Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Heleen Mees Vinnandi konur um allan heim hafa löngum kvartað undan óréttlætinu, sem liggur í því að þær fái lægri laun en karlar. En launamunurinn á körlum og konum er ekki bara óréttlátur. Hann er einnig skaðleg- ur í efnahagslegum skilningi. Hagfræðingar hjá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum hafa reiknað út að „kynjabilið“ rýri hagvöxt um marga milljarða dollara á ári. Þver- skurður af 40 fátækum og ríkum löndum sýnir að það er sterkt sam- band milli efnahagslegrar og fé- lagslegrar stöðu kvenna og al- menns hagvaxtar. Skortur á menntun kvenna, heilsugæslu og efnahagslegum og félagslegum tækifærum bæði almennt og miðað við karla hamlar hagvexti. Á hinn bóginn vinnur hagvöxtur á móti slæmri stöðu kvenna. UNICEF greinir frá því í Staða barna í heiminum 2007 (The State Of The World’s Children 2007) að jafnréttindi kynjanna borgi sig tvö- falt: heilbrigðar, menntaðar konur ali upp heilbrigð, menntuð börn. Samkvæmt UNICEF finna konur til meiri ábyrgðar en karlar á heimilishaldinu og þær verja meiri peningum í mat, lyf og menntun barna. En lausnin, sem UNICEF leggur til við vandanum – að gera konur ábyrgar fyrir heimilishaldinu og barnauppeldinu – er í raun or- sök vandans. Bölvun eða blessun Í raun er tvöfaldi ávinningurinn bölvun fremur en blessun vegna þess að hann bindur konur við heimilið. Hætta ber aðgerðum, sem miða að því að rækta hefðbundið hlutverkamynstur. Þess í stað ætti að hvetja til þess að konur fái efna- hagslegt vald til að hjálpa til við að ýta undir hagvöxt. Sannanir fyrir þessu má finna í Vestur-Evrópu. Samkvæmt hol- lensku sagfræðingunum Tine de Moor og Jan Luyten van Zanden má rekja uppgang kapítalisma og vaxandi velmegun í hinum vest- ræna heimi til rofsins við feðra- veldið í Evrópu seint á miðöldum (1200-1500). Hætt var að ákveða hverjum stúlkur skyldu giftast og þær gátu valið sér maka. Fyrir vik- ið varð það þess virði fyrir foreldra að fjárfesta í menntun og vellíðan dætra sinna. Þetta leiddi til þess að á næstu fimm öldum urðu meiri framfarir í evrópskum efnahag en kínverskum. Hins vegar hefur taflið nú snúist við. Eins og bent var á í vikuritinu The Economist í fyrra eru konur orðnar aflvaki vaxtar í heiminum, sérstaklega í Kína og öðrum As- íulöndum. Hagkerfin í Asíu virðast nýta sér mun betur krafta kvenna en Evrópuríkin. Fleiri konur vinna í Asíu og þær vinna lengur auk þess sem þær eru fljótari að klífa upp valdastigann í fyrirækjum en evrópskar konur. Á Filippseyjum eru konur í háum stjórnunarstöðum í 89% fyrirtækja. Kína, Hong Kong, Indónesía, Taív- an og Singapore fylgja fast á eftir í þessum efnum. Meira að segja á Indlandi þar sem helmingur stúlkna og kvenna er ólæs eru fleiri konur í háum stöðum en í löndum á borð við Þýskaland og Holland. Konur í Evrópu brúuðu mennta- bilið milli sín og karla fyrir löngu. Engu að síður er það enn svo að konur eru aðeins í 8,5% sæta í stjórnum fyrirtækja. Fyrir utan Skandinavíu stendur fjöldi kvenna í stjórnum helstu fyrirtækja Evrópu í stað. Að hluta til er þetta klassískt dæmi um innanbúðar- og utan- Dýrkeypt kynjabil Reuters Forskot kvenna í Asíu Á Indlandi er um helmingur stúlkna og kvenna ólæs, en engu að síður er hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum fyrirtækja hærra en í löndum á borð við Holland og Þýskaland. Í HNOTSKURN »Á Íslandi er þátttakakvenna á vinnumarkaði með því mesta sem gerist, en það skilar sér ekki í fram- gangi kvenna. »Árið 2006 voru á Íslandisamkvæmt fyrirtækjaskrá 9140 karlar (82%) fram- kvæmdastjórar, en 2076 kon- ur (18%). »Á undanförnum tveimurárum hefur konum í stjórnum 100 stærstu fyr- irtækjanna á Íslandi fækkað úr 12% í 8%. » Í 71 fyrirtæki á Íslandi erengin kona í stjórn og eng- in kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll OMX á Ís- landi. Karlar ráða sömuleiðis mestu í stjórnum lífeyrissjóða. »Samkvæmt rannsókn frá2004 er kynbundinn launa- munur á Íslandi 28% en með- altalið í Evrópusambandinu 15%. JAFNRÉTTI» Launamisréttið milli karla og kvenna er ekki aðeins óréttlátt, heldur óhagkvæmt  Hagkerfi í Asíu virðas kvenna mun betur en Evrópuríkin  Menntabilið löngu brúað í Evrópu en gap milli karla og kvenna í stjór Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þegar Kasper Schmeichelstillti sér upp andspænisRobin van Persie á ögur-stundu á vítapunktinum á Emirates-leikvanginum í Lund- únum fyrr í haust mátti heyra saumnál detta. Sextíu þúsund manns héldu niðri í sér andanum. Nærvera hins unga Dana var svo yfirþyrmandi að van Persie, ein besta skytta ensku úrvalsdeild- arinnar, leit lúpulegur undan. Í huga hans var engu líkara en sjálf- ur Clint Eastwood væri genginn á hólm. Það vantaði bara vindla- reykinn. Í innstu heilastöðvum hljómaði dramatísk tónlist meist- ara Ennios Morricones: A-a, a-a … Schmeichel hörfaði á endanum aftur á línuna, ósigraður á því augnabliki, og gaf áskoranda sín- um svigrúm til að framkvæma spyrnuna. Og viti menn – hann varði með tilþrifum. Hvað annað? Hann er karakter þessi tvítugi piltur. Á því leikur enginn vafi. Enda á hann ekki langt að sækja það, sonur eins svipmesta og besta markvarðar mannkynssögunnar, Peters Schmeichels, sem m.a. gerði garðinn frægan með Man- chester United. Það er því kald- hæðni örlaganna að pilturinn skuli nú skrýðast búningi erkióvinarins, Manchester City. Kasper Peter Schmeichel leit fyrst dagsins ljós í kóngsins Kaup- mannahöfn 5. nóvember 1986. Hann sleit ófáum skópörunum í Manchester en faðir hans lék með United um átta ára skeið, frá 1991- 99. Enda þótt það hljóti að teljast óðs manns æði ákvað ungi mað- urinn snemma að feta í fótspor föður síns sem segir sína sögu um hugprýði hans og viljastyrk. Eldskírn í Darlington City tók Schmeichel upp á sína arma fyrir fimm árum en á þeim tíma var karl faðir hans í röðum félagsins. Hlaut hann hefðbundna skólun í margrómaðri ungmenna- akdemíu hinna heiðbláu sem m.a. hefur getið af sér í seinni tíð Micah Richards og Michael Johnson. Fyrstu skref sín í meistaraflokki steig Schmeichel sem lánsmaður hjá Darlington og í kjölfarið komu lánsferðir til Bury og Falkirk. Samtals lék hann 44 leiki fyrir þessi lið. Kappinn var því ekki alveg blautur bak við eyrun þegar ný- skipaður knattspyrnustjóri City, Sven-Göran Eriksson, kvaddi hann til leiks í haust vegna þum- almeiðsla aðalmarkvarðar City, Vantar bara vindlareykinn Föðurbetrungur? Kasper Schmeichel hefur þegar sýnt að hann er skrautlegur leikmaður eins og faðir hans. Framtíðin er svo sannarlega björt. Kasper Schmeichel fetar í fótspor föður síns, Peters, í ensku knattspyrnunni KNATTSPYRNA» Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.