Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 27
Krossgáta
Lárétt | 1 vitur, 4 fær,
7 ljósgjafa, 8 nam, 9 álít,
11 rifa, 13 svalt, 14 tryllt-
ur, 15 maður, 17 sundum,
20 óhljóð, 22 verkfærið,
23 erfið, 24 hæsi, 25 tíu.
Lóðrétt | 1 buxur, 2 kind-
ar, 3 hæverska, 4 stór-
hýsi, 5 gamla, 6 byggt,
10 gufa, 12 illmenni,
13 knæpa, 15 lítil tunna,
16 auðugum, 18 fim,
19 venslamaður, 20 hina,
21 karldýr.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fjandskap, 8 ríður, 9 dugga, 10 and, 11 afræð,
13 innst, 15 sogar, 18 anker, 21 ónn, 22 keyrt, 23 gands,
24 fiðringur.
Lóðrétt: 2 jaðar, 3 nýrað, 4 suddi, 5 augun, 6 örva, 7 falt,
12 æða, 14 nón, 15 sekk, 16 geymi, 17 rótar, 18 angan,
19 kunnu, 20 rósa.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hleyptu dýrinu í þér út. Þú mátt
alveg vera brjálaður, frekur og hávaða-
samur. Ekki hafa áhyggjur af nágrönn-
unum, þeir eru bara að pæla í sjálfum sér.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það eru alltaf gleðifréttir þegar
stjörnuspáin segir þér að fara að versla
föt! Íhugaðu orð Mark Twain: „Fötin
skapa manninn. Nakið fólk hefur lítil eða
engin áhrif í samfélaginu.“
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Vertu „opinn fyrir öllu“ þegar þú
tekur mikilvæga ákvörðun. Með því hug-
arfari gætirðu komist nær sannleikanum,
en með því að nota rannsóknaraðferðir.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Ýttu feimni og hversdagslegu hjali
til hliðar til að komast að einhverju spenn-
andi. Það þarf bara einlæga forvitni til að
fá mikið gáfumenni til að segja þér allt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Eini möguleikinn til að halda geð-
heilsunni þessa dagana á heimilinu er að
hlæja. Ekki hlæja að fólki, bara með því.
Húmor treður ekki á neinum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Nú er hvorki staður né stund til að
vera tilfinningalega lokaður. Gefðu eld-
móðinum lausan tauminn. Hoppaðu af
gleði – jörðin tekur á móti þér.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú tekur álagið af sambandinu með
því að láta ekki litla galla fara í taugarnar
á þér og fyrirgefa þá stóru. Miskunnin
blessar gefanda og þiggjanda.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er klisja að viskan hrjóti
af vörum barna eða einhvers í tötralegri
kápu. En oft verða klisjur klisjur af því að
þær eru sannar, og það er tilfellið í dag.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Í dag kemur upp þetta raf-
magnaða og fljótandi augnablik þegar þú
skyndilega veist allt sem þú þarft að vita.
Og svo verðurðu aftur sami sakleysinginn.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þroski þinn er augljós nú þegar
hugsanir þínar eru gjörsamlega ólíkar
hugsunum þínum fyrir ári. Eitthvað sem
þér fannst þá frumlegt, er mjög venjulegt.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ævintýraandinn lofar engu ör-
yggi. Ef svo væri, væri ekkert ævintýri.
Ef þú ferð í sjóferð að uppgötva ný lönd
muntu missa sjónir af ströndinni.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Vissar upplifanir henta þér svo
fullkomlega að þær gætu ekki verið ætl-
aðar öðrum. En passaðu þig á beitu
ánægjunnar – hún er föst við öngul.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6
8. c3 O-O 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11.
Rbd2 Bf8 12. a4 Ra5 13. Bc2 b4 14.
Bd3 bxc3 15. bxc3 d5 16. Dc2 dxe4
17. Rxe4 Rxe4 18. Hxe4 g6 19. Bg5
Dd6 20. dxe5 De6 21. Rd4 Dd5 22.
Bf6 c5 23. c4 Rxc4 24. Rf3 Ra5 25.
Hh4 Bg7 26. Be4 Dd7 27. Bxg7
Bxe4
Staðan kom upp á sterku lokuðu
alþjóðlegu móti sem lauk fyrir
skömmu í Montreal í Kanada. Ísr-
aelski stórmeistarinn Emil Sutovsky
(2656) hafði hvítt gegn Kamil Miton
(2648). 28. Dc1! Bxf3 29. Dh6 f5 30.
Dxh7+ Kf7 31. gxf3 Hg8 32. Bf8+
og svartur gafst upp enda er liðstap
óumflýjanlegt.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Að trompa eða ekki
Norður
♠ÁK854
♥42
♦G1095
♣ÁG
Vestur Austur
♠9632 ♠107
♥87 ♥Á10
♦ÁKD74 ♦-
♣84 ♣KD10976532
Suður
♠DG
♥KDG9653
♦8632
♣-
Suður spilar 5♥.
Áhorfendur sem fylgdust með þessu
spili í sterku tvímenningsmóti í Banda-
ríkjunum nýlega klóruðu sér sumir í
hausnum. Við mörg borð opnaði norður
á 1♠, austur stökk í 5♣ og suður lauk
sögnum með 5♥.
Það virðist ekki flókið að hnekkja
þessum samningi því vestur getur tekið
þrjá fyrstu slagina á tígul. En víða spil-
aði vestur út ♦K í samræmi við reglu,
sem keppnisspilarar nota almennt, að
kóngur út gegn litasamningi á 5. eða 6.
sagnstigi biður um talningu. Þetta getur
verið nytsamlegt vilji varnarmaður vita
hvort hann geti tekið tvo eða fleiri slagi
á viðkomandi lit eða hvort hann eigi að
skipta í annan lit.
Þetta er allt gott og blessað en hvað ef
félagi á ekkert spil í litnum? Í þessu spili
veit austur ekki hvar tígulásinn er og sé
hann í suður kemur vel til greina að
trompa og spila laufi í þeirri von að vest-
ur geti trompað.Þetta gerðist við nokk-
ur borð. En afleiðingin varð sú að vestur
þvingaðist í spaða og tígli og 5♥ unnust.
BRIDS
Guðmundur Hermannsson | ritstjorn@mbl.is
1 Íslensk hljómsveit mun leika eigin tónlist undirballetverki í Ástralíu í október. Hver?
2 Fyrsti kvenforseti lagadeildar Háskóla Íslands varvalinn í síðustu viku. Hvað heitir hún?
3 Fyrirtæki á ferðaþjónustu sagði upp á sjöunda tugstarfsmanna. Hvaða fyrirtæki?
4 Ákveðið hefur verið að stækka golfvöll á höfuð-borgarsvæinu í 27 holur. Hvaða völl?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Hvalatalningar í
sumar leiddu í ljós
fækkun á hrefnu við
landið. Hver stjórnar
verkefninu? Svar:
Gísli Víkingsson. 2.
Bátakuml fannst við
fornleifauppgröft í
vikunni. Hvar er graf-
ið? Svar: Að Litlu-
Núpum í Aðaldal. 3.
Verk íslensks mynd-
listarmanns mun
prýða nýja Háskólatorgið. Hvað heitir hann? Svar: Finnur Arnar
Arnarson. 4. Framherji FH skoraði þrjú mörk í deildarleik gegn KR-
ingum. Hvað heitir hann? Svar: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
BRAUTSKRÁNING kennslufræði-
og lýðheilsudeildar HR fór fram
laugardaginn 25. ágúst síðastliðinn
og voru rúmlega 100 aðstandendur
útskriftarnemanna viðstaddir hátíð-
lega athöfn. Þetta er í fyrsta sinn
sem kennslufræði- og lýðheilsudeild
HR útskrifar nemendur með meist-
arapróf en alls voru 32 nemendur
brautskráðir frá skólanum í dag með
fjórar mismundandi gráður og
skiptast sem hér segir:
15 nemendur með meistarapróf í
lýðheilsufræðum, 3 nemendur í lýð-
heilsu- og kennslufræðum, 13 nem-
endur í stærðfræði og kennslufræð-
um, 1 nemandi með diploma í
kennslufræðum.
Við upphaf athafnarinnar ávarp-
aði Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti
kennslufræði- og lýðheilsudeildar,
nemendur og einnig dr. Svafa Grön-
feldt, rektor Háskólans í Reykjavík.
Hátíðarávarp athafnarinnar flutti
dr. John P. Allegrante, staðgengill
deildarforseta kennslufræði- og lýð-
heilsudeildar næsta skólaár.
Meginmarkmið kennslufræði- og
lýðheilsudeildar er að standa fram-
arlega á alþjóðavettvangi í rann-
sóknum og kennslu, að kennslan í
deildinni nærist á rannsóknarvirkni
kennara og síðast en ekki síst að
hafa áhrif á menntun og heilsu þjóð-
arinnar. Náminu í deildinni er ætlað
að höfða bæði til þeirra sem vilja afla
sér kennsluréttinda og vinna innan
skólakerfisins og til þeirra sem vilja
vinna að velferð einstaklinga í sam-
félaginu, svo sem í félags- og heil-
brigðisþjónustu.
Brautskráning við kennslufræði- og lýðheilsudeild HR