Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 28
málvísindi
28 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
Vilnius
í október
frá kr. 19.990
Terra Nova býður beint flug til Vilnius í Litháen í október. Vilnius er ein
fegursta borg Evrópu, þar sem rómantísk stemmning liðinna tíma
hefur varðveist og einstakt er að njóta dulúðar fyrri alda. Borgin býður
allt sem ferðafólk leitar eftir í borgarferð; fagrar byggingar, litríkt
mannlíf og menningu, glæsilega gististaði og verslanir í úrvali. Góð
hótel í hjarta Vilnius og spennandi kynnisferðir í boði.
Verð kr. 19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum, út 14. eða 22. okt. og
heim 19. eða 26. október. Netverð á mann. Ath.
takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu tilboðsverði.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á Hotel Europa City með
morgunmat, 14. okt. í 5 nætur eða 22. okt. í 4 nætur .
Verð kr. 49.990 - helgarferð
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í helgarferð 10. okt. í 4
nætur eða 19. okt. í 3 nætur á Hotel Europa City með
morgunmat.
Ein
fe
gu
rst
a b
org
Ev
róp
u
Beint flug
10. okt. - 23 sæti laus
14. okt. - laus sæti
19. okt. - 14 sæti laus
22. okt. - laus sæti
Á
dögunum var haldin
málvísindaráðstefna við
Mývatn á vegum
„Scandinavian Dialect
Syntax“, sem er sam-
vinnuverkefni um rannsóknir á setn-
ingagerð í norrænum málum og mál-
lýskum. Málvísindastofnun Háskóla
Íslands á aðild að þessari samvinnu í
gegnum öndvegisverkefnið „Tilbrigði
í íslenskri setningagerð“ sem nýtur
styrks frá Rannsóknasjóði (RANN-
ÍS). Til ráðstefnunnar var boðið
nokkrum heimskunnum málvís-
indamönnum. Þeirra kunnastur er
áreiðanlega enski málvísindamað-
urinn David Lightfoot. Lightfoot hef-
ur ritað fjölda bóka um þróun tungu-
mála og máltöku barna og sett fram
byltingarkenndar hugmyndir á því
sviði.
Máltakan – dularfull sérgáfa
mannsins
Lightfoot er frá Cornwall á Eng-
landi. Hann er prófessor við George-
town-háskólann í Washington og um
leið einn forstöðumanna National
Science Foundation sem er helsti
rannsóknasjóður Bandaríkjanna.
Lightfoot kveðst hafa afráðið á yngri
árum að gefa sér 10 ár í að sinna mál-
vísindum en gerast síðan atvinnu-
ljósmyndari. Af þeim vistaskiptum
hefur ekki orðið enn, enda hafa inn-
viðir tungumálsins átt hug hans allan,
jafnt athuganir á þróun einstakra
tungumála sem hið leyndardómsfulla
fyrirbrigði hvernig börn nema málið í
fyrsta sinn. En Lightfoot telur ein-
mitt máltöku barna helsta áhrifaþátt-
inn í þróun ólíkra tungumála.
Það er strax ljóst af stuttum kynn-
um við Lightfoot að málvísindi eru
honum lifandi fræði. Hann talar um
þau af áratuga yfirsýn og síkvikri for-
vitni. Hann kveðst hafa orðið snort-
inn af ráðstefnunni í Mývatnssveit;
þar hafi komið saman um 60 mál-
fræðingar, flestir norrænir, í því
skyni að skoða tilbrigði í hinum
skyldu norrænum málum og mál-
lýskum. Hann kveðst ekki vita til
sambærilegs framtaks við rannsóknir
á neinni annarri málaætt. En hver er
uppruni hans sjálfs í þessu fagi?
„Áhugi minn beindist upphaflega
að því hvernig mál breyttust og þró-
uðust,“ segir Lightfoot. „Það var það
sem dró mig að þessu sviði. Og til að
skilja hvernig tungumál breytast þarf
að skilja hvernig máltaka fer fram.“
– Og þar komum við að börnunum?
„Einmitt. Svo við tökum einfalt
dæmi þá eru tilteknar sagnir í ensku
sem má stytta í framburði. Við getum
sagt John is tall (Jón er hár) eða
John’s tall. Það er auðvelt fyrir barn
að læra þetta, stundum heyrir það
John is tall, stundum John’s tall, svo
það getur sér til um það að sögnin is
geti styst. Þetta er einfalt og blátt
áfram og hægt að læra það. En síðan
koma setningar eins og John is taller
than Sam is. (Jón er hærri en Sam
er). Og þá er síðari sögnin aldrei
stytt. Enginn, sér í lagi ekki ung
börn, segir John’s taller than Sam’s.
En það er eitthvað sem ekki lærist.
Því það er enginn sem segir barni að
það eigi ekki að stytta sögnina is í
þessu tiltekna samhengi. Svo ein-
hvern veginn læra börn það en það er
ekki byggt á ytri reynslu.“
– Og þá er kannski komið að því
sem þú segir í bók þinni The Develop-
ment of Language: „Helsta ráðgátan
er sú hvernig börn fara að því að
nema svo miklu meira en reynsla
þeirra segir til um.“
„Einmitt, þetta er dæmi um það.“
Á ráðstefnunni í Mývatnssveit
ræddi Lightfoot um kenningar sínar
sem snúa að því sem nefna mætti vís-
bendingaháða máltöku (cue-based ac-
quisition). Í stuttu máli telur Light-
foot að börn nemi tungumál með því
að henda á lofti og tileinka sér
ákveðnar vísbendingar um eðli þess
máls sem þau alast upp við. Þau
„skanni“ það sem þau heyra í kring-
um sig í leit að nýjum upplýsingum
um málið. Þessar upplýsingar geta
verið einstakar orðmyndir eða setn-
ingabrot sem gera börnunum kleift
að átta sig á málumhverfinu og gera
það skiljanlegt þannig að þau geti
byggt upp sitt eigið tungumál.
„Grunnhugmyndin er sú að mann-
anna börn séu af náttúrunnar hendi
útbúin til að þróa með sér tungu-
málafærni, að það sé eiginleiki eða
hæfni sem meðlimir þessarar teg-
undar hafi sem skilji hana frá öðrum
tegundum og að við munum smám
saman verða þess vísari í hverju þess-
ir erfðaeiginleikar felast.“
– En hver er þá þáttur umhverf-
isins?
„Þetta er augljóslega gagnvirkt.
Gagnvirknin er mjög mikilvægur
þáttur í þroska hvers barns. Við
sjáum það bara í afleiðingum þeirra
fáu afbrigðilegu tilfella þar sem börn
njóta ekki eðlilegra tjáskipta. En
þessi tjáskipti eru augljóslega ekki
valin af þeim sjálfum, börn velja t.d.
ekki sjálf að tala íslensku. Þau fæðast
inn í tiltekið málsamfélag og mál-
færni þeirra eykst eðlilega og ósjálf-
rátt. En síðar þegar barn þroskast þá
getur það orðið meðvitaðra um mál-
kerfið umhverfis sig og fólk getur
breytt málfari sínu og kýs stundum
að gera það. En ég tel ekki að slíkt
gerist á fyrstu æviárunum. Það er
nokkuð sem kemur miklu síðar.“
Málvísindin sem líffræði
Ein bóka Lightfoots sem út kom
árið 1982 nefnist: Tungumálahapp-
drættið – í átt að líffræði tungumáls-
ins. Orðið tungumálahappdrætti vís-
ar þar til þess sem Lightfoot nefndi
hér að ofan, en undirtitill bókarinnar
vísar til hins sem hefur einkennt mál-
vísindi æ meir á síðari tímum, sem
eru æ nánari tengsl þeirra við líffræð-
ina. Og þar hljóta menn að hnjóta
fljótt um nafn Bandaríkjamannsins
Noams Chomsky. Chomsky snerist á
sínum tíma öndverður gegn svokall-
aðri atferlisfræði (behaviourism) í
faginu sem gekk út á að færni eins og
tungumálafærni væri öll lærð utan í
frá. Þess í stað tók hann að vinna út
frá þeirri kenningu að öllu mannfólki
væri sameiginleg tiltekin arfgeng
grundvallarfærni, burtséð frá því
hvaða málsamfélagi það tilheyrði,
sem gerði því kleift að greina og
skilja tungumál. Þetta fyrirbæri hef-
ur verið nefnt „allsherjarmálfræði“ á
íslensku (e. Universal Grammar).
Hversu þýðingarmikinn telur Light-
foot Chomsky vera fyrir nútíma mál-
vísindi? Er greinin í núverandi mynd
einfaldlega óhugsandi án hans?
„Hann er risavaxinn. Já, og greinin
væri vissulega óhugsandi án hans.
Hann einfaldlega gerbreytti faginu
og gerði í raun málvísindi að hluta líf-
fræðinnar. Hann gerði það fyrir 50
árum og hann hefur verið ráðandi á
þessu sviði síðan og gefið út mörg
helstu fræði- og aðferðafræðilegu rit í
greininni á þessum tíma. Svo þýðing
hans fyrir fagið verður einfaldega
ekki ofmetin.“
– En er almenn sátt um það innan
fræðanna að til sé einhvers konar
allsherjarmálfræði?
„Ef þú segir „einhvers konar alls-
herjarmálfræði“ þá er svarið já. Ég
held að flestir myndu fallast á það.
En það eru mjög deildar meiningar
um það hvað felist í erfðaeiginleikum
sem varða tungumálið. Sumir segja
að þeir séu afar almennir, snúist um
vissa innbyggða tilhneigingu, en aðr-
ir, og ég þar á meðal, telja að í því fel-
ist mjög sértækar upplýsingar og
þess vegna sé það sambærilegt við
hinar sértæku upplýsingar sem
gagnast okkur sjónrænt, við að nema
og meta það sem við sjáum umhverfis
okkur – og raunar líka þær sértæku
upplýsingar sem mynda ónæmiskerfi
hvers og eins.“
Í bók þinni Þróun tungumálsins
vísarðu í tilraunir á 7. áratugnum sem
fólust í að sýna fram á að ef nýfædd-
um kettlingi væri komið fyrir fyrstu
ævidagana í geymi þar sem voru eng-
ar láréttar línur þá væri hann upp frá
því ófær um að nema láréttar línur
þar sem sú hlið skynjunarinnar hefði
ekki verið örvuð. Telurðu þá að eitt-
hvað svipað geti átt við þegar tungu-
mál er numið í bernsku?
„Ég held að þetta sé a.m.k. góð leið
til að skoða málkerfið. Við vitum að
viss tímaskeið á mannsævinni eru
sérlega mikilsverð, við vitum að börn
soga mjög auðveldlega í sig tungu-
Erfðalyklar tungumálsins
Enski málvísindamaðurinn David Lightfoot hefur
sett fram byltingarkenndar hugmyndir um þróun
tungumála og máltöku barna. Hallgrímur Helgi
Helgason ræddi m.a. við hann um hið leyndar-
dómsfulla fyrirbrigði hvernig börn nema málið í
fyrsta sinn.
»Mörgum indíánum
hefur því verið bann-
að þar að nota eigið
tungumál. Það var
stefna skólayfirvalda að
allir ættu að tala ensku
á skólalóðinni. Slík op-
inber stefna hefur mikil
áhrif. Þetta snýst allt
um völd og sjálfsvitund.
Og stundum velur fólk
sér tungumál A fremur
en B vegna þess að í því
felast beinir fjárhags-
legir hagsmunir.