Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA BJÖRNSDÓTTIR, Núpalind 6, Kópavogi, áður Vorsabæ 9, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 2. september, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 10. september kl. 13.00. Gylfi Einarsson, Einar Gylfason, Sigríður Magnúsdóttir, Margrét Gylfadóttir, Peter Stegemann, Björgvin Gylfason, Guðný Inga Þórisdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR KEMP, Hólavegi 20, Sauðárkróki, sem lést sunnudaginn 2. september, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 10. september kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans láti sjúkrahúsið á Sauðárkróki njóta þess. Elsa Geirlaugsdóttir, Björgvin G. Kemp, Lúðvík R. Kemp, Ólafía Kristín Sigurðardóttir, Elísabet Kemp, Jóhann Ólafsson, Friðgeir Kemp Lúðvíksson, Hulda Hákonardóttir, Elsa Jóhannsdóttir, Eva Björg Jóhannsdóttir, Rósa Kristín Kemp. ✝ Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Ljósheimum 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 10. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill. Ásta Gunnarsdóttir, Sigurður Bjarni Gunnarsson og fjölskyldur. ✝ Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HRAFNHILDUR G. SIGURGÍSLADÓTTIR BOLAND, Haddý, sem lést á The Lutheran Home í Moorestown, NJ. miðvikudaginn 22. ágúst, fer fram föstudaginn 14. september kl. 13.00 í Lágafellskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, James L. Boland ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, JÚLÍUS DALMANN FRIÐRIKSSON, áður bóndi Gröf, Svarfaðardal, sem lést miðvikudaginn 29. ágúst á Dalbæ, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 11. september kl. 13.30 Systkini hins látna og aðrir aðstandendur. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRÉS REYNIR KRISTJÁNSSON Hátúni 6a, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. september kl. 15.00. Dóra Gígja Þórhallsdóttir Guðrún Andrésdóttir Þórhallur Andrésson Sigríður Thorsteinsson Kristján Ottó Andrésson Dóra Gígja Þórhallsdóttir Atli Sævar Guðmundsson Ragnar Þórhallson ✝ Þorleifur Þor-leifsson skip- stjóri fæddist í Nes- kaupstað 2. febrúar 1929. Hann lést á Landspítalanum 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir frá Stuðlum í Norðfirði, f. 10. ágúst 1903, d. 14. október 1988, og Þorleifur Guð- jónsson skipstjóri frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, f. 8. maí 1903, d. 17. desember 1932. Alsystir Þorleifs er Ólína, ekkja Björgvins Jóns- sonar útgerðarmanns. Hálfsystur Þorleifs, dætur Ingibjargar og Ey- þórs Þórðarsonar seinni manns hennar, eru Hallbjörg gift Stefáni Pálmasyni og Elínborg gift Sigfúsi Guðmundssyni. Yngst var Eygerður sem lést í æsku. Þorleifur kvæntist 5. desember 1963 Ellen Ólafsdóttur frá Seyðisfirði, f. 30. apríl 1943, og áttu þau þrjú börn. Þau eru Ólafur, í sambúð með Eddu Waage. Börn hennar eru Ester Ósk og Stein- dór Gestur. Sig- urður, í sambúð með Áróru Ásgeirs- dóttur. Börn þeirra eru Atli Már og Adam Norðdal. Sólveig, gift Bjarka Jakobssyni. Börn þeirra eru Huldís Inga, Eydís Klara, Tinna Dís og Aron Þorleifur. Útför Þorleifs var gerð frá Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn í kyrrþey 5. september. Hann er fallinn frá eftir stutt en erfið veikindi hann Bóbó frændi. Þegar við systkinin voru lítil var hann okkar uppáhaldsfrændi enda bróðir mömmu. Þegar hann kom í heimsókn kom hann alltaf færandi hendi. Hann fór snemma til sjós og var á ýmsum bátum og togurum. Ég átti því láni að fagna að Bóbó leyfði mér að koma með sér á síld sumarið 1959 á Dalaröstinni sem hann var skipstjóri á og Glettingur h/f átti en Gletting stofnuðu Bóbó, faðir minn Björgvin Jónsson og Eyþór fósturafi minn. Það var ógleymanlegt fyrir 12 ára polla. Næsta sumar var ég hálf- drættingur og svo á fullum hlut á sumrin til 1965 en þá var Dalaröstin seld til Þorlákshafnar. Þessi tími var ómetanlegur, að vera með manni eins og honum, hamhleypu til verka, ósérhlífnum skapmanni og afburða- fiskimanni, það var dýrmætur skóli. Bóbó átti alltaf flotta bíla þótt hann hefði ekki mikinn tíma til að nota þá. Hann fór á vetrarvertíðir á Dalaröstinni til Vestmannaeyja en bíllinn var náttúrulega á Seyðisfirði þar sem við bjuggum. Það þurfti ein- hver að hafa auga með bílnum og lét hann mér það eftir með fyrirmæl- unum: ,,Settu hann í gang svona einu sinni í viku, geskur“. Ég fór eftir þessu til að byrja með en fór svo að liðka bílinn aðeins til og svo fór að lokum að Erlendi sýslumanni og Birni póla þótti nóg um og kvörtuðu þeir við Bóbó þegar hann kom um vorið. En hann sagði bara: ,,Ég bað strákinn um að gera þetta,“ og var ekki gert meira mál úr því. Frá árinu 1965 til ársins 1970 lágu leiðir okkar ekki mikið saman. Hann var skip- stjóri á ýmsum bátum og alltaf frá Vestmannaeyjum á vetrarvertíð og án undantekninga í efstu sætum hvað aflabrögð varðaði eins og raun- ar allan hans skipstjóraferil. Árið 1971 er fyrirtækið Glettingur end- urvakið og ný Dalaröst keypt og að sjálfsögðu undir skipstjórn Bóbós. Hann var á togveiðum yfir sumarið en um veturinn réri hann frá Þor- lákshöfn. Það var ekki að sökum að spyrja að karlinn fiskaði vel. Árið eftir fór Glettingur út í að reisa fisk- verkunarhús og hasla sér völl í Þor- lákshöfn og sama ár var keyptur bát- ur frá Djúpavogi, Jón á Hofi. Bóbó varð skipstjóri á honum þar til hann tók við Höfrungi III sem hann var oftast kenndur við. Þessi mikli aflamaður og farsæli skipstjóri var harður sjósóknari og oft harður við sína undirmenn en alltaf harðastur við sjálfan sig. Árin snéru hlutverkum okkar við og ég varð framkvæmdastjóri Glett- ings og urðu því samskipti okkar á öðrum nótum og þurfti hann stund- um að hlýða mér ,,pollanum“ og kom það fram í ýmsu svo sem þegar hann þurfti að gefa mér upp afla á land- leið. Kvótablaðið, sem hann hafði til að gefa upp afla eftir, var nú ekki í miklu uppáhaldi hjá honum því að hann vissi sem var að aðrir skipstjór- ar félagsins hefðu það líka og fylgd- ust með í gegnum talstöðina. Eitt sinnið er hann lenti í fiskiríi sagði hann við mig í stöðina: „Við verðum í landi kl. 20.30 og aflinn er, æ, æ, æ hver andskotinn, þar fauk kvótablað- ið út um gluggann“. Ekkert var því gefið upp en ég þekkti taktinn og reiknaði með miklu sem og varð en einhvern veginn var kvótablaðið til staðar nokkru síðar. Bóbó hætti sem skipstjóri 1994 og vann í landi nokkur ár. Mikilfenglegur og góður maður er nú genginn. Ég votta Ellen, Ólafi, Sigurði, Sól- veigu, tengdabörnum og barnabörn- um innilega samúð mína. Þorleifur Björgvinsson. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég nú minnist þess við leið- arlok hvernig hann Bóbó heilsaði mér oft á sinn austfirska hátt: ,,Sæll venur, hvernig hefur þú það nú gesk- urinn?“ Ég fann alltaf væntumþykju og innileik í þessu ávarpi. Þorleifur Þorleifsson fæddist á Norðfirði snemma á Þorra 1929, son- ur hjónanna Ingibjargar Sigurðar- dóttur og Þorleifs Guðjónssonar skipstjóra. Ungu hjónin áttu fyrir dótturina Ólínu, sem er tengdamóðir mín. Lífið virtist brosa við ungu fjöl- skyldunni. En óveðursský hrönnuð- ust upp. Heimilisfaðirinn og börnin fengu berkla sem leiddu til dauða hins unga föður og litlu munaði að sonur hans og nafni færi sömu leið. En sá stutti var seigur og lifði af. Erfiðleikar ekkjunnar voru miklir með tvö börn á framfæri og kreppan komin en Ingibjörg tók alla þá vinnu sem bauðst. Systur hennar og tengdamóðir reyndust henni vel, svo og mágar hennar á Fáskrúðsfirði þeir Magnús og Jón Guðjónssynir, sem báðir voru skipstjórar. Á þess- um harðindaárum skipti samheldnin sköpum en þrátt fyrir samhjálp var víðast þröngt í búi svo að lá við hungri og kynding húsa var munað- ur. Sem dæmi um þetta sagði tengdamóðir mín mér að einn vet- urinn hefðu matarbirgðirnar verið hálftunna af saltkjöti og poki af bankabyggi. Eins og að líkum lætur varð veisla í kotinu ef kvartél af bút- ungi barst frá mágum hennar en slíkur happafengur áskotnaðist henni sem betur fer býsna oft. Undir lok kreppunnar kynntist Ingibjörg seinni manni sínum Ey- þóri Þórðarsyni kennara í Neskaup- stað og varð þeim hjónum þriggja dætra auðið og Eyþór gekk börnum Ingibjargar í föðurstað og reyndist þeim ákaflega vel. Ungir piltar á Neskaupstað fóru gjarnan á sjóinn fljótlega eftir ferm- ingu. Bóbó réði sig á sjóinn fjórtán ára gamall. Eftir það varð ekki aftur snúið. Hann fór svo á vetrarvertíð og þær urðu margar. Á sumrin var svo síldin og línan á haustin og um hríð var hann háseti á togurum. Leiðin lá í Stýrimannaskólann en þaðan lauk hann hinu meira fiskimannaprófi og fékk í kjölfarið stýrimannspláss á fiskibáti. Árið 1958 hófu þeir útgerð saman Bóbó og Björgvin Jónsson mágur hans, ásamt Eyþóri fósturföður hins fyrrnefnda. Hét útgerðin Glettingur h/f og varð skipstjórn á fiskibátum félagsins hlutverk hans nær óslitin allt til starfsloka hans á sjó eftir um hálfrar aldar sjómennsku. Ferill hans var ákaflega farsæll og feng- sæll. Með sanni má segja að honum hafi þar kippt í kynið því að fjöldi aflasælla og farsælla skipstjóra er í nánasta frændgarði hans. Hjá Glettingi hóf hann skipstjórn á m/b Dalaröst en lengst var hann með m/b Höfrung III ÁR og á hon- um sótti hann frá Þorlákshöfn fyrst- ur manna, að því ég best veit, ,,aust- ur í Kant“. Þar lagði hann trossurnar í djúpkantinn á 130-200 föðmum, ein- skipa fyrstu árin. Á þessum slóðum er vetrarsjórinn þungur, straumar stríðir og langt í var en Bóbó hafði ætíð afburðasjómenn með sér og sjálfur var hann hörkutól af gamla skólanum, sem fátt beit á. En nú er kappinn fallinn eftir harða baráttu við manninn með ljáinn enda var það ekki siður hans að gefast upp átaka- laust. Um leið og ég sendi eiginkonu Bó- bós, Ellen Ólafsdóttur, og afkomend- um þeirra hjóna, svo og vandamönn- um öllum innilegustu samúðar- kveðjur, vil ég freista þess að senda ,,austur af sól og suður af mána“ eft- irfarandi kveðju: Vertu sæll, vinur, og gangi þér allt í haginn á nýjum miðum, gæskurinn. Ingvi Þorkelsson. Þorleifur Þorleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.