Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 53
aðar breytingar og æskilegt að
slíkar breytingar séu unnar í sam-
ráði meirihluta og minnihluta á
þingi enda hlýtur markmiðið með
þeim að vera það að Stjórnarráðið
í heild sinni verði skilvirkara, hag-
kvæmara og endurspegli betur
þróun íslensks samfélags. Um slík
atriði eiga fyrirhugaðar breyt-
ingar að snúast en ekki ráðherra-
stóla eða það hvorum stjórn-
arflokknum fleiri stofnanir
tilheyri. Hér skal áréttað að
Framsóknarflokkurinn hefur lýst
sig reiðubúinn til samstarfs um
endurskoðun á Stjórnarráðinu og
verkaskiptingu þess. Í þessu efni
hef ég rifjað upp viðhorf Bjarna
Benediktssonar, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem taldi fyrir 50
árum að allir flokkar ættu að
koma að vinnu við breytingu á
Stjórnarráðinu.
Það sem liggur í loftinu er að
Stjórnarráðinu verði skipt upp eft-
ir duttlungum stjórnarflokkanna
en ekki með heildarsýn framtíð-
arinnar að leiðarljósi. Geir H.
Haarde forsætisráðherra sagði á
dögunum í Grímseyjarferjumálinu
að líklega ættu siglingamál ekki
heima hjá Vegagerðinni. Þetta er
hárrétt hjá forsætisráðherra. Ef
litið er til eðlilegrar verkaskipt-
ingar má spyrja sig sömuleiðis að
því hvers vegna sveitarstjórn-
armál ættu þá að færast frá fé-
lagsmálaráðuneytinu í samgöngu-
ráðuneytið. Hvers vegna ætti hluti
af málum sem snerta beinlínis
heilbrigðismál að færast frá heil-
brigðisráðuneyti til félagsmála-
ráðuneytisins? Hvers vegna ættu
landbúnaðarmál eins og skógrækt
og landgræðsla að færast til um-
hverfisráðuneytis? Hvernig ætlar
ríkisstjórnin að verja það að færa
þannig hér um bil alla vís-
indamenn landbúnaðarins yfir til
annarra ráðuneyta? Hvað myndi
sjávarútvegsráðherra segja væri
verið að færa vísindamenn stofn-
ana sjávarútvegsráðuneytisins, t.d.
Hafrannsóknastofnunar, undir
menntamálaráðuneytið, líkt og
Össur Skarphéðinsson lagði raun-
ar til í sumar?
Samræðustjórnmál fyrir bí
Það var vegna sögusagna sem
þessara sem ég ritaði bréf mitt til
forsætisráðherra til að fá skýr-
ingar á því hvort þær væru réttar.
Svar forsætisráðherra var hins
vegar dularfullt eins og andatrúin,
en skemmst er þó frá að segja að
þar er öllu samstarfi við stjórn-
arandstöðuna hafnað. Jafnframt
er tilkynnt að greint verði síðar
frá öllum breytingum og þing-
mönnum gefist færi á að tjá sig
um breytingarnar þegar þing
kemur saman. Sést hér í verki all-
ur vilji nýrrar ríkisstjórnar til að
ástunda „samræðustjórnmál“ þar
sem leitast er við að vinna að
framgangi mála í sátt og sam-
lyndi. Samræðustjórnmálunum
hefur greinilega verið sturtað nið-
ur þegar Samfylkingin gekk til
samstarfs við höfuðandstæðinginn.
Formanni Samfylkingarinnar til
hróss ber þó að taka fram að í við-
tali við hana í útvarpi nýlega kom
hreinskilnislega fram að ekkert
hafi verið ákveðið varðandi verka-
skiptingu Stjórnarráðsins ennþá.
Formenn stjórnarflokkanna virð-
ast því samkvæmt því enn vera í
samningaviðræðum um þessar
stóru breytingar á Stjórnarráðinu
og breytingar á lögunum í vor
hafa því fyrst og fremst snúist um
skiptingu ráðherrastóla. Á móti
því kemur að úr ráðuneytunum
berast fregnir þess efnis að þar sé
verið að undirbúa tilflutning verk-
efna sem Alþingi á eftir að fjalla
um. Hvað er hið rétta í málinu?
Það er ekki laust við að þessi
svör formanna stjórnarflokkanna
veki ugg í brjósti mér. Alþingi er
veikt og forystumenn stjórn-
arflokkanna telja þingið í sinni
hendi. Jafnframt álíta þeir greini-
lega að með þennan mikla meiri-
hluta séu allar breytingar einka-
mál forystumanna
ríkisstjórnarinnar.
Höfundur er formaður Framsókn-
arflokksins.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 53
Fréttir
í tölvupósti
Verslunar- og/eða geymsluhúsnæði til leigu
Dunhagi 18-20 í Reykjavík
Til leigu er ca 600 fm húsnæði í vesturbæ Reykjavíkur við Dunhaga 18-20. Rýmið er á jarðhæð og í
kjallara en lengi hefur verið verslunarrekstur í húsinu. Hagstæð leiga í boði og möguleiki á að leigja
smærri parta.
Guðrún Árnadóttir, löggiltur fasteignasali.
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
www.motas.is
Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
T
38
56
3
08
/0
7
Söluaðili:
• Innangengt úr bílageymslu í lyftu.
• Einstakt útsýni.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Ísskápur og uppþvottavél fylgja.
• Örstutt á golfvöll.
• Íbúðir með sérinngang af svölum, ekki gengið
framhjá svefnherbergi.
Flottar • fullbúnar íbúðir
Afhending nóv. 2007
Hvaleyrarholti
Skipalón 25 - 27N
ýtt
í sö
lu
Dæmi um verð.
3ja herb. 101,6 m2.Verð frá 26.000.000 kr.
Með stæði í bílageymslu. Granít í borðum og sólbekkjum.
Ísskápur og innbyggð uppþvottavél fylgja.
4ra herb. 121,3 m2.Verð frá 29.000.000 kr.
Með stæði í bílageymslu. Granít í borðum og sólbekkjum.
Amerískur ísskápur og innbyggð uppþvottavél fylgja.
5 herb. 135,2 m2.Verð frá 33.000.000 kr.
Með stæði í bílageymslu. Granít í borðum og sólbekkjum.
Amerískur ísskápur og innbyggð uppþvottavél fylgja.
Berðu saman verð og gæði á nýbyggingum á markaðnum.
Eignir í hærri gæðaflokki geta verið á betra verði!
> Yfir 20 ára reynsla
> Traustur byggingaraðili