Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 29

Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 29
Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 29 mál. Síðar meir breytist þessi færni, hún verður meðvitaðri líkt og við að læra skák. Og þar eru sumir færir, aðrir miður. En þetta fyrsta skeið er bæði almennt og ómeðvitað. Börn nema tungumál með sama hætti og þau sjá. Með sama hætti og við nem- um form og liti erum við fædd til að nema tungumál og nota það. Við er- um fædd til að skilja hljóð tungumáls- ins með öðrum hætti en önnur um- hverfishljóð eins og ískur í hurð eða bremsuhljóð bíls. Og við skilgreinum hljóð tungumálsins með hætti sem við beitum ekki á síðarnefndu hljóð- in.“ – Nú hefur orðið mikil framþróun í genarannsóknum síðustu áratugi. Heldurðu þá að spurningar um mál og máltöku muni beinast æ meir að genum? „Ég held að þessi svið séu að tengj- ast, já. Við erum að byrja að skilja hvers konar upplýsingar þurfi að vera innbyggðar í genunum. Það má hugsa þetta sem svo að við séum stödd á miðri 19. öld núna; það sem málvísindamenn eru að gera nú er á vissan hátt það sama og Mendel var að gera á miðri 19. öld. (Gregor Men- del (1822-1884) var austurrískur ábóti og líffræðingur sem lagði grunn að erfðafræði nútímans með rann- sóknum á erfðum í plönturíkinu.) Mendel gerði tilraunir með ertubaun- ir og reyndi að komast að því hver þáttur umhverfisins væri í vexti þeirra og hvað væri ekki orsakað af umhverfinu heldur erfðaþáttur plönt- unnar sjálfrar. Og það er þetta sem málvísindamenn eru að gera, að skoða einstök tungumál, reyna að átta sig á því hvað sé lært þar fyrir tilverknað málsvæðisins í kring, hvort heldur er á Íslandi eða í Skot- landi, og að glöggva sig á þeim þátt- um sem ekki verði lærðir, sem ekki séu háðir reynslu hvers og eins.“ – Eru menn kannski komnir svo langt á þessu sviði að vera farnir að staðsetja vissar tungumálastöðvar nákvæmlega í mannsheilanum? „Það er reyndar erfitt. Þá erum við komin út í genavísindi og það er svið sem er enn á bernskustigi. Það eru nú þegar til tæki sem líkja eftir starf- semi heilans en þau eru mjög frum- stæð. Þau eru miklu betri en fyrir 20 árum. En eftir 20 ár munum við líta um öxl og segja: „Mikið var þetta frumstætt.“ Við vitum samt nú að til- tekin svæði í heilanum tengjast tungumálum. En hvernig þau gera það er enn hulið móðu. Það hafa fundist fjölskyldur á Eng- landi sem virtust hafa stökkbreytt tungumál og þær hafa reynst vera með stökkbreytt tungumálagen. Það lýsir sér svo að þetta fólk myndar ekki fleirtöluendingu eins og -s; það talar um „book“ hvort heldur er í ein- tölu eða fleirtölu. Þarna hefur sem sé komið á daginn að það er beint sam- band á milli tiltekinna máleiginda og tiltekins gens, sem nefnist FOXP2. Einn góðan veðurdag munum við komast á snoðir um það hvaða gena- þætti er hér um að ræða og hvar þeir eru staðsettir. Slíkt tilfelli hefur ekki svo gríðarleg áhrif í ensku sem er með einfaldar beygingarendingar. En við getum ímyndað okkur að svip- uð stökkbreyting hefði mun drama- tískari áhrif á t.a.m. íslenskumælandi fjölskyldu þar sem beygingarmyndir eru miklum mun flóknari.“ Þróun tungumála – Þú talar á öðrum stað um mis- vitra menn sem hafi viljað meina að tiltekið tungumál hafi verið betur á vegi statt á einu tímaskeiði en öðru. Málvísindamenn eins og þú vilja ekki skoða tungumál heimsins með þeim hætti? „Nei, enda er engin forsenda til að ræða hlutina þannig. Tungumál heimsins eru gríðarlega fjölbreytt og það sem málvísindamenn fást við er einfaldlega að reyna að átta sig á þessari margbreytni. Eitt af því sem nú er efst á baugi innan fræðanna er það að tungumál eru að deyja út í gríðarmiklum mæli, þau hverfa með ógnarhraða og sum þeirra tungumála sem eru að hverfa búa yfir mjög óvenjulegum eigindum svo við viljum skrásetja þessi tungumál áður en þau deyja út til þess að geta kannski ein- hvern dag skilið þennan þátt marg- breytninnar.“ – Gætirðu nefnt dæmi um slíkt tungumál? „Já. Orðaröð er með misjöfnum hætti eftir tungumálum. Í ensku og íslensku er venjulega eða sjálfgefna röðin frumlag-sögn-andlag: Jón sá Mývatn. Í þýsku er röðin frumlag- andlag-sögn í aukasetningum. Þar myndi maður segja … að Jón Mývatn sá. Þessar tvær orðaraðir eða setn- ingagerðir eru mjög algengar. Síðan eru til tungumál með venjulegu orða- röðinni sögn-frumlag-andlag. Írska er dæmi um slíkt tungumál. Þar væri venjulega orðaröðin: Sá Jón Mývatn. En síðan er mjög sjaldgæf venjuleg orðaröð sem er andlag-sögn-frumlag sem myndi þá vera: Mývatn sá Jón, þ.e. þar sem þessi orðaröð væri hlut- laus og eðlileg tjáning á þeirri merk- ingu sem felst í íslensku orðaröðinni Jón sá Mývatn. Tungumál með þess háttar orðaröð finnst t.d. á Amason- svæðinu. Þar er eitt mál sem talað er af mjög fámennum hópi og mun deyja út innan tíðar og nefnist Pira- tapuyo. Svo nú höfum við í National Science Foundation komið miklu verkefni á fót til að fara á svæðið og rannsaka þetta tiltekna mál og virkni þess áður en það deyr út.“ Við ræðum einnig aðkomu stjórn- valda hér og hvar að vexti og hnigi ólíkra tungumála. „Það hefur til dæmis verið stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum um til- tekið skeið að grafa undan tilteknum tungumálum. Mörgum indíánum hef- ur því verið bannað þar að nota eigið tungumál. Það var stefna skóla- yfirvalda að allir ættu að tala ensku á skólalóðinni. Slík opinber stefna hef- ur mikil áhrif. Þetta snýst allt um völd og sjálfsvitund. Og stundum vel- ur fólk sér tungumál A fremur en B vegna þess að í því felast beinir fjár- hagslegir hagsmunir. Reyndar eru mörg tungumál heimsins í hættu vegna þessarar afstöðu, að fólk sé neytt til að velja milli þeirra og ein- hvers annars tungumáls í stað þess að leyfa þeim báðum að lifa áfram.“ Ný tungumál verða sífellt til „Það eru sífellt að verða til ný tungumál. Því tungumál eru sífellt að breytast. Þau breytast kannski á mis- munandi hátt. Fyrir tvö þúsund árum var töluð latína á stóru svæði í Suður- Evrópu. Að nokkrum tíma liðnum var svo farið að tala latínu með ólíkum hætti við ána Tagus í Portúgal, við Tíber á Ítalíu og loks við Signu. Og þegar tímar liðu fram var þetta ekki lengur sagt vera þrenns konar latína heldur ólíkar tungur, portúgalska, ítalska og franska. Mig grunar að hið sama muni gerast varðandi enskuna. Enska er að verða alheimstunga og nú er fólk farið að tala um „enskur“. Til dæmis er talað um „Singlish“, sem er sú enska sem töluð er í Singapúr, og Jamenglish, sem er enskan töluð á Jamaica. Hins vegar má nefna einstakt til- felli sem orðið hefur til síðustu 25 ár. Þetta er sérstakt táknmál í Ník- aragva. Fyrri einræðisstjórn landsins var með stefnu varðandi heyrn- arlausa sem fólst í að þeir væru varla mennskir. Og heyrnarlausir máttu ekki safnast saman. Svo hinum heyrnarlausu var haldið inni á heim- ilum þar sem samskipti voru mjög erfið. En síðan tóku Sandinistar við stjórnartaumum í landinu. Þeir voru velviljaðri heyrnarlausum og komu á fót skóla fyrir heyrnarlaus börn. Það eru um 500 heyrnarlausir í Ník- aragva og þeir settust allir í þennan skóla. Þau höfðu öll myndað með sér frumstætt tjáskiptakerfi til að nota heima við en ekkert þeirra hafði þró- að með sér tungumál sem þeir mynda sem vaxa upp í málsamfélagi. Svo með tímanum, í þessi 25 ár sem liðin eru frá stofnun skólans, hefur orðið til nýtt tungumál við það að allt þetta fólk kom saman. Málvísindamenn, sálfræðingar og mannfræðingar fréttu af þessum kringumstæðum í byrjun og hafa því getað fylgst með þróun þessa tungumáls. Þetta er al- veg einstætt í sögunni, að hægt sé að fylgjast þannig með tungumáli verða til frá byrjun – úr engu – með aðeins einni kynslóð.“ Norrænir menn breyttu ensku máli – Í bókinni The Development of Language segirðu á einum stað frá því að norrænir víkingar hafi haft mikil áhrif á þróun enskrar tungu á miðöldum. „Já, enskan var með mjög auðugt beygingarkerfi og síðan komu nor- rænir víkingar til. Englendingum og norrænum mönnum lynti vel saman – sem var meira en hægt var að segja um t.d. Englendinga og Frakka. Þetta leiddi til fjölda hjónabanda enskra kvenna og norrænna manna. Fyrir bragðið varð mikið um fjöl- tyngd heimili þar sem konan talaði ensku en maðurinn norrænt mál. Og við vitum að enskt málkerfi tók fyrst að einfaldast á því svæði þar sem nor- rænir menn settust að, í norðaust- urhluta Englands. Síðan breiddist þessi einfaldari enska út um landið. Svo það er ljóst að norrænir menn höfðu miklu hlutverki að gegna í þró- un enskrar tungu.“ Við ræðum í framhaldi þessa möguleikann á því að Íslendingar kunni fyrr en síðar að verða fyrir við- líka strandhöggi: að íslensk tunga taki að einfaldast vegna blandaðra hjónabanda Íslendinga og fólks af er- lendu bergi. Kannski enskumælandi fólks. Og væri þá kannski „fullhefnt“ fyrir enskuna á sinni tíð. En það er önnur saga. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Í HNOTSKURN »David Lightfoot er pró-fessor við Georgetown University í Washington. »Lightfoot er löngu heims-kunnur fyrir bylting- arkenndar rannsóknir á sam- bandi málbreytinga og máltöku barna. »Hann er höfundur fjöldabóka sem margar hverjar hafa notið vinsælda langt út fyrir raðir sérfræðinga, t.d. The Language Lottery (1982), The Development of Lang- uage (1999), The Language Organ (2002) og How New Languages Emerge (2006). »Lightfoot er einn forstöðu-manna National Science Foundation sem er helsti rannsóknasjóður Bandaríkj- anna. Lifandi fræði | Fyrir David Lig- htfoot eru málvísindi lifandi fræði, sem hann talar um af áratuga yfirsýn og síkvikri forvitni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.