Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 17
EIGNAUMBOÐIÐ
Frábær kaupauki
Ef þú kaupir eign í september færðu húsgögn að eigin vali á nýja heimilið þitt frá
húsgagnaverslun Euromarina Home að upphæð kr. 270.000. (3000 evrur) í kaupbæti.
Kristinn
Viðskiptafr. og
lögg. fasteignas.
Leó E. Löve
hrl. og lögg.
fasteignasali
Aðalheiður
lögg. fasteignas.
Listin að lifa ...
Skúlagata 32-34 - sími 580 4600 - www.eignir.is
Íbúðir, raðhús og einbýlishús
Spennandi eignir og heillandi lífstíll á Spáni
Euromarina hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga
fyrir gæði, þjónustu og vönduð vinnubrögð.
Þér er boðið á sýningu í dag sunnudag
kl. 12-17 að Skúlagötu 32-34
Brynja Geirsdóttir
Skrifstofustjóri
Ókeypis skoðunarferðir fyrir viðskiptavini
væri fyrir kaupum á nýrri ferju í
sjöttu grein fjárlaga 2006. Hún hafi
verið inni í upphaflega frumvarpinu,
svo rétt tæp tvö ár séu liðin frá því að
tillaga að þeirri heimild leit dagsins
ljós. Heimildin sé enn til staðar í fjár-
lögum þessa árs, óbreytt. „Þetta er
heimild fyrir hvoru tveggja, að selja
ferjuna Sæfara og kaupa nýja ferju.
Það er algengt að van- eða ónýttar
heimildir séu nýttar til annarra fram-
kvæmda sem heimildir eru fyrir í
fjárlögum. Það var gert í þessu tilfelli.
Slíkt verklag er viðurkennt og hefur
verið það lengi,“ sagði Árni í Morg-
unblaðinu 17. ágúst sl.
Árni neitaði því jafnframt að vinnu-
brögðum í fjármálaráðuneyti væri
ábótavant. Allar heimildir séu fyrir
hendi og Vegagerðin hefði aldrei farið
út fyrir fjárheimildir sínar, heldur
alltaf verið með afgang. Miðað við
fyrrnefnda fjárlagaheimild og fyr-
irliggjandi samgönguáætlun sé ekki
annað að sjá en Vegagerðin hafi
heimild fyrir kostnaðinum. „Gagn-
vart fjármálaráðuneytinu er Vega-
gerðin ekki komin yfir á rautt. Svo
má hins vegar deila um það hvort
skynsamleg leið hafi verið farin til að
bæta ferjusamgöngur til Gríms-
eyjar,“ sagði hann.
Sjálfsagt eru ekki öll kurl komin til
grafar í þessu máli en heimildarmenn
Morgunblaðsins benda á að ef þessu
viðhafða verklagi yrði breytt myndi
það geta hægt verulega á fram-
kvæmdum hins opinbera.
Einar Hermannsson tók við Oileá-
in Árann í Galway 2. desember 2005
fyrir hönd Vegagerðarinnar og samdi
um lækkun hafnargjalda við hafn-
arstjórn Galway á meðan skipið lægi í
Galway í eigu Vegagerðarinnar og
samdi einnig um öryggisgæslu fyrir
skipið á sama tíma.
Önnur bein afskipti Einars af Oi-
leáin Árann fólust síðan í því, í sam-
ráði við Vegagerðina, að gera skipið
haffært og birgja og manna það fyrir
heimsiglingu í apríl 2006. Þá aflaði
hann einnig að beiðni Vegagerð-
arinnar tilhlýðilegra trygginga á
skipinu í vörslunni, heimsiglingunni
og síðan þegar skipið hefur verið í
viðgerðum og endurbótum. Einnig sá
hann að beiðni Vegagerðarinnar um
að skrá skipið á íslenska skipaskrá.
Að beiðni Vegagerðarinnar þá aflaði
Einar einnig frá Bretlandi allra frum-
gagna um skipið, þ.e. teikninga,
handbóka o.s.frv. Að lokum gerði
hann að beiðni Vegagerðarinnar ís-
lenska þýðingu á útboðslýsingu sem
aldrei var notuð og hefur að beiðni
Vegagerðarinnar setið sem áheyrn-
arfulltrúi allmarga fundi Vegagerð-
arinnar og Navis.
Sæfari Menn geta þurft að stíga ölduna á Grímseyjarsundi ef veðurguðirnir eru þannig upplagðir, líkt og sést á Sæfara hér.