Morgunblaðið - 03.09.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.09.2007, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur nú bannað auglýsendum að taka orð gagnrýnanda úr samhengi á þann hátt að villandi sé fyrir þann sem ekki hefur lesið gagnrýnina sjálfa. Þetta þýðir í raun að ekki má lengur taka eina jákvæða setningu, eða jafnvel eitt jákvætt orð, út úr dómi og setja á auglýsingar fyrir listaverk en slíkt hefur lengi tíðkast og er al- gengt örþrifaráð þeirra sem hafa fengið slæma útreið hjá gagnrýn- endum – og árið 2000 gekk Sony Pictures raunar enn lengra og bjó til sinn eigin vefgagnrýnanda, David Manning, til þess að skrifa jákvæða dóma um verstu myndir fyrirtæk- isins. The Guardian spyr nokkra gagn- rýnendur um sína reynslu og það er algeng saga að ef þeir lýsa til dæmis vondri bíómynd sem „technically stunning“ þá sé aðeins orðið „stunn- ing“ eftir á veggspjaldinu og önnur dæmi eru flest svipaðs eðlis. Það vekur sérstaka athygli að aðstand- endur Lord of the Rings gerðu þetta við dóm í The Guardian, en þær myndir fengu jú það lofsamlega dóma almennt að menn höfðu enga ástæðu til þess að grípa til slíkra ör- þrifaráða – sem gæti bent til þess að þessar aðferðir hafi einfaldlega verið orðnar eðlileg vinnubrögð. En þótt gagnrýnendurnir séu margir pirraðir þá hrósa þeir þó um leið margir auglýsingamönnunum, sem þeir segja sýna ólíkt meiri hug- myndaauðgi en listamennirnir sem þeir séu að auglýsa. Orð gagn- rýnenda vernduð Djásnið Gollrir á góðri stund í kvikmyndinni Lord Of The Rings. KVIKMYNDASAFNIÐ hefur sýningar að nýju annað kvöld kl. 20. Á dagskrá safnsins í haust verður minnst nokkurra merkra manna sem féllu frá á árinu. Sýndir verða þríleikir Bergmans og Antonionis en þeir létust báðir sama dag, 30. júlí nú í sumar. Tveggja Ís- lendinga sem létust á árinu verður einnig minnst, Baldvins Halldórssonar leikara og leikstjóra og Péturs Rögnvaldssonar kvikmyndaleikara. Haust- dagskráin hefst með Bergman, og annað kvöld og á laugardag kl. 16 verður sýnd mynd hans Skuggsjá, eða Såsom i ett spegel. Kvikmyndir Kvikmyndasafnið minnist Bergmans Ingmar Bergman Á MORGUN, þegar nákvæm- lega eitt hundrað ár verða liðin frá dánardægri norska tón- skáldsins Edvards Griegs halda þær Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópr- ansöngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari tónleika í Salnum í boði Norska sendiráðsins á Íslandi. Tónleik- arnir hefjast kl. 20. Á efnisskrá eru sönglög eftir Grieg, þar á meðal ljóðaflokk- urinn kunni, Haugtussa op.67 við ljóð Arne Gar- borg. Grieg er eitt ástsælasta ljóðatónskáld Norð- manna. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Tónlist Tónleikar í minningu Edvards Griegs Edvard Grieg SAMTÍMALISTSÝNING- UNNI [Náttúrulega] var hleypt af stokkunum í Nor- ræna húsinu í Færeyjum sum- arið 2007. Árið 2008 á sýningin jafnframt að verða 25 ára af- mælissýning hússins. Í milli- tíðinni leggur hún land undir fót og verður sett upp í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku, Ís- landi og Grænlandi. 17 rót- grónir listamenn eiga verk á sýningunni og hafa gert náttúruna að gagnrýnu viðfangsefni út frá öllum hugsanlegum sjónarhornum. Sýningin er nú í Norræna húsinu og stendur til 16. sept- ember. Fulltrúi Íslands er Anna Líndal. Myndlist Náttúrulega norrænt í Norræna Anna Líndal Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÍSLENSK-bandaríski þýðandinn og ljóðskáldið Christopher Burawa hlaut nýverið styrk sem hljóðar upp á 20.000 dollara, um 1,3 millj- ónir króna, til þess að gefa út ensk- ar þýðingar sínar á þremur ljóða- bókum Jóhanns Hjálmarssonar. „Ég fékk styrk frá National En- dowment For The Arts,“ segir Christopher, en bækurnar sem hann mun gefa út eru Malbikuð hjörtu, Fljúgandi næturlest og Mig hefur dreymt þetta áður. Chri- stopher stefnir að því að gefa allar bækurnar þrjár út í einni bók. „Hún verður líklega um 110 blað- síður og mér finnst það alveg pass- legt fyrir bók. Það verða eitthvað um 90 ljóð í henni.“ Aðspurður segir Christopher vissulega markað fyrir íslenska ljóðlist í Bandaríkjunum enda hafi tvær útgáfur nú þegar lýst yfir áhuga á að gefa bókina út. Frábært skáld Christopher fæddist á Íslandi, en fluttist með fjölskyldu sinni til Ber- múda, Spánar og loks Bandaríkj- anna, þar sem hann hefur búið síð- an. Hann lauk mastersprófi í skapandi skrifum frá Ríkisháskól- anum í Arizona árið 2001 og kom það sama ár til Íslands, en einn af kennurum hans í Arizona hafði hvatt hann til þess að finna íslenskt ljóðskáld sem hann gæti þýtt yfir á ensku. „Ég rakst á ljóðabók Jóhanns, Frá umsvölum, í fornbókaverslun og heillaðist mjög af henni. Ég vissi strax að ég yrði að kynnast skáld- inu betur. Ég fór því í Mál og menningu og fann þar Með sverð gegnum varir,“ segir Christopher, en um er að ræða bók sem inni- heldur úrval ljóða Jóhanns. „Hann er mjög flinkur í súrrealismanum sem ég hef áhuga á þannig að það var mjög gott fyrir mig að byrja á að þýða hann. Ég kom hingað og dvaldi bara í tíu daga til þess að heimsækja fjölskyldu mína hér þannig að ég hafði ekki tíma til að leita mikið. En mér finnst Jóhann annars frábært skáld.“ Aðspurður segir Christopher vissulega geta verið erfitt að þýða ljóð úr íslensku yfir á ensku. „En þar sem ég er ljóðskáld sjálfur þá er þetta töluvert auðveldara. Ég skildi strax hvað hann var að segja í ljóðunum.“ Sigur í samkeppni Síðan þá hefur Christopher þýtt fjölmörg ljóða Jóhanns og hafa þau verið birt víða, meðal annars í hinu virta ljóðatímariti American Poetry Review og í tímaritinu Ars Inter- spres í Svíþjóð. Þá bar úrval ljóða- þýðinga Christophers sigur úr být- um í Toad Press International Chapbook þýðingasamkeppninni og voru þýðingarnar gefnar út undir titlinum Of the Same Mind. Christopher segir að töluverðan tíma taki að gefa bókina sem hann vinnur nú að út í Bandaríkjunum, og því sé ekki von á henni fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Christopher býr í Phoenix í Ari- zona og vinnur hjá Arizona comm- ision on the arts sem sér um að út- hluta opinberum listamannalaunum í ríkinu. Sjálfur hefur hann gefið út ljóðabók, The Small Mystery of Lapses, sem m.a. vann Cleveland State University First Book verð- launin árið 2005. Christopher er staddur hér á landi um þessar mundir, en móðir hans, Áslaug Bu- rawa, býr á Íslandi. Hann heldur af landi brott á fimmtudaginn. Christopher Burawa hlaut styrk til að gefa út ljóð Jóhanns Hjálmarssonar á ensku Íslensk ljóðlist í Ameríku Morgunblaðið/Kristinn Skáldið Jóhann Hjálmarsson gæti fljótt orðið þekktur í Bandaríkjunum. Í ÚRHELLISRIGNINGU lagði u.þ.b. 30 manna hópur af stað frá Austurvelli kl. 17 sl. föstudag. Þessi hópur tók þátt í dansgöngu B. Á sama tíma hélt annar álíka stór hópur af stað í aðrar áttir. Fyrsti áfangsstaður blautra göngumanna var hús Listaháskólans við Sölvhólsgötu. Þar inni, í heldur kaldranalegum sal, flutti Erna Ómarsdóttir verk sitt Talking Tree Event. Þetta er verk í vinnslu, þ.e. ekki endanleg gerð þess. Erna er frábær „per- former“, svo að maður sletti svolítið, túlkun hennar á nútímadans- verkum og líkamleg færni hefur lengi verið þekkt en nú hefur hún þjálfað og þróað röddina upp í svipaðar hæðir. Í þessu verki er það fyrst og fremst röddin sem allt hvílir á. Sögurnar og ljóðin sem Erna segir og syngur eru góðar og halda athygli áhorfenda vel, hún er sjálf þetta talandi tré(sem greini- lega var eplatré) sem er í titli verksins. Verkið lofar mjög góðu en þó mætti aðeins endur- skoða hluta kaflans þar sem piltur nokkur og gítar koma við sögu. Næsti áfangastaður var búðargluggi við Laugaveg þar sem sýnt var nýtt myndverk á tveimur skjám. Höf- undar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir og verkið ber nafnið Karl- í-mynd. Mjög lýsandi nafn því þetta mun vera afrakstur rannsóknar meðal kvenna um það hvernig karlmenn ættu helst að vera. Fjölskrúðugt úrval karla og líkamshluta karla bar fyrir augu, frá Einstein til vöðvatröllsins Atlas. Nið- urstaðan var líklega sú að karlmenn eiga bara að vera hver með sínu sniði. Áfram var haldið og nú lá leiðin að einkaheimili við Grundarstíginn. Heimilisdansar fóru fram í þremur herbergjum lítillar íbúðar. Í stuttu máli var það hin besta skemmtun. Hjá höfundinum, Ólöfu Ingólfsdóttur, er alltaf stutt í húmorinn og dans- ararnir fluttu verkið einstaklega vel. Segja má að þessi tilraun með dans- göngu og flutning dansverka í óvenjulegu umhverfi hafi tekist vel. Dágóð dansganga í dembunni Góð Í dómi segir m.a. að Erna Ómarsdóttir sé frá- bær „performer“ með mikla líkamlega færni. DANS Nútímadanshátíð í Reykjavík 2007 Miðbær Reykjavíkur, föstudaginn 31. ágúst, 2007. Talking Tree Event: Erna Ómarsdóttir Karl-í-mynd: Ástrós Gunnarsdóttir Heimilisdansar: Ólöf Ingólfsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir Ballett Byrjendur (yngst 3ja ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 567 8965 Ballettskóli Sigríðar Ármann Reykjavík, Kópavogi. Meðan Debussy talar Meðan Debussy talar byltast undiröldur dauðans á Boulevard St. Michel Einhver hefur faðmað Signu einhver gefist upp meðan Debussy talar um geisla kveljandi sólar (Fljúgandi næturlest, 1961) While Debussy Spoke While Debussy spoke a spate of death was overturned on the Boulevard St. Michel Someone had embraced the sign of the cross someone gave it all up while Debussy lectured on the sun’s tormenting rays Þýðandinn Christopher Burawa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.