Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 14
14 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ GRÍMSEYJARFERJA
ingaviðræður urðu aðilar sammála
um kaup Vegagerðarinnar á skipinu
fyrir 925.000 sterlingspund með fyr-
irvörum Vegagerðarinnar um eft-
irfarandi þætti áður en til staðfest-
ingar kaupa kæmi:
Að kaupandi framkvæmi end-
anlega skoðun á skipinu og samþykki
eða hafni skipinu.
Að kaupandi láti framkvæma kaf-
araskoðun á botni skipsins og að hún
sýni skipið í ásættanlegu ásigkomu-
lagi neðan sjólínu.
Fundur í flugturninum
Áður en þetta var gert, eða í ágúst
2005, hélt Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra til Grímseyjar ásamt
föruneyti til að opna þar nýjan flug-
völl. Mun hann hafa notað tækifærið
til að greina heimamönnum frá því að
lokaundirbúningur vegna kaupa á Oi-
leáin Árann væri í gangi. Hlaut mál
hans litlar undirtektir en heimildum
Morgunblaðsins ber ekki saman um
hvort Grímseyingar höfðu á þeim
tímapunkti heyrt á skipið minnst í
annan tíma. Mun Sturla í kjölfarið
hafa fundað um málið með þeim
Brynjólfi Árnasyni oddvita og Sig-
urjóni Herbertssyni skipstjóra á Sæ-
fara í flugturninum í Grímsey þar
sem þeir síðarnefndu lýstu mikilli
óánægju með fyrirhuguð kaup á skip-
inu – það væri þrjátíu ára afturför –
og að þeir skyldu ekki hafðir með í
ráðum frá upphafi.
Þarna urðu ákveðin þáttaskil í mál-
inu en ráðherra mun hafa talið nauð-
synlegt að bregðast hratt og örugg-
lega við óánægju Grímseyinga. Ekki
mun Sturla hafa talið koma til álita að
færa Grímseyingum nýtt skip en vilj-
að hafa þá með í ráðum varðandi end-
urbætur á Oileáin Árann.
Það staðfestir tölvupóstur frá sam-
gönguráðuneytinu dags. 28. sept-
ember 2005 sem sveitarstjórn Gríms-
eyjarhrepps vísar til í yfirlýsingu sem
birtist í Morgunblaðinu 15. ágúst sl.
Tölvupósturinn var skrifaður í fram-
haldi af fundi í Vegagerðinni daginn
áður. Þar segir m.a.:
„Í upphafi fundar var farið yfir at-
hugasemdir ykkar eins og þær birt-
ast feitletraðar í skýrslu ÓB [Ólafs
Briem sérfræðings Siglingastofn-
unar, innsk. blm.]. Fram kom í máli
allra fundarmanna að athugasemdir
ykkar væru sanngjarnar og myndi
allt verða gert sem mögulegt væri til
þess að verða við þeim. M.a. get ég
staðfest að Vegagerðin hefur fullan
hug á að halda samráði við ykkur og
þá hugsanlega með formlegum hætti
verði af þessum kaupum. Önnur at-
riði svo sem stækkun lestar, breyt-
ingar á farþegarými, athugun á peru-
stefni koma allar til greina.“
Salerni í strætó?
Síðar í sama tölvupósti segir:
„Sem sagt í venjulegum orðum þá
viljum við ekki kaupa köttinn í sekkn-
um og viljum einnig vita svona með
einhverri nálgun hver viðbótarkostn-
aðurinn umfram kaupverð kynni að
verða. Vil í því sambandi ítreka við
ykkur að við höfum nokkuð svigrúm
til að leggja út í kostnað við að gera
skipið sem best úr garði.“
Frá köldu viðskiptasjónarmiði má
segja að ríkið hefði ekki þurft að
bregðast við áliti Grímseyinga. Einn
viðmælenda Morgunblaðsins taldi
það m.a.s. jafn fráleitt og að stjórn
Strætó bs. brygðist við óskum stræt-
isvagnafarþega og setti upp salerni
og hægindastóla í vögnunum. Not-
endum þjónustu komi m.ö.o. ekki við
hvernig þjónustan sé úr garði gerð.
En hörð viðskipti eru eitt og pólitík
annað og þegar fyrrnefnt bréf er rit-
að hafði Sturla Böðvarsson, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
tekið um það pólitískt upplýsta
ákvörðun að það væri forsvaranlegt
að verja allt að 100 milljónum króna
aukalega í verkefnið til að koma til
móts við kröfur Grímseyinga um end-
urbætur á skipinu. Ferjan væri lífæð
eyjarinnar og því óhugsandi að virða
óskir heimamanna að vettugi.
Í kjölfarið lagði samgöngu-
ráðuneytið hart að Vegagerðinni að
ná samkomulagi við Grímseyinga og
mun Vegagerðin, samkvæmt heim-
ildum blaðsins, „eftir nokkra íhugun“
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
skipakaupin væru enn hagkvæm
þrátt fyrir að kostnaður ykist um 100
m.kr. Við þá tölu var miðað í samn-
ingaumleitunum við Grímseyinga.
Niðurstaðan var sú að samið var um
stórfelldar breytingar á skipinu, sem
Nauðsynlegt að bregðast hratt
við óskum Grímseyinga
Merk heimsókn Sturla Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra vígir nýja flugbraut í Grímsey við hátíðlega athöfn í ágúst 2005. Síðar kom á daginn að
heimsóknin var jafnframt ákveðinn vendipunktur í Grímseyjarferjumálinu. Þar gerði ráðherrann sér fyrst grein fyrir óánægju heimamenna með kaupin.
Morgunblaðið/Kristján
Þ að vakti óskipta athygli um miðjan síðastamánuð þegar Kristján L. Möller samgöngu-ráðherra nafngreindi Einar Hermannsson
skipaverkfræðing varðandi það sem úrskeiðis hefur
farið við kaup, endurbætur og breytingar á Gríms-
eyjarferju.
„Í öðru lagi hef ég gefið Vegagerðinni fyrirmæli
um það með tilliti til þessarar svörtu skýrslu og
ráðgjafa sem þar hefur komið inn, að Vegagerðin
skipti um ráðgjafa. – Þess vegna tel ég að það verði
að fá nýjan ráðgjafa hvað það varðar og það verði
ekki meira skipt við þennan ráðgjafa sem hefur ver-
ið í þessu máli frá byrjun. – Hann heitir Einar Her-
mannsson og er skipaverkfræðingur,“ sagði ráð-
herra í Sjónvarpinu 13. ágúst sl.
Ómaklegt af ráðherra
Einar undi þessu illa og ritaði m.a. bréf til fjár-
laganefndar Alþingis þar sem hann kveðst sitja
„undir ærusviptingu samgönguráðherra í fjöl-
miðlum, óháð því hvort ráðherrann hafi verið rétt
upplýstur um málið af undirmönnum sínum eður
ei,“ og óskar eftir því að fulltrúar í fjárlaganefnd
meti það sjálfstætt hvort hann beri þessa ábyrgð á
forsendum sanngirni og siðferðis, fremur en póli-
tískum forsendum. Morgunblaðið ræddi við marga
aðila sem tengjast málinu á einn eða annan hátt og
nær allir eru þeir sammála um að samgöngu-
ráðherra hafi veist ómaklega að Einari Her-
mannssyni. Margir eru á því að skoða hefði mátt
skipið betur áður en kaupin voru gerð, svo sem Rík-
isendurskoðun bendir á í greinargerð sinni, en með
því hafði Einar sjálfur mælt.
Flestir heimildarmenn blaðsins eru á einu máli
um að það að ítarlegri skoðun sem hefði leitt slæmt
ástand skipsins betur í ljós hefði að öllum líkindum
ekki breytt neinu um kaupin, þar sem hinn valkost-
urinn sem þá var uppi, nýsmíði, þótti alltof dýr.
Einar Hermannsson hefur veitt Vegagerðinni ráð-
gjöf allt frá því þessi málaflokkur, þ.e. ferjumálin,
var færður yfir til hennar. Þar á bæ hafa menn ekki
efast um trúmennsku hans og heilindi gegnum árin,
samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Annar heimildarmaður utan Vegagerðarinnar,
sem átt hefur samskipti við Einar, tekur í sama
streng. „Einar er mjög vandvirkur og fylginn sér í
samningum. Það er ekkert vafamál að hann hefur
sparað ríkissjóði tugi milljóna gegnum tíðina.“
HEFUR SPARAÐ RÍKISSJÓÐI
TUGI MILLJÓNA GEGNUM TÍÐINA
Er ráðgjafinn blóraböggull?
Á fundi Alþingis hinn 14. febr-úar sl. lagði Kristján L. Möller,þingmaður Samfylking-
arinnar, fram fyrirspurn til Sturlu
Böðvarssonar, þáverandi samgöngu-
ráðherra, um gang mála varðandi
endurnýjun Grímseyjarferju og var
ástæðan sú „að fréttir hafa borist
um að þarna gangi ekki allt eins og
það átti að gera“. Spurði Kristján
m.a. um heildarkostnað ferjunnar að
lokinni allri viðgerð.
Sturla svaraði því til að áætlaður
heildarkostnaður ferjunnar að lokn-
um endurbótum væri um 350 m.kr.,
þ.e. kaupverð 102 m.kr., endurbætur
238 m.kr. auk kostnaðar við eftirlit.
„Mismunur af upphaflegum kostn-
aði, alls 273 millj. kr., og end-
anlegum kostnaði, 350 millj. kr.,
skýrist fyrst og fremst af óskum
Grímseyinga um breytingar á skip-
inu samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni sem hefur séð um
þetta mál. En skipaverkfræðingur
og eftirlitsaðilar hafa sinnt eftirliti
og veitt ráðgjöf,“ sagði Sturla.
Það er nýtt fyrir mér
Kristján steig að því búnu aftur í
ræðustól og sagði m.a.: „Hann [ráð-
herrann] sagði að sá aukakostnaður
sem til er kominn væri að megni til
vegna óska Grímseyinga. Það er
nýtt fyrir mér. Vafalaust hafa eyj-
arskeggjar haft ákveðna skoðun á
hvernig hlutirnir ættu að vera.
Ég minni á það að haft er eftir
oddvita sveitarstjórnar Grímseyj-
arhrepps, Brynjólfi Árnasyni, í Dag-
blaðinu ekki alls fyrir löngu, að þeir
hafi alla tíð verið á móti því að
kaupa þetta gamla skip. Ég held að
þeir hafi nú fengið töluverð rök upp
í hendurnar fyrir því að sennilega
hafi það verið röng leið miðað við
allan þann aukakostnað sem þarf til
að gera skipið fært til þeirrar starf-
Orðaskipti á Alþingi
SENNILEGA
VERIÐ RÖNG LEIÐ