Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 13 það er“ ástandi og að viðbættum kr. 60 milljónum í endurbætur, eða að heildarverði kr. 140 milljónir, er því mjög vænlegur kostur í ljósi áður nefnds áætlaðs nýsmíðaverðs, eða innan við fjórðungur af því. [...]  Í ljósi ofangreindra niðurstaðna og fyrri áætlana fyrir „Sæfara“ þá telur undirritaður „Oileáin Árann“ vænlegan valkost til Grímseyjarsigl- inga, með fyrirvara um að skipið fáist keypt á áður nefndu verði. Mjög ólík- legt verður að teljast að annar hent- ugur skipakostur til umræddra sigl- inga verði falur á næstu misserum, enda mjög fá skip til af stærð og gerð sem henta til siglinganna. Ekki er þó aðkallandi að ganga til samninga um kaup „Oileáin Árann“ á þessu stigi málsins og nægjanlegt svigrúm að bíða þess tíma að eigendur „Oileáin Árann“ verði raunhæfari í verðlagn- ingu skipsins, ef þeir á annað borð verða það.“ Einar og Kristján voru sammála um að uppsett verð, 1,5 milljónir sterlingspunda, væri alltof hátt vegna ástands skipsins. „Þar sem eigendur spurðu, þá var þeim tjáð af undirrit- uðum að að skipið væri ekki meira en GBP 650.000/kr. 80 milljóna virði fyr- ir okkur, miðað við allt það sem yrði að gera skipinu til góða,“ segir Einar í skýrslunni. Það næsta sem gerist í málinu er að ákveðið er að afla nákvæmari stað- festingar á áætluðum viðgerðakostn- aði á skipinu. Viðeigandi hlutar skoð- unarskýrslu voru þýddir á ensku og gerð ítarlegri útboðslýsing á fyrri kostnaðaráætlun á ensku. Miklir fjármunir í þessu samhengi Vegagerðin kynnti ferjuna fyrir samgönguráðherra í desember 2004. Í minnisblaði Vegagerðarinnar frá 5. apríl 2005, sem kynnt var á rík- isstjórnarfundi 12. apríl 2005, var heildarkostnaður við kaup og end- urbætur á ferjunni áætlaður 150 m.kr og tekið fram að þar með yrði ferjan komin í fyrsta flokks ástand. Ferjan var þá sögð föl á 80 til 100 m.kr. og kostnaður vegna endurbóta áætlaður um 60 m.kr. Í minnisblaði samgöngu- ráðherra til ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram á sama fundi, segir m.a.: „Fyrir liggur að ráðast þarf í endurbætur á Sæfara á næstu mán- uðum fyrir 10 mkr og síðan fyrir a.m.k. 50 mkr. fyrir 2010 eigi það að standast nýjar reglur. Það er talið óraunhæft fyrir 28 ára gamalt skip. Einnig virðist ljóst að nýtt skip myndi kosta 600-700 mkr. sem eru miklir fjármunir í þessu samhengi.“ Ríkisstjórnin veitti heimild til kaupanna á grundvelli þessara áætl- ana. Jafnframt var samþykkt að Sæ- fari yrði seldur. Næsta skref var að fulltrúum skipasmíðastöðva í Austur-Evrópu var boðið að skoða Oileáin Árann í Ír- landi og gera tilboð í viðgerðir, án þó allra skuldbindinga um hverjir myndu hljóta verkið en það mun vera algeng aðferðafræði í skiparekstri. Fulltrúar Nauta SY í Póllandi og Western SY í Litháen skoðuðu skipið í Galway 22. og 23. apríl 2005. Nauta SY sendi tilboð í viðgerð- irnar sem nam að heildarupphæð 79 milljónir króna, en þar af voru 23 m.kr. fyrir alupptektir véla sem ein- ungis voru áætlaðar 7 m.kr. í upp- haflegu tilboði. Einnig var leitað til vestur- evrópskrar stöðvar um tilboð í verkið, Scheepswerf Visser BV í Hollandi og skiluðu þeir inn tilboði sem nam 68 m.kr., en inn í það tilboð vantaði ýmsa þætti. „Að teknu tilliti til umskráningar, færslu til skipasmíðastöðvar, heim- siglingar og eftirlitskostnaðar þá er ljóst að grófáætlun í skoðunarskýrslu skeikaði um a.m.k. ISK 25 milljónir og hefði átt að vera nær ISK 80 millj- ónum,“ segir Einar Hermannsson í bréfi til Vegagerðarinnar, þar sem hann rekur aðkomu sína að málinu, 24. maí 2007. Ríkisendurskoðun staldrar líka við þetta í greinargerð sinni. „Strax á þessum tímapunkti voru því teikn á lofti um að verkið færi a.m.k. 10-15% fram úr fyrirliggjandi áætlun. Sam- gönguráðuneytið var upplýst um um- rædd tilboð en ekki ríkisstjórnin,“ segir í greinargerðinni. Tvö tilboð bárust Að fengnum staðfestingum var ákveðið að huga að kaupum á skipinu, ef það fengist fyrir viðunandi verð. Samkvæmt reglum ríkisfyrirtækja ber Vegagerðinni að bjóða út kaup á skipi og var það gert með útboði Rík- iskaupa nr. 13875 í maí 2005. Þegar hér er komið sögu var Oileá- in Árann ekki lengur í rekstri, leyfi eigenda ferjunnar til siglinga á leið- inni hafði runnið út 31. desember 2004 og annar aðili tekið við að und- angengu útboði. Ferjan var bundin við bryggju og þar sem ekki lágu fyr- ir ný verkefni má ætla að áhugi eig- enda á því að selja hana hafi aukist. Tvö tilboð bárust í útboð Rík- iskaupa: 1. „Oileáin Árann“ frá O’Brien Shipping Ltd. á Írlandi sem nam GBP 1.000.000.- fyrir skipið „as is / where is“ í Galway, Írlandi. 2. Óformlegt tilboð frá J. Gran & Co. a/s í Noregi með skipinu „Utsira“ á verðbilinu USD 900.000.- Þar sem talið var að „Oileáin Ár- ann“ væri falt á lægra verði en til- boðið hljóðaði upp á var ákveðið að hafna tilboðinu sem barst of seint og ekki fylgdu því öll tilskilin gögn sem krafist var í útboðslýsingu. Síðara skipið „Utsira“ uppfyllti engan veginn útboðslýsingu, enda einungis um óformlegt tilboð að ræða. Í kjölfar ofangreindrar niðurstöðu úr útboði Ríkiskaupa var ákveðið að gera bjóðendum „Oileáin Árann“ gagntilboð í kaup á skipinu með fyr- irvörum. Eftir nokkrar samn-Um borð Þessi mynd var tekin í farþegarými Oileáin Árann í Galway. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.