Morgunblaðið - 03.09.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 03.09.2007, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hlýtur að vera. Allir segja það. Eða hvað...? Lengi hefur verið rætt um Ís- lendinga sem ríka þjóð og hafa margir hiklaust skipað þeim á bekk meðal auðugustu þjóða ver- aldar miðað við höfðatölu. Og þessari fullyrðingu hefur hver fjármálaspekingurinn á fætur öðr- um haldið á lofti eins og heilögum sannleika með þeim árangri að flestir álíta að Íslendingar séu rík- ir. Nú mætti spyrja: Er þetta satt? – Er þjóðin rík? – Áður en svars er leitað við þeirri spurningu skal hér varpað fram annarri: Skiptir nokkru máli hvort fullyrð- ingin er rétt eða röng? Mitt svar er þetta: Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velferð þjóð- arinnar, hvort ríkidæmi okkar fær staðist eða ekki. Nú hefur þjóðin á tilfinningunni að hún sé rík og í þeirri trú lifir hún hratt og eyðir meiru en hún aflar, sem er alvar- legt mál og mörgu eyðir hún al- gjörlega að þarflausu án þess að hafa áhyggjur af greiðslu skulda sinna. Hins vegar væri annað uppi á teningnum ef íslenska þjóðin kæmist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki rík og þau miklu auð- æfi sem státað er af daga og næt- ur séu bara hugarburður og ímyndun sem ekki fær staðist. Ef sú væri raunin með efnahag okkar og þjóðin gerði sér það ljóst þá tæki hún upp annan lífsstíl en hún hefur tileinkað sér síðustu áratugina. Þá myndi hún hægja á lífsgæðakapphlaup- inu og ekki eyða í stórum stíl umfram þarfir sínar til þess að tryggja fjárhagslega framtíð sína og sjálf- stæði. Þegar ríkidæmi þjóðar er kannað þá er ekki nóg að skoða eignirnar. Það þarf líka að athuga skuldir hennar. Það er þá fyrst þegar þær hafa verið reiknaðar til frádráttar, sem hrein eign kemur í ljós. Ís- lendingar eiga miklar eignir, því verður ekki neitað, en stór partur þeirra eru hlutabréf sem geta orð- ið að verðlitlum pappírum á einni nóttu. Hlutabréf eru því ótrygg eign. Og því miður er skuldastaða okkar afar slæm. Hún er svo hrikaleg að við erum í hópi skuld- ugustu þjóða veraldar. Takið eftir: Íslendingar eru ein af skuldugustu þjóðum heimsins. Það fer því fjarri að hægt sé að líta á okkur sem ríka þjóð. En hins vegar höfum við hagað okkur eins og við værum rík, sóað fjármunum og eytt um efni fram með tilheyr- andi skuldasöfnun. Kemur þetta glöggt í ljós þegar litið er til viðskipta okkar við útlönd. Hallinn á ut- anríkisviðskiptum okkar er ótrúlega mikill og viðvarandi. Og það sem meira er, – hallinn vex stöðugt og hvað mest í góð- ærum! (Hvenær ætl- um við að grynna á skuldunum ef við ger- um það ekki í góðærum?) Síðustu misseri lætur nærri að þegar við kaupum vörur fyrir 30 milljarða þá greiðum við með 20 milljörðum. Og þannig höfum við lengi komist upp með það, að greiða aðeins 2/3 gróft reiknað af þeirri vöru og þjónustu sem við kaupum frá öðr- um löndum. Engin breyting hefur orðið á þessu háttalagi. Inn- kaupagræðgi okkar virðist óstöðv- andi. Það er hún sem kemur í veg fyrir að Íslendingar geti talist rík þjóð, og það er vegna hennar sem skuldir okkar fara sívaxandi og eru nú taldar í hundruðum milj- arða og það á rómuðum velmeg- unartímum. Ef hugsað er til kreppuáranna 1930- 1940, þegar þjóðin herti sultarólina og skilaði okkur skuldlitlum út úr heims- kreppunni miklu, mættum við sannarlega skammast okkar fyrir óráðsíuna og andvaraleysið. Það væri gaman að lifa þá tíð að Íslendingar væru í raun og veru orðnir ríkir og aflögufærir, og að því marki ættum við að stefna, til þess m.a. að hafa eitthvað til að gefa. Það er fráleit hugmynd að Íslendingar séu nú í nokkrum fær- um til að styrkja frumstæðar þjóð- ir með miklum fjárframlögum eins og á stendur. Meðan Íslendingar skulda jafn mikið og þeir gera nú, eiga þeir því miður ekkert til að gefa. Sé samt sem áður slegið lán Eru Íslendingar ríkir? Torfi Guðbrandsson skrifar um samfélagsmál Torfi Guðbrandsson Í MJÖG góðri grein Jakobs Bjarnars Grétarssonar í Morg- unblaðinu um mat á vatnsrétt- indum vegna Kárahnjúkavirkj- unar vitnar hann í þau ummæli mín á síðu minni að landeigendur hefðu verið hafðir að ginningarfíflum og fölva hefði slegið á dollaraglampann í augum þeirra. Jakob Bjarnar segir: „Þarna gætir skelfilegs mis- skilnings og/eða út- úrsnúninga hjá grein- arhöfundi. Landeigendur voru ekki hafðir að ginn- ingarfíflum því þeir voru einfaldlega ekki spurðir …“ „… Ómar og umhverfisvernd- arsinnarnir mættu í baráttu sinni velta því fyrir sér hvort það sé málstað þeirra til framdráttar að orka Jöklu sé metin á tombólu- virði.“ Nú neyðist ég til að snúa orðum Jakobs um misskilninginn upp á hann sjálfan. Í grein minni lagði ég hvergi mat á virði vatns- réttindanna heldur var tilgangur minn að sýna fram á tvöfeldnina sem beitt er við að koma virkj- uninni á koppinn. Ég er raunar innilega sammála Jakobi um það að mat á virði vatnsréttinda sé fá- ránlega lágt og þungamiðjan í málflutningi mínum hefur verið sá að stærsti hluti þess hneykslis, sem Kárahnjúkavirkjun er, sé sá að virði gríðarlegra nátt- úruverðmæta sé einskis metið. Þetta hefur verið þungamiðjan í málflutningi mínum. Grein mín fjallaði eingöngu um þá aðferð Landsvirkjunar að finna lykilaðila sem hægt er að veifa framan í skjótfengn- um gróða til að fá þá til fylgis við fyrirætl- anir sínar. Það er hægt að gera slíkt án þess að það sé gert á formlegan hátt og ég fjallaði um það hvern- ig fyrst var veifað framan í alla glans- mynd af framkvæmd- inni en síðan sýndi ég í grein minni með gögnum frá Lands- virkjun sjálfri hvern- ig blaðinu var snúið við þegar það var óhætt og landeigendum gerð grein fyrir stórfelldum ókostum þessarar herfilegu framkvæmdar um leið og kröfur þeirra komu fram. Jakob Bjarnar segir að landeigendur hafi aldrei verið spurðir. Þess þurfti ekki, Jakob, – ég ræddi strax fyrir níu árum nógu oft og lengi við ýmsa land- eigendur eystra til að heyra í mörgum þeirra eggjahljóðið vegna þeirra væntinga sem þeir höfðu til greiðslna fyrir vatnsréttindi og fleira. Þeir töldu sig vita fyrir víst að Halldór Ásgrímsson og félagar myndu sjá um sína. Veifað var framan í þá vegabótum á Jök- uldal, uppgræðslu, bættu aðgengi og símasambandi á Kára- hnjúkasvæðinu og ýmsu fleira sem eru smámolar á því gnægta- borði aðgengis að sjóðum lands- manna og ríkisábyrgðar sem þessi dæmalausa framkvæmd byggist á. Auðvitað var það mikilvægt fyrir Landsvirkjun að efla velvilja land- eigenda fyrirfram til þess að koma í veg fyrir að neitt gerðist í líkingu við andóf Mývetninga í Laxárdeilunni 1970. Þessi aðferð hefur dugað vel áður, – svo sem smalakofar, uppgræðsla og vega- bætur á afréttum vegna Blöndu- virkjunar. Og nú veifar Lands- virkjun loforðum um gsm-samband og vegabætur á virkjanasvæði Neðri-Þjórsár. Þungamiðjan í tilvitnaðri grein minni var eftirfarandi tilvitnun í lýsingu lögfræðings Landsvirkj- unar á Kárahnjúkavirkjun til að Jakob Bjarnar og misskilningurinn Ómar Ragnarsson svarar grein Jakobs Bjarnars Grétarssonar »Ég er innilega sam-mála Jakobi Bjarnari um að einn stærsti hluti Kára- hnjúkahneykslisins sé að verðmætin, sem fórn- að er, eru einskis eða lít- ils metin. Ómar Ragnarsson ÞAÐ var sorgardagur í sögu Mos- fellsbæjar á miðvikudag þegar deili- skipulag tengibrautar úr Helgafells- landi um Álafosskvos var samþykkt af fulltrúum meirihlutans og Fram- sóknarflokksins á fundi bæjarstjórnar. Gallar skipulagsins eru ótvíræðir. Það mun kollvarpa bæj- armyndinni og ræna Mosfellsbæ sínum dýr- mætustu sérkennum sem eru þorpsstemn- ing á gömlum merg á bökkum Varmár í Ála- fosskvos og nátt- úrufegurð sem laðað hefur að framúrskar- andi listamenn og ferðalanga víðsvegar að, ekki bara und- anfarin ár heldur ár- hundruð. Fórnin sem bæjarstjórnarmeiri- hlutinn færði á mið- vikudag er dýru verði keypt og vandséð af hverju tengibrautinni var ekki valinn ásætt- anlegri staður sem þó blasir við í útjaðri byggðar undir Helga- felli. Frá fyrstu tíð hefur bæjarstjórn- armeirihlutinn fjallað um skipulagið sem náttúrulögmál sem ekki megi hnika frá hvað svo sem tautar og raular. Varmársamtökin líta málið öðrum augum og hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að vanda umfram allt val á akstursleið að hverfinu. Deiliskipulagið er afrakstur vinnubragða sem fyrir löngu eru tal- in úrelt annars staðar á Norð- urlöndum. Heildarsýn skortir og eins og fram kom á fundinum, í kjöl- far fyrirspurnar Hönnu Bjartmars, er enn ekki ljóst hvernig leysa á þann alvarlega vanda sem deiliskipu- lagið hefur í för með sér fyrir íþrótta- og skólasvæði við Varmá og skipulag miðbæjar Mosfellsbæjar. Varmársamtökin hafa frá upphafi gagnrýnt bútasauminn sem einkenn- ir skipulagsvinnu á vegum bæjaryf- irvalda. Samtökin hafa einnig gert alvarlegar athugasemdir við kynn- ingu á deiliskipulaginu. Látið var nægja að kynna að hluta hönnun tengibrautarinnar en kynning á áhrifum framkvæmdanna á útivist- arsvæði bæjarbúa við Varmá, at- vinnustarfsemi og framtíðarupp- byggingu í Álafosskvos var látin lönd og leið. Framganga bæjaryfirvalda hefur verið með afbrigðum ólýðræðisleg en það finnst þeim augljóslega ekki sjálfum. Á fundinum kepptist bæj- arstjórnarmeirihlutinn við að mæra sjálfan sig fyrir hið gagnstæða. Gekk það svo langt að áheyrendur gátu ekki betur skilið en að skipulagið væri afrakstur fróðlegrar samvinnu við Varmársamtökin. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar gerðu tilraun til að leiðrétta hina nýstárlegu sagn- fræði sem varð til þess að fulltrúar meirihlut- ans hófu stórskotahríð sem endaði með tilfinn- ingalegu uppþoti for- seta bæjarstjórnar sem taldi sig eiga harma að hefna gagnvart samtök- unum. Skýring undirrit- aðrar á tilfinninga- rótinu er sú að sannleik- anum er hver sárreiðastur. Karl Tóm- asson sem er fulltrúi Vinstri grænna í bæj- arstjórn Mosfellsbæjar hefur legið undir ámæli fyrir að svíkja þá stefnu sem hann boðaði fyrir síðustu sveitarstjórn- arkosningar. Bregst hann við pólitískri gagnrýni sem árásum á sína persónu. Sem fulltrúi stjórnmálaflokks í meiri- hlutasamstarfi hljóta einu umhverf- isverndarsamtök bæjarins hins veg- ar að eiga rétt á skýringu á þessum viðsnúningi. Í okkar huga er um að ræða fulltrúa flokks sem skilgreinir sig sem umhverfisverndarflokk. Það liggur í hlutarins eðli að umhverf- isverndarsamtök gagnrýna um- hverfisverndarflokk sem bregst kjósendum sínum með svo af- drifaríkum hætti. Karl Tómasson boðaði endalok Varmársamtakanna á fundi bæj- arstjórnar á miðvikudag. Við mælum hins vegar með því að forsetinn reyni að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Vinstri grænir hafa ekki svo mikið sem lyft litla putta í þágu um- hverfisverndarmála í sveitarfélaginu undanfarið eitt og hálft ár. Hvað yrði og hvað hefði orðið ef Varmárs- amtökin hefðu ekki staðið vaktina? Öllum er hollt að líta í eigin barm og athuga sinn gang. Það munum við hjá Varmársamtökunum gera og hvetjum við forsetann og hollvini hans eindregið til að gera slíkt hið sama. Það væri ekki bara þeim sjálf- um fyrir bestu heldur líka öllum náttúruunnandi íbúum í Mosfellsbæ til heilla. Skemmdarverk unnið á bæjarmynd Mosfellsbæjar Sigrún Pálsdóttir skrifar um deiliskipulag Helgafellsbrautar Sigrún Pálsdóttir »Deiliskipu-lagið er af- rakstur vinnu- bragða sem fyrir löngu eru talin úrelt ann- ars staðar á Norðurlöndum. Höfundur er stjórnarmaður í Varmársamtökunum. NÝ OG glæsileg íþróttamann- virki knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík hafa verið reist á Hlíðarenda, hinu forna höfuðbóli Valsmanna. Þau voru vígð að viðstöddu fjölmenni við hátíðlega athöfn laugardaginn 25. ágúst sl. og er sannarlega ástæða til að óska Valsmönnum til hamingju með þennan merka áfanga. Nýtt og glæsilegt íþróttahús hefur verið tekið í notkun með tilheyr- andi aðstöðu, en við hana er fest áhorfendastúka við hlið nýs grasvallar fyrir knattspyrnu sem búinn er ýmsum nýjungum. Knatthús mun innan skamms rísa á svæðinu og verður það þá búið fyrirmyndaraðstöðu fyrir knattiðkendur. Í íþróttahúsinu eru sæti fyrir vel á annað þús- und manns og stúka knatt- spyrnuvallarins tekur álíka fjölda í sæti. Það var í tíð Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra sem lagður var grunnur að þess- um framkvæmdum sem munu í framtíðinni veita Valsmönnum aðstöðu til nýrra afreka, en Vals- menn hafa sjálfir fjármagnað stóran hluta framkvæmdanna. Þótt það sé aldrei auðvelt fyrir önnur lið að sækja Valsmenn heim verður það án efa tilhlökk- unarefni fyrir marga að fá að keppa á hinum glæsilegu völlum Vals. Til hamingju, Valsmenn! Stefán Jóhann Stefánsson Til hamingju, Valsmenn! Höfundur er fulltrúi Samfylking- arinnar í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. MORGUNBLAÐIÐ er með í notk- un móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna of- arlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.