Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 67
árnað heilla
dagbok@mbl.is
Tónlist
Aðalbygging Háskóla Íslands, hátíðarsalur | Kl. 12.30.
Kammerkór Háskólans í Varsjá, Collegium Musicum, mun
flytja allt frá kantötum barokktímans yfir í nútímaleg ör-
verk. Andrzej Borzym stjórnar kórnum sem er blandaður
og skipaður 27 reyndum söngvurum.
Laugarborg í Eyjafirði | Í skugga Griegs. Norski ten-
órsöngvarinn Harald Bjørkøy og Selma Guðmundsdóttir pí-
anóleikari flytja norska ljóðasöngva eftir samtíðarmenn
Edvards Grieg kl. 14.
Frístundir og námskeið
Söngfélag Skaftfellinga | Fyrsta æfing vetrarins verður kl.
20, þriðjudaginn 11. september (ath. breyttan dag) í Skaft-
fellingabúð, Laugavegi 178. Nýr stjórnandi kórsins er Frið-
rik Vignir Stefánsson. Óskum eftir nýjum félögum og gott
væri að sjá aftur gamla félaga.
Félagsstarf
Ferðaklúbbur eldri borgara | Farið verður í haustlitaferð
21. september, Þingvöllur-Lundarreykjadalur-Húsafells-
skógur-Hraunfossar-Hvítársíða. Kvöldverður, dans og
skemmtiatriði. Allir eldri borgarar velkomnir. Uppl. og
skráning í s. 892-3011.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9
er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554-
1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl.
15-16. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á
mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl.
13 og á föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara í Kópavogi, ferðanefnd | Farið verður í
Þverárrétt í Borgarfirði mánudag 17. september. Brottför
frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Deildartunguhver
skoðaður. Réttur dagsins „kjöt og kjötsúpa“ á Mótel Ven-
us. Skráning og ítarlegri upplýsingar í félagsmiðstöðv-
unum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudags-
kvöld kl.20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Opið hús verður
laugardaginn 15. september kl. 14 þar sem félagsstarfið í
vetur verður kynnt.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Vatnsleikfimi á
Reykjalundi á vegum Rauða kross deildar Kjósarsýslu byrj-
ar miðvikudaginn 12. sept. kl. 11.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er
fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, kór-
starf o.fl. Prjónakaffi hefst föstudaginn 14. sept. allir vel-
komnir. Glerskurður kl. 9 á þriðjud., umsj. Vigdís Hansen
og myndlist kl. 12.30 á fimmtud. Uppl. á staðnum og í s.
575-7720.
Hraunbær 105 | Farið verður í haustlitaferð miðvikudaginn
19. september. Ekið um Þingvöll, Uxahryggi, Lund-
arreykjadal, Hestháls að Indriðastöðum í Skorradal, þar
sem drukkið verður eftirmiðdagskaffi. Leiðsögumaður:
Gylfi Guðmundsson. Verð 2.300 kr. Brottför kl. 13.30.
Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Skrautskrift, ókeypis
tölvuleiðbeining fram að áramótum, blómaskreytingar,
postulín, framsögn, bókmenntir, magadans, klaust-
ursaumur, skapandi skrif, leikfimi, ættfræði o.fl. Hádeg-
isverður og síðdegiskaffi. Kíktu við. S. 568-3132.
Vesturgata 7 | Nú eru haustnámskeiðin að byrja. Mánud.
10. sept. kór kl. 13. Þriðjud. 11. sept. myndlist kl. 9, búta-
saumur kl. 13.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Vitnisburðarsamkoma kl. 20 í umsjá
Ragnars B. Björnssonar. Á samkomunni verður lofgjörð,
frjálsir vitnisburðir og einnig kemur tónlistarkonan Jani
Varnadeau í heimsókn ásamt hljómsveit. Athugið að frá og
með 16. september verða samkomur kl. 14. Allir velkomnir.
Óháði söfnuðurinn | Vetrarstarfið hefst í dag með guðs-
þjónustu kl. 14 og hefst þá um leið barnastarfið með því
að Stopp-leikhópurinn flytur leikritið Eldfærin eftir H.C.
Andersen. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta
með börnunum. Heitt á könnunni og maul eftir messu.
85ára afmæli. Í dag,sunnudaginn 9. sept-
ember, er áttatíu og fimm ára
Guðný Gestsdóttir, Ásvalla-
götu 37. Af því tilefni býður
hún vinum og vandamönnum í
afmæliskaffi í dag kl. 15, í Sól-
túni 2, þar sem hún dvelur nú.
Brúðkaup | Olga Marie Torsvik og
Jan Henrik Berge voru gefin saman
hjá sýslumanni 28. júlí síðastliðinn.
Þau eru búsett í Noregi.
Ljósmynd/Kristín Þóra
Hlutavelta | Vinkonurnar María Björnsdóttir, Hjördís Þóra Elíasdóttir,
Ellen María Þórsdóttir, Katrín Ólöf Georgsdóttir, Dagný Pétursdóttir
og Rósa Halldórsdóttir héldu tombólu og afhentu Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna ágóðann, kr. 12.063.
dagbók
Í dag er sunnudagur 9. september, 252. dagur ársins 2007
Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.)
Femínistafélag Íslands býðurtil fyrsta hitts vetrarinsnæstkomandi þriðjudag.Auður Magndís Leikn-
isdóttir er nýkjörin talskona Fem-
ínistafélagsins: „Yfirskrift hittsins að
þessu sinni er „Hvað á að gera í
þessu?“, og taka þar þátt Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og
Kristín Ástgeirsdóttir fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu,“ segir
Auður Magndís. „Bæði Jóhanna og
Kristín hafa nýlega tekið við störfum
sínum og munu báðar hafa mikið um
það að segja hvaða stefna verður
mörkuð í jafnréttismálum á næstu ár-
um. Okkur þótti því tilvalið að fá þær
til fundar, heyra hvaða verkefni fá að
njóta forgangs og hvert þær sækja
innblástur í starfi sínu.“
Áhersla á umræður
Á hittinu munu Jóhanna og Kristín
flytja stuttar framsögur, áður en opn-
að er fyrir umræður: „Á hittum Fem-
ínistafélagsins er gefinn góður tími
fyrir umræður, og skapast iðulega
skemmtilegar og fræðandi umræður í
salnum,“ segir Auður Magndís. „Um-
ræðuefnið er brýnt, enda glímir ís-
lenskt samfélag enn við alvarleg jafn-
réttisvandamál og má þar m.a. nefna
launamun kynjanna, kynfrelsi kvenna
og skort á virðingu fyrir störfum
kvenna innan og utan heimilisins.“
Auður nefnir að innan Femínista-
félags Íslands eigi sér stað lífleg
skoðanaskipti um jafnréttismál, og
vonandi að gestir noti tækifærið og
fjalli um mismunandi leiðir til jafn-
réttis: „Það örlar á skiptum skoð-
unum í samfélaginu m.a. um hvert
hlutverk stjórnvalda á að vera í jafn-
réttisbaráttunni, og hvort önnur úr-
ræði en afskipti hins opinbera séu
líklegri til árangurs,“ segir Auður
Magndís.
Fyrsta þriðjudag í mánuði
Hitt þriðjudagsins verður, líkt og
önnur hitt í vetur, haldið á Thorvald-
sen Bar, í Bertelsstofu og hefst kl.
20. Aðgangur að hittum Femínista-
félagsins í vetur er öllum heimill og
ókeypis. Verða hittin framvegis
haldin fyrsta þriðjudag hvers mán-
aðar.
Heimasíða Femínistafélags Íslands
er á slóðinni www.feministinn.is og
má þar finna ýmsan fróðleik um
starfsemi félagsins.
Jafnrétti | Jóhanna Sigurðardóttir og Kristín Ástgeirsdóttir á hitti
Hvað á að gera í þessu?
Auður Magndís
Leiknisdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1982. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Hamrahlíð 2002,
B.A.-prófi í félags-
og kynjafræði frá
Háskóla Íslands
2005 og meistaragráðu í stjórnmála-
félagsfræði frá London School of
Economics 2007. Auður Magndís
starfar sem félagsfræðingur, en hún
var kosin talskona Femínistafélags Ís-
lands vorið 2007.
hlutavelta
dagbok@mbl.is
ÞESSI rússneski asni hefur vafalítið haft samband við vinnueft-
irlitið sökum vinnuþrælkunar – eða er hann kannski bara að sýna
hvað hann getur lyft miklu? Heyið er hann að bera inn í bæinn
Tsovkra sem er í 3000 metra hæð í Dagestan-héraði í Kákasus.
Rússneskur asni með böggum heys
Asnaleg vinna
Reuters