Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 25
þeir standast vissulega kröfur um
mengun en ekki eyðslu. „Það er
einn ókostur en etanólið virkar
þannig að minna orkuinnihald er á
lítra en í hverjum lítra af bensíni.
Til að vera jafn vel settur varðandi
kostnað þarf etanólið því að vera
25-30% ódýrara en bensín því bíll-
inn eyðir meira.“
Sú er raunin í Svíþjóð þar sem
Egill segir að bensínið kosti um 10
sænskar krónur lítrinn en etanólið
7-7,50 kr.
„Þegar Svíarnir byrjuðu með
þetta var verðið svipað en síðan
hefur etanólverðið farið lækkandi.
Á síðustu árum hefur olíuverð
hækkað á heimsmarkaði á meðan
etanólið hefur staðið í stað. Ef
eitthvað, þá hefur framleiðslu- og
dreifingarkostnaður lækkað,“ segir
Egill og bætir við að enn sé ekki
komið á hreint hvað E85 eigi eftir
að kosta hérlendis en Olís er að
reikna verðið út núna fyrir Brim-
borg miðað við þær forsendur að
innflutningurinn sé í raun meiri en
þessir 2.000 lítrar.
Egill segir ennfremur áhuga-
verða spurningu hvort Íslendingar
geti framleitt eigið etanól. Það sé
ekki útilokað þegar markaður
verði til staðar fyrir það. Meðal
annars hafi Íslenska lífmassa-
félagið og einnig Háskólinn á Ak-
ureyri með Jóhann Örlygsson í
fararbroddi unnið að rannsóknum
hvað þetta varði.
„Með hverjum deginum verð ég
bjartsýnni á að svona verkefni
gangi upp. Það er að byggjast upp
þekking í samfélaginu á etanóli.
Þetta er bara spurning um tíma.
Svona verkefni er samvinnuverk-
efni bílaumboða, olíufélaga og
stjórnvalda. Stjórnvöld vilja auka
hlut visthæfra bíla, nú þarf að
standa við stóru orðin, koma þessu
af stað. Það þarf að búa til markað
en svo tekur markaðurinn bara
við.“
hugsaðupphátt
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 25
Ímjög íslenskri fyndni semskýtur alltaf annað slagiðupp kollinum segir af tveim-ur gáfumönnum sem eru að
ræða saman. Umræðuefnið er
staða ljóðsins.
Maður 1: Ég hef áhyggjur af
stöðu ljóðsins.
Maður 2: Staða ljóðsins? Ég
hélt að Sigurður Pálsson gegndi
henni.
Með reglulegu millibili verða
einhverjir til þess að lýsa djúpum
og þungum áhyggjum sínum af
stöðu ljóðsins. Þær snúast að-
allega um að fólk sé hætt að lesa
ljóð og skáld séu hætt að yrkja
ljóð að minnsta kosti eins góð ljóð
og þau ættu að gera og alls ekki
eins góð ljóð eins og þau gerðu í
gamla daga meðan ljóð voru ljóð
og skáld voru skáld.
Ég er aldeilis og gersamlega
sannfærður um að það verða fáir
feitir af því að yrkja ljóð og gefa
þau út í hörðum spjöldum. Þegar
ég hugsa málið betur man ég ekki
í svipinn eftir feitu skáldi nema
kannski einu soldið þybbnu en það
telst eiginlega ekki með því það er
ekkert sérstaklega gott skáld. En
um daginn þegar ég var úti að
skokka (sem er afar óskáldlegt) þá
fór ég í bríaríi að hugsa um stöðu
ljóðsins því það gerist ekki margt
þegar maður er úti að skokka og
ég hélt smástund að ég væri kom-
inn í hóp raunverulegra menning-
arvita en svo slokknaði ljósið.
Auðvitað er það eins og hver
önnur dauðans ekkisen bévuð vit-
leysa að staða ljóðsins sé eitthvað
bág. Ljóðið er í fínu formi – það
iðar og spriklar og ýlfrar og tístir.
Ljóðúlfurinn situr um nætur og
spangólar að fullu tungli lesand-
ans og veldur honum andvökum.
Ljóðið hefur sloppið út úr ljóða-
bókunum og minningargreinunum,
burt frá afmælisávörpunum, skóla-
ljóðunum og saknaðarkveðjunum
og leikur lausum hala hingað og
þangað um samfélagið. Það hopp-
ar og dansar í leikhúsunum, sést
eins og vofa bakvið heilu kaflana í
skáldsögum og lifir góðu lífi í pik-
köpplínum á börunum.
Samt grípa menn stundum til
örþrifaráða þegar áhyggjur af
stöðu ljóðsins eru alveg að ríða
þeim á slig. Þá efna þeir til sam-
keppni um besta ljóðið og skikka
sigurvegarann til að ganga í úlpu
látins þjóðskálds í heilt ár – eða
staulast við fúinn ljóðstaf. Slíkar
uppákomur vekja vissulega athygli
en ekki alltaf á réttum forsendum
eins og nýleg og grátbrosleg dæmi
sanna.
Þess eru dæmi að góðviljaðir ís-
lenskukennarar styrktir af Mjólk-
ursamsölunni láti heila árganga
grunnskólabarna yrkja ang-
urværar náttúrustemningar eða
feimnisleg ástarljóð sem síðan eru
prentuð aftan á mjólkurfernur fyr-
ir þjóðina að stauta yfir kornflex-
inu.
Þeir eru heppnir lesendurnir
sem byrja á fernunni á undan
Reykjavíkurbréfinu því þótt mjólk
komi ljóðum lítið sem ekkert við –
og öfugt auðvitað – þá er gott að
fara nestaður ljóðlínum inn í dag-
inn – þótt þær séu eftir 13 ára
Grafarvogsbúa sem hugsar eins og
leikjatölva.
En mikið væri skemmtilegt ef
einhver myndi snúa út úr þessari
stöðnuðu ímyndarherferð Mjólk-
ursamsölunnar og uppgötva fleiri
staði þar sem mætti ota ljóðum að
grunlausum vegfarendum í dags-
ins önn.
Ímyndum okkur ljóð sem væru
prentuð aftan á miðana í bíla-
stæðavélunum og dygðu til lesturs
þessa örskotsstund sem það tekur
að ganga með miðann að bílnum
aftur.
Eða börn í vinnuskóla sem
stæðu með ljóð á flettiskiltum við
umferðarljós og harðstrengdir bíl-
stjórar gætu rifið í sig eina sonn-
ettu eða svo áður en kýklópurinn
deplar gulgrænu auganu og rekur
þá af stað á ný.
Eða ljóð sem væru prentuð á
kassamiðana í ÁTVR, 10-11 eða
Bónus. Og fyrst við prentum ljóð
á mjólkurfernur af hverju ekki
utan á brennivínsflöskur,
túnfiskdósir, gosdrykkjaflöskur og
plastpoka? Hvar eru áfengisljóðin,
sykurlausu sonnetturnar, fljótandi
ferskeytlur, pakkaður prósi og
niðursoðnar vísanir.
Skáldið gæti stigið skrefið af
einmana síðum bókarinnar og
hjúfrað sig djúpt í hálsakot
hræddra neytenda sem bíða milli
vonar og ótta við kassann í
búðinni eftir heimildinni sem
kannski rennur út einmitt núna.
Enginn þekkir debetsins óvissa
tíma, hvenær kallið kemur og hinn
langi armur Reiknistofu bankanna
seilist í þig. Þá verður gott að
hafa huggandi ljóðlínur til að
hugsa um þegar maður töltir
tómhentur heim. Svona gæti ljóðið
læðst að grunlausum viðtakendum
og snúið þeim frá villu síns vegar.
Eða ekki.
Ha.
Þú mátt eiga þessa hugmynd,
kæri lesandi, og sæktu endilega
um stöðu ljóðsins ef hún verður
auglýst.
Staða ljóðsins?
Eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson