Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 2
2 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
GERT er ráð fyrir 200-300 bíla umferð á Bakka-
fjöruvegi, sem verður ríflega ellefu kílómetra
langur frá þjóðvegi eitt að fyrirhugaðri ferjuhöfn í
Bakkafjöru. Þar af verða um 5% þungaflutningar.
Þetta kemur fram í drögum að tillögu að mats-
áætlun vegna Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruveg-
ar og grjótnáms á Hamragarðaheiði í Rangárþingi
eystra, sem Vegagerðin birti í gær. Almenningur
getur nú kynnt sér drög þessi á heimasíðu Vega-
gerðarinnar og gert við þau hvers konar athuga-
semdir sem sendast skulu VSÓ ráðgjöf.
Sjálfkrafa skylt til umhverfismats
Samhliða þessu hefur breyting á aðalskipulagi
sveitarfélagsins verið auglýst og er hægt að gera
athugasemdir við hana þar til 28. september.
Einnig kemur fram að efnistökuþörf vegna hafn-
armannvirkja, varnargarða og vegagerðar er um
900.000 rúmmetrar. Til samanburðar fóru 8,4
milljónir rúmmetra í Kárahnjúkastíflu. Lagður
verður tengivegur úr norðanverðum Landeyjum
að hafnarstæðinu, en tvær hugmyndir um veg-
línur eru viðraðar.
Framkvæmdirnar eru að mestu sjálfkrafa
skyldar til umhverfismats, enda vegurinn lengri
en 10 kílómetrar, efnistaka meiri en viðmiðað
magn og höfnin ætluð til þjónustu við allt að 2.000
tonna skip. Í matinu verður megináhersla lögð á
jarðmyndanir, vatnafar, gróðurfar, fugla, forn-
minjar, samgöngur, umferðaröryggi og sam-
félagsleg áhrif. Í drögunum kemur fram að dágóð-
um hluta rannsókna á fyrrnefndum atriðum sé
þegar lokið.
Ferlið gangi hratt fyrir sig
Samkvæmt tímaáætlunum skal frummats-
skýrsla vegna framkvæmdanna liggja fyrir um
miðjan nóvember og liggja í auglýsingu og um-
sögn fram að áramótum. Endanleg matsskýrsla
verður því næst löguð að framkomnum athuga-
semdum og um miðjan janúar skal Skipulags-
stofnun taka matsskýrsluna til umsagnar og skila
áliti sínu um miðjan febrúar.
200-300 bíla umferð á dag
vegna Bakkafjöruhafnar
Skipulagsstofnun skili áliti sínu í febrúar. Bakkafjöruhöfn verði fullgerð 2010
Í HNOTSKURN
»Samkvæmt skýrslu stýrihóps um hafn-argerð í Bakkafjöru er áætlaður kostn-
aður vegna ferjuhafnar og tengdra mann-
virkja 5.600 milljónir króna.
»Stefnt er að því að framkvæmdir getihafist árið 2008 og þeim ljúki á árinu
2010.
»Höfnin verður varin með 600 metralöngum brimgörðum en mynni hennar
verður 70 metra breitt.
MAÐUR á þrítugsaldri missti fram-
an af fingri í vinnuslysi sem varð á
Þeistareykjum í gærdag. Klemmdist
hönd mannsins þegar verið var að
setja upp undirstöður fyrir borturn.
Jarðboranir hafa annast jarðhita-
boranir á svæðinu. Á tólfta tímanum
í gær var tilkynnt um að maður hefði
slasast þegar var verið að hífa grind-
ur með undirstöðum borturns. Voru
starfsmenn Jarðborana að setja upp
borturninn þegar slysið varð. Vegur
hver grind á milli sjö og átta tonn og
lagðist þessi þungi ofan á fingur
mannsins en ekki lá fyrir í gær ná-
kvæmlega fyrir hvernig slysið atvik-
aðist.
Missti maðurinn framan af einum
fingri og var hann fluttur á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri til að-
hlynningar.
Vinnuslys
á Þeista-
reykjum
Morgunblaðið/BFH
Bor Jarðboranir hf. hafa séð um
jarðboranir á Þeistareykjum.
Á FYRSTU sjö mánuðum ársins
voru gefin út 3.117 ný atvinnuleyfi til
útlendinga. Þetta er mun meira en á
sama tímabili í fyrra, en þá höfðu í
lok júlí verið gefin út 732 ný leyfi.
Þessar tölur Vinnumálastofnunar
benda til að aðstreymi vinnuafls á
fyrri helmingi ársins hafi verið að
aukast.
Sé hins vegar litið á öll leyfi, bæði
ný og endurnýjuð, er fjöldinn svip-
aður milli ára eða rúmlega 5.000
leyfi.
Á þessu ári hafa margir sem unnið
hafa við framkvæmdir á Austurlandi
horfið til síns heima, en svo er að sjá
að jafnmargir hafi komið í þeirra
stað til starfa hér á landi.
3.117 ný at-
vinnuleyfi
gefin út
TVEIR ökumenn bifhjóla voru flutt-
ir á slysadeild Landspítalans á sjötta
tímanum í gærdag eftir að þeir féllu
af hjólum sínum á Reykjanesbraut.
Að sögn læknis á slysadeild sluppu
þeir mun betur en á horfðist, hlutu
beinbrot og voru útskrifaðir í gær-
kvöldi.
Slysið varð skammt frá Grindavík-
urvegi þar sem ein akrein er í hvora
átt. Fólksbifreið var ekið fram úr
húsbíl en ökumaður gætti ekki nægi-
lega að sér því fjögur bifhjól komu á
móti. Ökumaður bifreiðarinnar hafði
ekki nægilegan tíma til að komast
aftur á rétta akrein og stefndi því í
óefni.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Suðurnesjum misstu tveir
bifhjólamenn stjórn á hjólum sínum
við það að reyna beygja frá og féllu í
jörðina. Hinum tveimur tókst hins
vegar að halda sér á hjólunum, og
forðast árekstur. Ökumennirnir sem
féllu af, karl og kona, voru fluttir
með sjúkrabifreið á slysadeild LS og
hlaut konan m.a. handarbrot.
Bifhjóla-
menn féllu
í jörðina
Ökumaður bifreiðar
gætti ekki að sér
HARALDUR Njálsson, Íslandsmeistari í sjókajakróðri,
sigraði í hinu árlega Hvammsvíkurmaraþoni sem fram
fór í gær. Haraldur reri á þremur klukkutímum og 51
mínútu, en það er brautarmet. Enginn ræðari hefur áð-
ur farið þessa leið á skemmri tíma en fjórum klukku-
tímum sem þykir mikið afrek. Annar í maraþoninu var
Ólafur B. Einarsson og þriðji varð Rúnar Pálmason.
Maraþonið er á milli Hvammsvíkur og Geldinganess
þar sem kajakklúbburinn hefur aðstöðu. Þetta er um 40
kílómetra löng leið. Upphaflega átti róðurinn að fara
fram á laugardag en honum var frestað vegna veðurs.
Áhugi á kajakíþróttinni hefur aukist mikið hér á landi
á undanförnum árum. Einnig hafa kajakleigur hafið
starfsemi víða um land.
Morgunblaðið/Sverrir
Haraldur setti nýtt brautarmet
♦♦♦
VEFSVÆÐIÐ www.mbl.is/mm/
blog/ hefur verið tilnefnt af Íslands
hálfu í vef- og margmiðlunarkeppn-
ina World Summit Award, sem fer
fram á tveggja ára fresti á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Vefsvæðið,
sem í daglegu tali er nefnt Mogga-
bloggið er í eigu útgáfufélagsins Ár-
vakurs og tengist fréttavefnum
mbl.is.
Tilnefningar í átta flokkum
Alls eru verkefni frá hverju landi
tilnefnd í átta flokkum. Moggablogg-
ið er tilnefnt í flokki efnis, sem stuðl-
ar að því að brúa bil milli menningar-
heima, en aðrir flokkar sem tilnefnt
er í eru menntun, menning, vísindi,
opinber stjórnsýsla, heilsa, viðskipti
og afþreying. Á meðal annarra til-
nefninga voru Íslendingabók Ís-
lenskrar erfðagreiningar, í flokki
vísinda, heimasíða Latabæjarverk-
efnisins, í flokki afþreyingar, upplýs-
ingasíða Menningarnætur í flokki
menningar og vefur heilsugæslu-
stöðva höfuðborgarsvæðisins í flokki
heilsu.
Hópur var myndaður til þess að
tilnefna íslensk vefsvæði, en hann
skipuðu þau Sigfús Þ. Sigmundsson
frá forsætisráðuneyti, Hrafnhildur
Tryggvadóttir frá menntamálaráðu-
neyti, Guðmundur Ásmundsson og
Haraldur D. Nelson frá Samtökum
iðnaðarins.
Netið brúar bil milli menningarheima
Bloggið tilnefnt
til verðlauna SÞ
ÓSKAÐ hefur verið eftir tilboðum í
mannvirki sem tilheyrðu olíubirgða-
stöð NATO í Hvalfirði. Um er að
ræða olíutanka, uppskipunar-
bryggju fyrir olíu, svefnskála og
ýmsar aðrar byggingar tengdar
fyrrum rekstri olíustöðvarinnar.
Upphaflega byggði varnarliðið
upp birgðaaðstöðu í Hvalfirði árið
1951 en notkun hennar var hætt árið
1991. Hafa mannvirkin staðið ónotuð
síðan þá en sérsveit Ríkislögreglu-
stjóra hefur notað aðstöðuna til æf-
inga. Tóku íslensk stjórnvöld við
stöðinni þegar varnarliðið fór héðan
af landi brott.
Stærstu mannvirkin eru fjórir nið-
urgrafnir olíutankar en hver þeirra
rúmar um 12.500 tonn af olíu. Var
stöðin varabirgðastöð Varnarliðsins
sem hafði einnig olíubirgðastöð við
Helguvík. Óskað er eftir tilboðum í
stöðina alla ásamt lóð en hún er um
18,6 hektarar að stærð. Guðjón Haf-
liðason, umsjónamaður stöðvarinn-
ar, segist ekki vita til þess að nokkur
aðili hafi lýst yfir áhuga en margs
konar not megi eflaust finna fyrir
mannvirkin. Yfirstíga þurfi svipuð
vandamál varðandi yfirtöku stöðvar-
innar og annarra mannvirkja varn-
arliðsins, t.d. raflagnir.
Óskað eftir tilboðum í
olíubirgðastöð NATO
Til sölu eru olíutankar, uppskipunarbryggja og svefnskálar
Morgunblaðið/ÞÖK
Á brott Eftir brottför varnarliðsins
hafa ýmsar eigur verið seldar