Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 26
kvikmyndir 26 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kr. 1450 fyrir fullorðna Kjötsúpa og ferjutollur Kr. 800 fyrir börn Heit samloka, safi og ferjutollur Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Kjötsúpa ogViðey Uppgötvaðu Viðey Veitingasala kl. 11:30 – 17:00 Í afskekktri og margbrot- inni fegurð íslenskrar náttúru er sögð mikil ör- lagasaga í kvikmyndinni Veðramótum sem Guðný Halldórsdóttir leik- stýrir. Í afturhvarfi til hippatímans er töffarinn Blöffi sá öxull sem kvikmyndin Veðramót snýst ekki síst um. Þann ágæta mann leikur Hilmir Snær Guðnason. Hvernig fór hann að því að komast í svo náið samband við þessa persónu sem raun ber vitni? „Sagan sem sögð er í myndinni er að nokkru leyti byggð á dvöl Guð- nýjar Halldórsdóttur á Breiðavík þannig að hún hafði þennan heim fullmótaðan í huga þegar verkið hófst. Við æfðum töluvert áður en tökur hófust og svo hlustaði maður á músík og komst í hippafíling. Fletti bókum frá þessu tímabili og horfði á myndir,“ segir Hilmir. „Persónan Blöffi eða Böðvar er hugsjónamaður sem vill umbylta og breyta því kerfi sem áður hafði við- gengist á þessu upptökuheimili. Halda lýðræðislega fundi með krökk- unum og leysa vandamál í samein- ingu. En svo er Blöffi í aðra röndina svolítill hasshaus og óreglumaður þannig að hlutirnir ganga nú ekki alltaf sem skyldi.“ Blöffi var grandalaus Hvernig stóð á því að Blöffi lét Dísu blöffa sig svona? „Ætli það sé ekki vegna þess að hann var búinn að vera á fylliríi og var líka alveg grandalaus.“ En hvers vegna fór eins og fór fyr- ir honum? „Hann lendir í aðstæðum sem hann ræður ekki við og vafasamt er að hann eigi sök á. Þetta fólk var ólært í hvernig umgangast á ung- linga sem eru í svona miklum vand- ræðum og hafði varla forsendur til að gegna svona starfi.“ Þessi mynd var komin langt á veg þegar umræður hófust um ofbeldið sem ríkti á Breiðavík og fleiri upp- tökuheimilum? „Hennar rauntími er eftir að þeir atburðir gerðust, hún gerist rétt á eftir því sem hæst bar í umræðunni síðasta vetur. Veðramót er orðið heimili fyrir bæði stráka og stelpur en þess ber að geta að eins og í öllum bíómyndum er skáldað í eyðurnar, þetta er saga en ekki raunveruleiki nema að hluta.“ Var athyglisvert að vinna að þessu verkefni? „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn með henni Guðnýju Halldórs- dóttur og það var óumræðilega gam- an. Við vorum þarna öll í útlegð á Arnarstapa í þrjár vikur og skemmt- um okkur konunglega. Þetta hlut- verk Blöffa er eitt af þeim athygl- isverðari sem ég hef leikið í kvikmynd en auðvitað eru öll hlut- verk á sinn hátt athyglisverð.“ Hálfdán var ekta blómabarn Persónan Hálfdán Þórisson er mótvægi við Blöffa. En hvað er það sem aðskilur þá í hugmyndafræð- inni? „Hálfdán er ekta blómabarn en Blöffi er kannski af þeirri tegund hippa sem álítur friðinn ekki nóg til að ná árangri,“ segir Atli Rafn Sig- urðsson sem leikur Hálfdán. „Hálf- dán trúir því að hægt sé að gera eitt- hvað fyrir þessa krakka sem komið hefur verið fyrir á Veðramótum með því að kenna þeim t.d. að prjóna eða búa til batikhluti. Hálfdán er líka óþroskaðri á þessum tíma í lífi þeirra vina og tekur ekki eins mikla ábyrgð á hlutunum og Blöffi.“ Hvernig leitaðir þú fanga í þessa persónu? „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á hippatímabilinu og ég skil vel þá kynslóð sem reis upp í andúð gegn foreldrum sem höfðu borg- araleg gildi í öndvegi. Auðvitað var það stríðsreksturinn í Víetnam sem fyllti mælinn. Ég hef einnig alltaf verið hrifinn af tónlist, tísku og bók- menntum þessa tímabils og ég átti því tiltölulega auðvelt með að ganga inn í þennan heim. Ég hef lesið og kynnt mér í tengslum við önnur verk- efni sálfræði þessa tíma og þegar við Duna (Guðný) byrjuðum að tala sam- an um karakterinn urðum við fljótt sammála um hvernig Hálfdán ætti að vera og hver bakgrunnur hans væri.“ Er Hálfdán byggður á raunveru- legri persónu úr minningum Guð- nýjar? „Já, hann er það víst og það var imprað á því í byrjun en svo lét hún mér eftir að fullkomna karakterinn enda snýst þessi mynd ekki um það að herma eftir fólki úr fortíðinni, markmið hennar er stærra en svo.“ Hvers vegna varð Hálfdán prest- ur? „Það er margrætt, annars vegar er það táknrænt fyrir endalok hippa- hugsjónarinnar, hvað verður um Hálfdán. Hann skreytti sig litum og skarti og var bjartur – þegar hippa- hugsjónin leið undir lok þá var ann- aðhvort fyrir hann að fara í glimm- erið og diskóið eða halda áfram með andans efnið – þótt kirkja okkar Ís- lendinga sé ekki mjög litrík að mínu mati þá finnst mér rétt hjá Dunu að hafa gert hann að presti. Mér fannst ágætt að sjá mann sem hefur þrosk- ast.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Örlagasaga Leikararnir Atli Rafn Sigurðsson, Tinna Hrafnsdóttir og Hilmir Snær Guðnason koma til frumsýningarinnar á kvikmyndinni Veðramótum í Háskólabíói á föstudagskvöld. Veðramót – tímamót? Kvikmyndin Veðramót undir leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur er áhrifamikil í mörgum skilningi. Guðrún Guðlaugsdóttir sá myndina og ræðir við þrjá aðalleikara hennar, Hilmi Snæ Guðnason, Atla Rafn Sigurðsson og Tinnu Hrafnsdóttur. Í Veðramótum eru mál barna sem tekin voru af heimilum sínum og sett á upptökuheimili í brenni- depli – en séð frá spennandi sjónarhorni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.