Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 31
hann ætlaði að opna botnlokurnar og sökkva bátnum. Báturinn var síðan keyrður upp í sandinn í Meðalfells- fjöru en það reyndist óþarfi því skip- stjórinn hafði ekki opnað botnlok- urnar. Hann hafði greinilega ætlað sér að eyðileggja eitthvað annað, einhverjar dýrmætar upplýsingar. Síðar var bátnum siglt upp í Hval- fjörð þar sem gert var við hann áður en honum var siglt til Hull. Áhöfnin var tekin haldi, þar á meðal skip- stjórinn sem var dæmdur og settur í fangelsi. Hann var einnig dæmdur í Þýskalandi fyrir hugleysi. „Hann vildi að sjálfsögðu hreinsa nafn sitt af því og náði að strjúka úr fangels- inu í Hull, þar sem báturinn lá, en var skotinn á leiðinni niður á bryggju þar sem hann ætlaði greinilega að sökkva bátnum.“ Leiðangur flugsveitarinnar til Skotlands, sem hleypti þessari æv- intýralegu atburðarás af stað, átti sér aðra skýringu en kom fram op- inberlega. „Ástæðan fyrir því að hurðarnar sem varpa átti sprengj- unum út um voru blokkeraðar var sú að þeir höfðu náð sér í bjór og nokk- ur mótorhjól og gátu auðvitað ekki hugsað sér að henda þeim verðmæt- um út fyrir Þjóðverjana,“ segir Arn- grímur og brosir. Geta Þjóðverja vanmetin Í gegnum árin hefur Arngrímur reglulega ræktað tengslin við Kon- unglega breska flugherinn. „Ein- hverju sinni þegar þeir voru að gera vel við mig þarna úti spurði einn af þeim mig hvernig stæði á því að við minntumst 269. herdeildarinnar sér- staklega. Ég sagði að við myndum að sjálfsögðu láta grafa í stein fyrir hina líka. Síðan vatt þetta upp á sig og við minnumst nú allra flughersveita sem voru á Íslandi á stríðsárunum, frá Breska flughernum, Strandgæsl- unni, og herjum Bandaríkjanna, Kanada og Noregs.“ Minnisvarðinn, sem afhjúpaður verður 12. september, m.a. að við- stöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og hertoganum af Kent, ber áletrun með nafni sveit- anna og minningartexta. Bæði fyrr- verandi og núverandi yfirhershöfð- ingjar flughersins verða einnig viðstaddir og líklega tveir úr 269. herdeildinni sem hingað komu um árið. Ragnar Ragnarsson, forveri Arn- gríms sem forseti Flugmálafélags- ins, hefur komið kröftuglega að mál- um og Þór Whitehead sagn- fræðingur hefur miðlað ómetanlega af sínum viskubrunni, en hann hefur safnað gríðarlegum heimildum um styrjaldarárin. Þá hefur Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Ís- landi og hans fólk, komið veglega að undirbúningi athafnarinnar. Vegna afhjúpunar minnisvarðans hefur Þór Whitehead m.a. tekið sam- an fróðlegan útdrátt úr óútkominni bók sem hann vinnur að um Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Þar kemur m.a. fram hversu menn vanmátu getu Þjóðverja á Norðurhöfum. Menn héldu í fyrstu að hægt væri að hafa stjórn á málum frá Norður- Skotlandi og Noregi en eftir að Nor- egur féll var sýnt að þýski herinn gat leikið lausum hala í Norðurhöfum. Sagan í sífelldri skoðun En hefur hermönnum sem hérna þjónuðu verið nógu mikill sómi sýnd- ur? „Nei, ég held ekki. Það eru auðvit- að legsteinar og grafir á nokkrum stöðum á landinu og minnisvarðar um einstaka sveitir, en það má gera svo miklu betur,“ segir Arngrímur sem ætlar ekki að láta staðar numið í varðveislu sögunnar hvað þetta varðar. „Þór Whitehead er manna fróðastur um þessa sögu og ég veit að hann er sífellt að grafa upp eitt- hvað nýtt.“ Flugmálafélag Íslands stendur að því að reisa minnisvarðann en Arn- grímur hefur óneitanlega átt frum- kvæðið. „Við höfum notið dyggrar aðstoðar góðra manna,“ segir hann og bætir við að hann hafi einungis haft ánægju af öllu tilstandinu. „Menn hafa verið að gera mikið úr mínum þætti en hann hefur aðallega verið fólginn í því að koma fólki sam- an. Það merkilega er að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrr.“ Edward prins, hertogi af Kent, sem verður viðstaddur afhjúpun minnisvarðans, er jafnframt vernd- ari Konunglega breska flughersins. Edward fæddist árið 1935 og var að- eins sjö ára þegar faðir hans, hertog- inn, fórst með Sunderland-vél, fjög- urra hreyfla sjóflugvél, á leið til Íslands. Hann var á leið hingað til lands að heilsa upp á bresku sveit- irnar. Koma Edwards hertoga hefur því persónulega þýðingu fyrir hann. „Hann sagði mér sjálfur frá þessum afdrifum föður síns og ég veit að þetta snertir hann.“ Þakklátir Arngrími og Íslendingum Vinum Arngríms úr 269. herdeild- inni fer fækkandi. Þeir hafa hist reglulega í gegnum tíðina en héldu sinn síðasta endurfund fyrir tæpum hálfum mánuði. „Þegar ég hitti þá síðast fyrir tveimur árum höfðu þeir á orði við mig að margir þeirra væru farnir að gleyma. Ég var einmitt svo þakklátur fyrir það sem þeir sögðu við mig; að vissulega væri búið að setja upp minnisvarða um þá um all- an heim og þeir hefðu yfirleitt staðið í því sjálfir að minnast félaga sinna. En það væri einungis ein undantekn- ing á því hvað frumkvæðið varðar, og hún væri hérna á Íslandi. Ég hef því svo sannarlega fundið að þeir kunna að meta það sem gert er fyrir þá.“ Ertu að sjá merkilega hluti flug- sögunnar fara í súginn? „Já. Við, sem erum af veikum mætti að reyna að byggja upp Flug- safnið á Akureyri í stóru flugskýli, skynjum það vel. Landhelgisgæslu- flugvélar og fleiri flugvélar sem komu virkilega við sögu þjóðarinnar liggja í norður-suðurbrautinni í Reykjavík. Það var kveikt í vélum, þær grafnar og þeim hent. Framtak Egils á Hnjóti var virðingarvert og því vil ég ekki róta. Þar hélt hann ýmsu saman og það safn þarf að standa og ég vil að það verði áfram í minningu hans þótt við byggjum áfram upp safnið á Akureyri.“ Arngrímur horfir með tilhlökkun til athafnarinnar á miðvikudag. „Auðvitað var stríðið skelfilegt en við getum ekki neitað því að það er hluti af sögu okkar. Að sama skapi finnst mér oft gleymast að sagan er ekki bara að gerast í gær, hún er að gerast í dag. Þess vegna megum við ekki bara einblína á það sem er gam- alt, heldur halda því líka til haga sem er merkilegt í dag.“ Morgunblaðið/Kristinn Sprengivélar á flugi Hudson sprengiflugvélar á flugi suður af Íslandi. Vél- arnar áttu stóran þátt í sigrum bandamanna og Arngrímur rifjar m.a. upp þegar áhöfn Hudson-vélar náði þýskum kafbáti suður af Íslandi árið 1941. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 31 Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Firma Consulting leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað og traust í vinnubrögðum sínum. Firma Consulting veitir m.a. eftirtalda þjónustu: • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja á Íslandi. • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja erlendis í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á því sviði. • Aðstoð við sameiningu fyrirtækja. • Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum. • Aðstoð við gerð kaupsamninga. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskipta- fræðingur og löggiltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endur- skoðunarstörfum, sem rekstrar- ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smárahvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Magnús er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Við finnum kaupendur og seljendur að fyrirtækjum Morgunblaðið/Kristinn Fylgd skipalesta Áhöfn á Sunderland sjóflugvél í Reykjavík árið 1941 en faðir hertogans af Kent, sem verður við- staddur afhjúpun minnisvarðans í Fossvogskirkjugarði fórst með slíkri vél á leið til Íslands. Sunderland-vélarnar voru notaðar til að fylgja skipalestum yfir Atlantshafið. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.