Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 15
aldrei áður hafði verið gert ráð fyrir.
Þar með fór kostnaðaráætlun úr 150
m.kr. upp í 250 m.kr. Ekki þótti
ástæða til að upplýsa ríkisstjórnina
um þessa þróun mála.
Í ljósi fyrirvara um kaupin var Oi-
leáin Árann skoðað ytra þann 23.
september 2005 af fulltrúum Sigl-
ingastofnunar annars vegar og
Garðari Ólasyni og Óttari Jóhanns-
syni fulltrúum Grímseyjarhrepps og
Kristjáni Ólafssyni fulltrúa Samskip
hf og Vegagerðarinnar hins vegar.
Garðari og Óttari mun hafa litist
afar illa á skipið og talið það mun lak-
ara en Sæfara. Var það skoðun þeirra
að breyta þyrfti skipinu verulega til
að það yrði raunhæfur kostur.
Hrörlegt en
áhugaverður kostur
Í skýrslu Ólafs J. Briem sérfræð-
ings Siglingastofnunar, sem unnin
var í kjölfarið, kemur m.a. fram að
ástand ferjunnar hafi verið „hrörlegt
sökum vanhirðu og skorts á viðhaldi“
og blasti þetta við hvert sem litið
væri. Jafnframt var bent á að skortur
á viðhaldi og ófullnægjandi verkvönd-
un við smíði ferjunnar gæfi tilefni til
að ætla að annað ástand hennar og
búnaðar, sem ekki væri mögulegt að
kanna án frárifa og upptektar, gæti
verið talsvert lakara en aldur ferj-
unnar gæfi tilefni til að ætla. Af þess-
um sökum mætti búast við að end-
urbætur og viðgerðir gætu orðið mun
meiri en ef ferjan hefði fengið eðlilegt
viðhald.
Í niðurstöðum sínum segir Ólafur:
„Sé ástand „Oileáin Árann“ með þeim
hætti að kaupverð að viðbættum
kostnaði við endurbætur á því verði
lægri en 240 milljónir kr, þykir líklegt
að um sé að ræða mjög áhugaverðan
valkost samanborið við smíði á nýju
skipi. Smíði á mjög sérhæfðu nýju
skipi hljóti að teljast afar áhættu-
samur valkostur í ljósi mikilla breyt-
inga í efnahagslífi í nútíma sam-
félagi.“
Ólafur segir ennfremur:
„Áður en gengið er frá kaupum á
„Oileáin Árann“ er mjög brýnt að
fram fari ítarlegri skoðun á skipinu
og að fyrir liggi könnun á því hvort
skipið raunverulega fullnægi kröfum
tilskipunar EB 98/18 sem farþega-
skip í flokki B.
Þá er lagt til að gerðar verði ráð-
stafanir til þess að gera miklu ít-
arlegri úttekt á ástandi skipsins, bæði
með það að markmiði að draga úr
hættu á óþægilegum uppákomum við
endurbætur á skipinu eftir kaup á því
og einnig í þeim tilgangi að undirbúa
sem best útboð og samningagerð við
skipasmíðastöð um endurbætur á
skipinu, ef ákvörðun verður tekin um
kaup á því. Lagt er til að óskað verði
frestunar á undirritun kaupsamnings
þar til frekari skoðun er lokið.“
Í matsskýrslunni er jafnframt
áætlun sem gerði ráð fyrir að kostn-
aður við nauðsynlegar endurbætur
gæti a.m.k. orðið á bilinu 100 til 140
m.kr. Skýrsluhöfundur slær þann
varnagla að mun lengri tíma hefði
þurft til að vinna matsgerðina á full-
nægjandi hátt.
Mælt með frekari skoðunum
Vegagerðin brást við umræddri
skýrslu með því að senda tvo starfs-
menn Siglingastofnunar til Galway til
að skoða Oileáin Árann betur. Í
skýrslu þeirra kemur fram að afar
skammur tími hafi gefist til und-
irbúnings og mæltu þeir með að frek-
ari skoðanir færu fram, þá einkum á
bol og rafmagnskerfi.
Í greinargerð sinni gagnrýnir Rík-
isendurskoðun að ekki hafi verið tek-
ið meira tillit til matsskýrslu Sigl-
ingastofnunar og kostnaðaráætlun
uppfærð á grundvelli hennar. „Á síð-
ari stigum kom í ljós að mat Sigl-
ingastofnunar á nauðsynlegum end-
urbótum á ferjunni og kostnaði við
þær var mun raunhæfara en önnur
möt sem fóru fram fyrir kaupin. Jafn-
framt er rétt að vekja athygli á þeirri
áherslu sem skýrsluhöfundur leggur
á gildi þess að kanna eins ítarlega og
kostur er ástand skips við kaup og
reyna þannig að girða fyrir aukaverk
á síðari stigum. Hlutur aukaverka við
endurbætur á nýju ferjunni verður að
teljast óverjandi og hefði eflaust mátt
draga mjög úr þörf fyrir þau ef und-
irbúningur hefði verið betri,“ segir í
greinargerð Ríkisendurskoðunar.
Yfir þröskuldinn
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir
því að á þessu stigi málsins hefði
tvennt getað komið í veg fyrir kaup
ríkisins á Oileáin Árann.
Annars vegar hefðu Grímseyingar
hafnað skipinu. Það gerðu þeir ekki,
heldur samþykktu kaupin á hrepps-
nefndarfundi 3. nóvember 2005. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
munu þeir þá hafa verið búnir að gefa
upp alla von um að nýtt skip yrði
smíðað. Þeir sáu m.ö.o. sæng sína
uppreidda.
Hins vegar hefði verið hætt við
kaupin ef Siglingastofnun hefði ráðið
frá þeim. Það gerði hún ekki, þrátt
fyrir umtalsverðar athugasemdir.
Farið var fram á ítrekaða fresti við
seljendur umfram fyrri fresti, um
endanlega ákvörðun á kaupum í ljósi
fyrirvara fram til 21. október 2005,
sem var veittur og frekari frestir voru
veittir kaupanda fram til 14. nóv-
ember 2005. Morgunblaðið hefur
heimildir fyrir því að eigendum skips-
ins hafi á þessum tímapunkti verið
farið að leiðast þófið – þótt kaupferlið
taka heldur langan tíma.
Í ljósi athugasemda í ofangreindri
skýrslu Siglingastofnunar um ann-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 15
Morgunblaðið/RAX
Ráðherrar Kristján L. Möller og Sturla Böðvarsson voru ekki á einu máli.
semi sem það á að vera í, þ.e. þjóna
Grímseyingum og ferðafólki vel í
framtíðinni.“
Ennfremur sagði Kristján: „Mér
finnst full ástæða til að skoða þetta
mál miklu betur. Eins og hér hefur
komið fram eru þessi ferjumál á
sviði Vegagerðarinnar. Þar vinnur
vafalaust ágætisfólk. En ég hef verið
að velta því fyrir mér hvort þar
skorti fagþekkingu á ferjum og skip-
um.“
Sturla svaraði því til að það væri
auðvitað ekki gott þegar verk fara
fram úr áætlun. Varðandi skort á
verkþekkingu hjá Vegagerðinni
sagði hann: „Ég vil upplýsa að sú
þekking er öll keypt frá ráðgjöfum.
Vegagerðin hefur ekki starfsmenn
sem eru sérfræðingar í skipasmíði.
En sú þekking er, eins og alsiða er,
sótt til sjálfstætt starfandi ráðgjafa.
Ég vænti þess að það ágæta fólk sem
í því verkefni er hafi sinnt því eftir
bestu getu og bestu yfirsýn. Ég hef
engar efasemdir um annað en að
þeir ágætu menn hafi lagt sig fram
um að vinna verk sitt vel.“
Kristján L. Möller er núverandi
samgönguráðherra.
17:00
www.hi.is/ams
Rannsóknasetur
um smáríki
Fjallað verður um hvernig smáríki í Evrópu hafa breyst úr fátækum kotríkjum
í auðug borgríki. Áhersla verður lögð á að skýra hvernig smáríkjum eins og Íslandi
og Írlandi hefur tekist að byggja upp auð og hefja útrás til stærri og voldugri ríkja.
The Source of Wealth in Small States
Opin ráðstefna föstudaginn 14. september frá kl. 9:00 til 17:00 í hátíðarsal
Háskóla Íslands á vegum Rannsóknaseturs um smáríki
Uppspretta auðæfa
í smáríkjum
Ireland's Experience
Small States an Financial Centres
Hádegisverðarhlé frá 11:45 til 13:00
Kaffiveitingar milli 14:30 og 14:45
13:00
Kristín Ingólfsdóttir
rektor Háskóla Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Íslands
Björn Rúnar Guðmundsson
forstöðumaður í greiningadeild Landsbankans
Liechtenstein's Ongoing
Economic Success
Georges Baur, Deputy Head of Mission,
Mission of Liechtenstein to the EU
The Celtic Tiger: Tax Cuts
and Economic Reforms
Brendan Walsh, Professor Emeritus,
University College Dublin
The Icelandic Economic
Miracle, 1991-2007
Hannes H. Gissurarson, Professor of Political Science,
University of Iceland
Reynir Harðarson
listrænn stjórnandi, CCP Games
Rakel Garðarsdóttir
framkvæmdastjóri Vesturports
Hilmar Sigurðsson
framkvæmdastjóri Caoz
Sóley Stefánsdóttir
grafískur hönnuður
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens
Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra
Ireland: The Road to Globalisation
Alan Dukes, Director General,
Institute for European Affairs
The Internationalisation
of the Irish Economy
Frank Barry, Professor of International Business
and Development, Trinity College Dublin
Ireland's Celtic Tiger: The Social
Impact of Economic Growth
Paedar Kirby, Professor of International Politics and
Public Policy at the University of Limerick, Ireland
Fundarstjóri: Baldur Þórhallsson
formaður stjórnar Rannsóknaseturs um smáríki
Commentator: Katrín Ólafsdóttir
Associate Professor, Reykjavík University
Málstofustjóri: Frú Vigdís Finnbogadóttir
fyrrverandi forseti Íslands
Dagskrá:
Opnunarávörp09:00
Sköpunargleði í útrás
Samantekt og ráðstefnuslit
Útrás Promens14:45
Móttaka
Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00 og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað
kl. 8:30 og er kaffi og meðlæti í boði fyrir opnun.
Fyrri hluti ráðstefnunnar, frá 9:00 til 14:30, fer fram
á ensku en eftir það á íslensku.
Kristín Ingólfsdóttir
rektor HÍ
Ólafur Ragnar
Grímsson
forseti Íslands
Björn Rúnar
Guðmundsson
forstöðumaður
Georges Baur, Dep.
Head of Mission,
Liechtenstein to the EU
Hannes H.
Gissurarson, Prof.
of Political Science
Brendan Walsh,
Prof. Emeritus
Reynir Harðarson,
listrænn stjórnandi,
CCP Games
Hilmar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri
Caoz
Sóley Stefánsdóttir,
grafískur
hönnuður
Rakel Garðarsdóttir,
framkvæmdastjóri
Vesturports
Ragnhildur
Geirsdóttir,
forstjóri Promens
Alan Dukes, Director
General, Institute for
European Affairs
Frank Barry, Prof. of
International Business
and Development
Paedar Kirby, Prof. of
International Politics
and Public Policy
Baldur Þórhallsson
form. stjórnar
Rannsóknaseturs
Katrín Ólafsdóttir,
Associate Professor,
Reykjavík University
Frú Vigdís
Finnbogadóttir
fv. forseti Íslands
Kristrún Heimisdóttir,
aðstoðarmaður
utanríkisráðherra
Commentator
XXX
Landsbankinn styrkir ráðstefnuhaldið