Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 11
ERLENT
Aþenu. AP. | Yfirmenn slökkviliðs-
mála í Grikklandi sögðu í gær að
búið væri að ráða niðurlögum
þriggja stærstu eldanna sem geis-
að hafa í landinu undanfarna
daga. Um 190.000 hektarar, að-
allega skóglendis og landbún-
aðarsvæða, hafa brunnið í eld-
unum og hafa 65 manns látið lífið
vegna þeirra. Síðasta fórnarlambið
var maður á eynni Evia sem lést
af völdum brunasára í gær.
Talið er að um 4.000 manns hafi
misst heimili sín í eldunum þrátt
fyrir umfangsmikið björg-
unarstarf. Stjórnvöld í Aþenu hafa
verið gagnrýnd fyrir sein við-
brögð, m.a. fyrir það að hafa ekki
náð að rýma þorp áður en þau
brunnu. Sums staðar olli erf-
iðleikum að fólk neitaði að yf-
irgefa heimili sín. Björgunarsveitir
vinna nú að því að slökkva minni
elda sem flestir eru á undanhaldi
og er beitt þar tankflugvélum og
þyrlum en hættan af eldunum
virðist að mestu liðin hjá.
Fjöldi erlendra ríkja sendi
Grikkjum aðstoð, bæði mannskap
og tæki. Evrópusambandið íhugar
nú að koma upp sérstöku hraðliði
sem hægt sé að nota þegar ham-
farir eins og skógareldar ríða yfir.
Jose Manuel Barroso, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB í Brussel,
kannaði aðstæður á Pelopsskaga á
laugardag með Costas Karamanlis,
forsætisráðherra Grikklands, og
hét því að Grikkir fengju fjárhags-
aðstoð vegna tjónsins.
AP
Dýrunum bjargað Karlmaður rekur sauðfé frá eldunum í þorpinu Kip-
arissia, um 230 kílómetra suðvestan við höfuðborgina Aþenu, um helgina.
Eldarnir að mestu slökktir
FRAKKAR óttast að Frakkland séu
að missa sessinn sem mesta ferða-
mannaland heims. Bandaríkin og
Spánn hafa nú að sögn breska
blaðsins Observer meiri tekjur af
ferðaþjónustu. En hvað er til ráða?
Yfirmenn ferðamála segja að
Frakkar verði að vera betri gest-
gjafar. „Við verðum að útrýma
hrokafullri ímynd kaupmannsins
sem fleygir skiptimyntinni harka-
lega á borðið,“ segir Claude Origet
du Cluzeau, einn af höfundum
könnunar á ástandinu. „Það er ekki
flókið fyrir kaupmenn að setja upp
skilti með orðinu „bienvenue“ [vel-
komin] eða póstafgreiðslumenn að
sýna það með litlum fánum ef þeir
tala erlend mál.“
Meðal annars er mælt með því að
Frakkar segi „bon jour“ [góðan
dag] þegar þeir hitta útlending,
noti hiklaust ensku ef þeir kunna
eitthvað smávegis í málinu, sýni
þolinmæði gagnvart útlendingum
sem reyni að tala frönsku og – ef
allt annað bresti – brosi.
Reuters
Ferðaþjónusta Geislandi bros geta
oft brætt ísinn í samskiptum fólks.
Frökkum
sagt að brosa
Teheran. AFP. | Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans,
sagði í gær að þjóðin hefði nú náð því mikilvæga tak-
marki að smíða 3.000 skilvindur sem notaðar eru til að
auðga úran. Íranskar fréttastofur hafa eftir Ahmad-
inejad að nýjar skilvindur séu settar upp í hverri viku.
Vesturveldin telja að markmið Írana sé að smíða kjarn-
orkusprengju og hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
krafist þess að auðgun úrans verði hætt í landinu.
Forsetinn réðst ennfremur á þá Írana sem hann sagði
leka kjarnorkuleyndarmálum í útlendinga, þeir vildu að
Íran yrði refsað fyrir að hlíta ekki fyrirmælum SÞ. Hann
nafngreindi þó ekki þá sem sekir væri um slíkt athæfi en
sagði annan þeirra eiga „reglulega fundi með útlendingum“ þar sem hann
segði þeim einnig frá innbyrðis ágreiningi Írana.
Tvær ályktanir um refsiaðgerðir gegn Írönum hafa þegar verið sam-
þykktar í öryggisráðinu vegna kjarnorkutilraunanna.
Segir mikilvægum áfanga náð
Mahmoud
Ahmadinejad
BENEDIKT páfi 16. hefur látið
setja upp sólarrafhlöður á þaki
hallar í Páfagarði og borgar fyrir
skógrækt til að kolefnisjafna rekst-
ur ríkis síns í Rómaborg.
Páfi kolefnisjafnar
KÖNNUN sem gerð var nýlega fyr-
ir danska blaðið Politiken gefur til
kynna að þrír af hverjum fjórum
Dönum vilji að Grænland fái fullt
sjálfstæði.
Styðja sjálfstæði
BÆJARSTJÓRINN í rússnesku
borginni Megíon í Síberíu hefur
bannað embættismönnum að svara
sér með setningum eins og „Ég veit
það ekki“, „Þetta er ekki á mínu
verksviði“ og „Hvað á ég að gera?“
„Ég veit það ekki“
HER Líbanons náði í gær undir sig
palestínsku flóttamannabúðunum
Nahr al-Bared eftir þriggja mánaða
umsátur. Hópur íslamista, Fatah al-
Islam, hafðist við í búðunum.
Íslamistar sigraðir
Rústir Búðirnar eru illa farnar.
MÖRG sænsk og dönsk blöð hafa í
nafni tjáningarfrelsis birt umdeilda
teikningu af hundi með höfuð Mú-
hameðs spámanns. Myndirnar hafa
vakið reiði múslíma víða um heim.
Myndir vekja reiði
ALLS voru 63 handteknir í miklum óeirðum á Norð-
urbrú í Kaupmannahöfn aðfaranótt sunnudags og var
krafist gæsluvarðhalds fjögurra óeirðaseggja í gær.
Rúður voru brotnar í ólátunum, verslanir rændar og
kveikt í ránsfengnum á götum úti, einnig bílum. Lög-
reglan beitti táragasi gegn fólkinu.
Ungmenni úr hópum sem tengdust Ungdomshuset,
sem rifið var í mars, minntust þess að hálft ár var liðið
frá atburðunum en þau heimta annað hús. Ritt Bjer-
regaard borgarstjóri segist ekki hafa heimild til að
kaupa annað hús án þess að borgin hafi umsjón með því
og segir ofbeldi ekki vera réttu leiðina.
AP
Enn óeirðir á Norðurbrú
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BANDARÍKJAMENN náðu um
helgina samkomulagi við Norður-
Kóreumenn um að hinir síðarnefndu
myndu hætta allri smíði kjarnorku-
vopna fyrir árslok. Munu Norður-
Kóreumenn jafnframt gera fulla
grein fyrir kjarnorkuáætlunum sín-
um. Viðræður fóru fram milli fulltrúa
ríkjanna tveggja í Genf í Sviss.
Norður-Kóreumenn fá í staðinn
efnahagslega aðstoð af ýmsu tagi en
efnahagsástandið í landinu er afar
slæmt. Einnig ná þeir fram stjórn-
málalegum markmiðum og fá loforð
um að öryggi ríkisins verði ekki ógn-
að. Munu Bandaríkjamenn m.a. taka
Norður-Kóreu af lista yfir ríki sem
styðja hryðjuverkastarfsemi og
koma á eðlilegum stjórnmála-
tengslum við landið.
N-Kóreumenn sprengdu frum-
stæða kjarnorkusprengju í október
sl. og telja vestrænir sérfræðingar að
þeir eigi sennilega nokkrar sprengj-
ur. En þeir hafa þegar lokað tilrauna-
kjarnakljúf sínum í bænum Yong-
byon og var það gert í samræmi við
ákvæði samnings í febrúar.
Deilan um vopnasmíði kommún-
istastjórnarinnar í N-Kóreu hefur
verið hörð síðustu árin og hefur oft
verið rætt um að Bandaríkjamenn
myndu ef til vill gera árás á landið til
að granda tilraunaverunum. Gangi
samkomulagið eftir er ljóst að menn
munu anda léttar í grannríkjum N-
Kóreu, ekki síst Suður-Kóreu og
Japan. Vopnasmíð og eldflaugatil-
raunir norðanmanna hafa valdið
miklum taugatitringi í Japan og jafn-
vel verið rætt um að eina svar Japans
við þessari nýju ógn væri að koma
sér einnig upp kjarnorkuvopnum.
Eldflaugar N-Kóreumanna geta náð
til skotmarka í Japan.
Gengið frá samkomulaginu
í lok september
Bandaríski samningamaðurinn
Christopher Hill sagði að endanlega
yrði gengið frá samkomulaginu í lok
september. Yrði það gert á fundi full-
trúa þeirra sex ríkja, sem tekið hafa
þátt í viðræðunum um kjarnorku-
áætlun Norður-Kóreu, þ.e. Banda-
ríkjanna, Kína, Rússlands, Japans,
Suður-Kóreu og Norður-Kóreu.
N-Kóreumenn lofa
að hætta vopnasmíði
Ríkið tekið af lista yfir þau sem styðja hryðjuverkamenn
Seoul, Kabúl. AP, AFP. | Gíslarnir 19
frá Suður-Kóreu, sem leystir voru úr
haldi í Afganistan fyrir helgina eftir
42 daga í gæslu talíbana, komu til
heimalands síns í gær og var ákaft
fagnað af ættingjum og vinum.
Stjórnvöld í Seoul hafa verið gagn-
rýnd hart fyrir að semja við fulltrúa
talíbana og einnig fullyrða margir
heimildarmenn að greitt hafi verið
lausnargjald fyrir fólkið. Er bent á
að talíbanar muni nú fá enn meiri
áhuga á taka gísla þar sem það beri
augljóslega árangur.
Gíslarnir voru upphaflega 23. Ta-
líbanar myrtu tvo til að leggja
áherslu á kröfur sínar en um var að
ræða kristið fólk sem sinnti mann-
úðarstörfum í Afganistan. Ekki er
ljóst hve mikið fé var greitt fyrir þá
sem héldu lífi, ef nokkuð, en nefndar
tölur frá einni milljón dollara (um 64
milljónum króna) og upp í 20 millj-
ónir dollara. Einn af talsmönnum ta-
líbana sagði um helgina að pening-
arnir yrðu notaðir til að kaupa vopn
en aðrir talíbanar hafa hins vegar
sagt að ekkert hafi verið borgað.
Ráðamenn í S-Kóreu harðneita
því að hafa greitt talíbönum fé. Að-
eins hafi verið samþykkt að draga
heim um 200 S-Kóreumenn í alþjóð-
lega herliðinu. Stjórn Hamid Karza-
is forseta í Kabúl neitaði staðfastlega
að verða við kröfu talíbana um að
sleppa lausum uppreisnarmönnum
sem nú sitja í fangelsum stjórnvalda.
En þingmaðurinn Shukira Barakzai
segir að talíbanar hafi nú sannað að í
reynd ráði þeir yfir ákveðnum svæð-
um í landinu. Þeir gátu tryggt öryggi
fulltrúa S-Kóreumanna sem hittu ta-
líbana að máli í bænum Ghazni, um
140 km sunnan við Kabúl.
„Í stuttu máli, þessi samningur
tryggir talíbönum lögmæti og at-
hygli og styrkir sjálfsvitund þeirra,“
sagði þingmaðurinn.
Fullyrt að talíbönum hafi
verið greitt lausnargjald
Í HNOTSKURN
»Talíbanarnir, sem þóttustvera venjulegir farþegar,
námu Suður-Kóreumennina,
16 konur og sjö karla, á brott
úr rútu í sunnanverðu landinu
19. júlí. Tveir gíslanna voru
síðar myrtir.
»Park Eun-jo, prestur viðkirkju fólksins í Bunang í
S-Kóreu sagði í gær að sumir
gíslanna hefðu sætt „harka-
legri barsmíð“ af hálfu talíb-
ana fyrir að neita að gerast
múslímar.