Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 37
málað Maríumynd í Stykkishólms-
kirkju og verk úr steindu gleri eftir
Leif Breiðfjörð eru bæði í Grens-
áskirkju og Fella- og Hólakirkju. Á
síðari hluta aldarinnar fékk Benedikt
Gunnarsson einnig það tækifæri að
vinna stóra altaristöflu í Háteigs-
kirkju, sem líklega er hans stærsta
verk, og stórt glerlistaverk eftir Eirík
Smith setur afgerandi svip á kirkjuna
á Grundarfirði. Halldór Pétursson
málaði altaristöflu, Kristsmynd, í
Garðakirkju í Görðum á Álftanesi og
síðast en ekki sízt ber að nefna skúlp-
túr Steinunnar Þórarinsdóttur í kór
Kópavogskirkju, sem er í rauninni
altaristafla. En bæði á höfuðborgar-
svæðinu og víðsvegar um lands-
byggðina hafa verið byggðar kirkjur
án þess að listamenn kæmu þar við
sögu.
Ein af fegurri kirkjum höfuðstað-
arins er Laugarneskirkja Guðjóns
Samúelssonar, sem hefur nýlega
fengið krossmark í kór í stað alt-
aristöflu, sem flutt var á annan stað.
Eftirtektarvert er að beztu kirkju-
listaverk þeirra Kjarvals og Ásgríms
voru unnin fyrir litlar kirkjur í dreif-
býlinu; mynd Kjarvals fyrir kirkjuna
á Borgarfirði eystra og mynd Ás-
gríms fyrir Stóranúpskirkju í Gnúp-
verjahreppi. Raunar var Kjarval beð-
inn um að mála altaristöflu fyrir
kirkjuna að Ríp í Hegranesi í Skaga-
firði, en mönnum hugnaðist hún ekki
norður þar og var hún endursend, og
hafnaði um síðir í litlu en markverðu
safni Halldórs Laxness.
Altaristafla eftir finnskan málara,
Lennart Segerstråle, er í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ og í Skálholtskirkju
er ein hrifmesta altaristafla eftir ís-
lenzkan listamann frá síðustu öld,
Kristsmynd Nínu Tryggvadóttur, og
er hún útfærð í mósaík.
Því má svo bæta við að fyrir tveim-
ur árum fékk ég það fágæta tækifæri
að mála Maríumynd í Úthlíðarkirkju,
en flestir samtímalistamenn fengu
annaðhvort ekki tækifæri til þess,
eða þáðu það ekki. Fleiri íslenzkir
málarar eiga listaverk í litlum
kirkjum úti á landi; Barbara Árnason
og Jóhann Briem þeirra á meðal.
Fyrir þessa myndlistarfátækt í
kirkjum fá kirkjufeður ekki háa ein-
kunn. Annaðhvort hafa þeir ráðið
þessu eða arkitektar kirknanna talið
að myndlist skyggði á þeirra eigin
snilld. Þriðji möguleikinn er sá að
söfnuðir hafi verið alfarið á móti
myndlist. En því trúi ég ekki. Fyrst
og fremst er þetta ákveðin tíska sem
verður til og þá hafa ekki allir þor til
að rísa gegn henni.
Myndlistin og rýmið
Augljóst er að myndir í ramma –
eða jafnvel án ramma – taka aðeins
brot af því rými sem skúlptúrar geta
gert, að ekki sé nú talað um ýmis
önnur fyrirbæri úr nútímamyndlist,
svo sem innsetningar. Af þeirri
ástæðu hafa málverk frekar komið til
álita þegar listaverk eru keypt.
Á skrifstofum ríkis og borgar má
oft sjá í sjónvarpsviðtölum að mál-
verk eru á veggjum og vekur athygli
að þar er næstum ævinlega um að
ræða myndir frá fyrri hluta síðustu
aldar. Þessar myndir munu oftast
vera að láni frá Listasafni Íslands og
ræður þá líklega smekkur þeirra sem
nota húsrýmið því hvað verður fyrir
valinu. Sá smekkur virðist þá vera af-
ar íhaldssamur og eru landslags-
myndir í stórum meirihluta.
Þjóðarbókhlaðan og
Háskóli Íslands
Eðlilegt er að markverð myndlist
sé höfð til að skreyta hinar helztu
menningarstofnanir okkar. Í Þjóð-
arbókhlöðunni hefur það tekizt með
prýði. Mest ber þar á stóru veggteppi
eftir norsku listakonuna Sunneve An-
ker Aurdal, sem heitir Orðin og víð-
áttan. Þó að myndin sé að mestu ab-
strakt ásamt með letri þar sem vísað
er í þekkta texta, liggur í augum uppi
að þetta er túlkun listakonunnar á ís-
lenzkri náttúru. Sú túlkun er frábær
og þessi þjóðargjöf Norðmanna frá
árinu 1974 sómir sér vel í Þjóð-
arbókhlöðunni. Þar eru einnig hríf-
» Á skrifstofum ríkis
og borgar má oft sjá í
sjónvarpsviðtölum að
málverk eru á veggjum
og vekur athygli að þar
er næstum ævinlega um
að ræða myndir frá fyrri
hluta síðustu aldar.
Kennaraháskólinn Mósaíkmynd frá gólfi til lofts eftir Valtý Pétursson.
VÍS Eitt af stórfyrirtækum sem nýta myndlists til sýnilegs ávinnings er VÍS við Ármúla. Þar er þessi kröftuga
mynd eftir Jón Engilberts.
Hótel Holt Í forsal eru þessi glæsilegu listaverk, stórt olíumálverk af konum við fiskþvott eftir Gunnlaug Blöndal
og ennþá stærra olíumálverk eftir nafna hans Scheving þar sem sjást vel þekkt yrkisefni hans, móðirin og kýrin.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 37
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 20. nóvember
í 14 nætur og 4. desember í 15 nætur á frábæru sértilboði. Bjóðum
frábært sértilboð á Dorotea, einum allra vinsælasta gististað okkar
á Kanarí. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla
áfangastað við góðan aðbúnað.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2-5 í búð á
Dorotea 20. nóv. í 14 nætur eða
4. des. í 15 nætur.
Kanarí
20. nóv. og 4. des.
frá kr. 49.990
20. nóv.
- 14 nætur
4. des.
- 15 nætur
Sértilboð á Dorotea - frábær staðsetning!