Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 66

Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á mánu-daginn tók Síminn form-lega í notkun farsíma-kerfi fyrir þriðju kyn-slóð far-síma (3G). Hún getur flutt mun meira af gögnum en eldri kyn-slóðirnar tvær. M.a. er hægt að horfa á við-mælendur sína um leið og þeir tala saman, sem nýtist heyrnar-lausum mjög vel. Nú geta þeir átt sím-töl á sínu móður-máli, tákn-máli. Síminn og Félag heyrnar-lausra hafa gert með sér samstarfs-samning sem felur í sér að allir með-limir félagsins auk heyrnar-lausra grunn-skóla-barna á höfuðborgar-svæðinu fá 3G far-síma sér að kostnaðar-lausu. Auglýsinga-herferð Símans vegna 3G-símans skartar Jesú og Júdasi í aðal-hlutverkum, og hefur hún vakið mikil við-brögð og heitar um-ræður í net-heimum. Síminn býður upp á 3G far-síma Morgunblaðið/Árni Sæberg Nú geta heyrnar-lausir talað tákn-mál í far-síma. Ítalski tenór-söngvarinn Luciano Pavarotti er látinn. Pavarotti var 71 árs og lést á heimili sínu í Modena af völdum krabba-meins í bris-kirtli. Hann var lagður á sjúkra-hús í byrjun ágúst, en út-skrifaður 2 vikum síðar. Þetta kemur fram á frétta-vef BBC. Pavarotti söng síðast opin-berlega í upp-hafi síðasta árs er hann kom fram á opnunar-hátíð Vetrar-ólympíu-leikanna í Tórínó á Ítalíu. Hann gekkst undir upp-skurð vegna krabba-meins í júlí á síðasta ári og hefur ekki sungið opinber-lega síðan. Pavarotti er látinn REUTERS Luciano Pavarotti Fyrsti inn-flytjandinn sest á þing hér á landi á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir, vara-formaður og þing-maður Vinstri grænna, fer í fæðingar-orlof um ára-mót og í hennar stað koma tveir nýir þing-menn VG á þing. Fyrst Steinunn Þóra Árnadóttir og síðan Paul Nikolov. Paul sem er fæddur í Banda-ríkjunum árið 1971 en hefur verið bú-settur hér á landi frá árinu 1999. „Ég hef lagt hart að mér við að móta inn-flytjenda-stefnu flokksins og ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim málum áleiðis í þinginu.“ Paul Nikolov Inn-flytjandi á þing Tölvu-fyrirtækið Microsoft segir Ísland vera eitt af þremur löndum sem koma til greina undir net-þjóna-bú og um leið þróunar-deild. Ólafur Ragnar Grímsson, for-seti Íslands, stað-festi þetta á ráð-stefnu um orku-mál sem Glitnir stóð fyrir í New York á miðviku-daginn. Ólafur Ragnar hitti Bill Gates að máli á leiðtoga-ráðstefnu Microsoft í Skot-landi fyrr á árinu og segir Ólafur Ragnar að hann hafi bent Gates á mögu-leika Íslands vegna þeirrar hreinu orku sem landið hefur upp á að bjóða. Eftir það setti Microsoft Ísland meðal þeirra 9 landa sem fyrir-tækið mat sem væn-lega staði fyrir öfl-uga starf-semi, bæði á sviði upp-setningar net-þjóna og hugsan-lega þróunar- og rann-sóknar-seturs. Í loka-vali Microsofts Íslenska kvik-myndin Veðra-mót í leik-stjórn Guðnýjar Halldórsdóttur var frum-sýnd um land allt á föstudags-kvöld. Myndinni var víðast vel tekið, en hún fjallar um 3 byltingar-sinna sem taka að sér stjórn vist-heimilis fyrir vandræða-unglinga. Með aðal-hlutverk fara þau Hilmir Snær Guðnason, Tinna Hrafnsdóttir, Atli Rafn Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson. Atli Rafn, Hilmir Snær og Tinna í hlut-verkum sínum. Veðra-mót frum-sýnd Hryðju-verkum af-stýrt Danska lög-reglan kom í veg fyrir hryðju-verk á þriðju-daginn með því að hand-taka 8 menn sem talið er að tengist al-Qaeda. Þeir höfðu safnað hættu-legu sprengi-efni í þétt-býlu íbúðar-hverfi. Mennirnir 8 eru frá Afganistan, Pakistan, Sómalíu og Tyrklandi. Þeir hafa allir búið lengi í Danmörku og urðu þar rót-tækir íslamistar. Daginn eftir af-stýrðu þýsk yfir-völd hryðju-verkum með því að hand-taka 3 íslamska öfga-menn sem undir-bjuggu árásir á flug-velli og skemmti-staði sem eru vin-sælir meðal Banda-ríkjamanna. Lofa að hætta vopna-smíði Bandaríkja-menn náðu um síðustu helgi samkomu-lagi við Norður-Kóreumenn um að hinir síðar-nefndu myndu hætta allri smíði kjarnorku-vopna fyrir árs-lok. Norður-Kóreu-menn fá í staðinn efnahags-lega að-stoð, en efnahags-ástandið í landinu er mjög slæmt. Þeir fá líka loforð um að öryggi ríkisins verði ekki ógnað. Banda-ríski samninga-maðurinn Christopher Hill sagði að endan-lega yrði gengið frá samkomu-laginu í lok september. Er-lent og stutt Christopher Hill Ísland vann Austur-ríki Á miðvikudags-kvöld keppti Ísland á móti Austur-ríki í B-deild Evrópu-móts lands-liða í körfu-knatt-leik. Ísland vann 91:77, og endaði því í 3. sæti riðilsins. Þetta var loka-leikur liðanna í keppninni, en Ísland hefur unnið 3 leiki í röð og er þetta 4 sigur liðsins í riðlinum. Fjölnir vann Fylki Fjölnir úr Grafar-vogi kom á óvart í þegar liðið sigraði Fylki, 2:1, í fram-lengdum leik í undan-úrslitum bikar-keppninnar í knatt-spyrnu á Laugardals-vellinum. Fjölnir eru í 3. sæti í 1. deild en Fylkir í 4. sæti úrvals-deildar. Fjölnir mætir því Íslands-meisturum FH í úrslita-leik keppninnar. Íþróttir Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.