Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 67 árnað heilla dagbok@mbl.is Tónlist Aðalbygging Háskóla Íslands, hátíðarsalur | Kl. 12.30. Kammerkór Háskólans í Varsjá, Collegium Musicum, mun flytja allt frá kantötum barokktímans yfir í nútímaleg ör- verk. Andrzej Borzym stjórnar kórnum sem er blandaður og skipaður 27 reyndum söngvurum. Laugarborg í Eyjafirði | Í skugga Griegs. Norski ten- órsöngvarinn Harald Bjørkøy og Selma Guðmundsdóttir pí- anóleikari flytja norska ljóðasöngva eftir samtíðarmenn Edvards Grieg kl. 14. Frístundir og námskeið Söngfélag Skaftfellinga | Fyrsta æfing vetrarins verður kl. 20, þriðjudaginn 11. september (ath. breyttan dag) í Skaft- fellingabúð, Laugavegi 178. Nýr stjórnandi kórsins er Frið- rik Vignir Stefánsson. Óskum eftir nýjum félögum og gott væri að sjá aftur gamla félaga. Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | Farið verður í haustlitaferð 21. september, Þingvöllur-Lundarreykjadalur-Húsafells- skógur-Hraunfossar-Hvítársíða. Kvöldverður, dans og skemmtiatriði. Allir eldri borgarar velkomnir. Uppl. og skráning í s. 892-3011. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554- 1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi, ferðanefnd | Farið verður í Þverárrétt í Borgarfirði mánudag 17. september. Brottför frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Deildartunguhver skoðaður. Réttur dagsins „kjöt og kjötsúpa“ á Mótel Ven- us. Skráning og ítarlegri upplýsingar í félagsmiðstöðv- unum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudags- kvöld kl.20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Opið hús verður laugardaginn 15. september kl. 14 þar sem félagsstarfið í vetur verður kynnt. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Vatnsleikfimi á Reykjalundi á vegum Rauða kross deildar Kjósarsýslu byrj- ar miðvikudaginn 12. sept. kl. 11.30. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, kór- starf o.fl. Prjónakaffi hefst föstudaginn 14. sept. allir vel- komnir. Glerskurður kl. 9 á þriðjud., umsj. Vigdís Hansen og myndlist kl. 12.30 á fimmtud. Uppl. á staðnum og í s. 575-7720. Hraunbær 105 | Farið verður í haustlitaferð miðvikudaginn 19. september. Ekið um Þingvöll, Uxahryggi, Lund- arreykjadal, Hestháls að Indriðastöðum í Skorradal, þar sem drukkið verður eftirmiðdagskaffi. Leiðsögumaður: Gylfi Guðmundsson. Verð 2.300 kr. Brottför kl. 13.30. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Skrautskrift, ókeypis tölvuleiðbeining fram að áramótum, blómaskreytingar, postulín, framsögn, bókmenntir, magadans, klaust- ursaumur, skapandi skrif, leikfimi, ættfræði o.fl. Hádeg- isverður og síðdegiskaffi. Kíktu við. S. 568-3132. Vesturgata 7 | Nú eru haustnámskeiðin að byrja. Mánud. 10. sept. kór kl. 13. Þriðjud. 11. sept. myndlist kl. 9, búta- saumur kl. 13. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Vitnisburðarsamkoma kl. 20 í umsjá Ragnars B. Björnssonar. Á samkomunni verður lofgjörð, frjálsir vitnisburðir og einnig kemur tónlistarkonan Jani Varnadeau í heimsókn ásamt hljómsveit. Athugið að frá og með 16. september verða samkomur kl. 14. Allir velkomnir. Óháði söfnuðurinn | Vetrarstarfið hefst í dag með guðs- þjónustu kl. 14 og hefst þá um leið barnastarfið með því að Stopp-leikhópurinn flytur leikritið Eldfærin eftir H.C. Andersen. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta með börnunum. Heitt á könnunni og maul eftir messu. 85ára afmæli. Í dag,sunnudaginn 9. sept- ember, er áttatíu og fimm ára Guðný Gestsdóttir, Ásvalla- götu 37. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum í afmæliskaffi í dag kl. 15, í Sól- túni 2, þar sem hún dvelur nú. Brúðkaup | Olga Marie Torsvik og Jan Henrik Berge voru gefin saman hjá sýslumanni 28. júlí síðastliðinn. Þau eru búsett í Noregi. Ljósmynd/Kristín Þóra Hlutavelta | Vinkonurnar María Björnsdóttir, Hjördís Þóra Elíasdóttir, Ellen María Þórsdóttir, Katrín Ólöf Georgsdóttir, Dagný Pétursdóttir og Rósa Halldórsdóttir héldu tombólu og afhentu Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna ágóðann, kr. 12.063. dagbók Í dag er sunnudagur 9. september, 252. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) Femínistafélag Íslands býðurtil fyrsta hitts vetrarinsnæstkomandi þriðjudag.Auður Magndís Leikn- isdóttir er nýkjörin talskona Fem- ínistafélagsins: „Yfirskrift hittsins að þessu sinni er „Hvað á að gera í þessu?“, og taka þar þátt Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Kristín Ástgeirsdóttir fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu,“ segir Auður Magndís. „Bæði Jóhanna og Kristín hafa nýlega tekið við störfum sínum og munu báðar hafa mikið um það að segja hvaða stefna verður mörkuð í jafnréttismálum á næstu ár- um. Okkur þótti því tilvalið að fá þær til fundar, heyra hvaða verkefni fá að njóta forgangs og hvert þær sækja innblástur í starfi sínu.“ Áhersla á umræður Á hittinu munu Jóhanna og Kristín flytja stuttar framsögur, áður en opn- að er fyrir umræður: „Á hittum Fem- ínistafélagsins er gefinn góður tími fyrir umræður, og skapast iðulega skemmtilegar og fræðandi umræður í salnum,“ segir Auður Magndís. „Um- ræðuefnið er brýnt, enda glímir ís- lenskt samfélag enn við alvarleg jafn- réttisvandamál og má þar m.a. nefna launamun kynjanna, kynfrelsi kvenna og skort á virðingu fyrir störfum kvenna innan og utan heimilisins.“ Auður nefnir að innan Femínista- félags Íslands eigi sér stað lífleg skoðanaskipti um jafnréttismál, og vonandi að gestir noti tækifærið og fjalli um mismunandi leiðir til jafn- réttis: „Það örlar á skiptum skoð- unum í samfélaginu m.a. um hvert hlutverk stjórnvalda á að vera í jafn- réttisbaráttunni, og hvort önnur úr- ræði en afskipti hins opinbera séu líklegri til árangurs,“ segir Auður Magndís. Fyrsta þriðjudag í mánuði Hitt þriðjudagsins verður, líkt og önnur hitt í vetur, haldið á Thorvald- sen Bar, í Bertelsstofu og hefst kl. 20. Aðgangur að hittum Femínista- félagsins í vetur er öllum heimill og ókeypis. Verða hittin framvegis haldin fyrsta þriðjudag hvers mán- aðar. Heimasíða Femínistafélags Íslands er á slóðinni www.feministinn.is og má þar finna ýmsan fróðleik um starfsemi félagsins. Jafnrétti | Jóhanna Sigurðardóttir og Kristín Ástgeirsdóttir á hitti Hvað á að gera í þessu?  Auður Magndís Leiknisdóttir fæddist í Reykja- vík 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 2002, B.A.-prófi í félags- og kynjafræði frá Háskóla Íslands 2005 og meistaragráðu í stjórnmála- félagsfræði frá London School of Economics 2007. Auður Magndís starfar sem félagsfræðingur, en hún var kosin talskona Femínistafélags Ís- lands vorið 2007. hlutavelta dagbok@mbl.is ÞESSI rússneski asni hefur vafalítið haft samband við vinnueft- irlitið sökum vinnuþrælkunar – eða er hann kannski bara að sýna hvað hann getur lyft miklu? Heyið er hann að bera inn í bæinn Tsovkra sem er í 3000 metra hæð í Dagestan-héraði í Kákasus. Rússneskur asni með böggum heys Asnaleg vinna Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.