Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 22

Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 22
22 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Heleen Mees Vinnandi konur um allan heim hafa löngum kvartað undan óréttlætinu, sem liggur í því að þær fái lægri laun en karlar. En launamunurinn á körlum og konum er ekki bara óréttlátur. Hann er einnig skaðleg- ur í efnahagslegum skilningi. Hagfræðingar hjá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum hafa reiknað út að „kynjabilið“ rýri hagvöxt um marga milljarða dollara á ári. Þver- skurður af 40 fátækum og ríkum löndum sýnir að það er sterkt sam- band milli efnahagslegrar og fé- lagslegrar stöðu kvenna og al- menns hagvaxtar. Skortur á menntun kvenna, heilsugæslu og efnahagslegum og félagslegum tækifærum bæði almennt og miðað við karla hamlar hagvexti. Á hinn bóginn vinnur hagvöxtur á móti slæmri stöðu kvenna. UNICEF greinir frá því í Staða barna í heiminum 2007 (The State Of The World’s Children 2007) að jafnréttindi kynjanna borgi sig tvö- falt: heilbrigðar, menntaðar konur ali upp heilbrigð, menntuð börn. Samkvæmt UNICEF finna konur til meiri ábyrgðar en karlar á heimilishaldinu og þær verja meiri peningum í mat, lyf og menntun barna. En lausnin, sem UNICEF leggur til við vandanum – að gera konur ábyrgar fyrir heimilishaldinu og barnauppeldinu – er í raun or- sök vandans. Bölvun eða blessun Í raun er tvöfaldi ávinningurinn bölvun fremur en blessun vegna þess að hann bindur konur við heimilið. Hætta ber aðgerðum, sem miða að því að rækta hefðbundið hlutverkamynstur. Þess í stað ætti að hvetja til þess að konur fái efna- hagslegt vald til að hjálpa til við að ýta undir hagvöxt. Sannanir fyrir þessu má finna í Vestur-Evrópu. Samkvæmt hol- lensku sagfræðingunum Tine de Moor og Jan Luyten van Zanden má rekja uppgang kapítalisma og vaxandi velmegun í hinum vest- ræna heimi til rofsins við feðra- veldið í Evrópu seint á miðöldum (1200-1500). Hætt var að ákveða hverjum stúlkur skyldu giftast og þær gátu valið sér maka. Fyrir vik- ið varð það þess virði fyrir foreldra að fjárfesta í menntun og vellíðan dætra sinna. Þetta leiddi til þess að á næstu fimm öldum urðu meiri framfarir í evrópskum efnahag en kínverskum. Hins vegar hefur taflið nú snúist við. Eins og bent var á í vikuritinu The Economist í fyrra eru konur orðnar aflvaki vaxtar í heiminum, sérstaklega í Kína og öðrum As- íulöndum. Hagkerfin í Asíu virðast nýta sér mun betur krafta kvenna en Evrópuríkin. Fleiri konur vinna í Asíu og þær vinna lengur auk þess sem þær eru fljótari að klífa upp valdastigann í fyrirækjum en evrópskar konur. Á Filippseyjum eru konur í háum stjórnunarstöðum í 89% fyrirtækja. Kína, Hong Kong, Indónesía, Taív- an og Singapore fylgja fast á eftir í þessum efnum. Meira að segja á Indlandi þar sem helmingur stúlkna og kvenna er ólæs eru fleiri konur í háum stöðum en í löndum á borð við Þýskaland og Holland. Konur í Evrópu brúuðu mennta- bilið milli sín og karla fyrir löngu. Engu að síður er það enn svo að konur eru aðeins í 8,5% sæta í stjórnum fyrirtækja. Fyrir utan Skandinavíu stendur fjöldi kvenna í stjórnum helstu fyrirtækja Evrópu í stað. Að hluta til er þetta klassískt dæmi um innanbúðar- og utan- Dýrkeypt kynjabil Reuters Forskot kvenna í Asíu Á Indlandi er um helmingur stúlkna og kvenna ólæs, en engu að síður er hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum fyrirtækja hærra en í löndum á borð við Holland og Þýskaland. Í HNOTSKURN »Á Íslandi er þátttakakvenna á vinnumarkaði með því mesta sem gerist, en það skilar sér ekki í fram- gangi kvenna. »Árið 2006 voru á Íslandisamkvæmt fyrirtækjaskrá 9140 karlar (82%) fram- kvæmdastjórar, en 2076 kon- ur (18%). »Á undanförnum tveimurárum hefur konum í stjórnum 100 stærstu fyr- irtækjanna á Íslandi fækkað úr 12% í 8%. » Í 71 fyrirtæki á Íslandi erengin kona í stjórn og eng- in kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll OMX á Ís- landi. Karlar ráða sömuleiðis mestu í stjórnum lífeyrissjóða. »Samkvæmt rannsókn frá2004 er kynbundinn launa- munur á Íslandi 28% en með- altalið í Evrópusambandinu 15%. JAFNRÉTTI» Launamisréttið milli karla og kvenna er ekki aðeins óréttlátt, heldur óhagkvæmt  Hagkerfi í Asíu virðas kvenna mun betur en Evrópuríkin  Menntabilið löngu brúað í Evrópu en gap milli karla og kvenna í stjór Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þegar Kasper Schmeichelstillti sér upp andspænisRobin van Persie á ögur-stundu á vítapunktinum á Emirates-leikvanginum í Lund- únum fyrr í haust mátti heyra saumnál detta. Sextíu þúsund manns héldu niðri í sér andanum. Nærvera hins unga Dana var svo yfirþyrmandi að van Persie, ein besta skytta ensku úrvalsdeild- arinnar, leit lúpulegur undan. Í huga hans var engu líkara en sjálf- ur Clint Eastwood væri genginn á hólm. Það vantaði bara vindla- reykinn. Í innstu heilastöðvum hljómaði dramatísk tónlist meist- ara Ennios Morricones: A-a, a-a … Schmeichel hörfaði á endanum aftur á línuna, ósigraður á því augnabliki, og gaf áskoranda sín- um svigrúm til að framkvæma spyrnuna. Og viti menn – hann varði með tilþrifum. Hvað annað? Hann er karakter þessi tvítugi piltur. Á því leikur enginn vafi. Enda á hann ekki langt að sækja það, sonur eins svipmesta og besta markvarðar mannkynssögunnar, Peters Schmeichels, sem m.a. gerði garðinn frægan með Man- chester United. Það er því kald- hæðni örlaganna að pilturinn skuli nú skrýðast búningi erkióvinarins, Manchester City. Kasper Peter Schmeichel leit fyrst dagsins ljós í kóngsins Kaup- mannahöfn 5. nóvember 1986. Hann sleit ófáum skópörunum í Manchester en faðir hans lék með United um átta ára skeið, frá 1991- 99. Enda þótt það hljóti að teljast óðs manns æði ákvað ungi mað- urinn snemma að feta í fótspor föður síns sem segir sína sögu um hugprýði hans og viljastyrk. Eldskírn í Darlington City tók Schmeichel upp á sína arma fyrir fimm árum en á þeim tíma var karl faðir hans í röðum félagsins. Hlaut hann hefðbundna skólun í margrómaðri ungmenna- akdemíu hinna heiðbláu sem m.a. hefur getið af sér í seinni tíð Micah Richards og Michael Johnson. Fyrstu skref sín í meistaraflokki steig Schmeichel sem lánsmaður hjá Darlington og í kjölfarið komu lánsferðir til Bury og Falkirk. Samtals lék hann 44 leiki fyrir þessi lið. Kappinn var því ekki alveg blautur bak við eyrun þegar ný- skipaður knattspyrnustjóri City, Sven-Göran Eriksson, kvaddi hann til leiks í haust vegna þum- almeiðsla aðalmarkvarðar City, Vantar bara vindlareykinn Föðurbetrungur? Kasper Schmeichel hefur þegar sýnt að hann er skrautlegur leikmaður eins og faðir hans. Framtíðin er svo sannarlega björt. Kasper Schmeichel fetar í fótspor föður síns, Peters, í ensku knattspyrnunni KNATTSPYRNA» Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.