Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Á grundvelli kostnaðaráætlunar og útboðs-lýsingar Navis-Fengs buðu Ríkiskaupverkefnið við endurbætur og viðgerðir á
Oileáin Árann út á Evrópska efnahagssvæðinu í
desember 2005 og janúar 2006, eins og lög gera
ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins óskaði verkfræðistofan eftir mun
rýmri tíma til að leysa verkefnið en hún fékk á
endanum. Af einhverjum ástæðum virðist hafa
legið á því að bjóða verkið út en sem kunnugt er
rennur undanþága Sæfara ekki út fyrr en 1. júlí
2009.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram
að töluverðrar óánægju hafi gætt meðal inn-
lendra hagsmunaaðila, þ.á m. hjá Félagi járn-
iðnaðarmanna, með tiltekin skilyrði útboðslýs-
ingar. „Þau skilyrði sem fundið var að lutu að
verktryggingu, gæðavottun á viðgerðaraðstöðu
og einum lið í matslíkani útboðsins. Félag járn-
iðnaðarmanna sendi alþingismönnum m.a. bréf,
þar sem því var haldið fram að í útboðsgögn-
unum væru sett skilyrði sem gerðu íslenskum
skipasmíðastöðvum erfitt fyrir að bjóða í og
jafnvel ómögulegt að fá verkið. Af þessu tilefni
fór fjármálaráðuneytið þess á leit að Ríkiskaup
tækju til skoðunar hvort bregðast mætti við
ábendingum félagsins. Ríkiskaup brugðust við
ábendingum frá fjármálaráðuneytinu með því
að slaka nokkuð á umræddum kröfum og
breyttu útboðslýsingunni í samræmi við það,“
segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Þar segir ennfremur: „Í svari sínu frá 30. jan-
úar 2006 við erindi fjarmálaráðuneytisins tóku
Ríkiskaup engu að síður fram að upphaflegar
kröfur, skilmálar og matslíkan útboðsins hefðu
endurspeglað markmið kaupanda með útboð-
inu. Með því að breyta þeim hefðu líkur minnk-
að á því að þessi markmið næðust með útboð-
inu.“
Aðeins eitt tilboð gilt
Sex tilboð bárust (sjá töflu), tvö innlend og
fjögur erlend. Aðeins eitt þeirra reyndist gilt,
frá litháísku skipasmíðastöðinni JSC Western
Shiprepair, og var það jafnframt lægst. Lithá-
arnir féllu hins vegar frá tilboðinu þar sem ljóst
var að þeim höfðu orðið á mistök við frágang á
því. Af ástæðum sem fjallað er um í samtali við
Júlíus S. Ólafsson, forstjóra Ríkiskaupa, var að
lokum gengið til samninga við Vélsmiðju Orms
og Víglundar ehf. í Hafnarfirði (VOOV) en hún
átti næstlægsta tilboðið. Samningurinn var upp
á 1,3 milljónir evra eða tæpar 116 m.kr. miðað
við gengið á þeim tíma.
Menn sem þekkja til og Morgunblaðið hefur
rætt við eru sammála um að tilboðin hafi á
heildina litið verið lág. Sem dæmi um það var
nefnt að svo mikinn áhuga hafi Slippurinn á Ak-
ureyri haft á verkefninu að hann hafi nánast
farið niður í kostnaðarverð – eigi að síður átti
Slippurinn hæsta tilboðið.
Það er mat heimildarmanna Morgunblaðsins,
sem þekkja vel til málsins, að auðveldlega hefði
mátt ná samkomulagi við Litháana ef vilji hefði
verið fyrir hendi. Mistök þeirra við tilboðsgerð-
ina hafi verið óveruleg. Þeir hafi ekki gert ráð
fyrir málningu. Ekki vilja menn fullyrða um það
hver heildarkostnaðurinn við endurbæturnar
hefði orðið þar eystra en eru þó á einu máli um
að hann hefði orðið mun lægri en í Hafnarfirði.
Sömu heimildarmenn eru sammála um að
ekki hafi átt að semja við VOOV um verkið, þar
sem fyrirtækið hafi ekki faglegar forsendur til
að leysa svona viðamikið verkefni af hendi. Það
hafi komið á daginn.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
var hart lagt að forsvarsmönnum VOOV að fara
utan og skoða skipið en það töldu þeir ekki
nauðsynlegt þar sem nægjanlegar upplýsingar
um ástand þess lægju fyrir í formi verklýs-
ingar, teikninga af skipinu og ljósmyndum til að
þeir gætu fullyrt að ekkert þyrfti að koma þeim
á óvart sem hefði áhrif á tilboð þeirra og það
sem þar er innifalið. Munu þeir hafa undirritað
skjal þessa efnis.
Verkinu stýrt til Íslands
Heimildarmenn Morgunblaðsins segja það
ekkert vafamál að verkinu hafi verið stýrt hing-
að heim til að gæta hagsmuna íslensks skipa-
iðnaðar. Skýr pólitískur vilji hafi verið fyrir því
að verkið yrði unnið hér heima. Það sjáist best á
því að útboðslýsingu var breytt til að koma til
móts við VOOV. Enginn heimildarmanna
Morgunblaðsins treysti sér þó til að segja til um
hvaðan þessi „pólitíski vilji“ væri sprottinn. Það
lægi þó fyrir að það var fjármálaráðuneytið sem
beitti sér fyrir því að slakað var á útboðs-
kröfum.
Vegagerðin fór þess á leit við Navis að stofan
annaðist eftirlit með framkvæmdinni. Í skýrslu
Ríkisendurskoðunar er sagt að sú ákvörðun að
ráða eftirlitsaðila til verksins hafi verið eðlileg
en valið á eftirlitsaðila umdeilanlegt í ljósi þess
að sama aðila og vann útboðslýsingu var einnig
falið að annast eftirlit með verkinu. „Þetta hef-
ur valdið töluverðum erfiðleikum í samskiptum
VOOV, eftirlitsaðilans og Vegagerðarinnar.
Verksalinn hefur m.a. haldið því fram í
tengslum við ágreining sem hefur komið upp
um túlkun tiltekinna ákvæða samningsins að
eftirlitsaðilinn væri í þeirri stöðu að þurfa að
verja ónákvæma útboðslýsingu sem hann sjálf-
ur samdi.“
Þetta mun eigi að síður vera algengt fyr-
irkomulag hér á landi.
Sáu snemma fram á erfiðleika
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
Navis hafi tiltölulega snemma talið sig sjá fram
á erfiðleika VOOV við að ljúka við samninginn
eins og stefnt væri að en verklok samkvæmt
samningi áttu að vera 31. október 2006. Er talið
að það hafi m.a. stafað af því að vélsmiðjan hafi
séð fram á erfiðleika við að standa við samning-
inn fjárhagslega. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins bendir þetta einnig til þess að
þessi vandi hafi að einhverju leyti haft bein
áhrif á mikinn fjölda og hátt verðlag aukaverka.
Ágreiningur kom upp varðandi karma og
umgjarðir lokunar- og lestunarbúnaðar sem
verkkaupi sá um að útvega frá framleiðanda í
Noregi. Á tveimur fundum um mánaðamótin
júlí-ágúst 2006 varð niðurstaðan sú að vísa
ágreiningi þessum til Héraðsdóms Reykjavík-
ur, eins og samningur kvað á um í tilvikum sem
þessum, en ekki var frekar aðhafst í málinu.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
rætt hafi verið alvarlega um að nota heimild í
samningi til að rifta honum þegar á þessum
tímapunkti en frá því var horfið. Mun þessi um-
ræða bæði hafa farið fram hjá Navis og Vega-
gerðinni.
Í framhaldi af þessu skilaði VOOV nýrri
verkáætlun í byrjun október 2006, eða mánuði
seinna en farið hafði verið fram á, og gerði þá
ráð fyrir verklokum 1. mars 2007 sem þýddi
fjögurra mánaða töf á verkinu.
Heldur þótti eftirlitsaðila verkinu miða hægt
og eftir fund, sem Vegagerðin boðaði í byrjun
janúar á þessu ári, var VOOV sent harðort bréf
um miðjan þann mánuð. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins svaraði lögfræðingur VOOV
því bréfi fullum hálsi tveimur dögum síðar.
Ný verkáætlun var svo móttekin 19. janúar,
þar sem gert er ráð fyrir verklokum 25. maí
2007.
18. desember 2006 var vélsmiðjunni tilkynnt
að hún þyrfti að gera skriflega grein fyrir stöðu
mála varðandi framvindu samningsverks og
aukaverka sem ekki var á hreinu. Greiðslur
höfðu fram að því farið fram samkvæmt mati
eftirlitsmanns í samráði við VOOV eins og gert
var ráð fyrir í samningum. Þegar hér er komið
sögu var aftur á móti komin upp sú staða að að-
ilar voru ekki sammála um framvinduna og var
því ofangreind krafa sett fram skriflega. Mun
það hafa verið gert munnlega nokkru áður.
Umbeðin greinargerð frá VOOV barst nokkru
síðar, eða 22. mars 2007.
Ágreiningur um aukaverk
Ágreiningur verkkaupa og VOOV hefur að
mestu snúist um aukaverk. Samkvæmt samn-
ingi átti samþykktarferli aukaverka að vera
eins og venja er í slíkum samningum. Fá átti
skrifleg tilboð sem skriflega voru svo samþykkt
eða hafnað. Í sumum tilvikum þurfti ekki á því
að halda, þar sem ganga mátti út frá eining-
arverðum.
Um þennan þátt málsins segir í greinargerð
Ríkisendurskoðunar: „VOOV hefur nær aldrei
skilað formlegum tilboðum í aukaverk þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir eftirlitsaðila til að fá
slík tilboð. Verkin hafa þrátt fyrir það verið
unnin og Vegagerðin greitt fyrir þau, þó að
henni hafi nær undantekningarlaust þótt þau
mjög dýr og jafnvel þótt formlegir reikningar
hafi ekki borist. Það er alkunna að því umfangs-
meiri sem aukaverk eru í þessari iðngrein og
því formlausari sem þau eru þeim mun veikari
verður staða verkkaupans.“
Ennfremur segir í greinargerðinni: „Þessi
staða einkennir að nokkru leyti stöðu aðila í
þessu máli. Ástæða er til að nefna að í útboðs-
gögnum var krafa um að bjóðendur skyldu upp-
fylla kröfur um ISO-vottað gæðakerfi eða sam-
bærilegt innra gæðakerfi. VOOV uppfyllti ekki
þær kröfur og því var í upphafi óvíst hvernig
gæðamálum var háttað innan fyrirtækisins.“
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
þetta fyrirkomulag hafi haldið áfram eftir að
ákveðið hafði verið að vísa ágreiningi verk-
kaupa og verksala til Héraðsdóms Reykjavíkur,
þ.e. VOOV hélt áfram að byrja á verkum sem
vélsmiðjan taldi til aukaverka en fulltrúi verk-
kaupa ekki og krafðist svo greiðslu fyrir.
Verkstjórn losaraleg
Að mati Ríkisendurskoðunar má gera ýmsar
athugasemdir við hvernig verksalinn hefur
staðið að verkinu. „Þar má í fyrsta lagi nefna að
allt formlegt utanumhald um verkið og verk-
stjórn þess virðist hafa verið nokkuð losaralegt.
Kröfum verkkaupa um verkáætlanir eða upp-
færslu þeirra var ekki sinnt fyrr en seint og um
síðir þrátt fyrir ítrekaðar kröfur og aðvaranir.
Langtímum samanvirðist ekki hafa verið unnið
af fullum krafti við verkið. Þó að aukaverk hafi
verið mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi
skýra þau alls ekki þá miklu töf sem hefur orðið
á verkinu,“ segir í greinargerðinni.
Þess má geta að tafabætur eru löngu hættar
að skipta máli. Samkvæmt samningi eru þær
0,5% af samningsverði á dag, en að hámarki
10% af samningsverði, þ.e. 130.000 evrur eða
tæplega hálf tólfta milljón króna.
Þar til nú nýlega var lítið sem ekkert unnið
við ferjuna frá því snemma í júní og hefur verk-
taki gefið þá skýringu að töf hafi orðið á
greiðslum til sín. Nú er gert ráð fyrir verklok-
um 28. nóvember nk. Hvort sú áætlun heldur
verður að koma í ljós en flestir heimildarmenn
Morgunblaðsins draga það í efa. Standist áætl-
unin ekki kemur, að því er Morgunblaðinu
skilst, til álita að rifta samningnum við VOOV
en menn telja þó ólíklegt að það verði gert fyrr
en í fulla hnefana. Þá mun það vera VOOV í hag
að ólíklegt er að ferjan verði tekin í notkun fyrr
en sumaráætlun gengur í garð 1. júní á næsta
ári. Svo er að sjá hvort það verður gerlegt.
Leitað var til Eiríks Orms Víglundssonar,
forstjóra VOOV, við vinnslu þessarar úttektar
en hann hafnaði því að ræða við blaðið. Vísaði
þess í stað til fyrri orða sinna í fjölmiðlum, við
þau væri engu að bæta. Í samtali við Morg-
unblaðið 15. ágúst sl. sagði Eiríkur m.a.:
„Vandamálið er ekki verktakanum að kenna
heldur ráðgjöfunum.“
Línur teknar að skýrast
varðandi heildarkostnað
Áætlun Navis gerði ráð fyrir að heildarkostn-
aður við endurbætur á Oileáin Árann yrði frá
127 til 157 milljónir króna. Línur eru nú teknar
að skýrast varðandi endanlegan kostnað. Eins
og fyrr segir er kostnaður vegna samningsins
við VOOV 1,3 milljónir evra, eða 99 m.kr. Verk
sem ekki voru innifalin í útboði skiptast í fjóra
flokka:
Kostnaður vegna óska Grímseyinga um við-
bótarverk eftir að verkið hófst er 395.000 evrur.
Þar í er innifalinn afleiddur aukakostnaður
vegna nýsmíða, viðbóta og vökvaknúins lúgu-
búnaðar sem ekki var hægt að sjá fyrir við út-
boð vegna skorts á nægjanlega greinagóðum
upplýsingum um búnaðinn á þeim tíma.
Kostnaður við öryggiskröfur er 95.000 evrur.
Innifalið er ýringarkerfi, sem innifalið var í út-
boði, en fellt út í samningaviðræðum við VOOV
til að greiða fyrir því að samningar tækjust.
Kostnaður við óvænta galla er 715.000 evrur.
Hér munar mest um bolviðgerðir sem farið var
fram á á seinni stigum af flokkunarfélagi skips-
ins, Lloyds Register. Flokkast þær undir
óvænta galla þar sem búið var að skoða skipið.
Að áliti sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi
við eru þessar viðgerðir fyrst og fremst gerðar
á forsendum útlits en ekki öryggis.
Kostnaður við aðrar kröfur er 780.000 evrur.
Hér ræðir að miklu leyti um atriði sem verk-
kaupi hefur orðið að gangast við til að ná sáttum
við verktaka en hefur talið vera innifalin í samn-
ingi.
Samtals eru þetta 3.286.000 evra eða um 260
milljónir króna. Það er 162% hærri fjárhæð en
samið var um við VOOV og um 333% hærri en
ríkisstjórnin samþykkti í apríl 2005. Þá er ótal-
inn annar kostnaður Vegagerðarinnar vegna
eftirlits og annarra atriða, auk þess sem enn er
nokkuð af aukaverkum eftir. Í ljósi þessa er
gert ráð fyrir því í greinargerð Ríkisendurskoð-
unar að heildarkostnaðurinn vegna ferjunnar
verði a.m.k. 500 milljónir króna.
Hálfgerður bastarður?
Meðal sérfræðinga sem Morgunblaðið leitaði
til eru skiptar skoðanir um það hversu vel hafi
tekist til við endurbæturnar á Oileáin Árann.
Flestir eru sammála um að ekki hefði þurft að
breyta skipinu svona mikið og sumir telja meira
að segja að allar þessar breytingar verði ekki
skipinu til góðs. „Skipið er að verða hálfgerður
bastarður,“ sagði einn viðmælenda blaðsins.
Sami aðili er sannfærður um að Grímseyingar
muni eftir allt sem á undan er gengið aldrei
fella sig við skipið, þrátt fyrir að þeir hafi haft
veruleg áhrif á gang mála á endurbótaferlinu,
og skipið muni aldrei sigla á Grímseyjarsundi.
„Grímseyingar vilja ekki sjá skipið og besti
kosturinn í stöðunni er að klára endurbæturnar
og selja skipið úr landi. Þá eru menn að vísu aft-
ur komnir á byrjunarreit en það er eigi að síður
skásti kosturinn í stöðunni,“ segir hann. Að-
spurður um hugsanlegt söluverð nefndi hann án
ábyrgðar töluna 300 milljónir.
Þetta verður að teljast býsna langsótt nið-
urstaða, alltént hefur Morgunblaðið heimildir
fyrir því að afar líklegt þyki að Grímseyingar
muni á endanum sætta sig við hið nýja skip að
loknum endurbótum enda þótt þeim þyki málið
allt hið leiðinlegasta og byggðarlaginu síst til
framdráttar.
Þá eru flestir heimildarmenn blaðsins á því
að skipið verði á endanum býsna gott og muni
duga vel og lengi til Grímseyjarsiglinga – „þeg-
ar það loksins kemst í notkun“.
Eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar birtist
fól Kristján L. Möller samgönguráðherra Vega-
gerðinni að mynda þegar sérstakan verk-
efnahóp sem hefur það að markmiði að ljúka
verkinu og gæta hagsmuna ríkissjóðs.
Morgunblaðið/ÞÖK
Aukaverk Verkkaupi og verksali hafa túlkað samninginn
um endurbæturnar á ferjunni með afar ólíkum hætti.
NÚNINGUR VERKSALA OG VERKKAUPA
Morgunblaðið/ÞÖK
Nýja ferjan Ljóst er að verkinu mun í fyrsta lagi
ljúka rúmu ári á eftir upphaflegri áætlun.
!"
#$%&'()
*
+,
-./*
0
!!
"
#
$
%
!
"#$$
%&
'
("!
)
&'(
))*+
*
,
,
-
. /
*
012/2
')
3
22
' "#!!"4
5 ""4!4 %4
/
1 2 #"1 6 !!
.
$#12$#3&4
$#%$%#%2'
$#54&#''3
$#5&$#%33
$#422#5$'
$#(4(#41&
7
61
8 2 2
!!54954"
**+,-+*.*
**-/-.-*0
*1*,.2-**
*1+/-,2-1
*+*-,.0.,
*+-31-.,,
8
Endurbætur á ferjunni
NÝ GRÍMSEYJARFERJA