Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 64
64 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ A ga- og virðingarleysið er að verða algjört í íslensku samfélagi og er kannski orðið það fyrir löngu. Og það eru ekki bara ungmennin sem vaða uppi með hnefann á lofti eða sparkandi í allt og alla, nei, það er aldursskalinn upp úr, eins og hann leggur sig. Sumt af ofbeldinu er þó falið, að hluta til a.m.k., einkum í röðum hinna eldri, í von um að það sjáist ekki, enda er þeim ljóst að enginn sómi er að þvílíkri hegðun. Og ef það kynni að uppgötvast er búið svo um hnútana að auðvelt sé að draga slíkar ásakanir í efa, og ekki er verra ef í sömu andrá er hægt að kasta rýrð á uppljóstrar- ann með einhverjum hætti, gera lítið úr honum. Nýjasta auglýsing Símans, um Jesú Krist og lærisveinana við síð- ustu kvöldmáltíðina, er af þessum toga. Eins og að var stefnt olli hún uppnámi víða og fékk þannig mikla umfjöllun. Þar með var til- ganginum líka náð. Skítt með að þarna er verið að skopast með at- burði í helgustu viku kristindóms- ins, þar sem litlu síðar maður tók eigið líf af skömm og fyrirlitningu og annar var deyddur saklaus með grimmilegustu aðferð sem þá tíðk- aðist, krossfestingu. Það skiptir engu. Aðalatriðið er að þetta selur. Eða á að gera það. Sagan um gull- kálfinn kemur óneitanlega upp í hugann í þessu sambandi. Og voru þeir reyndar fleiri en einn. Og orð meistarans um perlur og svín ger- ast líka áleitin; þau er að finna í 7. kafla Matteusarguðspjalls. Það er einkum tvennt sem opin- berast í þessu tiltekna máli. Ann- ars vegar það, að ekkert fær að vera heilagt lengur, og svo hitt, að gróðavonin skal vera eina miðið á lífsgöngunni. Og það merkilega er, að notuð er hin gamla regla, að níðast á þeim sem ólíklegastur er til að koma með andsvar, en láta hina eiga sig. Ekki er nú kjark- urinn mikill, verð ég að segja, ekki beint reisn yfir þessum löðrungi. Sr. Gunnar Jóhannesson sóknar- prestur á Hofsósi kemur inn á þetta atriði í bréfi, sem hann ritaði á lokuðum umræðuvef Presta- félags Íslands á fimmtudaginn var og sem mig langar að birta hér orðrétt úr, enda með leyfi hans til þess. En hann segir: Egill Helgason minnti eitt sinn á það með sannri dæmisögu hversu mjög kirkjan á í vök að verjast. Í verslunarmiðstöð einni í Bretlandi var tekið upp á því að selja boli sem voru áletraðir með eftirfarandi setningu: „Jesus is a fuck.“ Biskup þess umdæmis sem verslunarmiðstöðin tilheyrði frétti af þessu ásamt prestum og því fólki sem misboðið var vegna þessa. Biskupinn hafði samband við forsvarsmenn verslunarmið- stöðvarinnar og þá verslun sem seldi bolina. Málið var rætt svo að segja hávaðalaust með fundi og nokkrum símtölum og verslunin tók til sín umkvartanir biskupsins og tók bolina úr sölu. En litlu síðar lak málið út í fjölmiðla og slík há- vaðaalda reis í samfélaginu sem hneykslaðist sáran yfir því að kirkjan dirfðist að skipta sér af því sem henni kom alls ekki við. Versl- unin setti bolina aftur í sölu. Egill Helgason klykkti út með því að spyrja hvort versluninni hefði dottið í hug að áletra bolina með setningunni: „Mohammed is a fuck.“ Þannig blása sumsé vindar nú á tímum að því er virðist. Nái þeir að styrkjast enn frekar mun það enda með ósköpum. Það er ekkert flóknara en svo. En það eru bara ekki allir sem átta sig á því. Eða eru menn virkilega að sækjast eft- ir einhverju því hingað, sem er að gerast í kringum okkur? O, ætli það. En ef ekki, þá er rétti tíminn núna að fara að hugsa í stað þess að æða áfram stjórnlaust, með krónuglampann í augum, blind- andi alla heilbrigða sýn. Fögnum því sem við eigum og höfum, byggðu á orðum og verk- um meistarans frá Betlehem og Nasaret – friðnum í þessu landi okkar, hinni innri ró, örygginu, óttaleysinu – og gerum okkur far um að hlúa að því og blessa, í stað þess að klæmast með það í nafni hins taumlausa frelsis, þar sem allt er leyfilegt. Eða skyldum við eiga von á annarri nauðgun af svipuðu tagi? Og hverju svo? Hið grátbroslega er, að fjöldi vísindamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir ítrekaðar rannsóknir að rafmengun frá gsm- símum sé einhver mesti ógnvaldur heilsu fólks á 21. öldinni. En ekki var minnst á þetta við langborðið af skiljanlegum ástæðum. Sigurður Þór Guðjónsson á lokaorðið í þessum pistli mínum, en á bloggsíðu sinni ritar hann eftirfarandi: Hvort sem menn eru trúaðir eða ekki þá gera flestir sér ljóst að hér á vesturlöndum, svo við ein- beitum okkur nú bara að því svæði, er píslarsagan kjarni þeirra trúarbragða sem við aðhyllumst, sumir kannski ekki nema að nafn- inu til reyndar. Sú trú fjallar um guð og eilíft líf, sálarheill manna, æðstu verðmæti sem hægt er að hugsa sér í augum hinna trúuðu og flestir vantrúaðir eða trúleys- ingjar, sem eru sæmilega að sér og réttsýnir, eru meðvitaðir um það að þetta er ein af stóru stund- unum í sögu vestrænna manna frá hugmyndalegu og menningarlegu sjónarmiði. Að hafa slíkt í flimt- ingum í auglýsingu sem eingöngu er til þess að selja vöru, sem auk þess er afskaplega ómerkileg í sjálfu sér að mínum dómi, finnst mér bera vitni um bæði menning- arleysi og áttavillu um verðmæti yfirleitt. Tómhyggju af hárri gráðu … Áttavilla sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil,“ hljómaði á útvarps- stöðvunum um árið. Eitt gleymdist að syngja um í þeim texta: að allar gjörðir okkar hafa af- leiðingar. Sigurður Ægisson leggur hér orð í belg um nýjasta útspil dýrkenda mammons gamla. FélagslífFéla slíf Vitnisburðarsamkoma kl. 20 í umsjá Ragnars B. Björnssonar. Lofgjörð og tónlistarkonan Jeni Varnadeau kemur í heimsókn. Kaffi og samvera eftir samkomu. Allir velkomnir! Fríkirkjan Kefas Fagraþingi 2a v/ Vatnsendaveg www.kefas.is Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík. Huglæknarnir: Hafsteinn Guðbjörnsson, Ólafur Ólafsson, Kristín Karlsdóttir. Miðlarnir: Anne Pehrsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Sigríður Erna Sverrisdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Hópastarf - Bæna- og þróunar- hringir eru á vegum félagsins. Uppl., fyrirbænir og bókanir í síma 551 8130. Opið mán. frá kl. 9.30-14.00, þri. frá 13.00-18.00, mið.-fös. frá kl. 9.30-14.00. www.srfi.is srfi@srfi.is SRFÍ. Samkomur Föstudaga kl. 19.30. Laugardaga unglingastarf kl. 20.00. Sunnudaga kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma í dag kl. 16.30 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Thomas Jan Stankiewics predik- ar. Mikil lofgjörð, vitnisburðir og fyrirbænir. Kynnt verður námskeið sem haldið verður dagana 12.-14. okt. á vegum Toronto Airport Christ- ian Fellowship um ,,Að dvelja í nærveru Drottins”. Öll samkoman fer fram á íslensku og ensku. Allir eru hjartanlega velkomnir. SALT Kristið samfélag Háaleitisbraut 58-60, 3 hæð. Samkoma í dag kl. 17. Ræðumaður Bill Jessup, söngur Jeni Varnadeau. Alfa hefst þriðjud. 11. sept. kl. 19. Allir velkomnir. Kl. 11:00 Samkoma. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Högni Valsson kennir, lofgjörð og fyrirbæn. Létt máltið að sam- komu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 18:30 Bænastund. Kl. 19:00 Samkoma. Björg Davíðsdóttir segir okkur frá dvöl sinni í Kenýa. Söng- konan Jeni Varnadeau heim- sækir okkur og tekur lagið. Lofgjörð, fyrirbænir og sam- félag í kaffisal á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Skráning hafin á Lækningardaga www.vegurinn.is Íslenska Kristkirkjan, Fossaleyni 14 Barnastarfið hefst að nýju kl.11 með fjölbreyttri dagskrá. Einnig er fræðsla fyrir fullorðna. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl.20. Þriðjudagur: Kynning á Alfa námskeiðinu vinsæla kl. 20. Ókeypis kaffiveitingar. Miðvikudagur: Bænastund kl. 20. Fimmtudagur: Bænastund kl.16 fyrir innsendum bænaefnum. Föstudagur: Samkoma fyrir ungt fólk kl. 20. www.kristur.is. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Gleðilega páskahátíð! Samkoma í dag kl. 20. Umsjón: Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Fatabúðin í Garðastræti 6 er opin alla virka daga kl. 13-18. Mikið úrval af góðum fatnaði. English service at 12:30pm. Entrance from the main door. Everyone Welcome. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkja fyrir 1-13 ára. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. Samkoma á Omega frá Fíladelfíu kl. 20:00. filadelfia@gospel.is Samkomur í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Unglingar kl. 20.00. Laugard. Samkoma kl. 20.30. www.krossinn.is HUGVEKJAFRÉTTIR FEMÍNISTAFÉLAG Íslands heldur fyrsta Hitt vetrarins þriðju- daginn 11. september næstkomandi kl. 20 á Bertelstofu Thorvaldsen bars. Þar munu Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra og Kristín Ástgeirsdóttir, nýskipuð fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, halda stutt erindi. Að framsöguerindum loknum er opnað fyrir umræður, en dagskráin stendur í tvo tíma. Fundarstýra er Auður Magndís Leiknisdóttir, talskona Femínista- félags Íslands. Í fréttatilkynningu segir að á Hittinu verði ráðherra jafnréttis- mála og framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu boðnar velkomnar til starfa en verði um leið spurðar hvernig þær hyggist vinna að jafn- rétti kynjanna, hvaða verkefni þær vilja setja í forgang og hvert þær sæki innblástur í starfi sínu að jafnrétti kynjanna. Hitt Femínistafélags Íslands eru haldin mánaðarlega yfir vetrartím- ann. Þau eru vettvangur fyrir fem- ínista af báðum kynjum til að skiptast á skoðunum og ræða það sem er á döfinni hverju sinni. Hitt Fem- ínistafélags Íslands Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.