Morgunblaðið - 03.09.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.09.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 239. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Forsala í fullum gangi Frumsýning 15. september Miðasala: 4 600 200 www.leikfelag.is HÚSIÐ OG SAGAN ELÍN HANSEN ER HEILLUÐ AF ÍSLANDI ENDA ERU RÆTUR HENNAR Á EYRARBAKKA >> 13 VERÐLAGIÐ ER HVORT EÐ ER KOLVITLAUST PRÚTTUM FJÁRMÁLIN >> 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SÁ sem á óbyggða eða lítið byggða lóð á góðum stað á höfuðborgarsvæð- inu situr á miklum verðmætum og eftir því sem sveitarfélagið veitir leyfi fyrir stærra húsi á lóðinni, því meiri eru verðmætin. Byggingamagn, þ.e. fermetrafjöldi og hæð húsa, er ákveðið í deiliskipu- lagi sem er gert af sveitarfélögum. Um leið og deiliskipulag hefur verið samþykkt hefur orðið til lagalegur réttur viðkomandi lóðareiganda eða lóðarhafa til að reisa hús af tiltekinni stærð. Byggingarétturinn verður ekki auðveldlega felldur úr gildi og alls ekki án þess að bætur komi í stað- inn. Þetta er í öllu falli sá skilningur sem skipulags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar og Skipulags- stofnun leggja í lögin en eftir því sem næst verður komist hefur ekki fallið hæstaréttardómur í slíku máli. „Eins og í öllum skaðabótarétti snýst þetta um að menn geti sannað að þeir hafi orðið fyrir einhverju tjóni. Ef menn geta sannað það getur myndast skaðabótaskylda,“ sagði Helga Björk Laxdal, yfirlögfræðingur skipulags- og byggingasviðs. Hið sama gildir um landnotkun sem ákveðin er í aðalskipulagi, ef t.d. er ákveðið að breyta opnu svæði í byggingalóðir. Borga þarf skaðabætur Í Morgunblaðinu fyrir helgi var sagt frá því að samkvæmt heimildum blaðsins teldu borgaryfirvöld að ómögulegt væri að stöðva niðurrif húsanna Laugavegar 4-6 því þá yrði borgin að greiða himinháar skaða- bætur. Af ofangreindu er ljóst að ef borgin hefði haft raunverulegan áhuga á því að halda í þessi hús hefði hún betur sleppt því að samþykkja deiliskipulag fyrir þessa húsalengju árið 2002 en þar er gert ráð fyrir nið- urrifi þessara húsa. Ennfremur er rétt að benda á að bæði R-listinn sál- ugi og Sjálfstæðisflokkur studdu deiliskipulagið. En hvað um hugsanlegan skaða- bótarétt íbúa í hverfum þar sem ákveðið er að auka byggingamagn umfram það sem áður hafði verið boðað? Spurð um þetta sagði Helga að íbúarnir yrðu að geta sýnt fram á fjárhagslegt tjón til að geta sótt sér skaðabætur. Morgunblaðið/Ásdís Niðurrif Borgarráð hefur heimilað niðurrif húsa við Laugaveg. Sterkur réttur til að byggja SÖNGKONAN Norah Jones náði að hrífa tónleikagesti með sér á tónleikum sem hún stóð fyrir í Laugardals- höll í gærkvöldi. Um þessar mundir er Norah að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, „Not too late“, sem kom út janúar. Norah Jones kom fram með hljómsveit sinni, The Handsome Band. Morgunblaðið/Sverrir Norah Jones stóð undir væntingum BETUR fór en á horfðist á föstu- dagskvöld þegar húsráðandi nokkur í Reykjavík brást við innbroti á heimili sitt með stóru kjötsaxi. Hjó hann saxinu í andlit þess sem braut upp hurðina að heimili hans þannig að skarst inn að beini frá enni niður undir vör. Klofnaði nef þess sem braust inn þegar saxið fór í gegnum það. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu ætluðu tveir karlmenn um tví- tugt að ráðast á húsráðanda en ann- ar þeirra skuldaði honum fé. Mun hann hafa orðið árásarmannanna var og gripið í kjötsax. Var unnusta hans á heimilinu þegar atvikið átti sér stað og eru þau einnig um tvítug. Hjó húsráðandi með saxinu um leið og annar mannanna braust inn í húsið með fyrrgreindum afleiðing- um. Urðu ekki frekari átök á milli þeirra og hringdi húsráðandi á lög- reglu. Handtók hún alla viðstadda og tók til yfirheyrslu og telst málið að fullu upplýst. Klauf nef árásar- manns með saxi DANSKAR lánastofnanir eru nú farnar að laga sig að því að fast- eignaverð er ýmist staðnað eða farið að lækka eftir langvarandi þenslu, segir á vef Jyllandsposten. Spari- sjóður á Sjálandi er byrjaður að senda þjónustufulltrúa sína á nám- skeið til að kenna þeim að segja nei við óraunsæja viðskiptavini. Lars Jensen, aðstoðarbankastjóri hjá Sparekassen Sjælland, neitar eindregið að kreppa sé í aðsigi. „En sumir starfsmennirnir þekkja ekk- ert nema góðærið sem hefur ríkt,“ segir Larsen. „Þess vegna segjum við: Kæru starfsmenn, við höfum haft það einstaklega gott í mörg ár en teljum að nú séum við komin á tindinn. Þess vegna skulum við at- huga hvernig ráð við getum þurft að gefa viðskiptavinunum núna.“ Hann segir að ungu starfsmenn- irnir muni ekki frekar en ungir við- skiptavinir eftir erfiðleikunum á ní- unda áratugnum og fram yfir 1990. Þess vegna geti þeim reynst erfitt að hafna óraunhæfum óskum. Læra að segja nei Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is NÁNAST allir síbrotamenn, sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu hefur afskipti af, misnota lyfið Rivotril. Lyf- ið, sem er skráð flogaveikilyf en hefur á síðari árum aðallega verið notað við kvíða, veldur mikilli vímu í ofskömmt- um og er ávanabindandi. Í fjölda dóma fyrir bæði líkamsárásir og inn- brot á undanförnum árum kemur lyf- ið við sögu, m.a. í máli fimmtán ára unglings sem fékk í ágústmánuði dóm fyrir alvarlega líkamsárás á leigubíl- stjóra. Sífellt fleiri afbrotamenn, sem koma við sögu lögreglu, neyta lyfsins. Auðvelt virðist vera að fá því ávísað hjá sérfræðingum en lyfið gengur einnig kaupum og sölum á svörtum markaði. Það er ódýrt miðað við önn- ur fíknilyf enda tekur Trygginga- stofnun ríkisins stóran þátt í greiðslu þess. Samkvæmt upplýsingum lyfja- fræðings hjá eitrunarmiðstöð Land- spítala hefur fyrirspurnum um mis- notkun Rivotrils fjölgað. Læknir hjá SÁÁ segir að síðastliðin ár hafi fjöldi skjólstæðinga, sérstaklega kvenna, sem ánetjast róandi lyfjum á borð við Rivotril, aukist. „Menn verða fljótt mjög háðir lyf- inu og veigra sér ekki við hvort heldur er að hóta líkamsmeiðingum til að komast yfir næsta skammt, fara í inn- brot, þjófnaði eða rán,“ segir Aðal- steinn Aðalsteinsson rannsóknarlög- regumaður. „Það fer ekki á milli mála að sífellt fleiri skjólstæðinga minna eru farnir að misnota Rivotril. Það má segja að það sé orðið ófremdarástand hvað þetta lyf varðar.“ Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að Rivotril eigi að ávísa mjög varlega fyrir sjúklinga sem hafa átt við mis- notkun áfengis eða eiturlyfja að stríða. Lyfið geti „leitt til líkamlegrar og andlegrar ávanabindingar. Hætt- an á ávanabindingu eykst með aukn- um skömmtum og löngum meðferð- artíma.“ | Miðopna Síbrotamenn misnota nær allir lyfið Rivotril Í HNOTSKURN »Einkenni ofskömmtunar áRivotril spanna allt frá vímu og svima til erfiðleika við samhæfingu hreyfinga og mikils sinnuleysis. »Alvarlegar afleiðingar erufátíðar, segir á vef Lyfja- stofnunar, nema annarra lyfja eða áfengis sé neytt samhliða. »Síbrotamenn neyta Rivot-rils í bland við önnur lyf. Þeir segjast finna fyrir minn- isleysi og árásarhneigð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.