Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 23

Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 23
garðsmenn. Yfirráð karla á mark- aðanum er eins og einokunarsam- tök, sem útiloka hæfileikaríkar konur frá bestu stöðunum. Að með- altali eru launin, sem konur fá í vasann, helmingur þess, sem karlar fá. Konur í hlutastörfum en karlar ekki En evrópskar konur geta einnig sjálfum sér um kennt. Í Evrópu- löndum á borð við Þýskaland og Holland kjósa konur með háskóla- menntun oft að vera heima þegar þær verða mæður eða vera í hluta- starfi. Aðeins ein af hverjum 10 konum með börn í sérfræðistöðu vinnur fulla vinnu í Hollandi, en hlutfallið meðal feðra í sömu stöðu er níu af hverjum 10. Það ætti því ekki að koma á óvart að atvinnu- rekendur taki konur ekki alvarlega. Framlag kvenna til hollensks efnahags er um 27%. Lauslegt mat sýnir að myndu konur vinna aðeins meira utan heimilisins og auka þannig framlag sitt til hollenska hagkerfisins í, segjum, 35%, myndi það gefa af sér 11% hagvöxt til við- bótar, sem þýddi um 60 milljarða evra á ári. Konur myndu enn að- eins vera hálfdrættingar á við karla í vinnu utan heimilisins, en með þeim viðbótarpeningum, sem konur myndu skaffa, gæti ríkisstjórnin séð um aldraða og samt haft millj- arða aflögu til að verja til skóla- mála og umönnunar barna. Það, sem á við í Hollandi og Evr- ópu, á við um allan heim: Það er ekki bara spurning um réttlæti að draga úr ójöfnuðinum milli karla og kvenna, það er einnig efnahagslega skynsamlegt. st nýta sér krafta rnum fyrirtækja Höfundur er hagfræðingur og lög- maður og býr í New York. ©Project Syndicate. Andreas Isakssons. Og Schmeichel hefur gripið tækifærið. Óhætt er að fullyrða að fáir leikmenn hafi vakið jafn mikla athygli í úrvals- deildinni í fyrstu umferðunum. Í fyrstu þremur leikjunum hélt hann hreinu, m.a. gegn Manchester United, og það var ekki fyrr en Cesc Fàbregas spilaði út trompi undir lok leiksins á Emirates- leikvanginum að hann var sigr- aður. Þá fékk hann á sig annað mark gegn Blackburn um síðustu helgi. En tvö mörk í fimm leikjum er ekki amalegur árangur og það sem meira er, Schmeichel hefur á köfl- um sýnt frábær tilþrif. Hann er bersýnilega magnaður skotstopp- ari og keppnismaður fram í fing- urgóma. Hversu marga tvítuga markmenn hafa menn séð bregða sér fram í hornspyrnu á lokamín- útunum – og ná skalla að marki? Enska landsliðið hefur líka rennt hýru auga til hans. En það verður ekki. Kasper er Dani og mun berjast á þeim vettvangi – rétt eins og Hamlet forðum. Sápa á tuðrunni? Ekki hefur haustið þó verið sam- felldur dans á rósum. Schmeichel hefur líka orðið á í messunni. Tuðran hefur á stundum brugðið sér í sápulíki í höndunum á honum, einkum eftir fyrirgjafir. Það hefur þó undantekning- arlaust bjargast. Þar segir reynsluleysið til sín og kannski ekki síður hæðarskorturinn. Schmeichel er aðeins 183 sm á hæð sem þykir ekki ýkja merkilegt þegar markvörður á í hlut. Faðir hans er t.a.m. tíu sm hærri. Það er vitaskuld alltof snemmt að segja fyrir um það hvort Ka- sper Schmeichel verður föðurbetr- ungur en hann á án efa eftir að setja sterkan svip á ensku úrvals- deildina um langa framtíð. Með eða án vindils. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 23 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu »Ég hefði ekki gert þetta enmér finnst þetta ekki skipta höfuðmáli. Geir H. Haarde forsætisráðherra um þá ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur utanríkisráðherra að kalla íslenskan friðargæsluliða heim frá Írak. »Við viljum ekki hafa fólk ofbjartsýnt núna af því að bjartsýnin er tengd kaupgleð- inni. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við grein- ingardeild Kaupþings banka, um hrær- ingar á mörkuðum, sem lítil sem engin áhrif virðast hafa á neyslu Íslendinga. Greiðslukortavelta Íslendinga innanlands jókst um tæp 15% í sumar. » Sumir starfsmennirnirþekkja ekkert nema góðærið sem hér hefur ríkt. Lars Jensen, aðstoðarbankastjóri Spare- kassen Sjælland, sem tekinn er að senda þjónustufulltrúa sína á námskeið til að kenna þeim að segja nei við óraunsæja við- skiptavini er sækjast eftir lánum. Eftir langvarandi þenslu er fasteignaverð tekið að lækka og vinna danskar lánastofnanir nú að því að laga sig að þeim umskiptum. » Það hefur verið vanrækt aðmínu viti að standa fyrir upp- lýstri umræðu um málið. Nú ætl- um við að reyna að bæta úr því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra um framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Heild- arkostnaður við framboðið er áætlaður um 320 milljónir króna. » Það má segja að það séófremdarástand hvað þetta lyf varðar. Aðalsteinn Aðalsteinsson rannsóknarlög- reglumaður um lyfið Rivotril, sem skráð er sem flogaveikilyf en mjög algengt er að síbrotamenn misnoti. Lyfið tengist fjölda afbrota og ódæðisverka sem framin hafa verið hér á landi. »Hér ber allt að sama brunni:Um er að ræða meiriháttar tækifæri fyrir Íslendinga. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um þann möguleika að hafinn verði stór- felldur rekstur netþjónabúa, sem er ákaf- lega orkufrekur, hér á landi. Risafyr- irtækið Microsoft er á meðal þeirra sem kanna fýsileika þess að hefja slíka starf- semi. » Þeim finnst það mjög sér-stakt að það sé einn maður í flestum hlutverkum hér. Þorleifur Hjalti Alfreðsson um útlendinga sem sækja Grímsey heim. Þorleifur Hjalti sinnti ellefu störfum í Grímsey á meðan flestir fullorðnir eyjarskeggjar voru í leyfi á Spáni. Ummæli vikunnar REUTERS Klukkuvörður Mike McCann klífur þrepin 292 upp í Big Ben í London. Nú er verið að gera við klukkuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.