Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 71
Krossgáta
Lárétt | 1 skjóta af byssu,
4 sigrar, 7 talaði um, 8
dulu, 9 spil, 11 duglega,
13 syrgi, 14 brotlegur, 15
vinna, 17 spil, 20 geymir,
22 yfirhafnir, 23 mæti, 24
rás, 25 deila.
Lóðrétt | 1 viðburðarás, 2
fornritið, 3 lengdarein-
ing, 4 höggva, 5 fuglar, 6
rödd, 10 núningshljóð, 12
ílát, 13 illgjörn, 15 þýð-
gengur, 16 niðurgang-
urinn, 18 skerðum, 19
ráfa, 20 þroska, 21 hljóm-
ur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skýrleiki, 8 totum, 9 rokið, 10 ann, 11 forað, 13
ausur, 15 moska, 18 sinna, 21 tóm, 22 græða, 23 andar, 24
aumingjar.
Lóðrétt: 2 kætir, 3 rómað, 4 eyrna, 5 kokks, 6 stef, 7 úðar,
12 auk, 14 uxi, 15 magi, 16 skæru, 17 ataði, 18 smaug, 19
nudda, 20 aurs.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Mannleg reynslusaga hefur áhrif
á þig. Þig langar til að hjálpa öðrum til að
ná markmiðum sínum, sérstaklega ef þau
eru skemmtileg.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Allir eru að gera það sem þeir halda
að þeir eigi að gera. Þ.e.a.s. allir nema þú.
Þú gerir bara það sem þig langar til. Ekki
af því að þú heldur að það sé eitthvert vit í
því, þú ræður bara ekki við þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þér er umhugað um stöðu vissr-
ar manneskju í lífi þínu. Hún er á uppleið
eða niðurleið, jafnvel hvort tveggja, en
eitthvað þarf að breytast.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Bíddu í 10 sekúndur með að svara
munnlega, skriflega, rafrænt. Þú gætir
séð eftir því sem þú segir, en ekki því sem
þú segir ekki.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nærðu sköpunargáfuna með því að
gefa henni rými til að anda. Hugmyndir
þurfa að þroskast áður en þú dæmir þær
góðar eða slæmar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert tískutýpan, til í að gleypa
við helstu tískustraumum. En þú gerir
það ekki alltaf umhugsunarlaust og það á
við í dag.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Gjöf þín frá himnunum er lækn-
ingakraftur. Þess vegna tekur þú eftir
öllu sem fer úrskeiðis í heiminum.
Kannski þarfnast slæmar aðstæður bara
ástar þinnar?
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það eru galdrar í góðu til-
finningunum þínum, því þú deilir þeim og
þannig margfaldast þær. Ást þín á einni
manneskju gerir þig t.d. elskulegri við
alla aðra.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Til að komast inn í takt dags-
ins skaltu hægja á þér um helming. Ekki
gera tíu hluti heldur þrjá – í afslöppuðum
gír – og árangurinn verður betri.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú þekkir gullið andartak þeg-
ar þú sérð það. Og hvenær er það? Þegar
þú ert ekki að horfa. Það er í lagi. Það er
nóg að trúa því að það sé þar.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Samskipti eru leyndarmál vel-
gengni þinnar núna. En þeim mun meiri
sem velgengnin er, þeim mun minna
skipta orðin máli. Framkoman og tónninn
segja allt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ef þú ert sífellt að greina allar að-
stæður missir þú af kraftaverkinu. Og ef
þú ert of bókstaflegur missir þú af brand-
aranum. En á það nokkuð við um þig?
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4
Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7.
Be3 Rd5 8. Bd2 c5 9. dxc5 Bxc5 10.
Bd3 Dc7 11. De2 O-O 12. O-O-O Rf4
13. Bxf4 Dxf4+ 14. Kb1 f6 15. Bc4
Kh8 16. Bxe6 Bxe6 17. Dxe6 Bxf2
18. Hhf1 Had8 19. Hd7 Hfe8
Staðan kom upp á hollenska
meistaramótinu sem fór fram í Hil-
versum í sumar. Stórmeistarinn
Friso Nijboer (2606) hafði hvítt
gegn alþjóðlega meistaranum Mar-
tijn Dambacher (2466). 20. De7! og
svartur gafst upp enda fátt til varn-
ar þar sem drottning hvíts og hrók-
ur eru friðhelg vegna mátsins upp í
borði.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Baráttan um spaðann.
Norður
♠Á543
♥G
♦K10
♣KD9854
Vestur Austur
♠D96 ♠K72
♥D92 ♥Á8753
♦DG943 ♦8752
♣G2 ♣10
Suður
♠G108
♥K1064
♦Á7
♣Á763
Suður spilar 5♣.
Þetta spil snýst um spaðalitinn – ef
sagnhafi þarf að opna spaðann gefur
hann tvo slagi á litinn, en aðeins einn
ef vörnin neyðist til að hreyfa litinn
fyrst.
Frönsku bræðurnir Olivier og
Thomas Bessis voru í AV og vörðust
fimlega. Olivier kom út með tígul-
drottningu, sem sagnhafi drap heima,
tók tvisvar tromp og tígulkóng. Spilaði
síðan hjartagosa úr borði. Thomas
dúkkaði hiklaust og sagnhafi lét gos-
ann fara. Olivier fékk slaginn á drottn-
inguna og spilaði hjartaníu til baka.
Sagnhafi henti spaða úr borði, tilbú-
inn til að gefa slag á hjartaás og fría
K10 í leiðinni. En Thomas lét það ekki
viðgangast; hann lét aftur smátt hjarta
og gaf suðri ódýran slag á hjartatíuna!
Sá slagur kom tvöfaldur til baka þegar
sagnhafi neyddist til að opna spaðann.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Þekktur listamaður hefur opnað yfirlitssýningu í SanFrancisco. Hvað heitir hann?
2 Kynning Símans á 3. kynslóð farsíma hefur vakiðmikla athygli. Hvað heitir forstjóri fyrirtækisins?
3 Hverjir áttu vinningstillöguna í samkeppni um end-urbyggingu í Kvosinni í kjölfar brunans þar?
4 Kvikmyndin Veðramót var frumsýnd um þessa helgi.Hvað heitir leikstjóri myndarinnar?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Verslunarhelgin
reyndist ekki vera
mesta ferðahelgin í
ár. Hvaða helgi var
það? Svar: Blíðviðr-
ishelgin 22.-24. júní.
2. Yfirhershöfðingi
NATO heimsótti Ís-
land. Hvað heitir
hann? Svar: John
Craddock. 3. Haldið
var upp á 20 ára af-
mæli Háskólans á
Akureyri. Hver er rektor HA? Svar: Þorsteinn Gunnarsson. 4. Nýr
íslenskur kvikmynda- og leikhúsþáttur er að hefja göngu sína í
Sjónvarpinu. Hver stýrir honum? Svar: Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
ALÞJÓÐLEGT stigamót fór fram á veg-
um tyrkneska dansíþróttasambandsins
(TDSF) í samstarfi við Hið Alþjóða
Áhugamannasamband í dansi (IDSF) 30.
ágúst síðastliðinn.
Mótið var haldið í Antalya í suðurhluta
Tyrklands. Antalya er fallegur staður og
sólríkur. Tuttugu pörum var boðin þátt-
taka í mótinu, hverju fyrir sitt land, einu
pari frá Íslandi var boðið að taka þátt í
því, Íslandsmeisturum Ungmenna F,
þeim Aðalsteini Kjartanssyni & Rakel
Guðmundsdóttur frá Dansíþróttafélagi
Hafnarfjarðar. Með þeim Aðalsteini og
Rakel ferðuðust hjónin Jónas Dalberg,
varaformaður Dansíþróttasambands Ís-
lands, og Ásrún Kristjánsdóttir dans-
kennari.
Mikill hiti var í Tyrklandi og voru því
aðstæður gjörólíkar því sem íslenska
íþróttafólkið þekkir. Þrátt fyrir það voru
þau tilbúin í keppni eftir nokkurra tíma
undirbúning daginn sem keppnin fór
fram. Ólíkt íslenskum danskeppnum fór
keppnin fram um kvöld og lauk henni í
raun ekki fyrr en klukkan 3 eftir mið-
nætti. Keppnisstaðurinn var hvort
tveggja óvenjulegur og mjög skemmti-
legur, en keppnin fór fram í glerpýramída
gaman þeim þætti að horfa á þau dansa.
Þessi stuðningur hafði góð áhrif og
komust fulltrúar Íslands í úrslit og end-
uðu þar í 6. sæti eftir harða keppni við
parið í 5. sæti, þau Andrei Vavilov &
Terje Piho frá Eistlandi. Pörin sem
dönsuðu bæði í úrslitum og undan-
úrslitum eru pör sem eru meðal þeirra
bestu í sínu heimalandi og jafnvel heim-
inum öllum. Aðalsteinn og Rakel komust
upp fyrir t.d. Jonathan Naslund &
Kristina Havatova frá Svíþjóð (10. sæti)
og Alexander Lars & Elena Bokoreva
frá Noregi (11. sæti) og voru því með
bestan árangur af keppendum af Norð-
urlöndunum.
Sigurvegararnir, Dmitry Pugachev &
Uliana Fomenko, eru frá Rússlandi og
er talað um að þau séu par númer 4 þar í
landi. Þau eru einnig heimsmeistarar
Ungmenna í 10 dönsum (Youth 10
Dance). Annað sætið fór til Litháens,
það þriðja til Þýskalands og það fjórða
til Moldavíu.
Taldi þetta mót til stiga á stigalista
IDSF og hækkuðu Aðalsteinn og Rakel
sig um rúm 2.500 sæti á þeim lista.
og því var það himinninn sem skreytti
loftið fyrir ofan dansgólfið. Að sögn Að-
alsteins og Rakelar var aðstaða fyrir
keppendur ágæt og góður andi í hópi
keppenda.
Mörg sterk pör voru mætt til keppni
og voru 3 af 24 sterkustu pörunum á
stigalista IDSF mætt til leiks. Dansaðar
voru 5 umferðir, auk milliriðils eftir
fyrstu umferðina, fyrir þau pör sem ekki
komust strax inn í aðra umferð. Flest
pörin voru tyrknesk en þetta var fyrsta
alþjóðlega mótið sem haldið er í Tyrk-
landi. Tyrkneska dansíþróttasambandið
var stofnað árið 2004 og er dansíþróttin í
Tyrklandi því mjög ung. Flest tyrknesku
pörin duttu út snemma í keppninni.
Þegar komið var nær úrslitum og líða
tók á kvöldið var farið að fækka mjög í
keppendahópnum og tíndust pörin út í
áhorfendasalinn til að horfa á og styðja
þau sem eftir voru. Mörg þeirra para sem
ekki komust inn í 12 para undanúrslit
studdu íslenska parið af miklum móð og
má segja að íslenska parið hafi verið
einna vinsælasta parið hjá áhorfendum.
Margir keppendur og áhorfendur komu á
milli umferða á keppendasvæðið til þess
eins að segja Aðalsteini og Rakel hversu
Aðalsteinn og Rakel dönsuðu til úrslita
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Dansparið Aðalsteinn
Kjartansson og Rakel Guð-
mundsdóttir.Eftir Jóhann Gunnar Arnarsson