Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 6
„TÍU þúsund!“ æpti stúlka í lög-
reglubílnum sem hafði verið hand-
tekin fyrir að kasta kókdós og
pítsubréfi á götuna. „Fokk! Og ég
vissi ekki einu sinni að það væri
sektað fyrir að henda dósum.“
Hún hugsaði sig um eitt augna-
blik og bætti svo við í umkvört-
unartón:
„En þetta er miðbærinn!“
Braut óvart flösku á vegg
Það var einmitt í miðborginni
sem lögreglan var með mikinn við-
búnað aðfaranótt laugardags og
sunnudags. Fólk sem braut gegn
lögreglusamþykkt var nánast flutt á
færibandi upp á lögreglustöð, þar
sem útfyllt var skýrsla og fólk var
sektað. Sumir brugðust ókvæða við
og margir urðu steinhissa. Einn
spurði hvort unnið væri að tökum á
bíómynd.
Ungur maður var handtekinn
fyrir að míga við vegg á mótum
Bankastrætis og Ingólfsstrætis.
Annar var handtekinn fyrir að
brjóta flösku „óvart“ á vegg og
sagðist ekki hafa ætlað „að meiða
neinn“. Hann hringdi strax í pabba
sinn og lofaði að koma beint heim af
stöðinni.
Um tuttugu voru færðir upp á
stöð aðfaranótt laugardags, flestir
fyrir að brjóta glas eða flösku á al-
mannafæri eða valda ónæði og tor-
velda störf lögreglu.
Sektir á færibandi
Áhersla hefur verið lögð á það í
sumar að handtaka og sekta fólk
fyrir brot á lögreglusamþykkt, en
undir það falla uppþot, áflog,
óspektir eða önnur brotleg háttsemi
á almannafæri. Fyrir vikið hafa 79
verið sektaðir fyrir brot á lögreglu-
samþykkt í miðborginni í júní, júlí
og ágúst, en til samanburðar voru
13 sektaðir fyrstu fimm mánuði árs-
ins. Það sem af er árinu hafa 229
verið sektaðir, en alls voru 79 sekt-
aðir árin 2005 og 2006.
„Færibandið“ virkar þannig að
eftir að fólk hefur verið handtekið
er eyðublað fyllt út með einföldum
hætti af lögreglu. Fólk er flutt upp
á lögreglustöð, þar sem lögfræð-
ingur fer með því yfir vettvangs-
skýrsluna. Hann býður ein-
staklingum að ljúka málinu með
sektargerð, sem getur tekið hálf-
tíma ef fólk er nægilega allsgáð. Ef
viðkomandi er ekki tilbúinn að
gangast undir sektargerðina, þá
verður hann einfaldlega ákærður og
dreginn fyrir dóm. Sú afgreiðsla
lendir á sakaskrá.
„Ef það er óþrifnaður á götum,
mikið af glösum og rusli, þá ýtir
það undir frekari óþrifnað og alls-
kyns aðra ólögmæta starfsemi, of-
beldi og skemmdarverk,“ segir
Stefán. „Ef umhverfið er í lagi, þá
batnar hins vegar ástandið mikið
hvað varðar hreinlæti, ofbeldi og
glæpi.“
„Veitingamenn taka undir þetta,“
segir Hörður Jóhannesson, aðstoð-
arlögreglustjóri. „Þeir hafa rekist á
það að ef þeir sjá til þess að þrifa-
legt sé inni á stöðunum, verður
hegðun fólks betri. Það má yfirfæra
það á borgina sjálfa, Kvosina. Eins
og einn sagði: „Þetta er einn alls-
herjar skemmtistaður.“
Þeir eru sammála um að allir
þurfi að leggjast á eitt við að halda
borginni hreinni, ekki aðeins lög-
reglan heldur einnig borgaryfirvöld,
vínveitingahúsin og þeir sem selji
mat út á göturnar. Það vanti t.d.
fleiri ruslatunnur og þrif í miðborg-
inni þurfi að hefjast fyrr á kvöldin,
þá haldist ástandið betra og þrifin
verði léttari því fólk kasti rusli síð-
ur frá sér.
Heimild til að loka stöðum
Einnig var áberandi að brotið
væri gegn áfengislögum á mörgum
vínveitingastöðum í miðborginni, en
víða fékk fólk að taka áfengi með
sér út af stöðunum. Oft hafði svæði
á gangstéttinni verið afmarkað til
þess að fólk gæti reykt þar og
drukkið. Lögregla fór á staðina og
lét vita af því að stöðunum yrði lok-
að ef ekki yrði tekið fyrir þetta.
Með nýjum lögum sem tóku gildi
1. júlí hefur lögreglan víðtækari
heimildir til að grípa inn í ef ekki er
farið að lögum á vínveitingastöðum.
„Við höfum heimild til að gefa
staðnum viðvörun og eftir ítrekuð
brot sömu helgi eða helgi eftir
helgi, þá getum við lokað staðnum,“
segir Stefán. „Ef fólki leyfist ítrek-
að að fara með vín út af sama
staðnum, þá verður staðnum lokað.“
Allsherjar skemmtistaður?
„Við erum að taka á miðborgar-
vandanum með öllum tiltækum ráð-
um,“ segir Stefán. „Götueftirlit
fíkniefnadeildarinnar mun til dæmis
láta til sín taka og hundadeildin
líka, bæði til fíkniefnaleitar og
mannfjöldastjórnunar, og eftirlits-
deild með vínveitingastöðum kemur
auðvitað að málum. Við erum einnig
í samstarfi við nokkra skemmtistaði
í miðborginni, þannig að dyraverð-
irnir eru með talstöðvar, og við
hyggjumst koma á fót aðstöðu í
miðborginni í samvinnu við slökkvi-
liðið og Reykjavíkurborg fyrir fólk
sem er hjálparlaust vegna ölvunar
eða hefur orðið fyrir minniháttar
óhöppum.“
Hann segir umræðu í gangi í
Noregi um að stytta opnunartíma
veitingastaða úr klukkan 3 til
klukkan 2, en í miðborg Reykjavík-
ur loki þeir ekki fyrr en undir
morgun. „Þetta skapar árekstra
milli íbúa, vínveitingahúsa og ann-
arrar atvinnustarfsemi. Þessir
árekstrar eru svo miklir að það er
alveg ljóst að einhver tegund af
mannlífi í miðborginni mun láta
undan.“
Viðbúnaður lögreglu í miðborg-
inni er raunar orðinn í líkingu við
það sem tíðkast á útihátíðum, að
sögn Harðar Jóhannessonar: „Það
er svo annarra að meta hvort það
sé æskileg þróun að fólk í Reykja-
vík geti ekki skemmt sér án lög-
regluverndar. Það vantar fulltrúa
fólksins í þá umræðu.“
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglustjórarnir Það kom til átaka eftir að maður reyndi að stela einkennishúfu af Herði Jóhannessyni.
Í biðröðinni Enginn kannast við að hafa hent bjórdós. Handtaka Um 20 manns voru handteknir á föstudagsnótt. Viðbúnaður Sérþjálfaðir óeirðalögreglumenn í miðborginni.
Handtökur á færibandi
Í kringum tuttugu voru handteknir aðfaranótt laugardags fyrir brot gegn lögreglusamþykkt
Lögbrot Ungur maður handtekinn
fyrir brot á lögreglusamþykkt.
Viðbúnaður lögreglu
var mikill í miðborginni
í nótt og tekið hart á
slæmri umgengni og
óspektum. Pétur
Blöndal blaðamaður og
Júlíus Sigurjónsson
ljósmyndari slógust í
för með lögreglunni.
6 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR