Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 14

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 14
|mánudagur|3. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Með því að nýta sér prútttækni má oft lækka verð á vöru um- fram það sem verðmiðinn segir til. » 16 fjármálin Hættuleg eiturefni hafa fundist í fatnaði og getur lykt gefið vís- bendingu um hvort hann inni- heldur eiturefnin eða ekki. » 16 neytendur Hátækni húsgögn sem gera ráð fyrir hátölurum og tengikví fyr- ir tónhlöður njóta nokkurra vin- sælda í Bandaríkjunum. » 17 tækni Ég var að byrja á fimmtaári núna í dýralækn-anáminu og er á brautsem kallast smá- dýrabraut sem nær yfir hunda og ketti og minni smádýr,“ segir Hall- dóra, en námið er fimm og hálft ár og eftir það útskrifast hún sem dýralæknir. Í skólanum hafði hún heyrt af því frá öðrum nemum að hægt væri að fara nánast út um all- an heim og starfa sem sjálfboðaliði yfir sumarið. „Okkur vinkonunum fannst vera komin tími til að gera eitthvað spennandi. Það er alltaf svolítið af nemum sem fara í svona sjálfboða- vinnu og það stendur bara enda- laust af einhverju spennandi til boða.“ Annar nemandi úr skólanum hafði farið til Tiger Temple árið á undan og þannig var fræinu sáð í huga Halldóru. „Við ákváðum á endanum að taka þátt í götuhundaverkefni og ætluð- um þá annaðhvort til Taílands eða Indlands. Tígrisdýrið Ský Svo eftir jól tilkynnti þessi vin- kona mín, sem ætlaði með mér, að henni þætti nóg að vera í 4-5 vikur en ég vildi vera allt sumarið og því prófaði ég Tiger Temple. Það hent- aði vel því þar var matur og hús- næði og aðstæður sem hentuðu fyr- ir mig eina og þar gat ég verið afganginn af sumrinu,“ segir hún en fyrri hluta sumarsins starfaði hún að áðurnefndu götuhundaverkefni í Bangkok. Það skyldi engan undra að spenn- andi sé að vinna við tígrisdýr. Vinn- an krafðist að sögn Halldóru ekki sérlega mikilla dýralækninga en þó starfaði hún sem aðstoðarmaður dýralæknis þegar þörf krafði og vann meðal annars við bólusetn- ingar á dýrunum. Að öðru leyti fylgdi dýrunum ákveðin rútína. „Maður vaknaði um sexleytið og fór þá og þreif búrin hjá tígrisdýr- unum og þar sem ég var sjálf- boðaliði í það stuttan tíma þá fékk ég eitt tígrisdýr til að kynnast og treysta. Í mínu tilfelli var það tígrisdýrið Mek, sem þýðir Ský á taílensku. Hann er tæplega tveggja ára og er blanda af indó-kínversku og bengal tígrisdýri. Eftir morgunþrifin á búrinu gekk ég með hann upp í klaustrið því þar borðuðum við morgunmat saman og hann fór bara með og var þar á meðan við borð- uðum. Í klaustrinu borðar allt starfsfólkið, sjálfboðaliðar og munk- ar og svo þeir sem að koma í klaustrið til að biðja.“ Þrír mánuðir urðu að 30 árum Klaustrið er afskaplega vel sótt í dag enda hefur verið gerður fjöldi sjónvarpsþátta um það og hefur það orðið til þess að aðsóknin hefur auk- ist til muna. Á góðum degi geta komið um 600 gestir og segir Hall- dóra að meira að segja hafi Íslend- ingar komið og heimsótt klaustrið á meðan hún vann þar. Phra Acharn, stofnandi klaust- ursins, á sér merka sögu. Hann var við nám í Bretlandi en flutti svo til Taílands og þar greindist hann með hvítblæði. Læknarnir gáfu honum þrjá mánuði til að lifa og Phra Ach- arn hugsaði með sér hvernig hann gæti sem best varið þessum síðustu mánuðum og úr varð að hann gerð- ist munkur, nokkuð sem hann hafði aldrei hugleitt áður. Það er skemmst að segja frá því að þrír mánuðir urðu að þremur árum og svo að 30 árum. Sporðdrekar og skólaus munkur Árið 1999 kom svo fyrsta tígris- dýrið í klaustrið sem heitir Wat Pa Luangta Bua Yannasampanno For- est Monastery. Fyrsti gesturinn var ungur tígur sem hafði misst móður sína og til stóð að stoppa litla tíg- urinn upp. Sá sem það átti að gera hætti hins vegar við þegar að tíg- urinn drapst ekki af formalínsp- rautu. Tígurinn litli lifði þó ekki nema stuttan tíma, en fólk frétti að tekið hefði verið á móti honum í klaustrinu og fyrr en varði komu fleiri með veik og munaðarlaus ung tígrisdýr til klaustursins. Halldóra segir eina dæmisögu sem líklega er lýsandi fyrir and- rúmsloftið sem munkarnir skapa í klaustrinu. „Það var þannig að ég var í bandasandölum einn daginn og það slitnuðu böndin á skónum og þar sem ég var að reyna að laga þá kom einn munkanna til mín og gaf mér sína skó. Hann gekk síðan sjálfur berfættur heim,“ segir Halldóra sem hefur margs að minnast frá klausturdvölinni. Kynni af skordýr- um eru þeirra á meðal, en eitt sinn þegar hún var að fara að sofa sá hún sporðdreka á vegg í herberginu sínu. Hún ákvað að reyna að veiða hann á pappaspjald svo hún gæti hent honum út, en var hins vegar svo skjálfhent að hún gat það ekki. Hún gerði sér því lítið fyrir, náði í kúst og sópaði honum út – en þó að- eins til þess eins að finna annan sporðdreka á vegg fyrir utan her- bergið sitt daginn eftir. Fyrir 4 árum fæddist fyrsti tígrisunginn í klaustrinu og hefur klaustrið nú komið sér upp rækt- unaráætlun og komið 10 dýrum á legg. Í dag er svo verið að end- urbyggja svæðið þannig að dýrin þurfi ekki að vera í búrum á næt- urnar, en markmiðið er að í fram- tíðinni verði hægt að sleppa ungum tígrum lausum út í náttúruna að nýju þó að þeir gömlu geti ekki lengur spjarað sig einir síns liðs. ingvarorn@mbl.is Rólegheit Halldóra Hrund við stærðarinnar tígur en hún er að læra dýralækningar í Kaupmannahöfn. Kraftaverkamaður Halldóra segir sögu Phra Acharn, ábóta klaustursins Wat Pa Luangta Bua Yannasampanno Forest Monastery, merkilega. Í sjálfboðavinnu við Tígrahofið í Taílandi Árið 1994 var búddamunkurinn Phra Acharn beðinn um það af lærimeistara sínum að opna klaustur og dýraathvarf. Halldóra Hrund Guðmundsdóttir, sem stundar nám við dýralækningar í Kaupmannahöfn, tók að sér sjálfboðavinnu við klaustrið í hálft sumar. Ingvar Örn Ingvarsson tók hana tali og forvitnaðist um dvölina. Ljósmynd/ Halldóra Sætir Litlu tígrarnir eru líklega þeir af þessum kattardýrum sem heilla hvað flesta, enda er ungviðið gáskafullt og jafnan til í leik. Sæl Halldóra sæl og glöð með ung- an tígur í klaustrinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.