Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 28

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 28
Þeir máttu slá mig í höfuðið og toga í hár- ið á mér, bara ekki fara í brjóstin … 31 » reykjavíkreykjavík Dægurflugur hafa stundum ham-skipti og breytast í barflugur ogsvo var í tilfelli margra blaða-manna á fimmtudagseftirmiðdag- inn þegar nýja tímaritið Herðubreið bauð til teitis á Ölstofunni; lastabæli allra sómakærra blaðamanna og reyndar annarra skríbenta. Merkilega lítið var hins vegar um blaðakonur en Hulda Dóra Styrmisdóttir hélt þó uppi merki þeirra. Pistlahöfundurinn og pólitík- usinn Guðmundur Steingrímsson og 101 rit- höfundurinn Hallgrímur Helgason vættu kverkarnar og líka frambjóðandinn Róbert Marshall, sem skrifar einmitt reynslusögu af framboði sínu í blaðið. Ritstjóri Herðubreið- ar, Karl Th. Birgisson, hélt stutta og snagg- aralega ræðu en á meðan sat fluga í góðum félagsskap úti í reykingaplássinu undir sterk- um hitalampa sem bætti roða í kinnar í kapp við rauðvínið. Dáðasti kvikmyndaleikstjóri þjóðarinnar, Friðrik Þór Friðriksson, var mættur og heilsaði hann m.a. upp á vin sinn Árna Þórarinsson rithöfund, sem var flott- astur karlmannanna á svæðinu; í síðum, svörtum frakka og með dökk sólgleraugu. Hinir voru nær allir í sjúskuðum jökkum úr riffluðu flaueli, sem þeir virðast fastir í; eins konar einkennisbúningi karlkyns íslenskra blaðasnápa. En – strákar: Þetta er orðið ansi þreytt ,,lúkk“. Nú, leikarinn og grínistinn Davíð Þór Jónsson kíkti líka við. Eins og kunnugt er eru eigendur Ölstofunnar ekki hressir með reykingabannið sem var nefni- lega til umræðu hjá mörgum þetta kvöld, undir reykskýinu eins og alltaf. Þó mátti rétt grilla í rithöfundana Einar Kárason og Guð- mund Andra Thorsson, en sá síðarnefndi heyrðist segja, með slatta af satíru í röddinni: ,,Ég drekk til að reykja.“ Hum. Ég varð bara þrettán aftur. Konur nota sérstaka tóntegund þegar þær spyrja hver aðra um skálastærð brjóstahald- ara. Stærðin skiptir greinilega miklu máli. Það heyrðist á Thorvaldsen þegar leið á laug- ardagskvöldið og ,,nýupp-blásin“ vinkona hallaði sér að flugustelpu, með samsærissvip og svört gáfumannagleraugu: ,,Hvað segirðu? Notar þú bara B-skálar í brjóstahöldum?“ Tónninn lyktaði ögn af hvítvínsblandinni hæðni og uppgerðarvorkunnsemi. ,,Ég er sko í DD.“ (Meinti alvöru kona – jafnvel kyn- bomba). En það er nú einu sinni svo að ef stóru DD- eða E-skálarbrjóstin eru ekki blás- in út af silíkoni fylgir þeim gjarnan vegleg velmegunarvömb og lærapokar í stíl. Umfang þeirra er víst ekki mælt með stolti í stærðum. Leit að sjálfsögðu við í villtri gítarveislu Björns Thoroddsen á NASA á föstudags- kvöldið og er enn í vímu. ,,Excuse me while I touch the sky …“ | flugan@mbl.is Agnes Björk Elfar, Eva Bergmann og Ragnheiður Bjarnadóttir. Freyja Gylfadóttir og Gréta S. Guðjónsdóttir. Stefanía Valgeirsdóttir og Eva Karen Tyrfingsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Heiðveig Þráinsdóttir, Lillý Aletta Jóhannsdóttir, Alexander Júl- íusson og Ásta Jóna Jónsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Sara María Eyþórsdóttir og Hulda Helgadóttir. Hrefna Hagalín og Salvör Thorlacius. Ósk Gunnlaugsdóttir, Þórdís Elva Þorvalds- dóttir Bachmann og Einar Sævarsson. Þóra Sævarsdóttir, Sóley Kristjánsdóttir og Haraldur Már Unnarsson. Mundi, Morri og Ragnar Fjalar Lárusson.Sveinn Einarsson og Herdís Þorvaldsdóttir. … Blog-beibin og brjóstastærðir … » Ísmót 2007, Íslandsmót hinna ýmsu iðngreina,fór fram í Laugardalshöll. » Smirnoff-partí var haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. »Norah Jones hélt tón-leika í Laugardalshöll. Morgunblaðið/Eggert Freyr Bjarnason og Kristín Jóhannsdóttir.Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magn- ússon. Flugan … Af barflugum, dægurflugum og öðrum kvikindum … Margrét Baldursdóttir og Þórólfur Árnason. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Stein- grímsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. » Gjörningaklúbburinn opnaði í Hafnarhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.