Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR flugfelag.is Fundarfriður SNÆFELLSJÖKULL DRANGJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Markvissir fundir í friði og ró Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SKÓLASTJÓRAR Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla fagna því mjög að ákveðið hefur verið að reisa nýjan sérskóla fyrir þroskahömluð og fjöl- fötluð börn í Suður-Mjódd sem mun leysa skóla þeirra beggja af hólmi. Þetta hafi raunar verið löngu tíma- bært. Dagný Annasdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir að núver- andi húsnæði henti illa af ýmsum or- sökum og væri alltof þröngt fyrir starfsemina sem þar fer fram í dag. Þar að auki hafi þriðja bygging skól- ans sem hefði verið á teikniborðinu fyrir um 30 árum aldrei verið reist en í henni átti að vera sundlaug, íþróttasalur og fleira. Í 30 ár hefði starfsfólk því þurft að fara með börnin í rútu í Kópavogslaug, í Há- tún eða eitthvert annað í sund, klæða þau úr og í og fara með þau til baka. Þetta væri heilmikið fyrirtæki og mikið álag, bæði á starfsfólk og nemendur. Það væri hins vegar afar mikilvægt fyrir nemendurna að komast í sund, m.a. vegna þess að þar er hægt að liðka stífa vöðva. Í raun mætti segja að ný bygging gæti leitt til byltingar á skólastarf- inu. „Við erum með gífurlega mikla þekkingu, reynslu og færni í kennslu fatlaðra barna. En það hefur vantað upp á aðbúnaðinn, að húsið væri við hæfi,“ sagði hún. Núverandi aðstaða óviðunandi Skólastjóri Safamýrarskóla, Erla Gunnarsdóttir, var ekki síður ánægð. Húsnæði Safamýrarskóla henti mjög illa. „Húsið var aldrei byggt fyrir hreyfihamlaða en hins vegar eru allir nema einn nemandi skólans alvarlega hreyfihamlaðir,“ sagði hún. Það hefði þó bjargað miklu að í húsinu er góð sundlaug og íþróttasalur. „En húsið er gamalt, þröngt og úr sér gengið.“ Aðspurð um hvernig aðstaðan væri í samanburði við það sem gerist á Norðurlöndunum sagði Erla að hún væri eiginlega til skammar og algjörlega óviðunandi. „En það sem hefur bjargað okkur fyrir horn er að starfsfólkið er ótrúlegt,“ sagði hún. Erla, líkt og Dagný, er afar ánægð með staðsetninguna og Erla bætti við að það lægi í loftinu að borgin ætlaði að vanda mjög til verka. Fagna sameiningu og nýrri byggingu fyrir sérskóla Núverandi hús- næði alltof þröngt og háir skólastarfi                          Í HNOTSKURN » Í Öskjuhlíðarskóla eru 92nemendur. » Í Safamýrarskóla eru 15nemendur. » Sameina á skólana ogreisa nýja byggingu í Suð- ur-Mjódd. » Skólastjórar fagna þess-um tíðindum og segja raunar að það sé löngu tíma- bært að skólarnir fái nýtt húsnæði. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu, í samvinnu við Vegagerðina, Frumherja og Umferðarstofu, gerði á föstudag og laugardag út- tekt á ástandi hvers kyns eftir- vagna, hvort sem um var að ræða kerrur, tjaldvagna eða hjólhýsi. Á föstudag voru ökumenn stöðvaðir á Suðulandsvegi og Vesturlands- vegi, en í gær kom lögreglan sér fyrir á Dalvegi í Kópavogi og í Ánanaustum í Reykjavík, en á báð- um stöðum er Sorpa með starfsemi og töluverð umferð bíla með kerr- ur. Tilgangurinn var ekki að sekta ökumenn, þótt mestu skussunum hefði ekki verið sleppt, heldur afla gagna fyrir samgönguráðuneytið sem íhugar hvort gera eigi alla eft- irvagna skoðunarskylda. Kveikjan að þessari athugun er skýrsla frá Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa sem kom út í sumar, en í henni eru stjórnvöld hvött til að hrinda í framkvæmd þeirri fyrir- ætlan sem kemur fram í umferð- aröryggisáætlun fyrir árin 2002- 2012 um að gera alla eftirvagna skoðunar- og skráningarskylda. Í skýrslunni er vakin athygli á því að í þremur banaslysum á sl. árum hafa bifreiðar með tengivagna komið við sögu. Tekið er dæmi af banaslysi á Vesturlandsvegi, en skoðun leiddi í ljós að kerra sem dregin var af jeppa, sem í árekstr- inum skall framan á jepplingi með þeim afleiðinum að 16 ára stúlka lést, var í afar slæmu ásigkomulagi og var talið að það hefði truflað ökumann. Ef eftirlit hefði verið í lagi hefði þessi kerra tæplega ver- ið í umferð. Eiríkur Hreinn Helga- son, yfirlögregluþjónn og ráðgjafi nefndarinnar, sagði að ökumenn hefðu tekið könnuninni vel, enda vildi almenningur hafa þessi mál í lagi. Kanna kerrurnar Morgunblaðið/Júlíus FORELDRAR Madeleine McCann, fjög- urra ára breskrar stúlku, ætla að vera um kyrrt í Portúgal til að sanna sakleysi sitt eftir að þeim var tilkynnt að þau hefðu réttar- stöðu grunaðra við rannsókn á hvarfi telpunnar fyrir fjórum mánuðum. Foreldrarnir hafa ekki verið ákærðir og eru frjálsir ferða sinna. Föður stúlkunnar, Gerry McCann, var tilkynnt í fyrrakvöld að hann hefði réttarstöðu grunaðs í málinu. Áður var greint frá því að móðir stúlkunnar væri grunuð um að hafa orðið henni að bana fyrir slysni. Vin- ir og ættingjar hjónanna óttast að móðirin verði ákærð um helgina. Búast við ákæru Segjast saklaus Gerry McCann Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er gott að öllum finnist eft- irsjá að þessu húsi,“ segir Mar- grét Harðardótt- ir, arkitekt á Studio Granda og einn af höfundum vinningstillögunn- ar í hugmyndaleit um uppbyggingu í Kvosinni og vísar þar til orða borgarminjavarðar í Morgunblaðinu í gær. Bendir Mar- grét á að húsið Lækjargata 4 hafi upphaflega staðið í miðbænum og með tillögunni hafi vinningshópurinn viljað benda á að e.t.v. hefði húsið aldrei átt að fara úr miðbænum á sín- um tíma. „Okkar tillaga var að styrkja samhengið í gömlu húsunum í bæn- um. Okkur datt í hug að kannski gæti Lækjargata 4 fengið uppreisn æru og komið aftur í miðbæinn.“ Að sögn Margrétar er nauðsynlegt að fram fari gagnrýnin og uppbyggi- leg umræða um staðsetningu húsa. „Hús eru best þar sem þau eiga heima. Þau eru hluti af sögunni, bæj- armyndinni og menningunni. Ég held það geti flestir verið sammála um að best sé að varðveita hús þar sem þau voru upprunalega byggð.“ Aðspurð segir Margrét eðlilegt að ekki hafi verið haft samráð við borg- arminjavörð eða Árbæjarsafn meðan vinningstillagan var í undirbúningi, enda sé bara um hugmynd að ræða. Núna taki við umræður um hug- myndina og útfærsluleiðir. Spurð hvort til greina komi að gera eftirmynd af Lækjargötu 4 og koma henni fyrir við Lækjartorg svarar Margrét því neitandi og segir lykilat- riði að um upprunalega húsið sem tengist staðnum sé að ræða. „Við vilj- um ekki skapa einhverja gervimynd,“ segir Margrét og tekur fram að verði ekki mögulegt að flytja Lækjargötu 4 aftur í miðbæinn þá myndi hópurinn frekar leggja til að reist yrði nýbygg- ing á reitnum. Hús eiga best heima þar sem þau voru reist Margrét Harðardóttir Í HNOTSKURN »Reykjavíkurborg efndi tilhugmyndaleitar um upp- byggingu í Kvosinni eftir bruna húsanna í Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 í miðbænum síðasta vetr- ardag. »Borgaryfirvöld leggjaáherslu á að uppbygging Kvosarinnar geti hafist sem fyrst. ÁGÚST Einarsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, sagði í útskriftarræðu í gær að fyrirtæki og einstaklingar hefðu stóraukið framlög sín til menningarmála á undanförnum ár- um, en þeir ættu að koma sterkar inn til stuðnings skólunum því þar væri uppspretta fólks sem yki hag þeirra mjög á komandi árum. „Það vantar hér- lendis á þá góðu hefð sem er víða erlendis, að fyrirtæki og einstakling- ar styrki skóla með myndarlegum hætti. Það mætti breyta skattalög- um til að örva slíkt, en fyrst og fremst þarf að verða hugarfars- breyting hjá atvinnulífinu um hversu mikilvægt það er að skólakerfið sé í fremstu röð og það sé skylda þeirra, ávinningur og heiður að efla það með fjárframlögum.“ Bifröst nyti velvild- ar margra fyrirtækja en það væri mikilvægt að allt atvinnulífið gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að styrkja skólastarf. Auki stuðning við skóla Ágúst Einarsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.