Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 61
✝ Gróa Kristjáns-dóttir fæddist á
Brúsastöðum í
Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu,
hinn 12. maí 1915.
Hún lést á heimili
sínu í þjón-
ustuíbúðum við Dal-
braut í Reykjavík
hinn 22. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kristján Sigurðsson
kennari í Vatnsdal
og víðar í Austur-
Húnavatnssýslu, f. 1883, d. 1970
og Margrét Sigríður Björnsdóttir
Blöndal, f. 1884, d. 1968. Kristján
var sonur Sigurðar Pálssonar, er
bjó að Pálsgerði í Fnjóskadal,
Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði
og víðar í Þingeyjarsýslu, og konu
hans Kristbjargar Hólmfríðar
Árnadóttur, sem ættuð var frá
Fellsseli í Kinn. Margrét var dótt-
ir Björns Blöndals Benediktssonar
frá Hvammi í Vatnsdal og konu
hans Guðrúnar Gróu Bjarnadótt-
ur frá Stað í Steingrímsfirði.
Gróa var elst þriggja systkina.
Systkini hennar eru: a) Björn
Blöndal kennari, f. 1917, d. 1996,
bjó á Húnsstöðum í Austur-
Húnavatnssýslu, ekkja hans er
María Sigurlauga Þóra Jónsdóttir
frá Húnsstöðum, þau eiga þrjú
börn. b) Ingibjörg Margrét, f.
1926, bjó lengi á
Ytri-Kárastöðum á
Vatnsnesi, giftist
Guðmundi Eyberg
Helgasyni, látinn,
þau eiga sjö börn.
Ingibjörg hefur
undanfarin ár verið
í sambúð með Árna
Hermannssyni, ætt-
uðum úr Aðalvík.
Gróa ólst upp á
Brúsastöðum í
Vatnsdal. Hún sat í
Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri
veturinn 1934-5 en nam síðan við
Kennaraskólann og lauk þaðan
kennaraprófi 1937. Hún réðst
fyrst til kennslu í Laxárdalshreppi
í Dalasýslu (1937-9), síðan að
Borgarhafnarskólahéraði í Aust-
ur-Skaftafellssýslu (1939-40), þá á
Patreksfirði (1941-42). Eftir þetta
stundaði hún skrifstofustörf á
Skrifstofu ríkisspítalanna árin
1942-46. Haustið 1946 hóf hún síð-
an kennslu við Laugarnesskóla í
Reykjavík og kenndi þar allt þar
til hún náði 67 ára aldri árið 1982.
Um nokkurra ára skeið eftir það
var hún í hlutastarfi á skrifstofu
Kennaraháskólans.
Útför Gróu fór fram frá Laug-
arneskirkju fimmtudaginn 30.
ágúst, í kyrrþey að hennar eigin
ósk. Jarðsett var í Gufuneskirkju-
garði.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(Valdimar Briem.)
Takk fyrir allt, elsku systir mín.
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Elsku Gróa mín.
Mig langar með fáum orðum að
rifja upp nokkrar minningar um
þig. Þau voru ófá skiptin sem þú
komst upp í Mosfellssveit og gistir
hjá okkur og hjálpaðir okkur fjöl-
skyldunni þegar ég var að alast
upp. Þá sérstaklega á vorin, fyrir
páska og jól og var þá allt tekið í
gegn. Oft fékk ég gjöf frá þér fyrir
jól og svo aðra í jólagjöf. Man ég þá
sérstaklega eftir nýju sænginni
minni, koddanum og náttkjólnum
sem ég fékk fyrir ein jólin og það
var ekkert smá sem ég gladdist yfir
því. En þú varst alltaf mjög örlát á
gjafir til mín og svo seinna til minna
barna. Einhvern tímann á unglings-
árunum fórstu með mig í bæjarferð
og var ég dressuð upp með fjöldann
allan af flíkum og fór ég til Möggu
systur og voru teknar myndir af
mér í mismunandi samsetningum af
fötum líkt og á tískusýningu. Þú
varst líka vön að aga mig til eins og
þína eigin dóttur og hef ég eflaust
komist nálægt því að vera það. Mér
er sérlega minnisstætt þegar ég og
önnur vinkona mín vildum ekki
leika við þá þriðju og þú skammaðir
okkur fyrir að skilja útundan og
bauðst þeirri þriðju bara inn og
fórst að leika við hana inni í mínu
herbergi. Þú sagðist bara leika við
hana sjálf úr því að við vildum það
ekki. Við fylgdumst með úr fjar-
lægð og vorum við orðnar mjög
spenntar að fylgjast með skemmti-
lega leiknum sem þið voruð í og að
lokum vorum við komnar með í leik-
inn og lékum okkur allar saman en
þá laumaðir þú þér fram og við
héldum áfram eins og bestu vinkon-
ur. Þegar ég var yngri og var eitt-
hvað þrjósk og þver gagnvart þér,
sem gerðist stundum, þá hló
mamma og sagði að það væri ekki
skrýtið þótt við þrættum þar sem
við værum svo líkar og var ég ekki
alltaf sátt við það því ég hélt að það
þýddi eitthvað neikvætt. En með
árunum og meiri þroska sá ég alltaf
betur og betur hvað það var í raun
mikil upphefð þar sem þú elsku
Gróa varst heilsteyptur einstak-
lingur, með mikla réttlætiskennd,
sanngjörn, vel gefin, víðlesin og ör-
lát. Þú varst líka skemmtilegur og
eftirminnilegur karakter, mikill
húmoristi og ég held að það sé eng-
in vinkona mín fyrr né síðar sem
ekki veit hver Gróa frænka er.
Einnig varstu oft mjög hreinskilin
og tók fólk því misvel en það fékk
mann samt til þess að hugsa. Því
það sem þú sagðir var oftast satt og
ekki sagt til þess að móðga neinn
heldur einlægar ábendingar um það
sem maður sá ekki sjálfur en var
sagt í því skyni að leiðbeina manni
til betri vegar eða til umhugsunar.
En þó svo að þú værir óánægð með
eitthvað sem einhver gerði og þú
tjáðir þig um það og manni sárnaði
þá varðir þú okkur systkinin í há-
stert og afsakaðir hegðun okkar ef
einhver annar álasaði okkur ung-
unum þínum. Ég er mjög ánægð
með það að hafa verið með þér síð-
ustu dagana þína hér og ég veit
hvað þér þótti vænt um það og
notalegt að ég sæti hjá þér og héldi
í höndina á þér.
Ég er þó leið yfir því að hafa ekki
verið hjá þér þegar þú fórst en
kannski vildir þú einmitt hafa það
þannig. En elsku Gróa mín, ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
fyrir mig gert og óska þér góðrar
ferðar.
Hvíl í friði.
Ég elska þig, þín systurdóttir
Nína.
Elsku Gróa frænka.
Okkur langar að þakka þér sam-
fylgdina og yndislegar stundir í fá-
einum orðum.
Í okkar augum varstu ákaflega
heilsteypt og sterkur persónuleiki
með skýrar og ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum.
Aldrei kom maður að tómum kof-
unum hjá þér, þú fylgdist vel með
málefnum líðandi stundar, og alltaf
gaman að líta við hjá þér og ræða
um heima og geima, eins varst þú
afar ættrækin og lést þig varða vel-
ferð allra er tengdust þér á einn eða
annan hátt.
Ætíð tókst þú á móti okkur af
hjartahlýju og velvilja og reyndist
okkur vel í hvívetna og studdir okk-
ur í því sem við tókum okkur fyrir
hendur hverju sinni.
Það fór ekki fram hjá neinum að
þú varst góðum gáfum gædd, og
hafðir metnað er skilaði sér áfram
til þeirra er umgengust þig.
Ég sem greinina skrifa man eftir
eftirvæntingunni er vaknaði þegar
Gróa frænka var væntanleg í heim-
sókn, manni fannst að með henni
bærust ferskir menningarvindar úr
höfuðborginni. Hún átti það til að
króa mann af og hlýða manni yfir
eitt og annað sem hún vissi að mað-
ur ætti að kunna skil á úr skóla-
starfinu. Nú þegar ég lít til baka
þykir mér ákaflega vænt um þessar
stundir, þó svo að ég hafi á yngri
árum stundum svitnað við að reyna
að standa mig í þessum fyrirvara-
lausu skyndiprófum. Eins notaði
hún gjarnan tækifærið og upplýsti
mann um margt fróðlegt og sagði
sögur af merku fólki.
Hún reyndist mér, konu minni og
börnum alveg einstök og eigum við
henni margt gott að þakka.
Margar góðar stundir áttum við
saman er við bjuggum á Grettis-
götu. Þá leit hún oft inn til okkar,
enda stutt frá heimili hennar á
Karlagötu.
Elsku frænka, við erum þakklát
fyrir að hafa átt þig að og fengið að
njóta hlýrrar og gjöfullar nærveru
þinnar.
Guð blessi þig.
Faðir þinn Kristján samdi stöku
til móður þinnar Margrétar Blön-
dal.
Okkur langar að láta hana fylgja
með sem kveðju frá okkur, frænka
góð.
Þú hefur hlúð að þeirri list
þekkist engin betri.
Að gefa öðrum grænan kvist
gefið hæst að vetri.
Örlygur Atli Guðmundsson,
Hólmfríður G. Magnúsdóttir,
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,
Atli Eyberg Örlygsson.
Gróa Kristjánsdóttir
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 45,
Siglufirði,
lést föstudaginn 24. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á
sjúkrahúsi Siglufjarðar og starfsfólki á dvalarheimilinu Skálahlíð.
Hrólfur Pétursson,
Stefán Ómar Stefánsson, Elín Ósk Wiium,
Hallgrímur Stefánsson, Bjarndís Mitchell,
Pétur Hrólfsson, Sigurveig Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
VILHELMÍNA HJALTALÍN
MÍNA,
Garðvangi,
áður til heimilis
að Framnesvegi 12,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstudaginn 31. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs fyrir nærgætna
umönnun.
Sigursteinn Jónsson, Rudolph Bruun Þórison,
Áslaug Sturlaugsdóttir, Guðmunda Kristinsdóttir,
Ólína Kristinsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Lokað
Fyrirtækið verður lokað þriðjudaginn 11. september frá kl. 14.00
vegna útfarar ANDRÉSAR REYNIS KRISTJÁNSSONAR.
MYNDBANDAVINNSLAN & HLJÓÐRITI
Hátúni 6a, Reykjavík.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
Framnesvegi 15,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
mánudaginn 3. september.
Útför verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
11. september kl. 14.00.
Eiríkur Eyfjörð,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Lokað
Fyrirtækið verður lokað þriðjudaginn 11. september frá kl. 14.00
vegna útfarar ANDRÉSAR REYNIS KRISTJÁNSSONAR
fyrrverandi forstjóra.
FÖNIX ehf
Hátúni 6a, Reykjavík.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa
og langafa,
STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR
skipstjóra,
Skála,
Seltjarnarnesi,
síðast til heimilis
að Skólabraut 3.
Guðrún Kristjánsdóttir
Elísabet Stefánsdóttir, Kristján Jóhannsson,
Kristjana Stefánsdóttir, Guðmundur Þorkelsson,
Anna Stefánsdóttir, Reynir Hólm Jónsson,
Unnur Vigfúsdóttir Duck,
barnabörn og barnabarnabörn