Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ljós og sjón eru meginþættir og und-irstaða málaralistarinnar eins ogflestir mega skilja, þótt þessar stað-reyndir hafi farið afvega í list-
umræðu dagsins. Ekki hyggst ég vekja upp
deilur um það hér, en það má einneginn vera
ljóst, að það sem er innan þessara marka hefur
nokkuð annað gildi en aðrir geirar myndlistar
sem falla ekki á sama hátt að birtingarmynd
lita, lína, forma, ljóss og skugga og skal því að-
greint, eins og til að mynda lágmynd frá högg-
mynd. Og þegar hvorki ljós né sjón er und-
irstaða myndlistaverks, en eyrað í
aðalhlutverki fer málið að vandast, einkum ef
skynfæri viðkomandi eru ekki stillt inn á þessa
hluti. Þessu má líkja við að bjóða heyrn-
arlausum að hlusta á tónlist eða blindum að
horfa á látbragðsleik. Í seinna tilvikinu treysti
ég mér ekki til að segja málverk, sökum þess
að samkvæmt síðustu dagskipan núfræðinga
eru öll fyrirbæri málverk, sem enginn fær mig
til að samþykkja bókstaflega, hvað sem öllum
marxískum strúktúralisma og heimspeki líð-
ur…
Það er í grunni myndlistar, að hún virðist
geta stöðvað tímann, vera í bland við eilífðina,
ekki einungis vegna þess að viðföng hennar
voru lengstum í takt við almættið, heldur og
öðru fremur að tíminn virðist standa kyrr í
mörgum verkum löngu liðinnar fortíðar. Lík-
ast sem þau holdgeri afstæði og búi að auki yf-
ir leyndardómum handan alls sem er og má
hér draga fram mörg dæmi eins og til að
mynda málverk Leonardos af Monu Lísu sem
allir þekkja nema kannski nemendur listaskóla
sem eru bólusettir gegn gærdeginum og for-
tíðinni um leið.
Ekki held ég að gerendunum hafi veriðmeð fullu ljóst að þeir voru að stöðvatímann, að myndverk þeirra yrðu að
tímalausu núi, því engir viðurkenndir staðlar
voru til um hvernig þeir ættu að bera sig að,
einungis hefðir sem vísuðu veginn til óskil-
greindra dulmagna.
Það voru þannig myndlistarmenn sem
stöðvuðu tímann, án þess að vera sér þess að
fullu meðvitaðir þótt öðrum þræði væru mynd-
verk þeirra í bland við eilífðina…
Svo er það ljósið sem er birtugjafi alls, án
þess væri auðvitað ekkert málverk, og iðk-
endur hafa eðlilega verið uppteknir af ljósstig-
anum frá því sögur hófust, leikurinn við dul-
armátt þess kemur einkar vel fram í myndum
La Tour, Caravaggios og Rembrandts. Mál-
ararnir gátu glímt við og leikið sér með ljósið,
og hagnýtt í ótal myndum en enginn stöðvað
það né tamið nema ef vera skyldi birting-
armynd þess á fletinum. Engum vísindamanni
hafði tekist það, þótt fræðilega kunni menn að
hafa séð hilla undir það, fyrr en hin danska
Lena Vestergaard Hau kom til sögunnar. Hún
hefur numið og starfað í amerískum háskólum
í 17 ár. Fyrst á Rowland-stofnuninni frá 1989
og þarnæst Harvard-háskóla, hvar hún vakti
rosalega athygli þegar henni, fyrstri í heim-
inum, tókst að bremsa ljósið. Það er að segja
frá hinum fasta ógnarhraða sem er 299.792,458
kílómetrar á sekúndu (!), í 17 metra á sekúndu,
eða hjólreiðamannshraða eins og hún orðar
það sjálf iðulega. Þetta er ekki meira en lítið
heillandi í ljósi þess að ekkert í alheiminum fer
hraðar en ljósið og frábært að henni skyldi
takast að beisla fyrirbærið og setja niður í
skala hvar mönnum er fært að hantéra það.
„Þegar ljósið stendur kyrrt í atómskýinu sem
við bremsum það í, geta menn eygt fingraför
þess, jafnvel snert það. Það er næstum „cool“,“
lætur Hau hafa eftir sér.
Hér er frjálslega gripið niður í viðtal viðhina 47 ára gömlu Lenu VestergaardHau, er birtist í vísindakálfi Week-
endavisen 4. apríl. Hún er orðin stjörnuvís-
indamaður á heimsmælikvarða, sem eins og
segir mun ekki alltof algengt meðal Dana, að
Niels Bohr ógleymdum. Konan hefur jafn-
framt mikla ást á skammtaaflsfræði, kvante-
mekanik. Sambland, sem hefur að vísu virkað
ögrandi á einn og annan gróinn vísindamann á
þessu karlkennda rannsóknarsviði. Átti vafa-
lítið nokkurn þátt í að þeir hristu margir höf-
uðið og lyftu vantrúaðir vísifingrinum er hún
hófst handa með tilraunir sínar 1997.
„Þegar við hófum að gera tilraunir með að
senda laserljósgeisla inn í ský af ofurköldum
atómum, héldu sumir að við værum ekki með
réttu ráði, sögðu að það myndi ekki aðeins til-
gangslaust, heldur líka hættulegt. Laserljósið
myndi virka sem fíll í postulínsbúð, blása skýin
upp og hverfa. En það var nú einmitt það sem
gerði þetta spennandi, nefnilega að starfa á
ystu nöf þess mögulega,“ segir Lena Hau og
heldur áfram: „Þegar við opinberuðum árang-
urinn fengum við yfirmáta jákvæð viðbrögð.
Einn nefndi þetta „kick ass“-tilraun, og annar
hélt að þessir 17 metrar á sekúndu væru orða-
leikur.“
Í lofttæmdu rými er atómský sem grípurljósið, einnig nefnt Bose-Einstein-þéttir,og er tvímælalaust kaldasti staður í al-
heiminum, hitastigið allt niður í nokkra millj-
arða gráða yfir hinum algilda núllpunkti –
273,15 gráður – fræðilega lægsta mögulega
hitastig, þar sem allt stendur kyrrt. Bendir á
stálhólf í svörtum kassa u.þ.b. mitt í hinum
mikla vélbúnaði í rannsóknarrými sínu, Hau
Lab, í hinni nafnkenndu Lyman-rannsókn-
arstöð við Harvard hvar nafnspjöldin á dyr-
unum vísa annars allar til karlkyns prófessora.
Gufuþéttirinn, sem mun lykillinn að töfra-
brögðunum, er efnafasi sem Einstein og hinn
indverski efnafræðingur Satyendra Nath Bose
greindu frá í sjálfstæðum og óháðum stærð-
fræðiskrifum sínum 1925. Efnafasinn verður
til, þegar maður kælir atómský niður í 500
milljarðasta hluta af einni gráðu. Þarmeð nær
maður sérstöku efnafræðilegu ástandi hvar
milljónir atóma hreyfa sig í takt og fara þar
með að hegða sér sem heild. Það var þó fyrst
árið 1995 að tilraunirnar til að ná fram hrein-
um Bose-Einstein-gufuþétti í rannsóknarstofu
báru árangur. Sjálf bjó Hau sinn fyrsta þétti
til á skömmum tíma í júní 1997 – þótt upp-
skriftin lægi ekki fyrir, svona nokkru eftir að
fyrsti þéttirinn hafði litið dagsins ljós við há-
skólann í Colorado, og hún yrði að byrja á
botninum og strax á eftir hóf hún að senda
leysigeisla inn í gufuþéttinn. Ekki annað hægt
að segja en að kerla hefi verið snögg og slegið
karlpeningnum við!
Í framhaldinu tókst henni svo að stöðvatímann alveg, jafnvel færa hann úr einumstað í annan. Hér komin hliðstæða blekk-
inganna í ævintýrinu um David Copperfield,
hins vegar um raunveruleika að ræða. Sjálfri
finnst Lone Hau þetta allt undarlegt, því hér
er stærðfræðin ekki einhlít þar sem hvort
tveggja þarf huglæg skynjun að koma til sem
og hreinar tilviljanir. Og hún er ekki að leyna
því að ótrúleg taugaspenna fylgir því að vera í
fremstu röð grunnrannsókna á toppnum. Að-
spurð hvernig menn fengu þá hugmynd að
mögulegt væri að bremsa ljósið og nota gufu-
þétti til þess segir hún: „Ó, það er býsna erfitt
að svara því. Það er nú þannig með hug-
myndir, að iðulega geta menn ekki rakið upp-
haf þeirra. Þær geta verið afrakstur rök-
ræðna, atvika á rannsóknarstofunni og
einhvers sem maður hefur látið sér detta í hug
fyrir löngu síðan. Hugmyndir verða aldrei til í
tómarúmi, heldur samspili með rannsókn-
arhópi. Það furðulega við þetta er að margir,
líka námsmenn, ímynda sér að rannsókn-
armaðurinn sitji helst aleinn og gruflandi á
rannsóknarstofu sinni.
Hæga ljósið getur allt eins orðið kímiðað nýjum skammtatölvum og eld-fljótra optískra tölva sem byggjast á
ljósinu. Í andstöðu við tölvur nútímans sem
byggjast á elektrónum.“ Spurningunni hvort
búast megi við nýjum landvinningum í tækni-
heiminum svarar Lena Hau svo: „Ég nefni hér
Charles Towes, sem á sínum tíma var með í að
uppgötva leysinn. Þegar hann fékk sömu
spurninguna, klóraði hann sér í höfðinu og gat
aðeins látið sér detta eitt í hug; að ef menn
settu leysi ofan á ritvél, myndi hann geta
greint hugsanlegar ritvillur. Niðurstaðan
verður, að hér geta menn einungis stuðst við
getspekina.“
Og hver er svo niðurstaðan af þessu skrifi!
Trúlega, að ekkert er óyggjandi í alheimi, og
allur rétttrúnaður fellur um sig sjálfan, hvar
sem borið er niður. Til gaumgæfilegrar um-
hugsunar og þá ekki síst fyrir myndlist-
armenn.
Ljósið tamið
Ljós á lérefti Málverkið af Monu Lisu getur
allt eins tákngert eilífðina. Í nær 500 ár hefur
hún horfst í augu við skoðendur sína eins og
hún vilji segja „sé þig“. Sendir þeim um leið
dulmagnað bros sem engum hefur enn tekist
að ráða í. Frekar en tímann og allífið.
Ljósið fært Hin snjalla danska vísindakona
Lena Vestergaard Hau sem ekki einasta
tókst að bremsa ljósið, sem æðir áfram á ógn-
arhraða, heldur einnig færa úr stað, sem
hingað til hefur einungis verið mögulegt í
ævintýraheiminum.
Bragi Ásgeirsson
sjónspegill
Ég hef hugsað dálítið umeyrað á van Gogh und-anfarið. Í löngu fríi hef égstundað flatlend-
isgönguferðir, stundum með
skemmtilegu fólki og stundum ein
míns liðs. Þegar maður gengur einn
hugsar maður meira en ella og skoð-
ar vandlegar það sem fyrir augu ber.
Ég hef tekið eftir að sólblóm eru orð-
in talsvert vinsæl í íslenskum görð-
um. Listmálarinn van Gogh málaði
mikið af sólblómum og gerði það svo
vel að hann hlaut heimsfrægð fyrir,
ásamt auðvitað fjölmörgu öðru
myndefni. En sú frægð féll honum
ekki í skaut í lifanda lífi. Eftir að
hafa rifjað upp það sem ég mundi um
sólblómin og van Gogh þá hélt ég
áfram að hugsa um lífsferil þessa
listmálara sem svo margir kennarar
og listfræðingar hafa fjallað um í
ræðu og riti. Þar kom að það rifj-
uðust upp fyrir mér sögusagnir um
að van Gogh hefði lagt hug á stúlku
eina sem hafnaði honum. Af þeim or-
sökum á hann að hafa skorið af sér
eyrað og sent ástinni sinni. Mér býð-
ur í grun að stúlkan hafi enn síður
haft áhuga á frekari kynnum við van
Gogh eftir þessa blóðugu sendingu.
Ég get varla ímyndað mér neitt sem
síður er fallið til að vekja áhuga
stúlku á manni en að hann sendi
henni í bréfi afskorið og blóðugt eyra
sitt. En þetta er samt ekki það sem
mér fannst áhugaverðast við þessa
upprifjun, sem ég tek raunar ekki
ábyrgð á að sé rétt heldur hefur
„komið svona til mín“. Ég fór að
hugsa um hvernig um Vincent van
Gogh hefur verið fjallað. Mér hefur
fundist eins og í þeirri umfjöllun örli
stundum á undirtóni, tóni sem gefur
óljóst í skyn að ef stúlkan hefði ekki
hafnað van Gogh hefði hann ekki
neyðst til að skera af sér eyrað. Sem
sagt; gefið er í skyn að sök liggi hjá
konu fyrir ákvörðun sem karlmaður
tekur, jafnvel þótt hann sé sjúkur.
Slíkt er hreint ekki nýtt í verald-
arsögunni. Ég er persónulega alveg
viss um að umrædd stúlka hefur
aldrei svo mikið sem ýjað að því við
listamanninn að hann skæri af sér
eyrað og sendi henni. Þessi af-
drifaríka ákvörðun mannsins sýnist
mér algjörlega á hans ábyrgð og
sjúkdóms hans. Van Gogh lét sem
kunnugt er sjálfur leggja sig inn á
geðsjúkrahús og tók síðar líf sitt árið
1890, eftir að hafa skapað á þessu
tímabili mjög áhrifarík listaverk.
En aftur að meginviðfangsefninu;
það er einhvern veginn svo að í alltof
mörgum tilvikum hefur karlmönnum
haldist uppi að kenna konum um
ófarir sínar eða að minnsta kosti
gefa slíkt í skyn og umhverfið hefur
of gjarnan gleypt við slíkri sögu-
skýringu eða jafnvel fundið hana
upp sjálft. Ég veit ekki hvað margir
menn hafa verið taldir hafa orðið vit-
skertir vegna kvennamála eða gerst
einsetumenn vegna höfnunar konu.
Þeim er vorkennt en sökinni varpað
á konuna, jafnvel þó óbeint sé. Raun-
ar finnst mér athyglisvert hve um-
hverfið er að mínu mati miklu treg-
ara til að afsaka gerðir kvenna með
þessum hætti þótt þær lendi í
hremmingum í ástamálum. Þá er
gjarnan viðkvæðið að þær geti sjálf-
um sér um kennt, þær hafi ekki verið
nógu góðar, sætar, ljúfar eða
skemmtilegar. Þetta með sólblómin,
eyrað, stúlkuna og van Gogh er svo
sem ekki stórfenglegt innlegg í lista-
söguna, það veit ég vel. En ef til vill
segir það okkur eitthvað um hvernig
kona upplifir í ýmsum söguskýr-
ingum að verið sé beint og óbeint að
koma sektarkennd inn hjá henni og
vafalaust öðrum konum vegna ótrú-
legustu atburða.
Á Indlandi gengu menn lengi vel
hreint til verks og grófu ekkjur með
látnum eiginmönnum. Á Vest-
urlöndum er frjálslyndið vissulega
meira en samt eru of oft fyrir hendi
vissir tilburðir í umhverfinu til að
„grafa“ konur með mönnum sínum.
Samfélagið hefur tilhneigingu til að
lofa það fremur en hitt ef kona giftist
ekki aftur eftir lát eiginmanns og
best af öllu er ef hún er aldrei við
karlmann kennd eftir eiginmanns-
missinn. Það er eitthvað svo róm-
antískt.
Giftist konur á ný og taki gleði
sína samgleðst umhverfið vissulega
oft í orði – en með nokkrum semingi
og lætur á stundum skína í viðhorf
sem á að smeygja inn sektarkennd
hjá hinni fyrrverandi ekkju og jafn-
vel líka hjá fráskildum konum.
Hvernig geta þær leyft sér að gleðj-
ast eftir að hafa misst eiginmann
vegna dauðsfalls eða skilnaðar? Mér
finnst karlmanni í slíkri stöðu mun
fremur samfagnað ef hann tekur
gleði sína á ný. En svona er lífið, –
fólk ætti að hafa hugfast að það er
hægara um að tala en í að komast.
Og hvað van Gogh viðvíkur þá er ég
þess fullviss að hann skar af sér eyr-
að af því að hann var geðveikur en
ekki af því að stúlka sem hann er
sagður hafa lagt hug á vildi hann
ekki.
Sem betur fer veit títtnefnd stúlka
varla mikið um hinn undarlega und-
irtón sem mér finnst að greina hafi
mátt í eftirmælum sumra um per-
sónu hennar í máli og ritum. Öllu
verra er þegar fólk þarf að sitja und-
ir grunnhyggnum sleggjudómum í
lifandi lífi um málefni og atburði sem
hinir sjálfskipuðu „dómarar“ um-
hverfisins hafa kannski ekki fyrr en
löngu síðar á lífsleiðinni forsendur til
að skilja – og sumir jafnvel aldrei.
Eyrað á van Gogh!
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Þjóðlífsþankar | Var stúlkan sek?