Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 47 Ásgeir E. Gunnarsson löggiltur fasteignasali Páll Kolka löggiltur fasteignasali Skúli Sigurðarson löggiltur fasteignasali Andrés Kolbeinsson löggiltur fasteignasali BORGARTÚNI 29 105 REYKJAVÍK SÍMI 530 7200 FAX 530 7207 HUSANAUST.IS Erum með í einkasölu einbýlishús, 298,5 fm, í byggingu á góðum stað á Álftanesi, Lyngholt 1,3 og 5. Búið er að steypa húsið upp svo og loftplötu, veggir innan- húss eru slípaðir, gluggar og hurðaföls eru komin í. Þak verður frágengið að fullu, með þakgluggum og flasningum, 10 ára ábyrgð á frágangi þaks. Lóð verður grófjöfnuð. Nánari lýsing skv. teikningu: Björt stór stofa, sem opin er inn í arinstofu og stórt eldhús, mikil lofthæð. Hjónaher- bergi er með fataherbergi og sérbaðherbergi, þrjú svefnherbergi og stórt sjónvarpshol. Rúmgott baðherbergi auk gestasalernis. Bílskúr er 40 fm og er gert ráð fyrir þremur bílastæðum framan við hann. Loft- hæð hússins er um 3,10 metrar. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu Húsanausts, Borgartúni 29. Fallegt, þriggja hæða parhús í suð- urhlíðum Úlfarsfells. Útsýni er yfir Úlfarsárdal í suðri og Grafarvog í vestri. Húsið verður afhent fokhelt að innan en fullbúið að utan, með gleri og hurðum. Hægt er að semja við byggingameistarann um afhendingu á seinni byggingarstigum, t.d. tilbúið undir tréverk, etc. Auðveldlega má útbúa tveggja her- bergja séríbúð á neðstu hæðinni. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu Húsanausts, Borgartúni 29. LYNGHOLT - ÁLFTANESI ÚLFARSBRAUT - ÚLFARSDAL Til sölu er einbýlishús á Seltjarnarnesi með einstæðu útsýni til Akrafjalls, Skarðsheiðar, Esju, Hengils, Vífilfells og Bláfjalla. Húsið er við sjávarsíðuna, 20 metra frá sjó, nálægt miðbæ Reykjavíkur, 4 mínútur frá Lækjartorgi. Húsið er 255 fm og byggt árið 1972 og stendur það á 1.100 fm eignarlóð. Húsið skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, sex svefnherbergi, borðstofu, sjónvarps- stofu, arinstofu og útsýnisstofu. Hús, innréttingar og lóð, er allt hannað af arkitektunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum. Verð 110 millj. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Fornaströnd – einstakt hús Fjölnisvegur 16 Opið hús í dag kl. 16:00-16:45 184,2 fm hæð, kjallari og bílskúr auk óskráðs rýmis í kjallara, sem er 47,6 fm, alls 232 fm. Efri hæð: forstofa, hol, gangur, herbergi, þrjár samligg- jandi stofur og eldhús. Frá borðstofu er útgangur í garð sem vísar í suður. Neðri hæð: hol, þrjú svefnherbergi, stofa, tvö baðherbergi. Sérinngangur er á neðri hæðina. Bílskúrinn er einnig útbúinn sem íbúð. Verið velkomin í opið hús í dag þar sem sölumenn Stakfells sýna eignina. Verð kr. 79 millj. Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali Gsm 820 2399 Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fasteignasali Stakfell 535 1000 Fasteignasala • Lágmúli 7 • 108 Rvk www.stakfell.is UMRÆÐA um rafbíla er að aukast. Lengi vel var þá aðeins átt við bíla sem ganga alfarið fyrir raf- magni sem geymt er á rafhlöðum í bílunum. Þróun í gerð rafhlaðna í því skyni hefur þó ekki verið sem skyldi; rafhlöðurnar hafa ekki get- að geymt nægilegt rafmagn til að akstursvegalengd á milli endur- hleðslna væri viðunandi. En með gerð svokallaðra tvinnbíla hafa skapast ný viðhorf. Á útlensku kall- ast þeir „hýbrid-bílar“, en það eru bílar sem ganga í raun fyrir bens- íni eða olíu, en nota jafnframt raf- hreyfil og rafhlöðu til að auka nýtni eldsneytisins. Talsverður fjöldi slíkra bíla er þegar á götum hér á landi. En nú er skammt í næsta þrep í þessari þróun. Rafhlaðan í tvinnbílunum verður stækkuð þannig að hún nægi fyrir akstri á rafmagninu einu nokkra tugi kíló- metra. Og það sem meira er, geymana má endurhlaða með raf- magni úr almenna rafkerfinu. Notkunarmunstur venjulegra einkabíla hérlendis er þannig að ætla má að tvinnbílar af þessari gerð geti gengið að þremur fjórðu hlutum fyrir innlendu rafmagni, en aðeins um fjórðungur orkunnar þurfi að koma úr innfluttu elds- neyti. Í Morgunblaðinu og Blaðinu 7. sept. sl. eru fróðlegar frásagnir af þessum væntanlegu bílum. En þar eru þeir kallaðir „tengitvinnbílar“. Enska heitið á þessum bílum, „Plug-in Hybrids“, vísar til þess mikilvæga eiginleika þeirra að ork- an í þá, rafmagnið, kemur í gegn- um venjulega raftengla. Við á Orkustofnun höfum um nokkurt árabil fylgst með þessari þróun og fyrir tæpu ári var skrifuð skýrsla m.a. um slíka bíla. Áður en skýrsl- an var birt veltu málhagir menn á stofnuninni fyrir sér heiti á þessa gerð bíla og niðurstaðan var sú að kalla þá „tengiltvinnbíla“, þ.e.a.s. vísa skýrt til raftengilsins í heitinu. Án l-sins í nafninu þótti hætta á að heitið yrði tengt við annað orð sem hefur hlotið sess, „tengivagn“, og sá misskilningur kynni jafnvel að komast á kreik að rafhlöðurnar væru hangandi aftan í bílunum á e.k. tengivögnum! Við mælum því með „tengiltvinn- bílum“ þar til hugmynd um enn þjálla orð kemur upp. ÞORKELL HELGASON orkumálastjóri. Tengiltvinnbílar skulu þeir heita Frá Þorkeli Helgasyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.