riði sem þarfnast sérstakrar áherslu.“
Vefurinn var opnaður á degi ís-
lenskrar tungu, 16. nóvember, 2006, og
hefur notið mikilla vinsælda: „Á þeim
tíma sem liðið hefur frá opnun vefj-
arins hefur Refur bóndi farið yfir þús-
undir stafsetningaræfinga og fáum við
oft bréf frá ánægðum einstaklingum
sem hafa nýtt sér forritið til að bæta
stafsetningarkunnáttu sína,“ segir
Anton. „Vefurinn hefur sérstaklega
verið nýttur til kennslu fyrir lesblinda,
og býður vefsíðan upp á stillingar til að
auðvelda lestur, s.s. stækkað letur,
breiðara línubil og breytingu á bak-
grunnslit. Einnig hefur Rettritun.is
gefist vel við íslenskukennslu barna
sem eiga annað mál en íslensku að
móðurmáli. Þar kemur sérstaklega að
gagni að forritið býður upp á að skýra
helstu málfræðihugtök sem upp koma
á einfaldan hátt, á ensku, pólsku, taí-
lensku og fleiri tungumálum.“
Sjá nánar á www.réttritun.is
Menntun | Réttritun.is býður upp á ókeypis og aðgengilega kennslu
Réttritun lærð á Netinu
Anton Karl
Ingason fæddist í
Reykjavík 1980.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá
Verslunarskóla Ís-
lands 2000 og legg-
ur nú stund á BA-
nám í íslenskum
fræðum við Há-
skóla Íslands. Anton starfaði við hug-
búnaðarþróun hjá ýmsum fyrir-
tækjum. Hann starfar nú hjá Íslenskri
þekkingarleit, m.a. við umsjón verk-
efnisins Réttritun.is. Anton er trúlof-
aður Hjördísi Stefánsdóttur nema.
Tónlist
Babalú | Það verður stemning á
babalú laugardaginn 1. sept. kl. 14.
Etv. mun Varði leika nokkur lög á
kassagítar.
Jómfrúin | Egill Benedikt Hreins-
son og félagar leika lög eftir
Wayne Shorter, John Coltrane,
McCoy Tyner og frumsamið efni í
sumarbúðum íslenska jazzins.
Steinar Sigurðarson, sax, Erik
Qvick, trommur, Andri Ólafsson,
bassi, Egill Benedikt Hreinsson,
píanó.
Kirkjuhvoll | Rannveig Fríða
Bragadóttir og Gerrit Schuil eru
með ljóðatónleika í Kirkjuhvoli við
Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 17-
18.30. Þetta eru fyrstu tónleik-
arnir af fimm á tónlistarhátíðinni
„Ljóðatónleikar á hausti“.
Nasa | Sammi í Jagúar er gest-
gjafi lokakvölds Jazzhátíðar
Reykjavíkur þetta árið. Hann hef-
ur boðið til sín finnskum starfs-
bróður og trúfélaga, Jimi Tenor,
sem mun leika með stórsveit
Samma. Auk þess kemur fram hin
ótrúlega skemmtilega 13 manna
afróbítsveit Antibalas frá New
York.
Myndlist
Listasafn ASÍ | Opnaðar verða
tvær sýningar í Listasafni ASÍ í
dag. Í Ásmundarsal verður opnuð
sýning með myndverkum Kjart-
ans Ólasonar. Í Gryfju og Arin-
stofu verður opnuð sýning Hildar
Bjarnadóttur, innifalið.
Listasalur Mosfellsbæjar | Vel-
komin á opnun Jóhannesar 1. sept
kl. 14-17 í Listasal Mosfellsbæjar.
Viðfangsefnið er sótt í texta og
samhengi þeirra. Í verkunum rign-
ir bæði orðum og punktum. Lista-
salur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þver-
holti 2, opinn virka daga kl. 12-19
og laugardaga 12-15, er í Bóka-
safni Mosfellsbæjar. Aðgangur
ókeypis
Sveinssafn, Krísuvík | (bláa hús-
ið). Sýning á verkum Sveins
Björnssonar sem ber heitið Sigl-
ingin mín, en auk þess eru sýnd
verk eftir fjölmargra aðra lista-
menn. Opið sunnudaginn 2.9. frá
kl. 13 til 17.
Dans
Hótel Borg | Tangóhelgi í Reykja-
vík mun enda með Milongu
(Tangóballi) á Hótel Borg. Dansað
verður frá kl. 20 og síðar um
kvöldið munu Mette og Martin frá
Danmörku, Helen og Martin frá
Argentínu og íslensku dansaranir
Bryndís og Hany sýna tangó.
Nánari upplýsingar um tangóhelgi
á www.tango.is
Mannfagnaður
Málaskólinn LINGVA | Í dag laug-
ardag. 1. sept. verður Málaskólinn
LINGVA ehf. með opið hús í Odda,
HÍ, milli 13-16. Léttar veitingar,
vínsmökkun. www.lingva.is, s:
561-0315
Þjónustumiðstöð Miðborgar og
Hlíða | Laugardaginn 1. sept-
ember stendur Samtaka í Mið-
borg og Hlíðum fyrir hverfishátíð.
Hún verður haldin á Miklatúni frá
kl.14-16. Í boði er fjölbreytt dag-
skrá og eru allir velkomnir. Hægt
að sjá dagskrá á heimasíðu
Reykjavíkurborgar. www.reykja-
vik.is
Fyrirlestrar og fundir
Maður lifandi | Fyrsti fyrirlestur
vetrarins um hláturjóga fer fram
á vegum Hláturkætiklúbbsins í
heilsumiðstöðinni Maður lifandi á
laugardag kl. 10.30. Allir velkomn-
ir. Verð 1000 kr. f. fullorðna. Ásta
og Kristján sjá um að leiðbeina.
Fréttir og tilkynningar
Kringlukráin | París félag þeirra
sem eru einir. Septemberfundur
félagsins verðu laugardaginn 1.
september kl. 11.30 í Kringlu-
kránni. Nýir félagar velkomnir. Lít-
ið inn og kynnist góður félags-
skap.
MAÐUR stígur línudans í fjallaþorpinu Tsovkra, sem er í um 3.000 metra hæð í Kákasus-
fjöllunum í Dagestan-héraði í Rússlandi. Flest börn í héraðinu læra línudans snemma á lífs-
leiðinni og hafa þau gert það lengur en elstu menn muna.
Lífið er línudans
Reuters
Árnað heilla
dagbok@mbl.is
FRÉTTIR
IKEA-vöru-
listinn 2008 er
kominn út.
Hann er 284
blaðsíður að
þessu sinni og
vöruverð í list-
anum gildir til
15. ágúst 2008.
„IKEA-vörulistinn er fullur af
hugmyndum til að skapa notalegt
heimili, þar sem áhersla er lögð á
að skapa sveigjanlegra, þægilegra
og hagkvæmara rými,“ segir í
fréttatilkynningu.
IKEA-vörulistinn er gefinn út í
rúmlega 175 milljón eintökum um
allan heim. Hann kemur nú út í 33
löndum og á 27 tungumálum.
Vörulistanum er dreift á öll
heimili landsins sem samþykkja
fjölpóst dagana 29. ágúst til 31.
ágúst en einnig er hægt að skoða
hann á heimasíðu IKEA á vefslóð-
inni www.IKEA.is
Vörulisti IKEA
komin út
MÁLASKÓLINN Lingva býður
gestum og gangandi í heimsókn í
húsakynni sín í ODDA, Háskóla Ís-
lands í dag, laugardag, kl. 13-16.
Kennarar kynna námskeið haust-
annar, sem eru að hefjast, og heitt
verður á könnunni. Dominique
Pledel verður með vínsmökkum á
frönskum eðalvínum og dregið
verður í ferðahappdrætti kl. 16.
Allir velkomnir. www.lingva.is
Opið hús hjá mála-
skólanum Lingva
FÉLAGSKAPURINN Samtaka
stendur fyrir hverfishátíð í Mið-
borg og Hlíðum í dag, laugar-
daginn 1. september. Hún verður
haldin á Miklatúni frá kl. 14.00–
16.00. Í boði er fjölbreytt dagskrá
og eru allir velkomnir.
Þeir sem koma að hátíðinni eru:
Þjónustumiðstöð Miðborgar og
Hlíða, Háteigsskóli, Hlíðaskóli,
Austurbæjarskóli, Félagsmiðstöð
Miðborgar og Hlíða, Háteigskirkja,
Hallgrímskirkja, Dómkirkjan,
skátafélagið Landnemar, Íþrótta-
félagið Valur, Kramhúsið, Mynd-
listarskóli Reykjavíkur, Dansskóli
Jóns Péturs og Köru, lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu og Íbúa-
samtök 3. hverfis.
Boðið verður upp á margvíslega
og fjölbreytta dagskrá og Þorleifur
Finnsson harmonikkuleikari leikur
gömul dægurlög í veitingatjaldi.
Samtaka er félag með áherslu á
forvarnir. Upphaf félagsins má
rekja til umræðna um forvarnir
haustið 1997 í Austurbæjarskól-
anum. Félagið var endurvakið af
Þjónustumiðstöð Miðborgar og
Hlíða haustið 2005 en stjórnandi fé-
lagsins er Guðbjörg Magnúsdóttir
frístundaráðgjafi en sömu aðilar
standa enn að félaginu.
Samtaka á
Miklatúni í dag